Dagur - 25.01.1995, Síða 8

Dagur - 25.01.1995, Síða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 25. janúar 1995 Næstkomandi föstudag verða 100 dagar til upphafs heimsmeistarakeppninnar í handknattleik sem fer fram hér á landi í maí nk., þar á meðal á Akureyri. Undirbúningur keppninnar er að vonum í fullum gangi og að sögn mótshaldara er hann á áætlun. Dagur tók púlsinn á undirbúningi þess hluta keppninnar sem fer fram á Akureyri. Áhugaverður riðill A Akureyri fara fram leikir í D- rióli keppninnar og að margra mati er hann áhugaveröastur rióla í forkeppninni, enda engin smálið sem leióa saman hesta sína. Fyrst skal fræga telja Evrópumeistara Svía og síðan ekki ómerkari hand- boltaþjóðir en Spánverja, Egypta og Hvít-Rússa. Olíklegt er aö Brasilía og Kúveit blandi sér í toppslaginn í riólinum. Þeirra hlutskipti verður væntanlega að halda heim á leið að riðlakeppn- inni lokinni. Ekki er gott aö segja hvemig úrslit veróa í þessum rióli en ekki er óeðlilegt að ætla að Svíamir hafi sigur, en þó skyldi enginn vanmeta Hvít-Rússa og Spánverja og Egyptar hafa sýnt það aó þeir eru með mjög sterkt lið og er skemmst að minnast heimsmeist- arakeppni unglinga í Egyptalandi þar sem heimamenn stóðu uppi sem sigurvegarar. Leikmenn í því liði eru nú famir að láta að sér kveóa í A-landsliðinu. Eins og sjá má af meófylgjandi bundiö sem sjái um að hnýta ýmsa lausa enda í undirbúningnum, enda verói að mörgu að hyggja síðustu vikumar. „Eg reikna með að þessi starfsmaður hefji störf einhvem tímann í febrúar, ekki seinna en 1. mars,“ sagði Gunnar. Alfrcð Gíslason: Ég geri mér vonir um að til bæjarins komi ailt að 1500 manns. 102 dagar í töílu yfir leikina í D-riðlinum hefst keppni á Akureyri mánudag- inn 8. maí og riólakeppninni lýkur sunnudaginn 14. maí. Þann 16. maí taka við lcikir í 16 liða út- sláttarkeppni, tveir þeirra verða á Akureyri. Ýmislegt í gangi Gunnar Jónsson, formaður HM- nefndarinnar á Akureyri, segir að búið sé aó staðfesta samstarfs- samning Akureyrarbæjar og HM- nefndarinnar í bæjarkerfinu og sé stefnt aó undirritun hans 3. febrú- ar nk. Þessi samningur felur í sér hlut heimamanna varöandi skipu- lag og framkvæmd keppninnar. Meóal annars hefur HM-nefndin á Akureyri með veitingasölu í Iþróttahöllinni að gera, en hún verður boðin út, og þá kemur ákveóið hlutfall af minjagripasölu í hlut Akureyringa. Gunnar segir aó ýmislegt sé í gangi. „Við höfum til dæmis átt fund með veitingamönnum og fulltrúum menningarlífsins í bæn- um. Vió höfum einnig rætt vió að- ila sem tengjast öryggismálum, héraóslækni, slökkvilið og lög- reglu.“ Fjöldi fólks kemur að umgjörð hvers leiks og segist Gunnar reikna með að bróðurpartur þessa fólks verði sjálfboðalióar frá íþróttafélögunum á Akureyri, en á móti hafi þau möguleika á tekjum vegna sölu minjagripa. Ætla má aó veitingamenn sýni því mikinn áhuga að ná í veitinga- söluna í íþróttahöllinni, cnda tölu- vert gimilegur biti. Væntanlega verða veitingar seldar í hálfleik leikjanna og því má ekki gleyma að á milli annars og þriðja leiks á hverjum leikdegi er drjúgur tími, Ieikur númer tvö hefst kl. 17 og sá síðasti kl. 20. Gunnar sagðist reikna fastlega með að HM-nefndin á Akureyri ráði fljótlega starfsmann tíma- Tvö hótel nú þegar frátekin Umgjörð hvers leiks í heimsmeist- arakeppni er auðvitað verulega frábrugðin venjulegum leik í deildarkeppni á Islandi. Þjóó- söngvar þjóðanna verða auðvitað Ieiknir, fánar allra þátttökuþjóða og dómara hanga uppi allan tím- ann, leikimir