Dagur - 07.03.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriójudagur 7. mars 1995
FRÉTTIR
Reykjahverfi:
Ný atvinnu-
sköpun í
deiglunni
Aðalsteinn Árnason, deildar-
stjóri Matbæjar KÞ, hefur verið
ráðinn sem framkvæmdastjóri
Stöplafisks hf. í Reykjahverfi.
Aðalsteinn tekur við stöðunni 1.
apríl af Tryggva Óskarssyni,
sem gegnt hefur starfinu fyrir
hlutafélagið frá 1. des. sl. en var
áður með rekstur fyrirtækisins á
leigu.
Tryggvi er formaður atvinnu-
málanefndar hreppsins og segir
hann aó rekstur Stöplafisks hafa
gengið nokkuð vel. Tíóarfar spili
þó inní, færri komi til aó kaupa
haröfisk á staónum vegna ótíóar-
innar, minna sé um mannfagnaði
og félagslíf og menn eigi jafnvel
erfitt með að komast til vinnu.
Tryggvi sagði að unnið væri af
fullum krafti við nýja atvinnu-
sköpun hjá fyrirtækinu og ef allt
gengi upp gæti orðið veruleg
aukning á störfum í haust.
Tryggvi sagði að uppsveifla
væri í atvinnumálum í hreppnum,
en hún skapaðist mest af þeirri
von aó menn Iosnuðu við ríkis-
stjómina í vor. Þrjú íbúöarhús eru
í byggingu, á Laxamýri, við
Hrísateig og á Þverá.
„Það er ótalmargt hægt að gera
í feróamálum ef samstaða næst
um málin og hægt er aó byggja
upp í ferðaþjónustu ef við stönd-
urn rétt aö. Stórir hópar útlendinga
sækjast t.d. eftir aó komast í
kyrrð, jafnvel þó stórhríð geysi úti
og við höfum aðstöðu til að
byg&ja upp sumarhúsasmíði og
fara meó fólk í jeppaferðir og
sleðaferðir,“ sagði Tryggvi, bjart-
sýnn á atvinnumálin. IM
Fyrsta sendingin af loönuhrognum til frystingar barst Útgerðarfélagi Akurcyringa hf. frá Krossancsverksmiðjunni
sl. sunnudag eftir að Sigurður VE hafði landað þar. Mynd: GG
Loðnuhrognafrysting hafin hjá ÚA
- ný hrognatæki í Krossanesi reyndust mjög vel
Sigurður VE-15 landaði 1250
tonnum af loðnu í Krossanes-
verksmiðjuna sl. fóstudagskvöld
og fóru um 400 tonn af aflanum
gegnum ný tæki sem sett hafa
verið þar upp og skilja hrognin
frá loðnunni. Þessi fyrsta notk-
un hrognatækjanna tókst mjög
vel.
Loðnan var kreist aófararnótt
laugardagsins og fram eftir laug-
ardcginum og síðan var hrognun-
um ekið til Utgerðarfélags Akur-
eyringa hf. og var hafist handa við
frystingu þeirra þegar á sunnudeg-
inum. í þessari fyrstu loönukreist-
ingu hjá Krossanesi og frystingu
hjá UA komu um 18 tonn af
þokkalega góðum hrognum en
þroskastigið var tæplega nógu gott
í um þremur tonnum af heildar-
magninu.
Ekki er von á lleiri bátum til
löndunar í Krossanesi í bili, enda
bræla á miðunum og siglingarleið-
in vestur fyrir Hom ekki árennileg
vegna norðanhvassviðris. Nú er
orðið heldur styttra af loðnumið-
unum vestur fyrir land á Noróur-
landshafnir heldur en suður fyrir á
Austfjarðarhafnimar. GG
Jarðverk bauð lægst
Ágúst Einarsson, ritari Þjóðvaka:
10 þúsund ný störf
með aukinni framleiðni
í gær voru opnuð tilboð í vega-
gerð í Aðaldal. Um er að ræða
3,6 km kafla á Aðaldalsvegi frá
Hvammavegi að Lindahlíð.
Verður vegurinn endurbyggður
og styrktur og síðan lagður
bundnu slitlagi. Jarðvek hf. á
Dalvík bauð Iægst, tæpar 9,5
milljónir króna, 75,51% af
kostnaðaráætlun sem var 12,5
milljónir rúmar.
