Dagur - 23.03.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 23.03.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 23. mars 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 LEIÐARI--------------------- Snjóaveturínn mikli Það þarí ekki að fara ura það mörgum orðum að fannfergið á Norðurlandi er óskaplegt og slíkt og þvílíkt hefur ekki sést til fjölda ára. Það má í raun segja að ekki hafi stytt upp að neinu marki síðan um áramót og það var ekki fyrr en í þessari viku sem hlánaði. „Ég hef unnið hjá Vegagerðinni i 28 ár og þetta er langerfiðasti vetur sem komið hefur. Þetta hefur líka staðið svo lengi, byrjaði í september með norðanátt og rigningum og síðan slyddu og snjó. Ég held líka að þetta sé langmesti snjórinn. Þó mikill snjór væri 1990 kom hann ekki fyrr en í febrúar." Svo mörg voru orð Svavars Jónssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Húsavik, í Degi sl. þriðjudag. Þau segja allt sem segja þarf. Víða á Norðurlandi er fannfergið slíkt að snjóhæðin við þjóðvegi er allt að 6 metrar. Á fundi bæjarstjómar Akureyrar sl. þriðjudag kom fram að framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar hafi verið falið að kanna hvort mögu- leiki só til þess að þau sveitarfélög sem búa við mest fannfergið og þurfa því að leggja ómældar fjárhæðir í snjómokstur, geti mögulega fengið stuðning úr opinberum sjóðum. Ekki liggur fyrir hvort slikar „matarholur'1 eru til en ólíklegt er að svo sé. Það er hárrétt sem getið var um á áðurnefndum bæjarstjórnarfundi að kostnaður vegna snjómokst- urs leggst misjafnlega þimgt á sveitarfélögin. Ef þau eru langt utan þjóðvegarins, að ekki sé talað um hringveginn, verða þau að gjöra svo vel að bera drjúgan hluta kostnaöar við moksturinn. í ár- ferði eins og verið hefur í vetur getur svo farið að þessí sveitarfélög geti einfaldiega ekki staðið und- ir þessum kostnaði. Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar sl. þriðjudag var upplýst að eitt sveitarfélag i Eyjafirði yrði líklega að greiða 20-30% af skatttekj- um þess í snjómokstur. Þetta eru uggvænlegar töl- ur og því er eðlilegt að menn spyrji sig þeirrar spurningar hvort ekki sé fuil ástæða til að opinber- ir sjóðir hlaupi undir bagga með þessum illa stöddu fannfergissveitarfélögum. Það má nefni- lega með rökum segja að hér sé um að ræða hrein- ar náttúruhamfarir sem enginn mannlegur máttur getur við ráðið. Um fannfergið gildir í raun það sama og snjóflóðin. Að stjóma með handbremsunni Að stjóma með handbremsunni gera menn helst ekki nema allt annaó sé bilað, en það veröur að segjast, svona í yfirfæróri merk- ingu, að ýmsir valdamiklir menn í þjóðfélaginu grípa allt of oft til þess neyðarúrræðis þegar þeim finnst að þeim vegið. Nægir að nefna fyrstu viðbrögð formanns LIU við nýrri og framsækinni til- raun sjómannasamtakanna, í sam- vinnu við fiskverkendur án út- geróar, að koma á eðlilegum við- skiptaháttum með ísfisk með því að bjóða í afla nokkurra togara í eigu fyrirtækja sem eru bæði með útgerð og vinnslu. Hvaó sem urn þetta mál má segja þá voru við- brögó LIÚ forinannsins í útvarps- viótali í hæsta máta neyóarleg því helsti gallinn á þessum viðskipt- um átti aó vera ófærö á vegum landsins, eóa eins og hann sagði sjálfur: „Ætla menn svo að flytja fisk um landið þvert og endilangt eins og aóstæður hafa verið und- anfarið". Þetta er víst kallað að grípa í neyðarhemilinn, því flestir landsmenn vita að í mörg ár hafa fiskflutningar tíókast um allt land á öllum árstímum. Nútímaleg viðskipti með físk Það er býsna alvarlegt þegar áhrifamenn eru að spyma við fót- um gegn svo sjálfsagðri þróun sem markaðssala á fiski er. Þessir sömu menn eru búnir aó viður- kenna að þessi þróun er komin af stað og fiskvinnsluútgerðarmenn samþykktu fyrir mörgum árum að greiða markaðsverð fyrir hluta afl- ans, 15% í flestum tilfellum. Nú ætla þessir sömu menn, öllu þjóð- félaginu til tjóns, aó koma í veg fyrir aó þessi sjálfsagða þróun haldi áfram. Og það ætla þeir að gera með handafli, samanber ein- hliða ákvarðanir vinnslunnar á verði vissra fisktegunda. Við skul- um vona, fyrir hönd allra þeirra sem vinna í sjávarútvegsgeiran- um, aö sem flestir átti sig á því að svona ganga hvorki viðskipti eða mannleg samskipti fyrir sig nú til dags. Þetta ástand er jafnvel verra en það var þegar verðlagsráð sjáv- arútvegsins var og hét. Sjómenn eru starfs síns vegna í rnjög erfióri aóstöðu til að verja sín kjör og þarafleiðandi hafa atvinnurekend- ur okkar oft freistast til þess að ráðast á lágkúrulegan hátt á þessi kjör, ýmist