Dagur - 07.03.1995, Side 1

Dagur - 07.03.1995, Side 1
 f ' '• í*; * v »* " > s Akureyri, þriðjudagur 7. raars 1995 46. tölublað Ölsate VJtsata /A/ HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Brunaútkall á Akureyri á sunnudagsmorgun: Eldur í forstofuher- bergi í Löngumýri Laust fyrir klukkan tíu á sunnudagsmorgun var slökkviliðið á Akureyri kallað að húsi númer 11 við Löngumýri. Þar logaði eldur í forstofuher- bergi og reykur hafði borist inn í íbúðina og næstu íbúð við hlið- ina en um er að ræða parhús. Tómas Búi Böóvarsson, slökkviliðsstjóri, segir að skamm- an tíma hafi tekið að ráða niður- lögum eldsins en töluverðar skemmdir eru á herberginu. Einnig reyklosaói slökkviliðið íbúðimar tvær. Herbergið hafði verið mann- laust frá því aðfaranótt laugardags en fólk var í íbúóinni en þar sem millihurð fram í forstofuna var lokuð varð fólkió ekki eldsins vart strax. Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri rannsakar eldsupptök og í gær var niðurstaða þeirrar rannsóknar ekki ljós. Vitaó er þó að eldur kviknaói í rúmi í herberginu og beinist rannsókn því fyrst og fremst að því hvort sígaretíuglóð hafí kveikt í eða neisti hlaupið úr rafmagnsofni. JOH Hrossahópur hljóp fyrir bíl í Eyjafjarðarsveit: Þrjú hross drápust - og bíllinn gjöreyðilagðist Laust fyrir miðnætti á föstu- dagskvöld hljóp hrossahópur í veg fyrir bfl á veginum skammt fyrir sunnan Kristnes í Eyja- fjarðarsveit. Eitt hross drapst strax við áreksturinn og tvö drápust um nóttina en bifreiðin gjöreyðilagðist. Ökumann sak- aði þó ekki. Végna fannfergis hefur eigend- um hrossa reynst erfitt að halda þeim innan girðinga. Sumir hafa jafnvel brugðið á það ráó að leggja rafmagnsgiróingar ofan á snjó- sköflunum og hefur það hjálpað mikió. Samt sem áður eru mörg dæmi um að hross sleppi út og þannig fór í Eyjafjarðarsveit síð- astliðinn föstudag. Lögreglunni höfóu borist kvartanir strax á föstudagsmorgun vegna hrossa- hóps á veginum norðan við Krist- nes en það var síðan undir mið- nætti sem fyrrgreint óhapp varð. Ökumaður bifreiðarinnar varð hrossanna ekki var fyrr en þau þustu skyndilega upp á veginn og varð óhappinu ekki afstýrt. Eitt hrossanna drapst strax og töldu menn á vettvangi að önnur hefðu sloppió en á laugardagsmorgun fann eigandinn tvö sem drepist höfðu um nóttina. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar höföu hrossin átt að vera innan girðingar en snjóalögin hafa fært girðingar í kaf og lítið aöhald því í þeim. JÓH Undurfagrar norðlenskar snótir, Jóhanna Grla Jóhanncsdóttir Sportstúlka og Ljósmyndafyrirsæta Norðurlands 1995, Sigríður Ósk Kristinsdóttir Feg- urðardrottning Norðuriands og vinsæiasta stúlkan Antonía María Gests- dóttir. Mynd: Robyn. Sigríður Osk Kristinsdóttir Fegurðardrottning Norðurlands föstudagskvöldið var Sig- krýnd Fegurðardrottning Norð- urlands í Sjallanum á Akureyri. Eins og komió hefur fram í Degi tóku átta stúlkur þátt í Feg- urðarsamkeppni Norðurlands að þessu sinni. Stúlkumar voru