Dagur - 23.03.1995, Blaðsíða 15
IÞROTTIR
Fimmtudagur 23. mars 1995 - DAGUR - 15
SÆVAR HREIÐARSSON
Urslitaleikir KA og Vals:
íslandsmeistara-
bikarinn í KA-heimilið
Húsvíkingar eru stoltir af íslandsmeisturum sínum og það var vel tekið á móti stúlkunum við hcimkomuna. Aftari
röð f.v.: Haraldur Haraldsson, formaður handknattleiksráðs, Kristjana M. Kristjánsdóttir, Jóna Birna Óskarsdótt-
ir, Elva Birkisdóttir, Særún Jónsdóttir og Magnús Eggertsson, þjálfari. Fremri röð f.v.: Anný Björg Pálmadóttir,
fararstjóri, Jóhanna Gísladóttir, Sigurbjörg Stefánsdóttir, Sigurbjörg Hjartardóttir og Helga Björg Pálmadóttir. Á
myndina vantar: Huldu Hallgrímsdóttur, Hörpu Sigurjónsdóttur og Huld Hafliðadóttur.
Handknattleikur - 5. flokkur kvenna:
Húsvíkingar eignast
íslandsmeistara
- stelpurnar í Völsungi með snilldartakta
Þá er komið að þriðju lotu í bar-
áttunni um íslandsmeistaratitil-
inn, þar sem KA og Valur glíma
af mikiu harðfylgi. Eins og flest-
um er kunnugt er staðan 1:1 í
viðureignum félaganna en þrjá
sigra þarf til að tryggja sér titil-
inn. Það er því ljóst að liðin
þurfa að minnsta kosti tvo leiki
til viðbótar til að knýja fram úr-
slit. Þriðja viðureignin verður í
kvöld í Valsheimilinu og á laug-
ardag eigast liðin við í KA-
heimilinu.
Hvort sem KA eóa Valur sigrar
í kvöld er öruggt að sigurliðið get-
ur tryggt sér titilinn á Akureyri á
laugardag. Forráðamenn HSÍ
mæta því í KA-heimilið með ís-
landsmeistarabikarinn þar sem 01-
afur B. Schram, formaður HSI,
verður tilbúinn til að afhenda bik-
arinn. Hvort bikarinn stoppar stutt
í KA-heimilinu eða veróur varð-
veittur þar næsta árið á síðan eftir
að koma í ljós.
Valdimar Grímsson, fyrrum
Valsmaður í KA-liðinu, hefur
reynst hinum gömlu félögum sín-
um erfiður og skorað 23 mörk í
þeim tveimur leikjum sem búnir
eru. Hann hefur mikla trú á aó KA
hampi bikamum í ár en segir þetta
mjög jöfn lið. „Það tala allir um
það að Valsmenn séu yngri, með
meiri breidd, minna þreyttir og
þar fram eftir götunum og kannski
mikið rétt í því en á móti kemur
að við KA-menn höfum gaman af
því að spila handbolta og sýnum
sterkan karakter. Við peppum
hvom annan mjög vel upp og er-
um að mörgu leyti með leikreynd-
ari menn, þannig að ég held að við
stöndum á mjög jöfnum grund-
velli,“ sagöi Valdimar
Þorbergur Aðalsteinsson,
landsliðsþjálfari, vildi ekki meina
að tvö bestu lið landsins væru að
leika til úrslita en er Valdimar
sammála því? „Nei, ég mundi
segja þetta bestu liðin. Við lékum
til úrslita í bikarkeppninni og er-
um hér að leika til úrslita í Is-
landsmótinu og ég held að það
hljóti aó vera tvö bestu lió lands-
ins sem gera þaó. Það alltaf hægt
að stimpla það sem tilviljun að
komast í úrslit í bikar en þegar lið-
in leika bæði í bikarúrslitum og
úrslitum í íslandsmóti þá held ég
að það sanni það bara að þetta séu
tvö bestu liðin á Islandi í dag. Við
erum að spila góðan handbolta,
spilum sterkan vamarleik og fáum
upp markvörslu á heimsmæli-
kvarða þegar okkur tekst hvað
best upp og þá skora lið ekki mik-
iö hjá okkur. Það er talað um
Valsmenn sem besta sóknarlið
landsins en við getum sagt á móti
að við séum besta vamarlið lands-
ins og við ætlum að vinna þennan
titil, það er ekki spuming,“ sagði
Valdimar.
