Dagur - 07.03.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 07.03.1995, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 7. mars 1995 - DAGUR -15 inn innan um fjórar stelpur. Þau gáfu mér bílprófið í afmælisgjöf og fjölskyldubíllinn stóð mér ávallt til boöa hvort sem átti að fara skottúr eða á rúntinn með kunningjunum um helgar. Raggi hafði brennandi áhuga á íþróttum og fylgdist vel með á þeim vettvangi. Þeir voru ófáir laugardagamir sem viö sátum saman fyrir framan útvarpstækið í stofunni og hlustuðum á beinar lýsingar á stuttbylgju frá leikjum í ensku knattspymunni og spáðum í spilin. Raggi var mikill aódáandi Arsenal en ég fylgdi Manchester United að málum. Auk áhuga Ragga á fótbolta, golfi og bridge, þá hafði hann ákaflega gaman af aó fara í bíó. Oft bankaði hann á herbergisdyrnar mínar og spurði hvort ég kæmi ekki með og auð- vitað var blankur námsmaðurinn til í það. Eftir að menntaskólanámi lauk og ég fór alfarinn til Reykjavíkur varð lengra á milli funda okkar. En Raggi fylgdist grannt með því hvemig mér vegnaði í námi og síðar í starfi. Þegar kom að því að ég festi ráð mitt bað ég Ragga um að vera svaramann minn. Auðvitað kom enginn annar til greina. Hann var sá karlmaður í fjölskyldunni sem stóð mér næst. Hann var mín föð- urímynd. Nú þegar komið er að kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Elsku Lauga og dætur, missir ykkar er mikill en minningin um góðan dreng mun lifa með okkur. Blessuð sé minning Ragnars Steinbergssonar. Guðmundur Ingi. Kveðja Skyndilega er dagur liðinn, vinur og samstarfsmaður burtu kallaður. Ragnar Steinbergsson vinnufélagi okkar andaðist að hjúkrunarheim- ilinu Seli þann 26. febrúar sl. Rúmt ár er síðan hann fékk hjarta- áfall, þá staddur á vinnustað sín- um. Alla tíð síðan var heilsa hans tæp og kallið kom því ekki alveg á óvart. Dauðinn er þó það skref sem við erum alltaf jafn óviðbúin að mæta. Ragnar var ráðinn til Sjúkra- samlags Akureyrar árið 1970 og veitti því forstöðu. Hann var virtur af öllu samstarfsfólki fyrir ljúfa og göfugmannlega framkomu. Allir sem til hans leituðu fengu hjá honum úrlausn og trausta þjón- ustu. Hann, sem stjómandi, var undirmönnum sínum sem jafningi og gott var að starfa undir hans stjóm. Við sem störfuðum með Ragnari viljum senda þessa vinar- kveðju og geymum í hjarta okkar minningu um góðan dreng. Vertu sœll vinur þér þökkum öll hér þessar samverustundir. Far þú ífriði ogfarnist vel þér áferð þinni um ókunnar grundir. (SÓ). Eiginkonu, bömum svo og öðr- um aðstandendum hans vottum við okkar dýpstu samúð. Starfsfólk vlð Sýslumanns- embættið á Akureyri. Genginn er góður vinur og félagi. Eftir harða baráttu við erfið veik- indi, sem varað hafa frá 24. janúar 1994, er Ragnar Steinbergsson hæstaréttarlögmaður látinn. Þótt vitað væri upp á síðkastið að hverju stefndi með heilsufar hans, verð ég að viðurkenna að mér brá þegar Sigurlaug hringdi í mig um hádegi sunnudaginn 26. febrúar s.l. og sagði mér að Ragri- ar hefði látist þá um morguninn. Þaó er margs aö minnast og margt að þakka. Fyrstu kynni voru í bamaskóla. En þessi vel gefni maður fór í langskólanám, nam lögvísindi. Að námi loknu hófst starfsæfin, á henni gegndi Ragnar fjölmörgum trúnaðarstörfum. Auk þess var hann liðtækur íþrótta- maður. Sérstaklega um margra ára skeið átti golfíþróttin mikil ítök, þar náði hann mjög góðum ár- angri. Það var sama hvort var í hans fagi, við spilaborðið, í fé- lagsmálum, allsstaðar var hann vel látinn og falin forusta. Eg kynntist Ragnari síðar og mjög náið, er leiðir lágu saman, í þeini félagsskap sem var honum svo kær, Frímúrarareglunni. Hann gekk Reglunni á hönd 16. febrúar 1955. Þar naut hann sín vel og hæfileikar hans komu mjög í ljós. Ragnari voru falin trúnaðarstörf og varð hann æðsti maóur Regl- unnar hér í bæ. Hann var fróður, góður ræðumaður, í hvaða tilefni sem var, og eins á öðrum tungum ef svo bar undir. Það kom sér vel á feróum okk- ar, bæði innanlands og utan, oft var ég búinn að tjá honum aðdáun mína í þeim