Dagur - 24.01.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 24.01.1995, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 24. janúar 1995 - DAGUR - 7 Handknattleikur -1. deild karla: KA-menn seinir í gang - lögöu Selfyssinga í seinni hálfleik Körfuknattleikur - úrvalsdeild: Lítið fyrir augað - Tindastoll sigraði ÍA í lélegum leik Tindastóll vann mikilvægan sig- ur á Skagamönnum í úrvals- deildinni á sunnudagskvöld, 82:77, eftir mikinn hamagang síðustu mínúturnar. Heima- menn höfðu yfir í leikhléi, 44:34, en misstu forskotið niður með lélegum kafla í síðari hálfleik. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og liðin allt annað en sann- færandi. Tindastólsmenn virtust þó sterkari í byrjun og náðu ellefu stiga forskoti, 21:10, eftir átta mínútna leik. Skagamenn náðu aðeins að saxa á forskotió en þá tóku Stólarnir aftur við sér og höfðu 14 stiga forskot, 39:25, þeg- ar fimm mínútur voru til leikhlés. Seinni hálfleikurinn var ekki mikið skárri en sá fyrri. Skaga- menn sýndu þó á sér nýja hlið og börðust í vöminni. Þannig tókst þeim að minnka muninn niður í aðeins eitt stig, 72:71, og þrjár mínútur til leiksloka. Við þetta varð leikurinn allt í einu mjög spennandi og opinn en Tindastóls- menn höfóu heppnina með sér og unnu 82:77. Leikurinn einkenndist af mikl- um mistökum, lítilli leikgleði og margar glannalegar sendingar röt- uðu ekki rétta leið. Leikkerfi lið- anna gengu engan veginn upp og það var aðeins síðustu þrjár mín- útumar sem áhorfendur fengu eitt- hvað fyrir aurana sína. Skagaliðið var slakt í leiknum og ef heima- menn hefðu leikið eins og þeir eiga að sér þá hefði sigurinn getað orðið mun stærri. Torrey John var yfirburðamaður á vellinum og mikill munur á honum og BJ Thompson, Kananum hjá IA. Torrey tróð nokkrum sinnum skemmtilega og reif það áhorfend- ur aðeins upp í leiðindunum. Am- ar Kárason var ágætur í seinni hálfleik eftir að hafa farið huldu „Það var eins og liðin væru ekki komin í gang eftir jólafrí. Eftir mjög slakan fyrri hálfleik þá fúndum við taktinn í þeim seinni og náðum að rífa okkur upp. Einar Gunnar var okkur erfiður en við náðum að skrúfa fyrir það í seinni hálfleik og þetta hafðist,“ sagði Sigmar Þröstur Óskarsson, markvörður KA, eftir að hafa hjálpað félög- um sfnum að sigra Selfyssinga f KA-heimilinu á sunnudags- kvöld. Lokastaðan var 27:23 fyr- ir KA eftir gestirnir höfðu yfír í leikhléi, 13:12. Jafnt var á nær öllum tölum framan af leik, munurinn aldrei meiri en tvö mörk, og liðin skipt- ust á að hafa forustu. Þaó voru þó gestimir sem geröu tvö síðustu mörk hálfleiksins og höfóu yfir, 13:12, í hléinu. Einar Gunnar Sig- urðsson geröi KA-mönnum lífið leitt í upphafi leiks og skoraði fimm af fyrstu sex mörkum Sel- fyssinga. Hann virtist eiga auðvelt með að skora í hvert sinn sem hann stökk upp en um miójan fyrri hálfleik settu KA-menn yfir- frakka á strákinn. Valdimar Grímsson var sterkastur KA- manna og skoraði mörg glæsileg mörk úr hægra hominu. Hann skoraði helming marka KA í fyrri hálfleik, sex mörk. KA byrjaði