verða sendir út í beinni útsendingu í sjónvarpi og á áhorfendapöllunum verður fjöl- breytt flóra erlendra og innlendra handboltaáhugamanna. Þá má ekki gleyma öllum þeim fjölda blaðamanna, ljósmyndara og íþróttafréttamanna ljósvakamiðla sem kemur til Akureyrar vegna keppninnar. Þaó liggur að vísu enn sem komió er ekki fyrir hversu margir þeir veróa en í kringum 10. febrúar ætti það að skýrast. Eins og áöur segir eru sex lið í D-riðli og það segir sig sjálft að drjúgt hótelrými þarf fyrir alla þessa leikmenn, aðstoðarmenn og forráðamenn lióanna. Auk þess koma til Akureyrar dómarar, eftir- litsmenn, fulltrúar Alþjóðahand- knattleikssambandsins og ýmsir aðrir sem koma á einn eóa annan hátt að keppninni. Gunnar segir að fyrir allt þetta fólk sé búið aö taka frá Hótel KEA og Hótel Hörpu, bæði í Hafnarstræti og inni í Kjamalundi. Mikið um fyrirspurnir frá Svíþjóð Eins og fram hefur komið sér ferðaskrifstofan Ratvís um sölu aðgöngumiða á HM-95. Valdimar Grímsson, miðasölumaður, segir að ekki sé oróið uppselt á einstaka leiki á Akureyri. „Það er ekki oró- ið uppselt en okkur hafa borist fyrirspumir, m.a. frá 300 Svíum, sem á næstunni verður farið að vinna úr. Það er því erfitt að segja nákvæmlega á þessari stundu hversu stóran hlut af miðum á leiki á Akureyri búið er að selja. [þróttahöllin verður miðpunktur HM-95 á Akureyri. Valdimar Grímsson: Þetta er ein- faldiega heimsviðburður. Gunnar Jónsson: Ýmislegt í gangi og að mörgu þarf að hyggja. tilHM-95 handholta Á næstunni munum vió gera átak í sölu aðgöngumiða á leikina hér á Akureyri, vió munum m.a. kynna þetta inni á vinnustöðum." Valdi- mar segir að mikið hafi verið um það rætt að miðaverð væri svo hátt að „Meóal-Jóninn" gæti alls ekki ráðið vió það. Þetta telur hann að sé mikill misskilningur. Til marks um það segir Valdimar að selt sé aðgangskort aó þrem leikjum á hverju leikkvöldi í D- riðli og kosti þaö kr. 3.300, eða 1.100 krónur á leik. A tvo leiki í sextán liða úrslitum er miðaverð samtals kr. 4.400. Fyrir svokallað Akureyrar forkort, en í því felst aðgangur að 15 leikjum í D-riðli á Akureyri, greiðast kr. 13.200 og Norðurlandskort (allir þeir 19 leikir sem fram fara á Akureyri) kostar kr. 21 þúsund. Þá býðst svokallað Akureyrar alkort, sem veitir aðgang að öllum leikjum á Akureyri auk allra úrslitaleikja í Reykjavík. Verð þessa korts er kr. 34.600. Valdimar tók fram að menn ættu ekki aö geyma þaó lengi að tryggja sér miða á þessu verði, búast mætti við að fljótlega yrði uppselt á einstaka leiki vegna fyrirspuma erlendis frá. Þá tók Valdimar fram að hægt væri að kaupa þessi kort á raðgreiðslum. Valdimar sagði erfitt að segja fyrir um þaó á þessari stundu hversu margir erlendir gestir komi til Ak- ureyrar í tengslum vió keppnina. Línur taki að skýrast um eða eftir næstu mánaðamót, en þá má D-riðill á Akureyri Mánudagur 8. maí Kl. Spánn-Kúveit 15 Svíþjóð-Hv. Rússland 17 Egyptaland-Brasilía 20 Þriðjudagur 9. maí Hv. Rússland-Spánn 15 Brasilía-Svíþjóð 17 Kúveit-Egyptaland 20 Fimmtudagur 11. maí Hv. Rússland-Brasilía 15 Svíþjóð-Kúveit 17 Spánn-Egyptaland 20 Föstudagur 12. maí Kúveit-Hv. Rússland 15 Egyptaland-Svíþjóð 17 Spánn-Brasilía 20 Sunnudagur 14. maí Brasilía-Kúveit 15 Svíþjóð-Spánn 17 Egyptaland-Hv. Rússland 20 Þriðjudagur 16. maí 16 liða úrslit 15 16 liða úrslit 17 Miðvikudagur 17. maí Sigurlið úr 16 liða úrsl. 17 Taplið úr 16 liða úrsl. 20 vænta þess að erlendir handbolta- áhugamenn staófesti pantanir. Fjöldi blaðamanna er stór