Klæðning hf. í Garðabæ átti
næst lægsta tilboð, 76,51% af
kostnaðaráætlun, þá kom Amar-
fell hf. á Akueyri með 80,76%,
Jarðverk hf. Nesi 82,53%, Borgar-
verk hf. Borgamesi 85,87%, Snið-
ill hf. Mývatnssveit 87,20% af
kostnaðaráætlun og Steinsteypir
hf. Hafralæk átt lang hæsta tilboð-
ið, 16,2 milljónir, sem er tæpum
30% yfir kostnaðaráætlun. HA
Halldór með fúnd
á Akureyri í kvöld
- formaður Framsóknarflokksins á ferð
um Norðurlandskjördæmi eystra
Þessa dagana er Halldór As-
grímsson, formaður Framsókn-
arflokksins á ferð um Norður-
landskjördæmi eystra, ásamt
frambjóðendum flokksins í kjör-
dæminu. Þeir hafa heimsótt fyr-
irtæki og vinnustaði í kjördæm-
inu en í kvöld verður haldinn
fundur í kosningaskrifstofu
flokksins, Glerhúsinu, og hefst
hann kl. 20.30.
Yfirskrift fundarins er „Fram-
tíðarsýn" þar sem rætt verður um
stöðu Islands í samfélagi þjóðanna
og möguleika íslenskra atvinnu-
vega hér og erlendis.
Fimmtudaginn 9. mars verður
svo haldinn fyrsti morgunfundur
af mörgum sem veróa í Glerhús-
inu fram til kosninga. Á þessum
fyrsta morgunfundi mun Jóhannes
Geir Sigurgeirsson, alþingismaó-
ur, gera grein fyrir nýsettum lög-
um um olíugjald, breytingu vöru-
gjalds og um leigu- og langferða-
bílstjóra. Einnig
verður rætt um
önnur hags-
munamál sem
tengjast bif-
reiðaeigendum
og flutninga-
starfsemi.
Síðdegis, kl.
Halldór Ásgríms-17.30, verður svo
son. opinn fundur í
Glerhúsinu, sem
tileinkaður er bifreiðaeigendum
og þeim sem hafa atvinnu sína af
akstri eða þjónustu við bifreiðar
og öðrum áhugamönnum. Á fund-
inum verða frambjóðendur Fram-
sóknarflokksins í kjördæminu
ásamt sérfræðingum í greininni.
Allir eru hjartanlega velkomnir
hvar í flokki sem þeir eru og veró-
ur leitast við að svara þeim spum-
ingum sem bomar verða fram.
Kaffiterían verður opin eins og
alla aðra daga fram til kosninga.
Skoðanakannanir hafa leitt í Ijós
að fylgi Þjóðvaka hefur dalað
um nær helming frá því sem það
var fyrir áramót, er nú um 10%.
Ágúst Einarsson, ritari Þjóð-
vaka, segir að sú niðurstaða
komi ekki á óvart því finna megi
mikinn hljómgrunn meðal þjóð-
arinnar með stefnumálunum og
það fari vaxandi þegar kjósend-
ur hafi kynnt sér þau betur.
Ágúst segir fylgi Þjóðvaka fara
vaxandi á ný og í komandi kosn-
ingum verði fylgið um 20%.
Sókn í atvinnumálum er eitt af
stefnumálum Þjóðvaka fyrir kom-
andi kosningar og gert er ráð fyrir
að skapa megi a.m.k. 10 þúsund
ný störf á kjörtímabilinu með
áherslu á aukna framleiðni í fyrir-
tækjunum. Ágúst Einarsson segir
þetta raunhæfa áætlun því fram-
leiðni íslenskra fyrirtækja í dag sé
með því lægsta sem gerist í Evr-
ópu.
„Þessi lága framleiðni þýðir aó
hér eru færri störf en þyrfti aó
vera og fólk þarf að vinna langan
vinnudag til að hafa í sig og á.
Með markvissu átaki í markaðs-
málum, bættri stjómun, áherslu á
rannsóknir og þróun tengt sókn í
menntamálum er þetta raunhæfur
möguleiki.
Það á meirihlutafylgi meóal
þjóðarinnar að taka upp veiði-
leyfagjald og það er lióur í mark-
vissri fiskveiðistjómun auk þess
að allur afli verði seldur á fisk-
mörkuöum en þá mun leiguliða-
kerfið innan kvótakerfisins
leggjast af. Við þetta skapast ýmis
markaðstækifæri sem er eðlilegri
leið en að hlaða sífellt erlendum
skuldum á íslenskan sjávarútveg.
Vió viljum heimila takmarkaða
erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi
en takmörkum heimildina viö
20% eignarhlut í einstökum fyrir-
tækjum og að fyrirtækin lúti ís-
lenskum lögurn," sagói Ágúst Ein-
arsson. GG
Ályktun útifundar kennarafélaganna:
Stjórnvöld gangi til
viöræöna af alvöru
í gær héldu kennarafélögin úti-
fúnd á Ingólfstorgi í Reykjavík.
