Dagur - 07.03.1995, Page 7
Þriðjudagur 7. mars 1995 - DAGUR - 7
Handknattleikur - úrslitakeppni:
Gríðarlegur kraftur í KA-liðinu
- sigraði Stjörnuna öðru sinni og er komið í undanúrslit
Handknattleikslið KA er í fyrsta
skipti komið í fjögurra liða úrslit
íslandsmótsins eftir að liðið bar
sigurorð af Stjörnunni í oddaleik
liðanna á fostudagskvöld. KA
byrjaði betur og hafði yfir nán-
ast allan lcikinn. Staðan í leik-
hléi var 10:12 KA í vii og eftir að
liðið náði að hrista af sér tvo
slenkafla í síðari hálfleik inn-
byrti það sigurinn og leikmenn
liðsins fögnuðu gríðarlega.
Lokatölur urðu 23:26 og mætir
KA Víkingi í undanúrslitunum.
„Ég er rosalega ánægður með
strákana og það er virkilega gam-
an aö sjá hve vel þeir ungu klára
sig í erfiðum leik sem þessum.
Það sem réð úrslitum í dag var sú
staðreynd að við vorum meó meiri
breidd en þeir. Allt liðið lék vel.
Sóknin spilaðist á 8-9 mönnum,
vömin var frábær og Sigmar
Þröstur stórkostlegur á bak við
hana. Það var aldrei neinn efi í
mínum huga að við myndum
vinna þcnnan leik og nú munum
við leggja okkur alla fram um að
vinna Víking og fara alla leið,“
sagöi Alfreð Gíslason, kampakát-
ur þjálfari KA, eftir leikinn á
föstudagskvöld.
Vöm KA-manna var ekki
árennileg í byrjun leiksins og áttu
heimamenn í Stjömunni í stökustu
vandræðum með að fmna glufu á
henni framan af. KA komst í 1:3
og síðan í 3:5 eftir að Stjaman
hafði jafnað 3:3. Þá komu þrjú
mörk Stjörnunnar í röð eftir aó
Patrekur Jóhannesson varð að fara
í annað sinn af leikvelli vegna
brottvísunar.
Stjaman jafnaði leikinn í 7:7
þegar um 12 mínútur voru til leik-
hlés en þá gerðu KA-menn þrjú
mörk í röð, Þorvaldur eitt af lín-
unni og Valdimar tvö í röð úr
hraóaupphlaupum. Staðan í leik-
hléi var 10:12.
Eftir að KA hafði náð þriggja
marka forystu í byrjun síðari hálf-
leiks gerði Stjaman harða hríð að
KA-liðinu. Sóknarleikur gestanna
fór í baklás um stund og eftir 10
mínútna leik var Stjaman skyndi-
lega komin yfir, 16:15, og virtust
Stjömumenn ekkert á því að láta
sigurinn eftir baráttulaust. En
noróanmennirnir voru einbeittari
og breyttu stöðunni úr 17:16 í
18:22. Með mikill seiglu náði
Stjaman að jafna að nýju, 23:23,
en eftir að Einari Einarssyni var
vikið af leikvelli, ósanngjamt aö
mati hcimamanna, var aldrei
spurning hvorunt megin sigurinn
lenti. KA gerði þrjú mörk í röó í
lokin og sigraði 23:26.
KA lék mjög vel í þessum leik.
Vöm liðsins er gríðarlega sterk og
Sigmar ótrúlegur þar fyrir aftan.
Anægjulegt er aó sjá hve breidd
liðsins er að aukast og aó ungu
strákamir eru famir aó valda
veigameiri hlutverkum. Valdimar
skilaði sínu vel en nýting hans á
að vera betri. Hjá Stjömunni voru
Konráð og Ingvar bestir.
Júdó:
Glæsilegt hjá
Vernharð
Vemharð Þorleifsson, júdó-
kappi úr KA, hefur gert það
gott á mótum víðs vegar um
Evrópu eftir áramótin og um
helgina tryggði hann sér rétt
til að keppa á Evrópu- og
Vernharð Þorleifsson glímdi vel í
Ungvcrjalandi og hcfur sennilega
aidrei vcrið i betra tormi.
Hcimsmeistaramótinu í júdó
með glæsilegum árangri í
Búdapest í Ungveijalandi.
Vemharð keppti í 95 kg
flokki á opna ungverska meist-
aramótinu um helgina sem cr a-
mót og niargir sterkir kcppendur
mæuu til leiks.
Vemharð slapp vel í fyrstu
urnferð þar sern hann sat hjá en í
annarri umferð sigraði hann
sterkan heimantann á glæsilegu
ippon. Hann tapaði því næst fyr-
ir Rúmena en tók tvíefldur á
spænskum mótherja sínum í
fjórðu umferð og felldi hann
glæsilega á ippon.