Hópferð
Handknattleiksdeild KA stendur
fyrir hópferð á leikinn í Valsheim-
ilinu í kvöld og verða áhugasamir
að hafa samband við KA-heimilið
til skráningar fyrir hádegi í dag.
Þar eru cinnig veittar frekari upp-
lýsingar en flogið verður til
Reykjavíkur síðla dags og verðið
er kr. 6.000,- og er takmarkaður
fjöldi sæta sem liðið hefur.
Forsala
Forsala fyrir leikinn í KA-heimil-
inu á laugardaginn hefst í dag í
versluninni Toppmenn & Sport á
Akureyri og er æskilegt að tryggja
sér miða í tíma þar sem búast má
við troðfullu húsi á laugardag.
Sjónvarpað
Ríkissjónvarpið mun sýna seinni
hálfleik leiksins í kvöld og á laug-
ardag verður mikill vióbúnaöur á
Akureyri þar sem sýnt veróur
beint frá Akureyri í tvo klukku-
tíma. Að sögn Samúels Amar Erl-
ingssonar, starfandi yfirmanns
íþróttadeildar RÚV, þykir um-
gjöróin í kringum heimaleiki KA
glæsileg og sjónvarpið vill leyfa
þjóðinni að njóta stemmningarinn-
ar heima í stofu.
Valdimar Grímssyni þykir ekki
leiðinlegt að sauma að gömlu félög-
unum í Val og hefur gert 23 mörk í
síðustu tveimur lcikjum. Mynd: Robyn.
Handknattleiksstulkur ur Völs-
ungi tryggðu liðinu fyrsta ís-
landsmeistaratitil félagsins í
nær 20 ár þegar þær sigruðu í
úrslitakeppni 5. flokks kvenna
fyrir skömmu. Sigurinn var
glæsilegur og verðskuldaður en
í úrslitaleiknum voru það FH-
stúlkur sem lagðar voru að velli,
9:6.
Úrslitakeppnin var haldin í
Iþróttahúsi Fram í Reykjavík 11.
og 12. mars. Ekki var búist við að
Völsungsstúlkur blönduðu sér í
í gær tilkynnti Þorbergur Aðal-
steinsson, landsliðsþjálfari, val
sitt á undirbúningshóp íslands
fyrir HM ’95. í honum er 21
leikmaður en hópurinn verður
skorinn niður í 17 menn í byrj-
un maí en 15 leikmenn eru á
leikskýrslu í hverjum leik. KA-
menn eiga þrjá fulltrúa í hópn-
um, þá Sigmar Þröst Óskarsson,
baráttuna um titilinn og Stjaman
hafði bestan árangur eftir þær
þrjár undankeppnir sem haldnar
voru í vetur. Liðsandinn var þó
mikill hjá norðlensku stelpunum
og þrátt fyrir tap gegn FH og IBV
í millirióli komst lióið áfram með
sigri á Gróttu og hagstæðu marka-
hlutfalli. I undanúrslitum sigruðu
Völsungsstúlkur stöllur sínar úr
Val og FH sigraði Fylki í hinum
undanúrslitaleiknum þannig að
ljóst var að einvígið var milli
Völsungs og FH;
Patrek Jóhannesson og Valdi-
mar Grímsson.
Þorbergur hefur fengið marga
kunna kappa til að aðstoða sig við
undirbúninginn og vekur þar
mesta athygli að Jóhann Ingi
Gunnarsson mun sjá um sálfræði-
ráðgjöf og verður liðinu til halds
og trausts. Þá munu þeir Þorbjöm
Jensson, Kristján Halldórsson og
Brynjar Kvaran sjá um forvinnu
fyrir leiki og „njósna" um and-
stæðinga íslands.