efnum. Kærleikurinn, þetta æðsta og mesta sem til er hér í heimi, kom berlega fram í veikindum Ragn- ars. Lengi var haldió í vonina um einhvern bata. Sigurlaug og dætur, með sínum fjölskyldum, eigin- mönnum og bömum, voru óþreyt- andi að heimsækja hann, sitja hjá honum daglangt, taka hann heim um stund, ef heilsan leyfði. Ég veit aö hann var þeim mjög þakk- látur, lengra varó ekki komist í kærleika og umönnun. Hafðu kæra þökk fyrir sam- fylgdina kæri vinur, megi ljós kærleikans fylgja þér. Ég bið hinn hæsta Höfuðsmið himins og jarðar, að halda sinni almáttugu verndarhendi yfir þér og ástvinum þínum. Sigurlaugu, dætrunum og ást- vinum öllum, sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sœll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dintma dauðans nólt. Fyrst sigur sá erfenginn, Jyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grœlt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem). Magnús Jónsson. Ragnar Steinbergsson er látinn, hann hefur fengið hvíldina eftir mjög erfið veikindi. Ragnar var um áratuga skeið forstjóri Sjúkrasamlags Akureyrar sem síðar breyttist í umboð sjúkratrygginga Tryggingastofn- unar ríkisins hér á Akureyri. Fáum hef ég kynnst sem voru jafn vel að sér í almannatryggingalögunum og þróun sjúkratrygginga á Is- landi. Hann var í einstaklega góð- um tengslum við fólkið sem þjón- ustunnar naut og gætti þess að sér- hver fengi það sem honum bar. Jafnframt var Ragnar mjög virkur í samfélaginu og áhugasamur um skipulag heilbrigðisþjónustunnar. Hann vann ötullega að stofnun Læknamiðstöðvarinnar á Akureyri og varð framkvæmdastjóri hennar í hlutastarfi. A Læknamiðstöðinni batnaði starfsaóstaða heimilis- lækna á Akureyri og seinna sam- einuðust Læknamiðstöðin og Heilsuverndarstöð Akureyrar er Heilsugæslustöðin á Akureyri var stofnuð árið 1985, en Ragnar var jafnframt framkvæmdastjóri henn- ar fyrstu árin. Ég kynntist Ragnari fyrst þegar hann kenndi mér bókfærslu í Menntaskólanum á Akureyri. Hann var afar skýr og skemmti- legur kennari. Við vorum nokkrir bekkjarfélagamir sem sóttum aukatíma á heimili hans skömmu fyrir vorprófið. Ég man hvað mér fannst notalegt að kynnast Ragn- ari, hlýju hans og ljúfmannlegri framkomu en jafnframt var hann hressilegur og snöggur upp á lag- ió, og alltaf heilsaði hann mér á löngu færi, glaðlegur á svip. Já, hann vann öll sín störf af brenn- andi áhuga, rösklega gekk hann eða hálf hljóp við fót á milli staða í miðbænum, alltaf að flýta sér, en hafði samt alltaf tíma ef maður átti við hann erindi. Þaö var ánægjulegt að endur- nýja kynni mín við Ragnar er ég fluttist til Akureyrar árið 1972. Við unnum mikið saman um dag- ana á Læknamiðstöðinni, í stjórn Heilsuverndarstöðvar Akureyrar, í Heilbrigðismálaráði Norðurlands- héraðs eystra og í Heilsugæslu- stöðinni á Akureyri. Enn átti ég eftir aó læra af Ragnari, er ég tók við trúnaðarlæknisstarfinu af Þór- oddi Jónassyni hjá Sjúkratrygg- ingunum á Akureyri. Alltaf var Ragnar jafn brennandi í andanum, eldheitur áhugi og djúp réttlætis- kennd einkenndi störf hans öll. Hann var hafsjór af fróðleik um heilbrigóis- og tryggingamál og kunni einnig góð skil á öðru sem var að gerast í þjóðlífinu. Eins og hendi væri veifað, mitt í önn dagsins, missti Ragnar hcils- una fyrir rúmu ári síó^n. Við tóku erfió veikindi, en í þeirri baráttu naut Ragnar ástríkis og umhyggju fjölskyldu sinnar. Ég sendi Sigur- laugu, dætrunum og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveójur. Guó blessi minningu Ragnars Steinbergssonar. Ólafur Hergill Oddsson. Alþýðubandalagið vill skattahækkanir! - yfirlýsing Svavars Gestssonar í þættinum Siónarmið í þættinum Sjónarmið með Stefáni Jóni Hafstein miðvikudaginn 15. feb. sl. voru umræður um yfirvof- andi kennaraverkfall í algleym- ingi. Gestir hans voru háttvirtir þingmenn Ólafur G. Einarsson, menntamálaráöherra og Svavar Gestsson, alþingismaður. Þar lýsti Svavar því yfir að hann væri reiðubúinn til aó hækka skatta og þaö fjármagn ætti aó renna til menntamála. Það að hækka