Dagur - 25.01.1995, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 25. janúar 1995
MINNINC
Einar Stefán Sigurðsson fæddist
á Skálum á Langanesi 23. des-
ember 1916. Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Seli á Akureyri
15. þ.m. Foreldrar hans, síðast
til heimilis á Akureyri, voru Sig-
urður Einarsson, f. 20. mars
1893, d. 6. júní 1981, og Þórdís
Stefánsdóttir, f. 2. júlí 1895, d. 6.
júlí 1976. Systkini Einars voru
þrjú: Ingibjörg Sigurrós, f. 2.
júní 1913, d. 22. nóv. 1972, hús-
freyja á Raufarhöfn; Bjarni, f.
28. des. 1919, lengi starfsmaður
Vegagerðar ríkisins á Akureyri,
búsettur þar; og Hermann Sigur-
jón, f. 19. júm' 1930, bflstjóri í
Keflavík. Einar var tvíkvæntur,
en hann og konur hans skildu.
Þær eru Hallfríður Sigurðardótt-
ir, f. 7. nóv. 1925, ættuð af Ár-
skógsströnd, og Dýrleif Finns-
dóttir, f. 9. sept. 1922, búsett í
Reykjavík. Með fyrri konu sinni
eignaðist Einar einn son, Sigurð,
f. 5. júlí 1946, sem búsettur er á
Stöðvarfirði, kvæntur Birnu Jó-
hannsdóttur. Einar Stefán
stundaði ýmsa vinnu, en var
lengst af sjómaður. Skamma
hríð var hann búsettur í Reykja-
vík, en annars norðanlands,
lengst á Akureyri. Sambýliskona
hans þar er Hulda Guðnadóttir,
f. 10. aprfl 1913. - Útför Einars
fer fram frá Akureyrarkirkju í
dag.
Á mynd sem ég sé nú fyrir mér
af Einari Sigurðssyni stendur
hann, yfirlætislaus, en snyrtilega
klæddur, á grænu túni með gráan
vegg í baksýn. Þetta er í björtu
veðri, grasið óvenju vel sprottið
og með ólíkindum hve mikið er
um sóleyjar og fífla. Hafið bláa
hafið fyrir utan, en einmitt vegna
þess hve sólskinið er bjart sést að
veðrunin á ailskostar við vegginn.
Leiksviðið vitnar í senn um liðna
lífsbaráttu á þessum stað og eyði-
byggð þar sem grasið fær að gróa
í friði og flóra úthagans leggur
með tímanum undir sig gamlan
töðuvöll.
Þessi mynd var tekin á Skálum
á Langanesi fyrir meira en hálfum
öðrum áratug. Á þeim stað leit
Einar Stefán Sigurðsson, sem
kvaddur er á Akureyri í dag, fyrst
dagsins ljós - eða réttara sagt
myrkur - því að það gerðist í
svartasta skammdeginu, á messu
Þorláks helga á því herrans ári
1916. Á Skálum lifði Einar
bemsku sína alla til tólf ára aldurs
og unni þeim stað til æviloka. Þar
komst hann ungur á flot, eins og
skáld hinum megin við Bakkaflóa
komst að orói um Þórð sjóara, og
kynntist þessari verstöð, sem var,
bæói í brimi og vetrarhríð og nótt-
leysu norðurslóða.
Faðir hans, Sigurður Einarsson,
var fæddur á Grenjaðarstað, en
ólst upp á Svalbarðsströnd. Leið
hans sextán ára gamals lá austur
að Skálum og þar í byggðum
kynntist hann konuefni sínu, Þór-
dísi Stefánsdóttur frá Læknisstöð-
um á Langanesi. Einar hét því í
höfuðið á öfum sínum og ólst upp
á slóðum beggja, því aö eftir hart-
nær tuttugu ára dvöl á Skálum
fluttist faðir hans með fjölskyldu
sína til Svalbarðseyrar og þaðan
um það bil áratug seinna til Akur-
eyrar.