Fundurinn skoraði á stjórnvöld
að ganga til viðræðna við kenn-
ara af alvöru, enda kennarar
„fyrir löngu orðnir þreyttir á
fögrum yfirlýsingum stjórnvalda
um skólamál sem birtast í orði
en ekki á borði,“ eins og segir
orðrétt í ályktun fundarins.
Þar segir jafnframt að vænting-
ar kennara séu byggðar á endur-
teknum yfirlýsingum stjómmála-
manna um gildi menntunar, breytt
hlutverk kennara og nauðsyn á
leiðréttingu á launakjörum þeirra.
Nú sé komið aö stjómvöldum að
standa við stóru orðin, hætta pró-
sentuleikfimi og ganga til alvöru
viðræðna við kennara sem byggist
á þekkingu á skólastarfi og metn-
aði fyrir hönd menntunar á Is-
landi. Stjórnvöld verði að átta sig
á því að gott menntakerfi kostar
peninga. HA
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
■ Bygginganefnd hefur sam-
þykkt eriridi Guðnýjar Önnu
Annasdóttur um leyfi til að
reka sérskóla í austurhluta fé-
lagsheimilis Þórs v/Skarðshlíð
„enda verói skilyrói í umsögn
Vinnuefúrlits ríkisins fullnægt
og staðfesting þess send bygg-
ingafulltrúa".
■ Þá hefur bygginganefnd
samþykkt erindi Guðnýjar
Önnu um leyfi til aó reka og
breyta í leikskóla verslunarhús-
næói á 1. hæð Móasíóu 1 á Ak-
ureyri. Erindió er samþykkt
með fyrirvara um samþykki
allra ineðeigenda.
■ Á fundi menningarmála-
nefndar nýverið var lagt fram
til kynningar bréf frá Tryggva
Hansen, þar sem reifaðar eru
hugmyndir um atvinnuskap-
andi verkefni á sviði menning-
ar- og ferðamála. Menningar-
málanefnd tók jákvætt í erindió
og samþykkti að fela menning-
arfulltrúa að kynna erindið íyr-
ir atvínnumálanefnd, skipu-
lagsnefnd og skólanefnd MA.
■ Menningarmálanefnd hefur
samþykkt eftirfarandi skipt-
ingu fjár vegna gjaldfærðs
stofnkostnaðar á árinu 1995:
Amtsbókasafnið: Tölvuvæðing
250 þúsund, hillur í geymslu
120 þúsund, skrifborðsstólar í
sal 160 þúsund. Héraösskjala-
safnió: Tölvuvæóing 100 þús-
und, hillur í gcymslu 120 þús-
und. Listasafnið: Tölvuvæðing
400 þúsund, listaverkakaup
600 þúsund.
■ A fundi menningarmála-
nefndar var lagt fram uppgjör
vegna útgáfu 2. bindis Sögu
Akurcyrar og upplýsingar um
birgðir af 1. og 2. bindi af Sögu
Akureyrar. Fram kom að óseld
væru einungis um 80 eintök af
1. bindi sögunnar. Fulltrúar
sem voru í ritnefnd 2. bindis
mættu til viðræóna um hvcmig
staðið vcrði að áframhaldandi
ritun Sögu Akureyrar.
■ Á fundi íþrótta- og tómstund-
ráðs 22. febrúar sl. var rætt um
fund sem íþrótta- og tóm-
stundaráð mætti á 14. febrúar
sl. að frumkvæði Foreldrafélags
G.A. meó stjóm þess.
í framhaldi af því var lagt
fram bréf frá fulltrúaráói for-
eldrafélaga í grunnskólum á
Akureyri þar scm fram kemur
ósk um aó böllum í Dynheim-
um ljúki kl. 24 og einnig að
böm í 8. bekk fái aðgang að
þessum böllum frá áramótum.
Iþrótta- og tómstundaráð sam-
þykkir að verða við óskum
fulltrúaráðs foreldra. Oddur
Halldórsson óskaði sérbókað:
„Dansleikjahald í Dynheimum
fellur undir viðurkcnnda æsku-
lýðsstarfsemi og því heimferó
firá þeim undanþegin útivistar-
reglum. Unglingar 16-17 ára
sækja töluvert dansleiki í Dyn-
heimum. Ég hef áhyggjur af aó
unglingar hópist saman annars-
staðar séu danslcikir úl 24. Að
framantöldu tel ég að dans-
leikjahald eigi að vera óbreytt
eða til kl.01.“
Guðmundur Jóhannsson sat hjá
við afgreióslu málsins.