seinni hálfleikinn vel og skoraði þrjú fyrstu mörkin og þar af voru tvö glæsimörk frá Atla Þór Samúelssyni. Sigmar Þröstur hrökk í gang og varði sex skot Selfyssinga áður en þeim tókst loks að finna leióina í mark- ið. Um miðjan hálfleikinn var KA komið með fjögurra marka for- ustu, 10:16, og eftir það kom skrautlegur leikkafli. Hverjum Selfyssingnum af öðrum var vikið af leikvelli fyrir gróf brot í hægra hominu og á tímabili voru þrír þeirra utan vallar samtímis. KA- mönnum gekk þó illa að nýta sér liðsmuninn og í lokin stóóu þeir uppi með fjögurra marka sigur, 27:23. Spilið gekk illa hjá KA og mik- ið var um mistök og greinilegt að breytinga er þörf á spili liðsins ef það ætlar sér stóra hluti í bikam- um. Valdimar og Sigmar voru bestu menn KA og ánægjulegt að sjá Valdimar kominn aftur í sitt gamla form. Patrekur Jóhannesson hefur verið óvenju dapur eftir jólafríið og viróist ragur við að skjóta á mark andstæðinganna. Atli skoraði glæsileg mörk og Valur Amarson er sterkur í vinstra hominu. Hjá gestunum var Hall- grímur Jónasson góður í markinu og Einar Gunnar átti auðvelt með að skora þegar hann var ekki tek- inn úr umferð. Gangur leiksins: 0:1, 4:4, 8:6, 10:8, 10:11, 12:11, 12:13 - 15:13, 18:15, 20:16, 22:19,25:20, 27:23. Mörk KA: Valdimar Grímsson 11/2, Patrekur Jóhannesson 6/4, Atli Þór Samúelsson 4, Valur Amarson 3, Þor- valdur Þorvaldsson 1, Erlingur Kristjáns- son 1, Alfreð Gíslason 1. Varin skot: Sig- mar Þröstur Oskarsson 18/1. Mörk Selfoss: Einar Gunnar Sigurós- son 9/3, Sigurjón Bjamason 3, Einar Guðmundsson 2, Siguróur Þóróarson 2, Erling Klementsson 2, Grímur Hergeirs- son 1, Ámi Birgisson 1, Sverrir Einars- son 1, Atli Marel Vokes 1, Guömundur Þorvaldsson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 15/1. Áhorfendur: 539. Dómarar: Einar Sveinsson og Krist- ján Sveinsson. Valdimar Grímsson var í aðalhlutverki hjá KA og er hér í þann mund að skora citt marka sinna í leiknum. Einar Gunnar Sigurðsson var markahæst- ur Sclfyssinga en hann kemur engum vörnum við hér. Knattspyrna: Svíarnir bjóða Guð- mundi samning - forráðamenn AIK sýna mikinn áhuga Guðmundur Benediktsson, landsliðsmaðurinn ungi í Þór, dvaldi í Svíþjóð síðustu viku þar sem hann æfði með úrvals- deildarliði AIK í Stokkhólmi. Honum var síðan boðinn samningur áður en hann hélt heim um helgina og eru for- ráðamenn sænska iiðsins spenntir fyrir að fá hann í sín- ar raðir fyrir næsta leiktíma- bU. „Þetta gekk ágætlega og mér leist nokkuð vcl á aóstæóur. Þetta er stór klúbbur með ungt lið og skcnuntilcgur hópur en það er spuming hvað maður ger- ir,“ sagði Guðmundur í samtali við Dag. „Mér var boðinn samn- ingur sem ég kom með heim til aó skoóa. Ætli þaó séu ekki um helmingslíkur á því að ég fari en ég á þó eftir að skoða þennan samning aðeins betur,“ sagði Guðmundur. Ekki var enn afráð- ið hversu langur santningurinn yrði ef af verður. „Ég held ég geti fengið aó ráða því nokkum veginn, alveg frá einu til þriggja ára.