Dagur - 22.02.1995, Síða 7
Miðvikudagur 22. febrúar 1995 - DAGUR - 7
Karasamningur aðila vinnumarkaðarins
Skömmu eftir miönætti í fyrrinótt
voru undirritaðir kjarasamningar
milli landssambanda innan ASÍ,
VSÍ og VMS til næstu tveggja ára.
Megináhersla samningsins er á
sérstaka hækkun lægstu launa og
almenna kaupmáttaraukningu á
grundvelli stöðugleika í efnahags-
málum.
Sérstök hækkun lægstu
launa. Samningurinn byggir á
krónutöluleið sem felur í sér að
lægstu launin hækka hlutfallslega
mest. Auk þess hækka lægstu laun
sérstaklega umfram almennar
launabreytingar við undirritun
samningsins. Þannig er það svig-
rúm sem til ráðstöfunar er notað
sérstaklega í þágu hinna tekju-
lægri.
Aukinn kaupmáttur. Auk sér-
stakrar áherslu á hækkun lægstu
launa er með samningnum stefnt
að almennri kaupmáttaraukningu
á samningstímanum.
Stöðugleiki tryggður. Þær
kostnaðarhækkanir sem felast í
samningnum raska ekki þeim
stöðugleika sem við höfum búió
við undanfarin misseri og eiga að
tryggja áframhaldandi lága verð-
bólgu og stöðugt gengi krónunnar.
Með samningnum hafa verið
sköpuö trygg starfsskilyrði fyrir
fyrirtækin á samningstímanum.
Þannig hafa samningsaðilar lagt
sitt af mörkum til að bæta sam-
keppnisaðstöðu íslensks atvinnu-
lífs, stuðlað að auknum vexti og
árangursríkri baráttu gegn at-
vinnuleysi.
Launabreytingar
Launahækkun við undirskrift.
Kjarasamningamir byggja á
krónutöluleið þar sem lægstu
launin hækka hlutfallslega mest.
Við undirskrift hækka öll laun um
2.700 krónur á mánuði. Að auki
hækka laun sem eru undir 84.000
krónum sérstaklega. Laun undir
48.000 kr. á mánuði hækka um
1.000 kr. Sú tala lækkar um kr.
100 fyrir hverjar 4.000 krónur.
Þessi sérstaka hækkun miðast við
föst laun fyrir dagvinnu að með-
talinni yfirborgun.
Launahækkun 1996. Hinn 1.
janúar hækka síðan öll laun:
um 3% hjá félagsmönnum í
Samiðn, sambandi iðnfélaga og
Rafiðnaðarsambandi Islands
um 2.700 kr. hjá félagsmönn-
um í Verkamannasambandi Is-
lands, Landssambandi íslenskra
verslunarmanna, Verslunarmanna-
félagi Reykjavíkur, Landssam-
bandi iðnverkafólks og Þjónustu-
sambandi Islands.
Hækkun desemberuppbótar
1996. Auk launahækkunar 1996
hækkar desemberuppbót á því ári
og verður 15.000 kr.
Launabætur. Þá hafa samn-
ingsaðilar náð samkomulagi um
að framlengja ákvæði . síðustu
kjarasamninga um tekjutryggingu
þeirra sem ekki ná 80.000 kr.
heildartekjum á mánuði með sér-
stökum launabótum í maí og des-
ember bæði árin.
Heildarhækkun launa er
mismikil
Laun undir 60.000 krónum á mán-
uói hækka að meðaltali yfir samn-
ingstímann um 11,3%.
Laun á bilinu 60.000-84.000
hækka að meðaltali um 9,2%.
Meðalhækkun allra launa er
um 6,9% á öllu samningstímabil-
inu.
Samhliða aðalkjarasamningun-
um hefur orðið samkomulag um
ýmis sérmál. Þar á meðal er nýr
kauptryggingarsamningur fisk-
vinnslufólks, sem dregur verulega
úr því atvinnuóöryggi sem fisk-
verkafólk hefur búið við.
Þá má nefna að á samnings-
tímabilinu mun starfa sérstök
launanefnd skipuð fulltrúum
samningsaðila. Hlutverk nefndar-
innar er að fylgjast með fram-
vindu í efnahags-, atvinnu-, og
verðlagsmálum. Hvorum aðila er
heimilt að segja samningum laus-
um með mánaðar fyrirvara fyrir 1.
janúar 1996 ef marktæk frávik
hafa orðið á samningsforsendum.
Sátt um launajöfnun, sem
-samningurinn endurspeglar byggir
á því aó þeir hærra launuóu í
þjóðfélaginu sætti sig við að laun
þeirra fyrir dagvinnu hækki um
fasta krónutölu 2.700 kr. á mánuói
árið 1995. Náist ekki víðtæk sam-
staóa um þessa leið er ljóst að
meginmarkmiðum samningsins
um áframhaldandi stöðugleika og
launajöfnun er telft í tvísýnu.
