Dagur - 07.03.1995, Blaðsíða 5
West Side Story í
Þjóðleikhúsinu
Málþing hjúkrunar-
fræðinga á
Norðausturlandi:
Dr. Vilhjálmur
Amasonflytur
eríndi
Fræðsludagur Norðausturlands-
deildar Félags íslenskra hjúkrun-
arfræðinga verður haldinn laugar-
daginn 11. mars á Hótel KEA á
Akureyri kl. 10-15 og er ætlaður
hjúkrunarfræðingum og öðru heil-
brigóisstarfsfólki.
Yfírskrift dagsins er siðfræði -
samskipti - ákvarðanataka og
verða fimm erindi flutt. Valgerður
Valgarðsdóttir, hjúkrunarfræðing-
ur og djákni, flytur erindi um sál-
gæslu. Dr. Gyða Halldórsdóttir,
sálfræðingur, talar um samskipti
við aðstandendur fatlaöra. Heiða
Hringsdóttir, hjúkrunarforstjóri,
og Lilja Vilhjálmsdóttir, hjúkrun-
ardeildarstjóri Dalbæ Dalvík,
ræóa urn siðfræðilega umfjöllun
tengda öldruðum. Olafur Odds-
son, héraóslæknir Norðurlands
eystra, ræðir um heimilislækninn
og sjúklinginn. Dr. Vilhjálmur
Amason, dósent í heimspeki við
Háskóla Islands, flytur erindi um
höfuðþætti siðferðilegra ákvaró-
ana.
A eftir fundinum verða pall-
borðsumræður. Aðgangseyrir er
kr. 500 fyrir félagsmenn og kr.
1000.- fyrir aóra, innifalið er kaffi
og matur. Pátttaka tilkynnist eigi
síðar en 9. mars til: Alfheiðar
Atladóttur, vs. 30156 eða hs.
23682, Heiðu Davíðsdóttur, vs.
30156 eða hs. 26606, Árúnar Sig-
urðardóttur, vs. 30909 eða hs.
11545. Frétlalilkynning.
Þjóðleikhúsið frumsýndi söngleik-
inn West Side Story, Saga úr vest-
urbænum, á Stóra sviðinu sl. föstu-
dagskvöld. Þessi heimsfrægi söng-
leikur, sem þótti marka tímamót í
bandarískri söngleikjahefð, er nú í
fyrsta sinn sýndur á íslensku leik-
sviði.
I vesturbæ New York borgar
takast götuklíkur á um völdin. Hver
á götumar, „sannir" ameríkanar
eða innflytjendur frá Púertó Ríkó?
Olgandi tilfinningar leita útrásar í
slagsmálum og spennu, vilítum
dansi, heiftugu hatri - og ást. Mitt í
allri hringiðunni fella ung stúlka og
ungur maður af ólíkum uppmna
hugi saman, þvert gegn vilja sinna
nánustu. Ospillt æskuást þeirra má
sín þó lítils gegn valdastríði og
blóðhefndum.
Söngleikurinn er byggður á hug-
mynd bandaríska danshöfundarins
Jerome Robbins, tónlistin er eftir
Leonard Bemstein, söngtexta gerði
Stephen Sondheim en leiktextann
Arthur Laurents. Söngleikurinn var
fyrst fmmsýndur í New York 1957.
Þýðandi verksins er Karl Ágúst
Ulfsson, danshöfundur og dans-
stjómandi Kenn Oldfield, tónlistar-
og hljómsveitarstjóri er Jóhann G.
Jóhannsson og hljóðstjóri Sveinn
Kjartansson. Lýsing er í höndum
Bjöms Bergsteins Guðmundssonar,
leikmynd hannaði Finnur Amar
Amarsson og búninga María Olafs-
dóttir. Aðstoðarleikstjóri er
Randver Þorláksson en leikstjórar
em Karl Ágúst Úlfsson og Kenn
Oldfield.
Leikendur í West Sidé Story eru
á fjórða tug talsins, söngvarar,
dansarar og leikarar. Með aðalhlut-
verk elskendanna ungu, Tóný og
Maríu, fara Marta G. Halldórsdóttir
og Felix Bergsson, til skiptsis við
Valgerði G. Guðnadóttur og Garðar
Thór Cortes. Foringjar götuhóp-
anna eru þeir Baltasar Kormákur
og Hilmir Snær Guðnason, kæmst-
ur þeirra em Sigrún Waage og
Ástrós Gunnarsdóttir.
Ur fréttatilkynningu.
Þriðjudagur 7. mars 1995 - DAGUR - 5
OPIO HÚS
JAFNRÉTTISNEFNDAR
AKUREYRAR
Hótel KEA
á alþjóðlegum baráttudegi kvenna
miðvikudagskvöldið 8. MARS kl. 20.30.
Það sem við vissum hefur verið staðfest
0 0
0 Kjör kvenna eru lakari en kjör karla: §
♦ í sambærilegum störfum
i ♦ Með sambærilega menntun
OG HVAÐ SVO???
* M
Rannveig Sigurðardóttir formaður tölfræðihóps Norræna
0 jafnlaunaverkefnisins greinir frá niðurstöðum rannsóknar- y
0 innar um launamyndun og kynbundinn launamun.
Kaffi
Umræður
JAENRÉTTISNEFND AKUREYRAR
ItmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmJ
Slys gera ekki
boð á undan sér! ssfK?
mÉUMFERÐAR
Uráð
/
I tilefni átaksviku um fjármál flölskyldunnar
býður Búnaðarbankinn upp á fjármálanámskeið þar sem leiðbeint verður um
hvernig lækka má rekstrarkostnað heimilanna.
Á námskeiðinu er fjallað um heimilisbókhald,
áætlanagerð, lánamál og leiðir til sparnaðar
svo eittlivað sé nefnt.
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Handbókin „fjánnál heimilisins“ verður á sérstöku
tilboðsverði, 900 kr. þessa viku.
Námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 8. mars í
Sjallanum (Góða dátanum) kl. 19.30-22.30.
Skráning í Búnaðarbankanum í síma 27600/26566
BÚNAÐARBANKINN
Akureyri