Dagur - 07.03.1995, Side 11

Dagur - 07.03.1995, Side 11
Þriðjudagur 7. mars 1995 - DAGUR - 11 Menntamál í dreifbýli Skólamál eru eitt af því sem brennur heitt á bamafólki í litlum þorpum í dreifbýlinu. Aöstaða barnafólks til aö koma bömum sínum til mennta á þeim stöðum er á margan hátt erfiöari en þar sem menntunarmöguleikar eru innan seilingar og hægt er að sækja skóla heiman aö frá sér til fullorðinsára. Smæð skóla bæði kostur og galli í litlum þorpum em skólar fá- mennir eins og gefur að skilja. Litlum skólum geta fylgt ýmsir kostir ekki síður en gallar, ekki má gleyma því. Við slíkar aðstæð- ur er hægt að fylgjast betur meö hverjum einstakling og auóveld- ara er að grípa inn í ef eitthvað bjátar á heldur en í stórum marg- setnum skólum, þar sem einstak- lingurinn hverfur í fjöldann. En á hinn bóginn er erfiðara að fá vel menntaða kennara að litlum skól- um úti á landi, kennara sem stöðv- ast og mynda æskilega kjölfestu í skólastarfinu. Þannig fylgir því ætíð nokkur spenna á haustin um hvemig gangi að manna skólann og hvemig hann sé síðan mannað- ur. Laun kennara hafa síðan þróast á þann veg að kennsla er ekki orð- in eftirsóknarverð launanna vegna og það eykur á erfiðleikana við aó ráða hæfa kennara til starfa. Jafnrétti til náms í raun Á Islandi er yfirleitt haft á orði að hér ríki jafnrétti til náms. Allir hafi jafna möguleika á að mennta sig, óháð efnahag. En er það svo í raun? I kjölfar þess að tekjur al- mennings hafa dregist saman á liðnum árum og atvinnuleysi víða haldið innreiö sína, þá er þessi kennisetning í mörgum tilvikum hjóm eitt. Það er síður en svo auð- velt fyrir láglaunafólk að senda böm sín til náms í fjarlæg héruð, þegar skólakostnaður yfir veturinn nemur allt að 250.000 krónum. Þar sem möguleikar ungs fólks að fá sumarvinnu hafa minnkað á Iiðnum árum þá verður það að leita í auknum mæli eftir aðstoð foreldranna til að fjármagna skólagönguna þar til námslán fást. Fyrir lágtekjufólk er það hreint út sagt ómögulegt að kosta böm sín til náms á þeim launum sem víða eru greidd. Taka skal fram að hér er ekki einungis verið að tala um framhaldsnám, heldur getur verið um að ræða skyldunám, þar sem ekki er boðið upp á það í heima- byggð. Svokallaður dreifbýlis- styrkur er það lágur að hann dreg- ur lítið í þessu sambandi. Því er það í raun þannig að jafnrétti til náms er farið að verða hugtak sem er einungis í orði en ekki á borði. Flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna Til stendur að flytja grunnskólann frá ríkinu til sveitarfélaganna. Fyr- Samvinna - samfylking Þær aðstæóur, sem fyrr á öldinni gátu af sér íslenska flokkakerfið eða réttlættu tilveru þess eru ekki lengur fyrir hendi. Flokkamir reyna fyrir kosningar aó skerpa muninn og yfirbjóða hvem annan til að sanna tilverurétt sinn fyrir kjósendum en það sem aðgreinir jafnaðarmenn og félagshyggjufólk í marga flokka er í raun mun ómerkilegra en það sem er sam- eiginlegt. Til þess að mæta kröfum um breytingar hefur fólk um allt land efnt til samfylkingarframboða eða framboða utan hins hefðbundna flokkakerfis þegar um sveitar- stjómarkosningar hefur verið að ræða. Um síðustu kosningar átti meirihluti landsmanna þess kost að kjósa slík framboð. Þegar kem- ur að landsstjóminni hafa aðrir hagsmunir haft yfirhöndina. Talað er um nauðsyn þess að jafnaóar- menn vinni saman eða að félags- hyggjuöflin samfylki en þegar