Skilyrði þess að samnings-
markmiðunum verði náð er að
víðtæk samstaða skapist meðal
allra tekjuhópa í samfélaginu um
að sá bati, sem kominn er fram í
þjóðarbúskap okkar gangi ríkar
fram til þeirra sem lægri hafa
launin.
Dæmi um hækkun launa á samningstímabilinu
m.v. að valin sé krónutöluleiðin 1. janúar 1996
Laun fyrir hækkun Við undirskrift Janúar 1996 Samtals
44.000 3.700 2.700 50.400
48.000 3,600 2.700 54.300
52.000 3.500 2.700 58.200
56.000 3.400 2.700 62.100
60.000 3.300 2.700 66.000
64.000 3.200 2.700 69.900
68.000 3.100 2.700 73.800
72.000 3.000 2.700 77.700
76.000 2.900 2.700 81.600
80.000 2.800 2.700 85.500
84.000 2.700 2.700 89.400
og hærri 2.700 2.700
Yfirlýsing ríkisstjómarinnar í tengslum við kjarasamninga
lands- og svæðasambanda innan ASI og vinnuveitenda
I tengslum við kjarasamninga á al-
mennum vinnumarkaði lýsir ríkis-
stjómin yfir eftirfarandi:
1. Verðtrygging fjárskuldbind-
inga, sem nú miðast við lánskjara-
vísitölu, verður framvegis miðuð
við vísitölu framfærslukostnaðar.
Ríkisstjómin undirbýr nú að
hrinda þessari breytingu í fram-
kvæmd þannig að hún hafi al-
mennt gildi, einnig gagnvart verð-
tryggingu núverandi fjárskuld-
bindinga.
Jafnframt verður unnið að því
að draga úr verðtryggingu í áföng-
um.
2. Á árinu 1995 verður heimilt
að draga 2% af 4% framlagi laun-
þega í lífeyrissjóð frá tekjum við
álagningu skatta og komi þetta til
framkvæmda 1. apríl. Frá og með
1. júlí 1996 verður heimilt að
draga frá 3% og allt 4% framlagið
frá 1. júlí 1997. Hér er um mjög
víðtæka breytingu að ræða sem
hefur í för meó sér verulegt tekju-
tap fyrir ríkissjóð og sveitarfélög-
in. Þessu verður að mæta með
auknum tekjum og/eða niður-
skurði útgjalda.
3. Eingreiðslur í almanna- og
atvinnuleysistryggingum verða
greiddar í samræmi vió ákvæði
um eingreiðslur í kjarasamning-
um.
4. I framhaldi af viðamiklum
aðgerðum til að draga úr skatt-
svikum verður enn gert átak til að
fylgja eftir þeim árangri sem náðst
hefur og efla skattrannsóknir. Þrjú
frumvörp sem styrkja þetta átak
eru nú til afgreiðslu á Álþingi og
stefnt verður aó afgreiðslu þeirra.
5. Ríkisstjómin mun beita sér
fyrir afgreiðslu fmmvarps til laga
um breytingar á skattalögum þar
sem m.a. er kveðið á um að reki
vinnuveitandi hópferðabifreið til
að flytja starfsmenn sína til og frá
vinnu teljist hlunnindi starfs-
manna af slíkum ferðum ekki til
skattskyldra tekna.
6. Skattmati á kostnaói vegna
ferða verður breytt þannig að
heimilaður verður frádráttur vegna
þeirra ferða sem famar eru á veg-
um atvinnurekenda, án tillits til
fjölda ferða á ári, en þó þannig að
hámark í hverri ferð sé 30 dagar.
7. í fjárlögum ársins 1995 er
heimild til að hækka framlag rík-
isins til jöfnunar húshitunarkostn-
aðar um 50 m. kr. gegn jafnháu
framlagi orkufyrirtækjanna. Þessi
hækkun kemur í kjölfar rúmlega
50% raunaukningar niður-
greiðslna á undanfömum ámm.
Reiknað verður með framlagi
orkufyrirtækjanna þannig að nið-
urgreiðslur húshitunarkosmaðar
aukist á þessu ári eins og heimild
er fyrir í fjárlögum.
8. Reglugeró um endurgreiðsl-
ur á kostnaði vegna ferða- og
dvalarkostnaðar vegna sérfræði-
heimsóknar og innlagna á sjúkra-
hús verður endurskoðuð.
9. Ríkisstjómin mun skipa
nefnd sem geri tillögur um að-
gerðir til að lækka framfærslu-
kostnað heimilanna. Nefndinni
verður sérstaklega falið að leita
leiða til að lækka vöruverð á
landsbyggðinni.
