Dagur - 18.01.1995, Side 6
6 - DAGUR - Miðvíkudagur 18. janúar 1995
Það skorti ekki mat, drykk né skemmtun á þorrablótinu.
Þorrablótsncfndin söng og Baldur Baldvinsson annaðist veislu- og söngstjórn.
Asta og Bryndís Alfreðsdætur ásamt mági og eiginmanni, Arna Sigurðssyni.
Frá menntamálaráðuneytinu
Styrkir úr Iþróttasjóði
Samkvæmt lögum um breytingu á verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga nr. 78/1989 veitir Alþingi árlega fé í
íþróttasjóð.
Framlög úr íþróttasjóði skal veita til sérstakra verkefna
á vegum íþróttafélaga eða íþróttasamtaka í því skyni
að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana sbr. Reglugerð um
íþróttasjóð nr. 609/1989.
Tekið skal fram að ekkert liggur fyrir um fjárveitingar til
sjóðsins 1996 en þær eru ákveðnar í fjárlögum hverju
sinni til eins árs í senn. Felur árleg fjárveiting þannig
ekki í sér skuldbindingar um frekari styrkveitingar.
Umsókn um stuðning úr íþróttasjóði vegna styrk-
veitinga ársins 1996 þurfa að berast fyrir 1. maí nk.
íþróttanefnd ríkisins, menntamálaráðuneytinu, Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöð-
um ásamt greinargerð um fyrirhuguð verkefni.
Þróunarsetrið
Laugalandi
auglýsir eftirtalin námskeið:
í VEFNAÐI
30 klst. námskeið sem hefst 4. feb. og sfendur til 25. feb.
Kennarar verSa Þuríöur Kristjánsdóttir og Gréta Arn-
grímsdóttir.
í ÞJÓÐBÚNINGASAUMI
40 klst. námskeiö sem hefst í febrúarlok.
Kennari veröur Helga Þórsdóttir.
í PAPPÍRSMÓTUN
12 1/2 klst. námskeið í muna og öskjugerÖ úr pappír
hefst 21. jan. til 1. feb. Kennari verður Bryndís Arnardótt-
ir.
Einnig eru fyrirhuguÖ námskeiÖ í prjónatækni og með-
ferð íslenskra jurta til manneldis þegar líöur að vori.
Verður auglýst síöar.
Skráning fer fram í síma þróunarsetursins 31316 alla
virka daga milli kl. 10 og 14.
Tískusýningardaman Vígfúsa Sig-
urðardóttir mætti á svæðið og vakti
almenna aðdáun fyrir glæsilcgt
göngulag.
Af sjúkrahúsinu komu hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar og sungu fyrir
sjáifar sig; Margareta, Áslaug og Sesselja taka lagið.
Sigrún Kjartansdóttir, formaður
skemmtinefndar, og Steingrímur
Birgisson, sem séð hefur um dinncr-
tónlistina um áratugaskeið.
Kvenfélag Húsavíkur:
Forskot á þorrasæluna
Kvenfélag Húsavíkur hélt árlegt
þorrablót sitt sl. laugardag, samkvæmt
venju viku fyrr en þorri gengur í garð.
Sá háttur er á hafður til að þorrablót
sveitarfélaga í sýslunni rýmist betur á
þorranum og ekki þurfi að halda mörg
sömu kvöldin. Um 200 manns sóttu
þorrablótið, kvenfélagskonur, gestir
þeirra og fleiri, því öllum er velkomin
þátttaka í þorrablótum kvenfélagsins.
Þátttakendur taka með sér mat og
drykk aó heiman til aó neyta meðan á
borðahaldi stendur.
Sérstök þorrablótsnefnd sér um
skemmtidagskrá og setti formaður
hennar, Sigrún Kjartansdóttir, sam-
komuna. Baldur Baldvinsson var
veislustóri að þessu sinni og stjómaði
einnig fjöldasöng af mikilli röggsemi.
Steingrímur Birgisson lék á píanóið
meðan á borðhaldi stóð, samkvæmt
venju. Hagyrðingamir Osk Þorkels-
dóttir og Þórgrímur Bjömsson fluttu
vísur sínar og kváðust á. Einar Georg
Einarsson kom frá Hrísey til æsku-
stöðvanna á Húsavík og skemmti
gestum konunglega. Þorkell Bjöms-
son var kynnir á tískusýningu, en sýn-
ingarstúlkurnar þóttu ekkert ferlega
fallegar.
Að lokum var stiginn dans við
undirleik hl iómsveitarinnar Gloríu.
IM
Svala Hcrmannsdóttir, formaður Kvcnfélags Húsavíkur, ásamt eiginmanni,
Bárði Guðmundssyni. Myndir: IM
Eru allar dömur í sýslunni loðnar á
bringunni? - spurðu aðkomumenn-
irnir þegar tískusýningardömurnar
fóru að sýna nærklæðin. Heima-
menn bentu þcim á að kynna sér
málið í sundlauginni.
UUMFEROAR
RÁÐ
Vinsamleg ábend-
ing til húsráðenda
Vegna fannfergis eru það vinsamleg tilmæli
til húsráðenda að moka frá húsum sínum
þannig að bréf- og blaðberar komist leiðar
sinnar.
Einnig er gott að hafa útiljós logandi í
skammdeginu.