Dagur - 23.03.1995, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. mars 1995 - DAGUR - 3
FRETTIR
f
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf.:
Samþykkt að bjóða út nýtt hlutafé
Hluthafafundur í Fiskiðjusam-
lagi Húsavíkur hf., sem haldinn
var í gær, samþykkti að bjóða út
hlutafé í fyrirtækinu að upphæð
200 milljónir króna. Núverandi
hlutafé er 190 milljónir króna og
á Húsavíkurbær stærstan hlut í
fyrirtækinu og raunar meiri-
hluta, eða um 54%.
Rætt hefur verið um sölu hluta-
bréfa til íslenskra sjávarafurða hf.
(IS) en engin ákvörðun liggur fyr-
ir um þá sölu, enda verður ekki
gengið fram hjá forkaupsrétti nú-
verandi hluthafa, og þá fyrst eftir
að þeim hafa verið boðin hluta-
bréfin með lögformlegum hætti er
hægt að falbjóða þau öðrum aðil-
um utan núverandi hluthafahóps.
Mikillar óánægju gætti nýverið á
Húsavík með þá ákvörðun Lands-
banka Islands að leigja Utgerðar-
félagi Akureyringa hf. togarann
Jóhann Gíslason ÁR-42 með öll-
um kvóta út fiskveiðiárið, þ.e. til
loka ágústmánaðar þ.á., enda
höfðu fulltrúar útgerðarfélagsins
Höfða hf. reynt að fá skipið keypt
með kvóta. Forráðamenn Höfða
töldu Landsbankann mismuna
viðskiptavinum sínum með því að
leigja UA skipið með forkaups-
réttarákvæðum. Áætlun Höfða hf.
var að selja Júlíus Havsteen ÞH-1
án kvóta og þannig hefði fengist
fjögurra ára gamalt skip á móti 20
ára gömlu auk þess sem fiskveiði-
heimildir húsvískra togara hefðu
aukist úr 2.346 þorskígildistonn-
um í 3.945 þorskígildistonn, eða
um 70%. Auk Júlíusar Havsteen
ÞH er togarinn Kolbeinsey ÞH-10
gerður út frá Húsavík af íshafi hf.
Sameining útgerðarfyrirtækj-
anna Höfða hf. og íshafs hf., sem
gera út sinn hvom áðumefndra
togara, hefur verið ákveðin 1.
september nk. samkvæmt sam-
þykktum stjóma fyrirtækjanna og
stefnt er að því að 1. september
1996 sameinist þau svo Fiskiðju-
samlagi Húsavíkur hf. Þannig
næst betri hagræðing veiða og
vinnslu undir einni yfirstjóm. GG
I
I
»
»
»
»
Davíð
í þínu kjördæmí
Davíð Oddsson efnir til þriggja funda í kjördæminu
Húsavík
Föstudaginn 24. mars á Hótel Húsavík kl. 20.30
Fundarstjóri Sigurjón Benediktsson
Ólafsfjörður
Laugardaginn 25. mars
í Tjarnarborg kl. 11.00
Fundarstjóri Gunnar Þór Magnússon
Akureyri
Laugardaginn 25. mars
á skemmtistaðnum 1929 kl. 13.30
Fundarstjóri Valgerður Hrólfsdóttir
Að lokinni ræðu mun Davíð sitja
fyrir svörum ásamt þremur efstu
mönnum á lista Sj álfstæðisflokksins
í kjördæminu
-ÍV;