Dagur - 07.03.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR
Þriðjudagur 7. mars 1995 - DAGUR - 3
Náttúruperla í nágrenni Akureyrar:
- stefnt aö friðun svæöisins
Um nokkurt skeið hafa verið
uppi hugmyndir um friðun á ós-
hólmum Eyjafjarðarár, en það
er nú þegar orðið vinsælt útivist-
arsvæði. Vestari hlutinn tilheyr-
ir Akureyrarbæ en sá eystri er í
einkaeign og fellur undir lög-
sagnarumdæmi Eyjafjarðar-
sveitar. Hefur Árna Steinari Jó-
hannsyni, umhverfisstjóra Akur-
eyrar, og Benedikt Björnssyni,
skipulagsráðgjafa Eyjafjarðar-
sveitar, verið falið að vinna kort
er sýni afmörkun friðaða svæð-
isins og hvaða form verndunar
er heppilegast.
Samkvæmt aðalskipulagi Ak-
ureyrar er sá hluti óshólmanna
sem bænum tilheyrir friðaður. Aó
sögn Áma Steinars hafa menn séð
hvað áratugalöng friðun á flug-
vallarsvæóinu hefur haft í för með
sér en allt yfirbragð svæðisins hef-
ur breyst til hins betra. Það er
einnig áhugamál Flugmálastjómar
að allir óshómamir verði friðaðir
því vegna flugöryggis hefur verið
reynt aö beina varpi og umferð
fugla austar á svæðið.
Ámi Steinar sagði menn upp-
haflega hafa haft í huga aö svæðið
mundi afmarkast sunnan til af
gamla þjóðveginum sunnan við
flugvöllin og af Leiruveginum í
norðri. Á fundi umhverfisnefndar
Akueyrarbæjar í byrjun febrúar,
þar sem mættir voru Bjami E.
Guðleifsson, formaður nátúm-
vemdamefndar Eyjafjarðarsveitar,
áðumefndur Benedikt Bjömsson
og Pétur Þór Jónasson, sveitar-
stjóri Eyjafjarðarsveitar, kom
fram að hjá Eyjafjarðarsveit hafa
menn áhuga á að stækka þetta
svæði talsvert þannig að veruleg
lönd sunnan gamla þjóðvegarins
falli einnig undir hið friðaða land.
Þegar búið verður að vinna kort
af svæóinu liggur næst fyrir að
ræða frekar vió landeigendur, en
þeir hafa að sögn Árna Steinars
veriö afar jákvæðir í garð þessa
máls, en gert er ráð fyrir að um
Skátafélagið Víkingur á Húsavík:
75 nýliðar við inntökuathöfn
- félagið er að sprengja utan af sér nýfengið húsnæði
Fríður hópur 75 ungra nýliða
var tekinn inn í nýendurreist
skátafélagið Víking á Húsavík
við hátíðlega athöfn á afmælis-
degi Baden Powell, stofnanda
skátahreyfmgarinnar.
Skátafélagið Víkingur var upp-
haflega stofnaó 1940 og er því 55
ára um þessar mundir, en starf-
semi félagsins hefur legið niðri í
allmörg ár. Jón Ármann Ámason
afhenti foringjunum íslenska fána
sem verið höfðu í eigu Víkings.
Fánamir voru á fánastöngum sem
félagið átti og Jón hefur lagfært.
Björg Friöriksdóttir afhenti gjafa-
bréf fyrir landareign frá Knúts-
stöóum, þar sem skátafélagið átti
skála. Stefana Gylfadóttir foringi
sagði aó skátamir litu björtum
augum til þessarar landareignar og
hygóust nota hana sem útivistar-
svæði með hækkandi sól.
„Við vorum mjög ánægðar
með þessa athöfn og stoltar af
bömunum, sem stóðu sig vel,“
sagði Stefana um inntökuathöfn-
Fríður hópur skáta við inntökuathöfnina í skátafélagið Víking á Húsavík.
