Dagur - 22.02.1995, Page 1
Kjarasamningar til tveggja ára undirritaðir:
Meðalhækkun launa 6,9%
Skandia
Hfandi samkepp
W
Geislagötu 12.- Sími 12222
m
- lœgri iðgjöM
- laun undir 60 þús. á mánuði hækka um 11,3% á samningstímanum
Kjarasamningar milli lands-
sambanda innan Alþýðu-
sambands íslands, Vinnumála-
sambandsins og Vinnuveitenda-
sambands íslands voru undirrit-
aðir í fyrrinótt með fyrirvara um
samþykki aðildarfélaga. Megin-
áherlan er „á sérstaka hækkun
lægstu launa og almenna kaup-
máttaraukningu á grundvelli
stöðugleika í efnahagsmálum,“
eins og segir orðrétt. Sum félög,
t.d. Eining í Eyjafirði, ætla að
láta fara fram allsherjarat-
kvæðagreiðslu og því má búast
við að talsvert verði liðið á mars
áður en niðurstaða liggur fyrir
allsstaðar.
í tengslum við kjarasamning-
ana sendi ríkisstjómin frá sér yfir-
lýsingu í sautján liðum. Fallist var
á aö 4% framlag launþega í lífeyr-
issjóð verður aö fullu frádráttar-
bært til skatts sem hefur það í för
með sér, þegar breytingin verður
að fullu komin fram, frá 1. júlí
1997, að skattleysismörk hækka í
60.700 kr. Þá á framvegis að miða
verðtryggingu við vísitölu vöru og
þjónustu í stað lánskjaravísitölu,
sem menn telja stærsta atriði þess-
arar yfirlýsingar. Einnig verður
dregið úr verðtryggingu í áföng-
um.
Kjarasamningamir byggja á
krónutöluleið þar sem lægstu
Framkvæmdastjóri VSÍ:
Uppbyggingarstarf
getur haldið áfram
Eg er sáttur við þessa lend-
ingu. Hún á að tryggja það
að verðbólga verði áfram svipuð
eða lægri en gerist í öðrum lönd-
um í okkar heimshluta. Hún á
að geta geflð fyrirtækjunum færi
á að sækja áfram fram og íjölg-
að störfum. Hún felur í sér held-
ur meiri kostnaðarhækkun en
við hefðum talið skynsamlegt,
sérstaklega í framleiðslugrein-
unum, sem kallar á meiri fram-
leiðni í okkar fyrirtækjum. Á
móti kemur að tryggur friður í
tvö ár gefur færi á að halda
áfram uppbyggingarstarfi síð-
ustu ára og þeirri hættu sem
grúfði yfír að verbólga ryki upp
á nýjan leik hefur verið bægt
frá,“ sagði Þórarinn V. Þórarins-
son, framkvæmdastjóri Vinnu-
veitendasambandsins.
Hann segir ljóst að fyrirtækin
hafi haldið að sér höndum á ýms-
um sviðum aó undanfömu vegna
þeirrar óvissu sem ríkt hefur um
þessi mál, en nú hefur henni verið
eytt. Nú verði hægt að halda
áfram að keyra kaupmáttinn upp
hægt og sígandi.
„Eins er gríðarlega mikilvægt,
út frá sjónarmiði beggja aðila, að
ná saman áður en kom til
verkfalla, án þess að hafa þurft aó
fóma einhverju til. En við metum
það svo að þetta hafi í för með sér
a.m.k. 10 milljarða aukin launaút-
gjöld á tímabilinu. Þetta er samt
innan þeirra marka að ekki á að
þurfa að koma til skyndilegra
verðsveiflna. Reynslan hefur
kennt okkur það að tiltölulega litl-
ar nafnlaunabreytingar eru líklegri
til að skila auknum kaupmætti en
stóru breytingamar.“
Að hans mati marka þessir
samningar tímamót að ýmsu leyti
og samningalotan var strembnari
en oft áður. „Það var orðið brýnt
að fara yfir fjöldann allan af sér-
málum, sem var gert í þessum
samningum. Við metum það
þannig að með almennum kjaraat-
riðum þessara samninga hafi tek-
ist að búa til nýjan grunn, þannig
að ekki þurfi að rífa þau upp með
sama hætti næst þegar við förum í
þetta.“ HA
launin hækka hlutfallslega mest.
