Dagur - 23.03.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 23.03.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 23. mars 1995 Sveit Sigurbjörns Haraldssonar, sem varð Islandsmeistari yngri spilara í sveitakeppni í bridds. F.v. Stefán G. Stef- ánsson, Sigurbjörn Haraldsson, Steinar Jónsson og Skúli Skúlason. Ljósmynd: Amór. íslandsmót yngri spilara í sveitakeppni í bridds: Sveit Sigurbjöms Haralds- sonar fagnaði sigri Sveit Sigurbjörns Haraldssonar frá Akureyri, varð íslandsmeistari í sveitakeppni yngri spilara í bridds fyrr í mánuðinum. Auk fyrirliðans voru í sveitinni þeir Skúli Skúlason og Stefán G. Stef- ánsson frá Akureyri og Siglflrð- ingurinn Steinar Jónsson. Þetta er annað árið í röð sem Sigurbjörn verður íslandsmeistari en í fyrra var hann í sveit Magnúsar Magn- ússonar, sem þá fagnaði sigri. Að þessu sinni mættu 9 sveitir til leiks og sagði Sigurbjöm í samtali við Dag, að sigur sveitar sinnar hafi verið mjög öruggur. Hún hafi tekið forystuna strax í upphafi og haldið henni allt til Ioka. Sveit Sigurbjöms hlaut samtals 196 stig en sveit Póls rafeindavara hf. hlaut 173 stig. Sveit Magnúsar Kjaran hafnaði í 3. sæti með 158 stig og sveit Kaupfé- lags V-H í 4. sæti með 146 stig. Sveitin Kóngamir kom einnig frá Akureyri en hún hafnaði í 7. sæti meðl03stig. Rétt til þátttöku á Islandsmóti yngri spilara, eiga spilarar 25 ára og yngri. Sigurbjöm Haraldsson, er að- eins 16 ára og hefur þegar fagnað sigri tvívegis. Hann á því eftir að fara á fleiri Islandsmót og hann er staðráðinn í því að verja titilinn að ári. í Butler-útreikningi mótsins urðu þeir Stefán G. Stefánsson og Skúli Skúlason efstir og náöu þeir mjög góðum árangri. Islandsmótið í sveitakeppni kvenna fór fram á sama tíma og þar varði sveitin 3 Frakkar titilinn og vann sannfærandi sigur. KK Samkomulag á milli Gigtarfélags Islands og Lionshreyfingarínnar - sala á Rauðri Qöður hefst föstudaginn 31. mars nk. uninni er ætlað að taka frumkvæði í fjölþjóðlegum rannsóknum til lausnar gigtargátunni. Um 50 þús- und Islendingar þjást af gigt og tal- ið er að tap þjóðfélagsins á ári hverju nemi allt að 10 milljörðum króna. Landsmenn þekkja orðið vel til Rauðu fjaðrarinnar en hún var fyrst seld árið 1972. í ár er sjötta lands- söfnun Lionshreyfingarinnar á Is- landi. Hver fjöður kostar kr. 300,- og ágóðanum verður sem fyrr sagði varið til gigtarrannsókna. Undanfar- in þrjú ár hefur Vísindaráð Gigtar- félags Islands unnið að því að koma á fót Gigtarrannsóknarstofnun ís- lands og nú vonast menn til þess að með landssöfnun Lions verði sá draumur að veruleika. Markmið Lionshreyfingarinnar er að safna 25 til 30 milljónum króna. Hluta söfnunarfjár verður varið til tækjakaupa til rannsókna, m.a. á keðjumögnunartæki til erfða- rannsókna, alls væntanlega 8 millj- ónir króna. Það sem eftir verður af söfnunarfénu skal afhent Gigtarfé- lagi Islands, sem í samráði við Vís- indaráð félagsins og stjóm Gigtar- rannsóknarstofnunar Islands, skal ráðstafa þessu fé til starfseminnar næstu þrjú árin. Vonir standa til að þá hafi sá árangur náðst í starfsemi Gigtarrannsóknarstofnunar íslands, aö fjárstuðningur fáist erlendis frá til þess að halda rekstri áfram. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, heimsótti Gigtarfélag íslands í vikunni, kynnti sér starf- semi þess og heimsótti gigtar- sjúka. Tilefni heimsóknar Vigdís- ar í Gigtarfélagið var undirritun samkomulags milli Lionshreyf- ingarinnar á íslandi og Gigtarfé- lagsins. Dagana 31. mars til 2. aprfl efnir Lionshreyfmgin til sölu á Rauðu fjöðrinni og er Vigdís Finnbogadóttir verndari söfnun- arinnar. Fjármunir sem safnast munu renna til stofnunar Gigtarrannsókn- arstofnunar íslands. Hlutverk stofn- unarinnar verður að nýta sérstöðu Islands til rannsókna á orsökum og eðli gigtarsjúkdóma. Rannsóknir ís- lenskra gigtarsérfræðinga hafa vak- ið athygli erlendis en miklu efni hefur verið safnað hér á landi til rannsókna á gigt. Rannsóknarstofn- Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands er verndari söfnunar fyrir Gigtarrannsóknarstofnun Islands. Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri, Raufarhöfn: Alþýðubandalagið og óliáðir standa fyrir framsæknar og róttækar áherslur í atvinnu- og hyggðamálum. Steingrímur J. Sigfússon cr forystumaður í stjórnmálum sem ég þekki og treysti vel. Ég berst á fáki fráum: Mynd um vélsleðaakstur Landsbjörg, Landssamband ís- lenskra vélsleðamanna, Slysa- varnafélag íslands og Umferðar- ráð hafa látið gera um 13 mín- útna langa mynd um vélsleða- akstur og þær hættur sem hon- um fylgja ef ekki er varlega far- ið. Valdimar Leifsson kvikmynda- gerðarmaður annaóist myndatöku en fjölmargir aðilar lögðu hönd á plóg við gerð myndarinnar. Veró- ur hún m.a. sýnd á fræðslufundum og námskeiðum fyrir vélsleða- menn og væntanlega einnig á sjónvarpsstöövunum. HA Ólafiur Ragnar Grímsson og Bryndís á fiundi á Akureyrí Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, verður meðal þeirra sem fram koma á al- mennum stjómmálafundi G-list- ans, sem haldinn veróur í Alþýðu- húsinu í kvöld. Einnig verður þar Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræð- ingur ASI, en hún skipar annað sætið á G-listanum í Reykjavík. Þrír efstu menn G-listans á Norð- urlandi eystra, þau Steingrímur J. Sigfússon, Ami Steinar Jóhanns- son og Sigríður Stefánsdóttir taka einnig þátt í fundinum. Kynntar veróa áherslur G-listanna, rætt um stöðuna í kosningabaráttunni og horfur í íslenskum stjómmálum. Fundurinn hefst kl. 20.30 og eru allir velkomnir. Fréttatilkynning. Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags: Jóhannes Halldórsson endurkjörínn forseti Aðalfúndur Hins íslenska þjóð- vinafélags var haldinn í Alþingi fyrir skömmu. Félagið var stofn- að af alþingismönnum 19. ágúst 1871. í lög félagsins var sett það ákvæði að aðalfundir þess skyldu haldnir í Alþingi annað hvert ár. Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, stjómaði fundinum en Jóhannes Halldórsson, forseti fé- lagsins, sat fundinn af þess hálfu. Hann gerði í stuttu máli grein fyrir upphafi félagsins og upphaflegum stefnumiðum þess. Meðal þeirra er útgáfa ritaðs máls. Undanfama áratugi hefur félagið ekki haft tök á stórræðum á því sviði en gefur út ársritin Almanak og Andvara svo sem það hefur gert um 120 ár. Forseti gerði grein fyrir reikning- um félagsins árin 1992 og 1993 og voru þeir samþykktir. Að lokum fór fram kosning stjómar félagsins og endurskoð- enda. Engar breytingar urðu á stjórninni. Jóhannes Halldórsson, cand. mag., var kosinn forseti, dr. Jónas Kristjánsson, fyrrv, for- stöðumaður Stofnunar Ama Magnússonar, varaforseti, dr. Guðrún Kvaran, orðabókarrit- stjóri, Heimir Þorleifsson, menntaskólakennari og Ólafur Ás- geirsson, þjóðskjalavörður, með- stjómendur. Halldór Ásgrímsson, alþingismaður og Ólafur Ólafs- son, fyrrv. varaskrifstofustjóri Al- þingis voru kosnir endurskoðend- UF. Fréttatilkynnlng.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.