Sjór og sveit, þéttbýli og dreif-
býli, átti hvort sína helftina af Ein-
ari Sigurðssyni, þótt sjómennskan
og kaupstaðardvölin væru meiri
örlagavaldar í lífi hans.
Kjör hans og aðstæður á ung-
lingsárum leyfóu ekki Iengri
skólagöngu en lögboðna bama-
fræðslu þess tíma. Hann fór ungur
að létta undir heima og vinna fyrir
sér og krókurinn beygðist snemma
að sjómennskunni, enda varð hún
aðalstarf hans meðan hann var í
blóma lífsins og þrekið mest.
Fyrstu handtökin lærði hann í
skjóli föður síns og annarra sem
reru frá Skálum og kynntist þá
veiðum á trillum og árabátum og
öllu sem þeim heyrói til. Sá
reynsluskóli hélt áfram á Sval-
baróseyri.
Fyrstu árin þar var Einar þó
líka í vinnu á bæjum á Svalbarðs-
strönd og víðar í nágrenninu á
sumrin og þegar hlé varð á sjó-
sókn, m.a. í Meðalheimi. En eftir
fermingu var hann farinn að vera
flest sumur á sjó og brátt á vetrar-
vertíð líka og var þaó upp frá því í
meira en hálfan fjórða áratug.
Það lifnaði yfir Einari þegar ég
sat hjá honum í Seli dálitla stund á
liðnu sumri og bað hann að segja
mér frá sjómannsferli sínum. Þann
feril mundi hann vel og hafði
gaman af að rifja hann upp. Eftir
það varð mér líka ljósara en áður
að varla mundi til sú tegund
fleytna eða veiðarfæra sem notuö
hefði verið við veiðar á ísland-
smiðum - og þótt víðar væri leitað
- sem Einar hefði ekki flotið á.
Fyrir utan línu og net á vetrarver-
tíð var sumarsíldveióin auóvitað
ævintýrið mikla þegar hann var
ungur.
1944 var frægt síldarsumar og
um það leyti sem stofnað var lýð-
veldi á Islandi sökk undir honum
og félögum hans einhvers staóar á
Húnaflóa, ef ég man rétt. Þeir
voru í miðjum morgungrautnum á
Kolbrúnu í svartaþoku þegar
stefni á öðrum bát kom inn um
kinnunginn. „Það var lán að gott
var í sjóinn“, sagói sögumaður
minn, sem ekki var feigari en svo
að hann lifði hálfa öld eftir þetta
atvik.
Af öðrum skipum sem hann
nefndi má nefna Æskuna og mót-
orbátinn Kristján, en hann átti
Guómundur Pétursson útgerðar-
maður á Akureyri. Einar lét vel af
skiprúminu hjá honum. Líklega
hefur það verið gagnkvæmt, því
að ég hef þaó eftir mönnum sem
vel máttu vita að Einar hafi verið
mjög vel liðinn sjómaður, þaul-
vanur öllum verkum, gætinn og
samviskusamur.
Eftir að Útgerðarfélag Akur-
eyringa var stofnað og eignaðist
nýsköpunartogarann Kaldbak
gerðist Einar háseti á honum og
seinna á fleiri togurum félagsins.
Enn eru þó ótaldar strandsiglingar
hans á Herjólfi fyrir sunnan og
fióabátnum Drang fyrir norðan.
Þegar Einar hætti að stíga öld-
una gekk hann í ýmsa vinnu, eink-
um á Akureyri, s.s. byggingavinnu
og fatahreinsun. Skinnaverksmiðj-
an Iðunn og efnaverksmiójan
Sjöfn nutu starfskrafta hans um
skeið. Sama gildir um vistheimilið
Sólborg.
Þó aó Einar gæti verið mishitt-
ur eins og margur annar var hann
þannig gerður að í rauninni mátti
hann helst ekkert aumt sjá og ég
held að sú regla hafi verið alveg
undantekningarlaus ef böm eða
aðrir minnimáttar áttu í hlut. Þeir
sem þetta vissu og heyrðu tal hans
um heimilið og vistmenn þess
þóttust sjá að það og þeir nytu
þessara eðliskosta hans.