Samningurinn er til tveggja ára og
við undirskrift hækka öll laun um
2.700 kr. á mánuði. Mánaðarlaun
undir 84.000 kr. hækka sérstak-
lega, en þeir sem hafa mánaðar-
laun þar yfir fá ekki frekari hækk-
un en þessa 2.700 kr. Þann 1.
janúar 1996 hækka öll laun síðan
aftur, annað hvort um 3% eða
2.700 kr. eftir félögum. Desem-
beruppbót 1996 hækkar í 15.000
kr. Ákvæði frá síðustu samningum
um launauppbót til þeirra sem
ekki ná 80 þús kr. heildarlaunum á
mánuði hefur verið framlengt.
Heildarhækkum launa er mis-
mikil. Laun undir 60 þús. kr. á
mánuói hækka að meóaltali um
11,3% á samningstímanum, laun á
bilinu 60-84 þús. um 9,2% og
meðalhækkun allra launa er um
6,9%. Þá varó einnig samkomulag
um ýmis sérmál. Launanefnd
skipuó fulltrúum samningsaóila
mun starfa á samningstímanum og
fylgjast með framvindu í efna-
hags-, atvinnu- og verðlagsmál-
um. Hvorum aðila er heimilt að
segja samningnum lausum með
mánaöar fyrirvara fyrir 1. janúar
1996 ef víðtæk frávik hafa orðið á
samningsforsendum. HA
Kjarasamningarnir og
yfírlýsing ríkisstjórnarinnar
er birt í heild sinni á bls. 7
í blaðinu í dag.
Verði Ijós, fyrír HM!
Unnið er að því að setja upp nýja lýsingu í íþróttahöllinni á Akureyri vegna
Heimsmeistarakeppninnar í handbolta, sem eykur Ijósmagnið um heiming.
Fyrsti ieikurinn á Akureyri verður miiii Spánverja og Kúvæta 8. maí.
GG/Mynd: Robyn
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar:
Lengra varð ekki komist
- fram fer allsherjaratkvæðagreiðsla hjá Einingu um samningana
Eg er sáttur við þessa samn-
inga á þann hátt að það sem
samið var um kemur mest til
þeirra sem eru á lægstu launun-
um. Það er stór áfangi,“ sagði
Björn Snæbjörnsson, formaður
verkalýðsfélagsins Einingar í
Eyjafírði, sem var í samninga-
nefnd Verkamannasambands-
ins.
Hann segir það sitt mat að
lengra hafi ekki verið komist að
þessu sinni enda árangurinn um-
talsverður. „í beinni kauphækkun
náðum við 65% af því sem farið
var fram á og síðan var ýmislegt
lagfært í sambandi við sérmál, t.d.
hjá fiskverkafólki. Eins skiptir
miklu það sem kom frá ríkinu í
sambandi við lánskjaravísitöluna,
Spáð er 2,5% verðbólgu ef nýgerðir kjarasamningar verða forsenda annarra samninga:
Sama verðbólga og í öðrum ríkjum 0ECD
- segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar
Nýir kjarasamningar aðila verðbólguhvetjandi ef þeir yrðu
vinnumarkaðarins sem forsenda annarra kjarasamn-
samþykktir voru í fyrrinótt eftir inga á vinnumarkaðnum á næst-
að ríkisstjórnin hafði komið að
málinu fela m.a. í sér 6,9% með-
alhækkun launa á samnings-
tímabilinu sem stendur til árs-
loka 1996 og að skattleysismörk
hækka í kr. 60.700 þegar þau
hafa að fullu skilað sér til laun-
þega. Talið er að samningarnir
kosti ríkissjóð liðlega 4 milljarða
króna á samningstímabilinu.