skatta tel ég vera alveg út í hött hjá Svavari. Ég tel að Svavar verði að átta sig á því að skattbyrði verði að létta með því að draga markvisst úr umsvifum hins opinbera. Frekari skattahækkanir myndu augljóslega hafa í för með sér letj- andi áhrif á vinnuvilja einstak- lingsins og að auki myndu enn fleiri freistast til að svíkjast undan skatti. Við verðum að hafa það hugfast að tekjuskattshlutfallió er nú þegar 41,84% hjá einstakling- um. Finnst Svavari það ekki nóg? Staðreyndin er sú að skattar á einstaklinga hafa hækkað um einungis 1 millj- arð í tíð þessarar ríkisstjórnar, en 9 milljarða í tíð síðustu ríkis- stjórnar. Nei, honum finnst augljóslega svo ekki vera. Hann vill halda þeirri skattpíningarstefnu áfram sem var algild í tíð síðustu ríkis- Gunnar Már Sigurðsson. stjómar, þar sem skattar á einstak- linga voru auknir um 9 milljarða og á fyrirtæki um 2 miljaróa. Hinsvegar hefur núverandi ríkis- stjóm stöðvað skattahækkunar- skrióuna því hún hefur einungis aukið álögur einstaklinga um 1 milljarð króna og að sama skapi lækkað skattbyrói fyrirtækja um hvorki meira né minna en 2 niilj- arða á kjörtímabilinu. Þannig hef- ur rekstrargrundvöllur fyrirtækja batnað til muna. Auk þess hefur núverandi ríkisstjóm fellt niður ekknaskattinn sem síðasta ríkis- stjóm kom á, ákveðið hefur verið að fella niður tvísköttun lífeyris í framhaldi af nýgerðum kjara- samningum og ekki má gleyma lækkun matarskatts. En sú aógerð var mjög gagnrýnd af stjómarand- stöðunni en nú hefur komið í ljós að sú aðgerð skilaði tilætluðum árangri. Svavar og hans fylgifiskar ættu því að taka sig saman í and- litinu gleyma Kaldastríðinu og horfast í augu við þá staðreynd að skattahækkanir eru úrelt fyrirbæri. Gunnar Már Sigurðsson. Höfundur er nemi í Menntaskólanum á Akur- eyri og er félagi í Verði FUS Akureyri. Sýslumaðurlnn á Akureyri Hafnarstrætl 107, 600 Akureyrl, sfmi 96-26900 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu emb- ættisins að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 10. mars 1995 kl. 10.00, á eftirfarandi eignum: Aðalstræti 10, neðri hæð, Akureyri, þingl. eig. Guðmundur Sigurjóns- son, gerðarbeiðendur Akureyrar- bær og Byggingarsjóður ríkisins. Brekkuhús 1, norðurhluti, Hjalteyri, þingl. eig. Árni Magnússon og Kristbjörg Egilsdóttir, gerðarbeið- andi íslandsbanki h.f. Brimnesbraut 1, Dalvík, eignarhl., þingl. eig. Magnús I. Guðmunds- son og Sólrún L. Reynisdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna og Vátryggingafélag íslands. Byggðavegur 97, Akureyri, þingl. eig. Ragnheiður Árnadóttir, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Furulundur 1c, Akureyri, þingl. eig. Arnfríður Róbertsdóttir, gerðarbeið- andi Lífeyrissjóður verslunar- manna. Hafnargata 3, Grímsey, þingl. eig. Sigfús Jóhannesson, gerðarbeið- andi Sýslumaðurinn á Akureyri. Hafnarstræti 97, hl. 2A, Akureyri, þingl. eig. Bakkasel h.f., gerðar- beiðandi Iðnlánasjóður. Hólabraut 15, 2. hæð, Akureyri, þingl. eig. Jakob Tryggvason og Guðrún Andrésdóttir, gerðarbeið- endur Akureyrarbær, Byggingar- sjóður ríkisins, Lífeyrissjóður Norð- urlands og Tryggingastofnun ríkis- ins. Karlsbraut 21, Dalvík, þingl. eig. Guðrún Benediktsdóttir, gerðar- beiðandi Lífeyrissjóður Austur- lands. Norðurgata 17, suóurhl. Akureyri, þingl. eig. Jóna Ingibjörg Péturs- dóttir, gerðarbeiðendur Akureyrar- bær, Byggingarsjóður ríkisins, Landsbanki Islands, Vátryggingafé- lag Islands h.f. og íslandsbanki h.f. Oddagata 1, efsta hæð, Akureyri, þingl. eig. Auðunn Þór Maríusson og Kristín M. Sigurðardóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og íslandsbanki h.f. Rein 1, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Eiríkur Bóasson, gerðarbeiðandi Kreditkort h.f. Vestursíða 26, íb. 202 D, eignarhl. Akureyri, þingl. eig. Ólafur Gunnar Ivarsson, gerðarbeiðandi Vátrygg- ingafélag Islands h.f. Sýslumaðurinn á Akureyri 6. mars 1995. Smáauglýsingar Dags Ódýrar og áhrifaríkar auglýsingar ® 96-24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.