fyrst kynntar í fatnaði frá fatahönnuóin- um Sigríði Soffíu, síðan komu þær fram á sundbolum og loks í kvöldkjólum. Það er skemmst frá því aö segja að stúlkumar voru hver annarri glæsilegri en eins og áður sagði var það Sigríður Ósk sem varð hlutskörpust, Jóhanna Erla Jóhannesdóttir náði einnig mjög góðum árangri. Hún hlaut tvo titla, Sportstúlka 1995 og Ljósmyndafyrirsæta Norðurlands. Antonía María Gestsdóttir var kosin vinsælasta stúlkan í hópnum af stúlkunum sjálfum. I dómnefnd sátu Sigtryggur Sig- tryggsson, Bragi Bergmann, Þor- gerður Kristinsdóttir, Kristín Stef- ánsdóttir og Gróa Asgeirsdóttir. Með titlinum feguróardrottning Norðurlands hlýtur Sigríður Ósk þátttökurétt í Fegurðarsamkeppni Islands, sem haldin verður á Hótel íslandi í maí. Allar stúlkumar hlutu gjafir frá fyrirtækjum á Ak- ureyri en auk þess fékk fegurðar- drottningin, Sigríður Ósk, margs- konar verðlaun og Jóhanna Erla hlaut einnig sérstök verðlaun. KLJ Loönuhrognafrysting hafin á Þórshöfn: Loðnan komin vestur undir Jökul Loðnugangan er komin inn á Faxaflóa og var í nótt skammt suður af Jökli. Þar var hins vegar bræla og ekkert veiði- veður og fáir bátar enn á svæð- inu. Nokkrir bátar reyndu að kasta vestur af Reykjanesi en höfðu ekki árangur sem erfíði. Júpíter ÞH- 61 er einn af þeim bátum sem bíða átekta eftir veiðiveðri suður af Jökli en bát- urinn landaði 1.200 tonn á Þórs- höfn sl. laugardag ásamt fær- eyska skipinu Ammasat sem kom þangað með tæp 600 tonn af afla Júpíters ÞH. Byrjaó er að frysta loðnuhrogn á Þórshöfn og í Vestmannaeyjum og Guðmundur Ólafur ÓF-91 land- aöi 600 tonnum á Vopnafirði á föstudag og var strax hafist handa með að skilja hrognin frá og frysta. Hrognafrystingin á Þórshöfn nemur um 100 tonnum og verður væntanlega lokið við að pakka hrognum í dag að sögn Gunnlaugs Hreinssonar, yfirverkstjóra hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf., en unnið er allan sólarhringinn við frystinguna. Hrognin eru í góðum þroska og því vel hæf til frystingar. Lárus Gríntsson, skipstjóri á Júpíter ÞH, segir að loðnan viö Jökul verði ekki veiðanleg nema í hæsta lagi 10 daga í viðbót svo menn voni að brælan verði ekki þrálát. Eftir það hrygnir hún og deyr en hægt verður að veiða karl- loönu í einhvem tíma þar á eftir. Heildarveiði á vetrarvertíð er nú orðin 252 þúsund tonn, og hefur verið landað á þremur höfnum á norðausturhomi landsins; 8.024 tonnum á Þórshöfn, 7.201 tonni á Vopnafirði, 6.816 tonnum á Rauf- arhöfn og 5.220 tonnum hjá Krossanesverksmiðjunni á Akur- eyri. GG Nýtt tjaldsvæði byggt upp á Hamrasvæðinu Aðalfundur Dagsprents hf.: Tuttugu milljóna rekstrarbati milli ára - ný stjórn kosin í framhaldi af breyttri eignaraðild Aðalfundur Dagsprents hf., útgáfuaðila dagblaðsins Dags, var haldinn síðdegis í gær. Samkvæmt uppgjöri síðasta árs batnaði afkoma fyrirtækisins umtalsvert á árinu eftir mikið tap árið 1993. Þá tapaði fyrir- tækið 23,2 millljónum króna en tapið varð 3,4 milljónir króna í fyrra. Hörður