Kynni okkar Einars Sigurós-
sonar urðu með þeim hætti að
móðir mín og hann kynntust og
hófu sambúó um þaó leyti sem
hann gekk síðast í land með pok-
ann sinn. Þar hittust tvö alþýðu-
böm sem höfðu hvorugt siglt al-
veg lygnan sjó í lífinu, en bæði
orðið að vinna höróum höndum
og neita sér um sitt af hverju. Nú
vildu þau freista þess að fylgjast
að um stund. Við bræðurnir vor-
um þá báðir famir aó heiman, full-
orðnir menn, og móðir mín orðin
ein eftir ásamt föður sínum sem
þau Einar bjuggu með síðustu
fjögur æviár gamla mannsins.
Á fyrri sambúðarárum sínum,
meðan heilsan leyfði, létu þau
Einar og móðir mín rætast gamlan
draum um að ferðast víðar innan-
lands en þau höfðu átt kost á yngri
árum. Hún naut þess ekki síður en
hann, sem víðar hafði komið.
Dætur mínar þrjár sem þá voru
bamungar fengu þá stundum að
fljóta með, enda auðsótt mál á
sumrin þegar þær fóru norður í or-
lof sitt til ömmu á Akureyri, sem
þær gerðu stundum. Þær fengu
ríkulega að njóta þeirrar bam-
gæsku Einars sem var svo fallegur
og áberandi þáttur í fari hans, en
henni kynntust auðvitað flestir
krakkar sem í kringum hann voru,
þ. á m. sonarsynir hans tveir, Ein-
ar Jóhann og Svavar Kristján, og
synir Bimu tengdadóttur hans af
fyrra hjónabandi, Valgarð Þór og
Guóni Þór. Þegar þetta fólk óx úr
grasi fylgdist Einar með því sem á
daga þess dreif. Þess nutu dætur
mínar og fjölskyldur þeirra. Tvær
þeirra em nú búsettar í Bretlandi
og koma því ekki við sakir fjar-
lægðar að fylgja Einari síðasta
spölinn, en hugsa hlýtt til hans og
senda kveðju yfir hafið til ömmu
sinnar í minningu þess sem var,
nú þegar hann er allur.
Leiðir þeirra lágu nokkrum
sinnum til útlanda eftir að þau
kynntust. Tvívegis voru þau með
okkur hjónum í Danmörku og í
seinna skiptið, árið sem móðir
mín varð sjötug og Einar löggilt-
ur, fórum við bræðumir, konur
okkar og sum börnin með þeim
suður í Eyjahaf. Þar kunnu þau vel
við sig um stundarsakir undir suð-
rænni sól. Þegar við komum aftur
Pedromyndir hf. á Akureyri tóku
nýlega í notkun eina alfullkomn-
ustu litljósritunarvél á landinu.
Vélin er af gerðinni Canon CLC
700. Vél þessi er af nýrri kynslóð
ljósritunarvéla frá Canon og ljós-
ritar litmyndir og texta í meiri
gæðum en áður hefur þekkst.
til Fano, rétt hjá Esbjerg, minntist
Einar þess eitt kvöld þegar glatt
var á hjalla að þangað hafði hann
komið áður og sagði okkur sögu
af því við mikinn fögnuð.