10. Ríkisstjómin fagnar áhuga
launþegasamtakanna á framgangi
frumvarps um framhaldsskóla þar
sem m.a. verður boðið upp á nýjar
verk- og starfsmenntabrautir. Rík-
isstjómin mun beita sér fyrir því
að frumvarp um framhaldsskóla
verði afgreitt á Alþingi en með
því fmmvarpi eru skapaðar for-
sendur til margvíslegra breytinga
á verk- og starfsmenntun.
11. Húsnæðismál.
Seðlabanki íslands, Félagsvís-
indastofnun og Húsnæðisstofnun
ríkisins munu skila athugun sinni
á umfangi vanskila og eðli
greiósluerfiðleika heimilanna á
næstunni. Næstu vikur verða nýtt-
ar til að skilgreina til hvaða að-
gerða eigi að grípa í skuldbreyt-
ingum hjá þeim, sem eru í
greiðsluerfiðleikum.
I fmmvarpi til laga um breyt-
ingar á lögum um Húsnæðisstofn-
un ríkisins, sem nú er til meðferð-
ar á Alþingi, er að finna eftirtalin
atriði:
Verkalýðshreyfingin eigi áfram
fulltrúa í húsnæðisnefndum sveit-
arfélaga.
Afskriftir í félagslega kerfinu
verði lækkaðar úr 1,5% í 1%.
I stað þess að vextir í félags-
lega kerfinu lækki á ný þegar laun
fara niður fyrir viðmiðunarmörk,
hefur félagsmálaráðherra kynnt
áform um að þrengja vemlega
skilyrði fyrir því að vaxtahækkun
geti orðið.
Stefnt verður að fjölgun
greiðsludaga vegna vaxtabóta og
að greiðslur þeirra gangi til
greiðslu afborgana af lánum hjá
Húsnæðisstofnun.
Því verður beint til bankastofn-
ana og lífeyrissjóða að gert verði
átak í að skuldbreyta lánum.
Gera þarf ráðgjöf Húsnæðis-
stofnunar og fmmkvæðisskyldu
hennar í því efni öflugri.
12. Unnið verður að úrbótum í
málum fólks í atvinnuleit með
virkum aðgerðum á sviði verk-
menntunar og starfsþjálfunar. Á
þessu ári verður 15 m.kr. viðbót-
arframlagi ráðstafað sérstaklega til
þessara mála.
13. Ríkisstjómin mun í samráði
við aóila vinnumarkaóarins undir-
búa aðgerðir sem takmarki svo-
nefnda gerviverktöku og tryggi
réttindi launþega.
14. Til þess að tryggja fram-
hald verkefna sem miða að því aó
gera tillögur um aðgerðir til að
draga úr launamun milli karla og
kvenna mun ríkisstjórnin leggja
fram viðbótarfé á þessu ári, allt aó
3 m.kr.
15. Ríkisstjómin mun beita sér
fyrir afgreiðslu fmmvarps til laga
um breytingu á skattalögum þar
sem m.a. er kveðið á um að sann-
anlega tapað hlutafé í félögum,
sem orðið hafa gjaldþrota, skuli
teljast til rekstrargjalda. Sama
Verkfræðingafélag íslands hélt
árshátíð sína í byrjun febrúar á
Hótel Sögu. Á meðal góðra gesta
var forseti Islands, frú Vigdís
Finnbogadóttir og dr. Jóhannes og
Dóra Nordal. Á árshátíðinni
sæmdi formaóur félagsins, Jóhann
Már Maríusson, þrjá félagsmenn
gullmerki VFI og afhenti þeim
heiðursskjöl sem á var letrað.
Þetta voru þeir Þóroddur Th. Sig-
mun gilda um hlutafé, sem tapast
hefur vegna þess að það hefur ver-
ió fært niður í kjölfar nauðasamn-
inga.
16. Athugað verði að skipta
ábyrgðasjóði launa þannig að fyr-
irtæki innan VSÍ og VMS myndi
sérdeild og aórir atvinnuveitendur
sérstaka deild.
17. Lögum um Atvinnuleysis-
tryggingar verði breytt í því skyni
að gera fastráðningu fískvinnslu-
fólks mögulega.
urðsson, vélaverkfræðingur, Vífill
Oddsson, byggingarverkfræðingur
og dr. Geir A. Gunnlaugsson,
vélaverkfræðingur. Myndin var
tekin við afhendingu gullmerkj-
anna, f.v. eru Ambjörg Edda Guð-
björnsdóttir, framkvæmdastjóri
VFI, Jóhann Már Maríusson, for-
maður VFÍ, Vífill Oddsson, Þór-
oddur Th. Sigurðsson og dr. Geir
A. Gunnlaugsson.
Heiðursveiting Verkfiræð-
ingafélags Islands