Blöndal, framkvæmda- stjóri Dagsprents hf. segir aó af- komubatinn eigi sér skýringar í aðgerðum sem gripió hafi verið til á árunum 1993 og 1994. A sama tíma og tekjur hafi lækkað um 10% hafi tekist að lækka rekstrar- gjöld um 20%. Afleiðing bættrar afkomu sjáist m.a. í því að nú sé fjármunamyndun í fyrirtækinu. Jafnframt aðgerðum í rekstri fyrirtækisins var hlutafé fært niður á síðasta ári og safnaó nýju hluta- fé, samtals rúmum 20 milljónum króna. Nýtt hlutafé verður notað til að lækka skuldir og halda þannig áfram að lækka fjármagns- gjöld félagsins. Hörður Blöndal segir að árangur af þessu eigi aö koma fram á þessu rekstrarári auk þess sem áfram gæti áhrifa af að- haldsaðgerðum síðustu tveggja ara. Hluthafar í Dagsprenti hf. eru nú 165 talsins og á Kaupfélag Ey- fírðinga 34,2%, Kaffibrennsla Ak- ureyrar 18,4% og Límmiðar Norð- urlands hf. 10,7%. Aðrir aðilar eiga innan við 10%. Ný stjóm var kjörin á fundin- um í gær. Hana skipa: Úlfar Hauksson, framkvæmdastjóri Kaffibrennslu Akureyrar, Sigurð- ur Jóhannesson, aðalfulltrúi Kaup- félags Eyfirðinga, Jón Ellert Lárusson, framkvæmdastjóri Tölvutækja-Bókvals, Guðmundur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Straumrásar sf. og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. JÓH Umhverfis- og skipulags- nefnd Akureyrarbæjar hafa tekið ákvörðun um uppbyggingu nýrra tjaldstæða að Hömrum I norðan Kjarnaskógar í tengslum við útilífsmiðstöð skáía, sem fyr- irhuguð er á svæðinu. Jafnframt verói haldið áfram rekstri núverandi tjaldstæða við Þórunnarstræti. Umhverfisstjóra og skipulagsstjóra bæjarins hefur verið falið að láta vinna skipulag fyrir Hamrasvæðið og tjaldsvæðin vestan Þórunnarstrætis. Gísli Bragi Hjartarson, formað- ur skipulagsnefndar Akureyrar- bæjar, segir að til fjölda ára hafi menn velt fyrir sér framtíðarstað fyrir tjaldstæði Akureyrarbæjar. Mönnum séu Ijósir gallar við nú- verandi tjaldsvæði í hjarta bæjar- ins og því hafi menn beint sjónum aö heppilegu svæði utan sjálfs bæjarkjamans. Þaó svæði sem nú hafi orðið fyrir valinu sé talið heppilegt fyrir tjaldsvæði, það sé fjarri skarkala bæjarins, stutt sé í Kjamaskóg og síðast en ekki síst sé gert ráð fyrir að nýtt tjaldsvæði verði byggt upp í tengslum við væntanlega útilífsmióstöð skáta. Ekki er gert ráð fyrir að leggja niður núverandi tjaldstæði við Þórunnarstræti að öðru leyti en því að sá hluti þeirra sem er aust- an götunnar, milli Sundlaugar Ak- ureyrar og Iþróttahallarinnar, verður lagður af. Hins vegar segir Gísli Bragi að ætlunin sé að gera svæðið austan Þórunnarstrætis meira aðlaðandi. Verði reynslan góð af nýju tjaldsvæði á Hamrasvæðinu er hugsanlegt að tjaldsvæðið í hjarta bæjarins verði lagt af og það flutt allt inn á Hamrasvæðið. Það mun þó ekki gerast á allra næstu árum. Gísli Bragi segist afar sáttur við þessa lendingu í málinu. Mik- ilvægt sé að óvissu varðandi fram- tíðartjaldsvæói Akureyringa hafi loks verið eytt. óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.