einir sér eða í stærri samtökum. Þeir státa sig af góðri útkomu fyrirtækja sinna og þakka hana sinni eigin snilld við hagræðingu, en það er ekki hægt að líta fram- Það er býsna alvarlegt þegar áhrifamenn eru að spyrna við fótum gegn svo sjálfsagðri þróun sem markaðssala á íiski er. hjá því að þessi góða útkoma er ekki síst til komin vegna þess að sjómenn hafa verið niðurlægóir með því aó láta þá borga olíuna á skipin og stundum aflaheimildir líka og síðast en ekki síst er greitt svo lágt verð fyrir fiskinn aó það er langt frá raunveruleikanum. Jón Árni Guðmundsson. Er fótbolti andstæður hagsmunum útgerðarinnar? Smáu atriðin geta líka stundum sagt stóra sögu, eins og bréfið sem við skipsfélagamir fengum nýlega frá útgerðarstjóranum varðandi lækna og veikindadaga. Það end- aði eitthvað á þessa leið: „Vegna tíðra slysa við knattspymuiðkun undanfarið væntum við þess að sjómenn okkar velji sér aðrar og hættuminni íþróttir en knattspymu að stunda í frítíma sínum." Já, ætli þessir háu herrar mælist ekki næst til þess að einhver ákveðin aðferð verði notuð í hjónarúminu svo ekki hljótist veikindadagar af? Varla getur það talist hagræðing aó menn sem eiga aó vera að stjórna útgerð séu svo uppteknir af frístundum sjómanna. Við drögum í efa aó það sé af einskærum kær- leik sprottið. Vinnum með forystu sjómanna Það verður að teljast með ólíkind- um langlundargeóið sem sjómenn hafa sýnt sífellt hrakandi kjörum. Aldrei heyrist á þaó minnst aö kvótamálin hafi áhrif á öll okkar kjör. Eitthvað hlýtur aó þurfa að tala um olíuna sem við erum alltaf að borga á skipin af því að einu sinni var olíukreppa í heiminum o.s.frv. o.s.frv. Við höfum ágæta forystu fyrir sjómannasamtökunum. Vinnum með þeim. Það verða oft til góöar lausnir í borðsalnum. Nú skulum vió láta þær berast lengra. Jón Árni Guðmundsson. Höfundur er vélfræöingur og starfar sem vél- stjóri á Haróbak EA 303. Þjóðvaki - ný von til velferðar Hvað felst í orðinu velferó? í mín- um huga hefur orðið djúpa merk- ingu og víðfeóma. Mér finnst það velferð ef einstaklingur eða hópar reyna að skapa hagstæði skilyrði fyrir ánægjulegu mannlífi og reyna að koma í veg fyrir allskyns böl svo sem drykkjuskap og þær hörmungar sem honum fylgja. Mitt hjartans mál í dag er að bæta fyrir þann tíma sem ég sóaói í áfengisvímu og leiða þá til betri vegar sem eiga við það vandamál að stríða. Þjóðvaki hefur gefið mér nýja von og ég eygi þann möguleika að meó allskyns for- vömum megi koma í veg fyrir slysin. Heilsugæslukerfið er vissu- lega kostnaðarsamt en ég held að þar megi spara með forvömum. Aldrei í Islandssögunni hefur ver- ió jafn mikil nauðsyn á að fræða og upplýsa fólkiö um þau vímu- efni sem eru á boðstólum. Aldrei hefur verið jafn mikil nauósyn á öflugri löggæslu og eftirliti. Sölu- menn efnanna neyta allra bragða til aó koma þeim til almennings og unglingamir eru sérstaklega illa varðir gegn ágengni þeirra. Forvarnir Þjóðvaki vill beita sér fyrir í sam- vinnu við félagasamtök og ein- staklinga að gera markvissa áætl- un til næstu fjögurra ára um fræðslu á skaðsemi tóbaks, áfeng- is og fíkniefna. Undirritaður þekk- ir nauðsyn þess að aðhaldi og fræöslu sé beitt í þessum málum. Ég hef kynnst því af eigin raun að þessir hlutir verða að vera í lagi til þess að aðrir hlutir gangi upp svo sem fjármál fjölskyldunnar og öll heill og hamingja hennar. Það er alveg sama hversu há launin cru ef einskis aóhalds er gætt. Enginn stjórn- málamaður á ís- landi hefur að mínu mati lagt sig jafn mikið fram og Jó- hanna Sigurðar- dóttir til þess að tryggja Qöl- skylduna í sessi. Framtíðin Enginn stjómmálamaður á íslandi hefur að mínu mati lagt sig jafn Sæmundur Pálsson. mikið fram og Jóhanna Sigurðar- dóttir til þess að tryggja fjölskyld- una í sessi. Jóhanna hefur beitt sér fyrir tvöföldun á framlagi til bamaverndarmála og hún hefur einnig haft mjög skýra og afdrátt- arlausa stefnu í fjölskyldumálum. Það var Jóhönnu að þakka að lög um umboðsmann bama varð að veruleika. I starfi mínu hef ég kynnst ýmsum vandamálum fólks. Það er fullvissa mín að forysta Þjóðv^ika muni láta til sín taka í sambandi við að leysa félagslegan vanda sem hrjáir svo margar fjölskyldur. Þaó er ekki hægt að horfa upp á misréttió í þjóðfélaginu öllu leng- ur. Það veróur aó jafna kjörin og bæta hag þeirra sem verst standa. Til þess treysti ég Þjóðvaka best. Með kveðju. Sæmundur Pálsson. Höfundur skipar 7. sæti á lista Þjóóvaka á Norðurlandi eystra fyrir komandi alþingiskosn- ingar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.