“ Guómundur hefur lýst því yf- ir að hann hyggist skipta um fé- lag á næstunni, hvort sem nýja félagió verður innanlands eóa utan. Hann sagði að ekki væri langt í að hann svaraði sænska liðinu og þá ættu málin að fara aó skýrast. „Það vcrður að fara að komast á hreint hvað ég ætla aó gera og sem allra fyrst er best fyrir alla aðila,“ sagði Guó- mundur. Körfuknattleikur - úrvaldsdeild: „Einbeitingarleysi gerði útslagið“ - sagöi Konráö Óskarsson, leikmaður Þórs „Það má segja að einbeitingar- leysi í lokin hafi gert útslagið svo og það að við byrjuðum mjög illa. Við höfum átt það til að byrja illa í leikjum okkar að undanförnu og það verðum við að laga. Við lékum ágætlega en áttum erfitt með að stoppa skytturnar hjá þeim. Við erum nánast öruggir í úrslitin en tak- markið er að ná öðru sætinu í riðlinum,“ sagði Konráð Óskars- son, leikmaður Þórs eftir að lið hans hafði tapað fyrir ÍR í Selja- skóla í fyrrakvöld. Þórsarar voru frekar lengi í gang og eftir u.þ.b. fimm mínútna leik höfðu heimamenn náð góðri forystu, 22:6. Gestimir eyddu miklu þreki í að jafna leikinn, 45:45, en þá tóku ÍR-ingar góðan sprett og gerðu níu stig í röð. Staðan í leikhléi var 59:49. ÍR-ingar léku mjög hraðan bolta í seinni hálfieiknum og hleyptu Þórsurum ekki nálægt sér, hvað sem á gekk. Munurinn var minnstur sjö stig í hálfleiknum en Þórsurum varð á í messunni í stöðunni 83:74 og tveir leikmenn fengu tæknivillu fyrir að mótmæla sama dóminum. IR-ingar skoruðu úr öllum fjórum vítaskotunum og náðu þar með þrettán stiga for- skoti. Munurinn í leikslok var þó heldur meiri eða 18 stig, 112:94. Þórsarar léku á köflum vel og gáfu IR-ingum ekkert eftir lang- tímum saman. Konráð átti skín- andi leik, bæði í vöm og sókn, en Sandy var lengi í gang. Kristni hefur oft gengið betur en Birgir lék vel. Hjá ÍR voru Herbert og Jón Öm allt í öllu og skoruðu grimmt. IR-liðið er sterkt og það er engin skömm að því að tapa fyrir því. SV Stig ÍR: Herbert Amarson 35, Jón Om Guðmundsson 27, John Rohdes 18, Halldór Kristmundur 15, Eggert Garðars- son 13, Bjöm Steffensen og Eiríkur Ön- undarson 2. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 24, Kristinn Friðriksson 22, Sandy Anderson 19, Birgir Öm Birgisson 15, Einar Val- bergsson 5, Örvar Erlendsson 5, Bjöm Sveinsson 4. höfði í þeim fyrri og Lárus Dagur barðist ágætlega og er velkomin viðbót við Tindastólsliðið. Hinrik landsliðmaður Gunnarsson gat lít- ið beitt sér þar sem hann var meiddur og haltraði allan tímann. Skagamenn munar greinilega um Elvar Þórólfsson, þjálfara, sem gat ekki leikið með vegna meiðsla en Brynjar Karl Sigurósson var þeirra besti maður. GBS. Stig Tindastóls: Tomey John 34, Láms Dagur Pálsson 13, Amar Karason 10, Hinrik Gunnarsson 7, Ómar Sigmars- son 7, Hatldór Halldórsson 6, Sigurvin Pálsson 4, Páll Kolbeinsson 1. Stig ÍA: B.J. Thompson 23, Brynjar Karl Sigurðsson 21, Haraldur Leifsson 13, Dagur Þórisson 11, Jón Þór Þóróar- son 6, Höróur Birgisson 3. Áhorfcndur: 500. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Þorgeir Júlíusson og þeir dæmdu mjög vel.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.