Vemharð glímdi við Þjóð-
verja í aukaglímu um sæti og
tapaði, enda orðinn þreyttur eftir
fyrri átök. Vemharð endaði mót-
ið í 7. sæti og tryggði sér þar
með rétt til að keppa á Evrópu-
og Hcimsmeistarmótinu og er
þaó lfábær árangur.
Vemharð tekur stefnuna upp
styrkleikalistann í Evrópu til að
tryggja sér sæti á Ólympíulcik-
unum í Atlanta á næsta ári.
Ætluðum alla leið
„Þetta var nákvæmlega það sem
við ætluðum okkur. Okkur tókst
ekki að vinna hér í fyrsta leiknum
og því urðum við að vinna í
kvöld. Það tókst og ég er mjög
ánægður. Við ætlum að sjálfsögðu
í úrslitin,“ sagði Erlingur Krist-
jánsson, fyrirliði KA, eftir leikinn.
Viggó Sigurðsson, þjálfari
Stjömunnar var ósáttur í leikslok.
„Þaó var ljóst aö annað liðið varð
að lúta í lægra haldi og það kom í
okkar hlut. Auðvitað er ég svekkt-
ur yfir því en mér fannst vanta
stemmningu hjá okkur og við réð-
um ekki við Valdintar í hraðaupp-
hlaupunum. Dómgæslan var okk-
ur óhagstæð, sérstaklega í lokin,
en ég óska KA-mönnum til ham-
ingju og óska þeim góðs gengis.“
Atli Þór Samúclsson, leikmaður
KA, var að vonurn himinlifandi
með sigurinn. „Þetta var rosalega
gaman en geysilega erfitt. Valdi-
mar spilaði eins og sannkallaður
gulldrengur og það var frábært að
fá annan eins stuðning frá áhorf-
endum eins og við fengum." SV
Mörk Stjörnunnar: Konráð 7/1, Fil-
ippov 5/1, Sigurður 4, Jón 4, Magnús 2
og Einar 1. Ingvar varði 18 skot.
Mörk KA: Valdimar 10/3, Patrekur
4, Erlingur 4, Atli Þór 3, Helgi 2, Valur 2
og Þorvaldur 1. Sigmarvarói 19/1 skot.
Dómarar: Óli Ólsen og Gunnar
Kjartansson: Stóðu sig mjög vel þar sem
þeir voru undir miklu álagi vegna néi-
kvæðrar umfjöllunar undanfarið og leik-
urinn síóur en svo auðdæmdur.
Valdimar Grímsson var „sannkallaður gulldrengur“ fyrir KA-menn á
föstudagskvöldið þrátt fyrir að Stjörnumenn tækju oft hart á honum.
Mynd: Robyn.
Skíði - alpagreinar:
Kristinn aldrei betri
- varð sjötti á sterku móti í Þýskalandi
Kristinn Björnsson, skíðamaður
frá Ólafsfírði, er í feikna góðu
formi um þessar mundir og bæt-
ir árangur sinn reglulega. Hann
keppti ásamt félögum sínum í
karlalandsliðinu á skíðum á
móti í Schleching í Þýskalandi
um helgina og náði þar besta ár-
angri sínum í svigi til þessa.
Kristinn endaði í 6. sæti og
fékk 9,32 keppnistig en styrkstig
mótsins var 7,12 stig. Þaó þýóir
að Kristinn fékk 16,44 FIS punkta
fyrir þetta mót sem er glæsilegur
árangur.
Arangur Kristins að undan-
fömu hefur vakið verðskuldaða
athygli og hann bætir sig stöóugt.
Skemmst er að minnast 17 punkta
mótsins í stórsvigi í Kóreu og 14
punkta mótsins í risasvigi.
Amór Gunnarsson var einnig
að gera góóa hluti á þessu móti en
hann lenti í 12. sæti og fær fyrir
það 25,9 punkta. Punktastaða hans
á heimslistanum er 40,68 og er
ljóst að hann mun lækka mikið á
nýja listanum sem er væntanlegur.
Vilhelm Þorsteinsson, Gunnlaugur
Magnússon og Haukur Amórsson
keyrðu allir út úr og vom þar með
úr leik á mótinu í Schleching.
Framundan eru áframhaldandi
mót í Evrópu og síðan koma
strákarnir heim um mánaóamótin
mars/ajtríl til að taka þátt í Skíða-
móti Islands og Icelandair Cup,
sem er FIS mót Skíðasambands
Islands.
Kristinn Björnsson hefur sennilcga aldrei verið sterkari en nú og bætir ár-
angur sinn hvað eftir annað.