Þórður Friðjónsson, Þjóðhags-
stofustjóri, var inntur eftir því
hvort þessir kjarasamningar sem
undirritaðir hafa verið, væru
unni, m.a. samninga við kenn-
ara.
Þórður segir aö sama svipmót
verði á nýrri þjóóhagsspá sem tek-
ur tillit til þessara breytinga en
það væri þó margvísleg áhrif sem
þessir kjarasamningar hefðu á
ýmsa liði og þær aógerðir sem
geróar voru í tengslum við þá.
„Það sem mestu máli skiptir er
að verðbólgan verður aó þessum
forsendum gefnum u.þ.b. 2,5%,
bæði á þessu ári og á árinu 1996
sem er sama verðbólga og spáó er
í öðrum ríkjum OECD þar sem
stöðugleiki ríkir. Verði samning-
amir fyrirmynd annarra kjara-
samninga samræmast þeir þjóð-
hagslegum skilyröum eins og við
getum metið þau nú. Samningam-
ir gera ráð fyrir meiri aukningu
þjóðarútgjalda en við gerum ráð
fyrir sem stafar af því að samning-
amir leiða til meiri aukningar á
kaupmætti heldur en gert var ráð
fyrir vegna lækkunar á sköttum og
launabreytinga. Samningamir
byggjast að skilningi aðila á því
að meiri launabreytingar hefðu
getað leitt til kjaraskerðingar þvert
á markmið þeirra, þ.e. kaupmátt-
araukningu.
Þessi samningur er byggður á
raunsæjum forsendum og sam-
rýmist þjóðhagslegum skilyrðum.
Vandamálið er hins vegar það að
afkoma ríkissjóðs versnar og á því
þarf aó taka, en kostnaðaraukning
ríkissjóðs er um 3 milljaróar
króna, þar af um 1,8 milljarður á
þessu ári og síðan viðbót á ámn-
um 1996, 1997 og 1998. Það er
mikils virói að friður haldist á
vinnumarkaðnum og stöðugleik-
inn er forsenda þess að hægt sé að
ná sem bestum lífskjörum hér,“
sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóóhagsstofnunar. GG
sem og aö skattleysismörkin
hækka og tvísköttun af lífeyris-
greiðslum verður afnumin. Það er
því ýmislegt jákvætt í þessu sam-
bandi og ef ég ætti að nefna þaó
þrennt sem stendur uppúr þá er
það kjarajöfnunin, lánskjaravísi-
talan og kauptryggingasamningar
fiskverkafólks.“
Hann segir það hafa verið mat
manna innan Verkamannasam-
bandsins að óráðlegt hefði verið
að slíta samningaviðræðum þar
sem aðeins fá félög hafi verið bú-
in að afla sér verkfallsheimildar,
t.d. aðeins 4 af 12 félögum innan
Verkamannasambandsins á Norð-
urlandi. „Önnur sambönd innan
ASI voru tilbúin að semja á þess-
um nótum. Ég tók því þá ákvörð-
un að best væri að fara þessa leið
og er þokkalega sáttur við aó þessi
lending náðist án þess aó fara í að-
gerðir.“
Um næstu helgi er stefnt á aó
kynna samningana í öllum deild-
um Einingar og einnig hefur verið
ákveðið að láta fara fram allsherj-
aratkvæðagreiðslu innan félagsins
og veróur seðill sendur í pósti
heim til hvers og eins, en félags-
menn eru á fimmta þúsund og fé-
lagið það lang stærsta á Norður-
landi. Niðurstaða úr henni gæti
legið fyrir á bilinu 7.-8. mars. HA