tal- ið berst aó stjómarmyndun verða yfirlýsingamar loðnari og enda of oft með því aó gömlu vinstri flokkamir fara í kapphlaup um að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í Stjórnarráðinu. Trúnaður við kjósendur I inngangi stefnuskrár Þjóóvaka, sem samþykkt var á stofnfundi hreyfingarinnar í janúar s.l. stend- ur: „Með þessari hreyfingu er leystur úr læðingi kraftur fólksins sjálfs sem sameina mun félags- hyggjufólk í öfluga hreyfingu til að tryggja jöfnuð, réttlæti og af- komuöryggi fyrir alla. Gamla flokkakerfið hefur í raun gefist upp andspænis þessum brýnu verkefnum í íslenskum stjómmál- um. Þess vegna hefur hreyfing fólksins um Þjóðvaka orðið til og krefst uppstokkunar flokkakerfis- ins.“ Hreyfingin er trú stefnumálum sínum um uppstokkun flokkakerf- isins og samfylkingu félags- hyggjuaflanna. Því var einróma samþykkt á kosningaráóstefnu sem haldin var í Kjamalundi við Akureyri um síðustu helgi, að Þjóðvaki mun ekki taka þátt í rík- isstjóm með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosningar. Forsenda samfylkingar er samvinna og því Svanfríður Jónasdóttir. var jafnframt skorað á önnur framboð félagshyggju- og jafnað- armanna að gefa samskonar yfir- lýsingu og taka þar með þátt í Kennarar vilja ræða kjaramál sín við frambjóðendur stjómmála- flokkanna og hafa í þeim tilgangi boðað þá til sín í verkfallsmiðstöð- ina á Ákureyri. Lítil hreyfing er á samningamálum þeirra og lítið út- lit fyrir skólahald þessa vikuna. Samkvæmt upplýsingum Sveinbjöms Njálssonar, formanns Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, vilja kennarar fá að heyra viðhorf frambjóðenda til launa- Bubbi Morthens er á tónleikaferð um landið og í þessari viku verður hann á ferð um Norðurland. Bubbi flytur gamalt efni í bland við nýtt en á milli þess sem hann spilar á tónleikum, er hann að hljóðrita nýja geislaplötu með félaga sínum Rúnari Júlíussyni. Bubbi verður með tónleika í „...Þjóðvaki mun ekki taka þátt í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkn- um eftir næstu kosningar.“ nauðsynlegri nýsköpun flokka- kerfisins. Trúnaður er eitt af þeim lykil- hugtökum sem stefna Þjóðvaka byggir á. Ein megin forsenda trún- aðar milli stjómmálamanna og kjósenda cr að kjósendur viti hvað flokkamir hyggjast fyrir eftir kosningar, hvaða leið vilja þeir fara, eða ekki fara, til að ná fram þeim breytingum sem þeir telja brýnastar. Því höfum við svarað. Svanfríður Jónasdóttir. Höfundur er varaformaður Þjóóvaka og skipar efsta sæti Þjóóvaka á Norðurlandi eystra fyrir komandi alþingiskosningar. málanna og ástandsins sem nú er uppi í menntamálum hér á landi. Fulltrúi Alþýðuflokks mætti í verkfallsmiðstöðina í gær kl. 13 og á sama tíma í dag mætir fulltrúi Kvennalistans, á morgun verður svo fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og á fimmtudag fulltrúi Alþýðu- bandalagsins. Annar tími verður svo á föstudag þegar fulltrúi Framsóknarflokks mætir kl. 11 og fulltrúi Þjóðvaka kl. 13. JÓH Hótel Mælifelli á Sauðárkróki fimmtudaginn 9. mars, í Sæluhús- inu á Dalvík föstudaginn 10. mars, á Siskóbar í Ólafsfirói laugardag- inn 11. mars og á veitingastaónum Við Pollinn á Akureyri sunnudag- inn 12. mars. Allir tónleikamir hefjast kl. 23.00. Úr fréttatilkynningu. Kennarar yfirheyra frambjóðendur Bubbi Morthens á Norðurlandi Hildur Harðardóttir. Fyrir lágtekjufólk er það hreint út sagt ómögulegt að