Landsliðió byrjar æfingar 27.
mars og fram að keppni verða nær
stöðugar æfingar og leikir. Japanir
koma í heimsókn og leika tvo æf-
ingaleiki í Kópavogi og á ísafirói
12. og 13. apríl og Danir verða
sóttir heim 20. apríl og tveir æf-
ingaleikir spilaðir áður en Biku-
ben mótið tekur við tjórum dögum
síðar. Austurríkismenn leika síðan
gegn Islendingum í Kaplakrika
28. apríl og nýja gólfið í Laugar-
dalshöllinni verður vígt gegn
Austurríkismönnum daginn eftir.
Landsliðshópurinn er þannig
skipaöur:
Markverðir:
1. Bjami Frostason
12. Guðmundur Hrafnkelsson
16. Bergsveinn Bergsveinsson
20. Sigmar Þröstur Oskarsson
Vinstri hornamenn:
9. Konráó Ólavson
2. Gunnar Beinteinsson
Rétthentar skyttur:
15. Júlíus Jónasson
Húsavíkurdömur komu ákveðn-
ar til úrslitaleiksins og voru staö-
ráðnar í að tapa ekki aftur fyrir
Hafnftrðingum. Þegar upp var
staðiö var ljóst að Völsungsstúlkur
vom með sterkara lið, sigurinn var
öruggur, 9:6, og Islandsmeistara-
titilinn í höfn.
Það er því Ijóst að framtíðin er
björt í kvennahandboltanum á
Húsavík og áhuginn er fyrir hendi.
Ef stúlkumar halda áfram á sömu
braut eru þama á ferðinni afreks-
konur framtíóarinnar.
10. Héðinn Gilsson
7. Patrekur Jóhannesson
14. Einar G. Sigurósson
Leikstjórnendur:
3. Jón Kristjánsson
6. Dagur Sigurósson
Örvhentar skyttur:
13. Sigurður V. Sveinsson
21. Ólafur Stefánsson
19. Jason Ólafsson
Hægri hornamcnn:
5. Valdimar Grímsson
4. Bjarki Sigurösson
Línumenn:
11. Geir Sveinsson
8. Gústaf Bjamason
17. Róbert Sighvatsson
18. Birgir Sigurðsson.
Innanhúss-
knattspyrna
Hin árlega Firma- og
félagakeppni Þórs í
innanhússknattspyrnu,
fer fram í íþrótta-
skemmunni laugar-
daginn 25. mars nk.
Nánari upplýsingar gef-
ur Ragnar B. Ragnars-
son í síma 26040.
HM-getraun Dags og HM '95 miðasölu
i
45
dagar fram að HM
Hver eftirtalinna hefur skorað flest mörk í landsleikjum fyrir
Islands hönd?
( ) Alfreð Gíslason.
( ) Geir Hallsteinsson.
( ) Kristján Arason.
KrossiS við rétt svar og sendiS seSilinn til:
Dagur - HM-getraun, Strandgata 3 J, 600 Akureyri.
Símanúmer HM '95
miðasölu: 96-12999
Miðvikudaginn 29. mars verður dregið úr réttum lausnum
fyrir dagana 18., 21., 22., 23., og 24. mars og nöfn
vinningshafa birt í blaðinu fimmtudaginn 30. mars.
Vinningshafi hvers dags fær að launum HM-bol og minja-
gripi vegna HM-95. Auk þess verða lausnarmiðar 18.,
21., 22., 23. og 24 mars settir í pott og úr honum dregn-
Sendandi:_________________________________
ir tveir miðar. Hinir heppnu fá hvor um sig tvo miða einn
leikdag (þrjá leiki) í D-riðli HM '95 á Akureyri.
Þátttakendur geta sent lausnarseðla í umslagi fyrir hvern
dag en einnig er heimilt að senda lausnarseðla fyrir fyrstu
fimm daga getraunarinnar í einu umslagi. Það skal
ítrekað að fyrsti útdráttur verður miðvikudaginn 29. mars.
Sími:
Landsliöshópur íslands fyrir HM ’95 tilkynntur í gær:
Sigmar Þröstur í hópnum
- Jóhann Ingi sér um sálfræðiráðgjöf fyrir leikmenn