óvissuþáttur, en eins og áður segir er líklegt að um 10. febrúar taki línur að skýrast í þeim efnum. Valdimar segir að í heildina sé gert ráð fyrir að 6-800 blaðamenn komi hingaó til lands vegna heimsmeistarakeppninnar og vitað sé um fjölmarga blaðamenn frá Svíþjóð, sem komi til Akureyrar, og landsliði Spánar fylgi sömu- leiðis margir fréttamenn. Meóal annars segir Valdimar að nú þegar sé staðfest að til Akureyrar komi blaðamenn frá tveim spænskum handboltablöðum. „Maður er æ betur að gera sér grein fyrir því að umgjörð þessar- ar keppni er miklu stærri en menn gera sér grein fyrir. Þetta er ein- faldlega heimsvióburður og maóur er ekki búinn að átta sig nægilega vel á því ennþá. Fólk hefur verið að segja að handboltinn sé ekki hátt skrifuó íþrótt, en þá má ekki gleyma því að þetta er heims- meistarakeppni í þessari íþrótt, þetta er heimsviöburður. Eg get nefnt í þessu sambandi að nýverið var gerður samningur við þýskt sjónvarpsfyrirtæki um að það sendir tvo leiki frá keppninni á hverjum degi í beinni útsendingu til Þýskalands.“ Ferðir fyrir gesti Valdimar segir að ýmislegt verði í boði fyrir þá gesti sem koma til Akureyrar. Skipulagóar verði ýmsar hópferðir sem alla jafna eru í boði yfir sumarmánuðina. Valdimar sagðist meta þaó svo að á heimsmeistarakeppnina á Is- landi komi mennta- og fjölskyldu- fólk. „Þetta er algengasti áhorf- endahópur á handboltaleikjum í slíkri keppni. Það fer lítið fyrir „bullum“ eins og í knattspym- unni.“ Má búast við fjörlegu næturlífí Alfreð Gíslason, þjálfari KA í handknattleik, hefur tekið þátt í heimsmeistarakeppni fyrir Islands hönd og þekkir til umfangs slíkrar keppni. Hann telur að gestir sem komi til Akureyrar muni fyrst og fremst koma til bæjarins til að fylgjast með handboltanum, það sé númer eitt, tvö og þrjú. Afþrey- ingu muni þeir vart sækja í mikl- um mæli að öðru leyti en því að þeir komi til með að sækja veit- ingahúsin og krámar á kvöldin. „Ef hingaó koma margir gestir má búast við líflegu næturlífi. Eg hef ekki trú á að upp til hópa muni þetta fólk sækja söfn og aðra af- þreyingu í bænum, en þó er auð- vitað allur gangur á því,“ sagði Alfreó. - Hefurðu þá ekki trú á því að nauðsynlegt sé að skipuleggja ým- iskonar menningaruppákomur fyr- ir HM-gesti? „Nei, ég hef ekki trú á því. Þá daga sem ekki fara fram leikir er það í íþróttahöllunum að fylgjast með æfingum sinna liða. Með heimsmeistarakeppni fylgist harð- ur kjarni handboltaáhugamanna, t.d. er mikið um þjálfara í neöri deildum sem sækja slík mót gagn- gert til þess að sjá það nýjasta í handboItanum,“ sagði Alfreð. „Eg geri mér vonir um að til bæjarins komi allt að 1500 manns, það yrói okkur afar mikilvægt, en þá verður líka allt skipulag að ganga upp.“ Hann sagði að margt þyrfti að skoóa í þessu sambandi. Til dæm- is verði menn t.d. að íhuga alvar- lega að rýmka opnunartíma veit- ingahúsa, bæði virka daga og um helgar. Alfreð var eins og kunnugt er atvinnumaóur í handbolta bæði í Þýskalandi og á Spáni. Hann sagðist hafa heyrt hljóðió í vinum sínum á Spáni og nokkrir þeirra komi til landsins til að fylgjast meó keppninni. „Eg á von á því að töluvert margir fylgi spænska liðinu. Meginreglan er sú að hvert félag sendir þrjá til fjóra fulltrúa á svona mót, þjálfarar og forsvars- menn þeirra. Auk þess koma lík- lega um 20 blaóa- og fréttamenn frá Spáni og ég gæti trúað því að svipaður fjöldi almennra túrista muni koma,“ sagði Alfreð Gísla- son. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.