Mynd: IM
ina. Meó fullorðnu foringjunum sem er hreinlega að sprengja utan
eru nú um 90 félagar í Víkingi af sér nýfengið húsnæði. IM
einhverja hefðbundna notkun á
landinu verði að ræða, svo sem
beitarhólf og kartöflugaróa. Þá
þarf einnig aó taka ákvörðun um
hvaða form af friðun verður valið,
t.d. bæjar- og byggðafriðun, fólk-
vangsfrióun eða friðlandsfriðun.
Leirusvæðið er sannkölluð
náttúruperla og er nú þegar geysi-
lega vinsælt útivistarsvæði, t.d. er
fjöldi fólks sem reglulega gengur
eftir gamla þjóðveginum. Til em
hugmyndir um skipulag svæðisins
þar sem gert er ráð fyrir að gamli
þjóðvegurinn verði stofnbraut í
gegnum óshólmana fyrir bæði
gangandi og ríðandi umferð og
bílastæði verði bæði að austan- og
vestanverðu. Einnig eru stígar og
troðningar um allt svæðið. Þá er
gert ráð fyrir merkingum á nátt-
úrulífi svæðisins, t.d. hinu fjöl-
skrúðuga fuglalífi sem þama er.
HA
Þú sparar
84 kr. ái kíló
U1 m i i»
(nr. 10289)
Bygging íbúðarhúsnæðis
Snægil 1, Akureyri
Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd félagsmálaráðu-
neytisins, óskar eftir tilboðum í byggingu íbúðarhúss að
Snægili 1, Akureyri.
Húsið verður steinsteypt, einnar hæðar, um 335 fm. að
grunnfleti og 1.198 rúmm. Yfir hluta hússins er steypt
plata og uppstólað þak, en létt timburþak að hluta. Húsið
skal einangra að utan og klæða með sementsmúrkerfi.
Verktaki skai grafa fyrir húsi, byggja upp og skila full-
búnu að utan sem innan. Einnig skal verktaki ganga frá
lóð, bílastæðum, hellulögnum og gróðri.
Verkinu skal vera að fullu lokið 17. nóvember 1995.
Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 6.225.- frá kl.
13.00 þann 7. mars 1995, hjá Ríkiskaupum, Borgartúni
7, 150 Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þann 29. mars kl.
14.00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Æríkiskaup
Ú t b o b $k i I a árangr i I
BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-26844,
BRÉFASÍMI 91-626739
KOSNINGASKRIFSTOFAN í GLERHÚSINU
FUNDUR MEÐ HALLDÓRI (
I KVÖLD, ÞRIÐJUDAGSKVÖLD
FRAMTIÐARSYN
Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, og efstu
frambjóðendur flokksins halda fund í kvöld þar sem rætt
verður um stöðu ísland í samfélagi þjóðanna og möguleika
íslenskra atvinnuvega liér og erlendis.
Fundurinn verður haldinn í Glerhúsinu og hefst kl. 20.30
HAGSMUNIR ÞÍNIR !
FIMHTUDAGUR 9.MARS
Fimmtudaginn 9. mars heldur Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
alþingismaður, fyrsta morgunfund af mörgum í Glerhúsinu.
A þessum fundi mun Jóhannes Geir gera grein fyrir nýsettum
lögum um olíugjald, breytingu vörugjalds og um leigu- og
langferðabílstjóra.
Kl. 17.30 verður svo opinn fundur í Glerhúsinu sem
tileinkaður er bifreiðeigendum og þeim sem hafa atvinnu
sína af akstri eða þjónustu við bifreiðar. Á fundinn koma
þingmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu ásamt
sérfræðingum í greininni.
Kaffiterían verdur opin.
i
^$>5
r
Halldór Ásgrímsson,
formaður Framsóknarflokksins
Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
alþingismaður
Framsóknarflokkurinn í Noröurlandskjördæmi eystra