kosta börn sín til náms á þeim launum sem víða eru greidd. irhugað var að það gerðist þann 1. september á þessu ári, en það virðist vera útséð um aó þaó gerist í ár og mun vafalaust dragast enn um sinn, verði þá nokkuð af því. Afar tvíbent er fyrir lítil sveitarfé- lög að fá grunnskólann alfarið fluttan yfir á sína ábyrgð. Ríkis- valdið hefur vissar skyldur í dag um að tryggja það að ákveðið jafnrétti gildi í menntun ung- menna. Hætt er við aó því verói kastað fyrir róða þegar sveitarfé- lögin sem eru afar misjafnlega stödd fjárhagslega taka við þess- um rekstri. Það er vafalaust hag- fellt stórum sveitarfélögum að takast á við þetta verkefni, en litl- um sveitarfélögum em ákveðin takmörk sett. Ekki er frágengið enn hvaða fjármuni sveitarfélögin eiga að fá til að standa straum af þeim kostnaðarauka sem hlýst að fyrirhuguðum flutningi grunnskól- ans. Ríkisvaldið hefur á seinustu ámm seilst blygðunarlaust í vasa sveitarfélaganna ef því hefur sýnst að þar væru fjármunir afgangs. Því er nauðsynlegt að hafa allan fyrirvara á efndum þeiiTa loforða sem hafa verið gefin á þessu sviði. Loforðagleði þáverandi félags- málaráðherra í umræðu um sam- einingu sveitarfélaga var ekki til að auka trúverðugleika stjómvalda í sambandi við verkefnaflutning frá ríki til sveitarfélaganna. Hvert stefnir? Eins og samfélagið hefur verið að þróast á undanfömum ámm, þá fer það að skipta æ meira máli fyr- ir framtíðarsýn ungs fólks að það hafi greiðan aógang að menntun. Góð menntun eykur möguleika fólks á að fá góða og lífvænlega atvinnu. Þetta sjónarmið var óþekkt hérlendis fyrir tiltölulega fáum árum síðan. Því fer það að vega æ þyngra í hugum bamafólks hve góður skólinn sé og hvaða möguleika hann gefi. Fólk kemur til meö að leggja aukna áherslu á að mennta böm sín og þá fer það að skipta vemlegu máli hvort fólk þurfi að senda böm sín burtu til náms á síóustu bekkjum grunn- skóla og í framhaldsnám, eða hvort þau geti stundað nám heim- an að frá sér. Því munu áherslur stjómvalda í þessum málum á komandi árum fara að skipta hinn almenna launamann æ meira máli. Gleymum ekki að við getum haft áhrif í þessum efnum ef vió vilj- um. Hildur Harðardóttir. Höfundur skipar 6. sætió á G-lista Alþýðu- bandalags og óháóra á Noróurlandi eystra fyrir komandi alþingiskosningar. HYRNAHF BYGGINGARVERKTAKI / TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 - Akureyri - Sími 96-12603 ■ Fax 96-12604 Smíðum fataskápa, baðinnréttingar, eldhúsinnréttingar og innihurðir Teiknum og gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu Greiðsluskilmálar við allra hæfi MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing um styrki og lán til þýðinga á erlend- um bókmenntum Samkvæmt lögum nr. 35/1981, reglugeró nr. 638/1982 og breytingu nr. 102/1992 um þýðingarsjóð, er hlutverk sjóðsins aó lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingarlauna. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæða- kröfum. 4. Eðlileg dreifing sé tryggð. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til þýóingarsjóðs í fjárlögum 1995 nemur 7,3 milljónum króna. Eyðublöð til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1995 nemur 7,3 milljónum króna. Eyðublöð fyrir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík og skulu umsóknir hafa borist ráðuneyt- inu fyrir 15. mars nk.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.