Farmaður hafði hann aldrei
verið, en hins vegar oft siglt með
afla og þá oftast til Bretlands eóa
Þýskalands eins og aðrir togara-
sjómenn. Eitt sinn voru þeir í fisk-
flutningum til Esbjerg. Margt
skeður í siglingum og í það sinn
höguðu örlögin því svo að óvænt
ferð til Kaupmannahafnar endaði
með því aö leita þurfti á náðir ís-
lenska sendiráðsins um praktíska
aöstoð til að komast aftur til Es-
bjerg. Sendiherra vor, sem þá var í
Danaveldi, var skilningsríkur
maður á marga hluti og kom vel
fyrir. Og því sagðist Einar Sig-
urðsson aldrei gleyma þegar hann
stakk að sævíkingnum nokkrum
dönskum krónum aukreitis, aldeil-
is óbeðinn, svo að hann þyrfti
ekki frekar en hann vildi að neita
sér um einn eða tvo bjóra á leið-
inni til baka. Einar tók fram að
þessar krónur hefði hann borgað
íslenska ríkinu aftur, enda af þeirri
kynslóð sem var alin upp við skil-
vísi og leit á hana sem dyggð er
varðaði við heiður. Og þó að hann
væri ekki alveg sama sinnis í
stjórnmálum og téður sendiherra
er mér ekki grunlaust um að hann
Hún hefur enn meiri möguleika
en eldri vélar t.d. er hægt að ljós-
rita beggja megin á blaðið og má
blaðið vera allt að 170 gramma
þykkt. Einnig gefur vélin mögu-
leika á stiglausri stækkun frá
25%-400% og hefur mikla breyt-
inga- og tilfærslumöguleika.
hafi haft með honum töluverða
samúð upp frá þessu þegar hann
var að berjast fyrir sínu pólitíska
lífi.
Annars var Einar ekki ýkja
margmáll um lífsviðhorf sitt, en
hann var verkalýðssinni og fylgdi
jafnan Alþýðuflokknum að málum
eins og margir starfsbræður hans
og jafnaldrar. En enginn var hann
flokksþræll og oft þótti honum
falla á silfrió í seinni tíö. Reyndar
var honum margt mótdrægt þegar
á leið ævina, miðaó við það sem
hann hefói kosið, bæði í mannfé-
lagsmálum og einkalífi. Þar olli
mestu öndunarfærasjúkdómur sem
gaf honum engin grió mörg síð-
ustu árin, auk þess sem sjóninni
hnignaði svo að hann átti erfitt
með lestur. I fyrravor fékk hann
inni í hjúkrunarheimilinu Seli,
enda þurfti hann orðió á nær stöð-
ugri hjúkrun að halda. Þar kunni
hann eftir atvikum vel við sig og
var þakklátur læknum, hjúkrunar-
liði og öðru starfsfólki Fjórðungs-
sjúkrahússins og Sels fyrir góðan
hlut þess að því aó létta honum
lífið. Sambúð móður minnar og
hans hafði staðið hátt á þriðja tug
ára og meðan hann var heima var
það hún sem studdi hann, hjúkraði
honum í veikindum hans og var
hans góði andi eftir því sem kraft-
ar hennar leyfðu.
Nú þegar Einar Sigurðsson er
kvaddur sendi ég ástvinum hans
og venslafólki samúðarkveðjur og
fjölskylda mín minnist kynnanna
við hann með þakklæti fyrir
horfnar stundir og það góða sem
hann gerói okkur.
Hann fór ekki margar ferðir á
bílnum sínum síðustu misserin
sem hann var í eigu hans, og trill-
una sem hann átti lengi sér til hug-
arhægðar hafði hann orðið að losa
sig við. Það segir dálítið um
hvemig maður hann var, að eftir
að hann seldi hana gladdist hann
yfir því að hún hefði lent í góðum
höndum. Og nú er hann farinn í
sína síðustu feró, laus úr viðjum.
Eins og margur sjómaðurinn fyrr
og síðar var hann trúaður maður.
Verði honum að von sinni.
Hjörtur Pálsson.
Vélin er tengd öflugum tölvu-
búnaði Pedromynda 100 Mhz
pentium PC vél og Mac 840 AV,
sem gerir það mögulegt að prenta
gögn úr algengustu tölvuforritum í
mjög miklum gæðum, þ.e. dpi og
16,7 milljón litum.
(Fréttatilkynning.)
* - 'I
C« iwn'"
Sumarliði Daðason, starfsmaður Pedromynda, við nýja tækjabúnaðinn.
Pedromyndir hf. á Akureyri:
Ein fullkomnasta ljósrítunar-
vél landsins tekin í notkun