Dagur - 25.03.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 25.03.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 25. mars 1995 FRÉTTIR Ekki hafa allir framhaldsskólanemar misst trúna á að að kcnnaraverkfallið leysist. Þannig hafa töluvert margir mætt regluiega á lestrarsai Amtsbóka- safnsins á Akureyri og lesið skólabækurnar. Þessi mynd var tekin á Amts- bókasafninu í vikunni. Mynd: Robyn. augardagur ri 1 l.U.lclc'U í íþróttahöllinni Knattspyrnudeild Þórs verður með stórmarkað laugardaginn 1. apríl frá kl. 10-17 Fjölmörg fyrirtæki kynna og selja vörur sínar. Stjórnmálaflokkarnir kynna stefnumal sín Bílar, vélsleðar, matvara, fatnaður og margt margt fleira Enn eru nokkrir básar lausir. Nánari upplýsingar í síma 12080 eða 26037 knattspyrnudeild KA:Valur: Þorbjörn í leikbanni Mjólkursamlag KÞ: Hagnaður 8,7 milljónir ur Arason og Gylfi Ásbjamarson auk Þorsteins Gunnarssonar rekt- ors Háskólans, Ólafs Búa Gunn- laugssonar, skrifstofustjóra skól- ans, og Jakobs Bjömssonar, bæj- arstjóra. Nefndin hittist á Akureyri þar sem hún var að fjalla um ýmis mál sem tengjast Akureyri, einkum mál sem tengjast Háskólanum á Akureyri, þ.m.t. Sólborgarhúsin en þangaó flyst starfsemi skólans innan tíðar. Farió var yfir byggingarmál Fjórðungssjúkrahússins og Heilsu- gæslustöðvarinnar en framkvæmd- ir em hafnar við báðar þessar stofnanir en nefndin var að fara yf- ir stöðu mála. Auk þess var á dag- Þorbjöm Jensson, þjálfari Vals- liðsins í handknattleik, var dæmdur í eins leiks bann af Aganefnd HSÍ í gærmorgun, vegna ummæla sem hann hafí við og um dómara og eftirlits- mann leiks Vals og KA að Hlíð- arenda á fímmtudagskvöld, að loknum þriðja leik Iiðanna í úr- slitakeppninni um íslands- meistaratitilinn í handknattleik. Þessi úrskurður útilokar Þor- bjöm frá því að stjóma sínu liði í fjórða leik KA og Vals sem fram fer í dag í KA-heimilinu, því bannið tekur gildi klukkan 12.00 á hádegi í dag. GG - viðunandi afkoma, segir Hlífar Karlsson Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir hélt sinn 500. fund á Akureyri í gær. A myndinni á kirkjutröppunum eru f.v.: Einar Sverrisson, ritari ncfnd- arinnar, Stcindór Guðmundsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríksins, Magn- ús Pétursson, ráðuneytisstjóri Fjármálaráðuneytis og Sigbjörn Gunnarsson, alþingismaður, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Mynd: GG Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir: Hélt sinn 500. fund á Akureyri amstarfsnefnd um opinberar ramkvæmdir hélt sinn 500. und á Hótel KEA í gær, en á eim 20 árum sem hún hefur starfað hefúr hún komið að ilestum stærri og smærri bygg- ingaframkvæmdum ríkisins. í nefndinni sitja formaður fjár- laganefndar Alþingis, ráðuneyt- isstjóri Fjármálaráðuneytis og forstjóri Framkvæmdasýslu rtksins. Nefndin gengur úr skugga um að öll nauðsynleg gögn til verklegra framkvæmda séu í lagi, þ.e. hönnun, áætlana- gerð o.fl. og búið sé að tryggja fjármuni til framkvæmdanna. Fundinn á Akureyri sátu auk þess ráðuneytismennimir Þórhall- skrá nefndarinnar endurbygging skólahúsa að Hólum í Hjaltadal og húsbyggingar fyrir Samstarfsnefnd um málefni fatlaðra í Reykjavík. GG „Afkoman er viðunandi, við vor- um með 8,7 milljónir í hagnað í fyrra en milljón í mínus árið 1993,“ sagði Hlífar Karlsson, mjólkursamlagsstjóri hjá Mjólk- ursamlagi Kaupfélags Þingey- inga, en ársreikningar liggja nú fyrir. „Þetta má þakka aukinni inn- vigtun og aukinni framleiðslu á dýrari vörum, en sala á jógúrt hef- ur t.d. aukist hjá okkur,“ sagði Hlífar aóspuróur um breytinguna á afkomunni. Hann sagði að einnig hefði tekist að halda niðri kostnaði við framleiðsluna og kostnaðaraukning væri nánast engin milli ára. Innvegin mjólk var 6,2 milljón- ir lítra í fyrra, sem er aukning um 10% frá árinu áður. „Bæði er um aukinn kvóta að ræða og það að tíóarfar og aðstæður til búskapar vom hagstæðari ’94. Árið ’93 var fádæma lélegt, sumarið kalt, hey- fengur rýr og illa verkaður,“ sagði Hlífar. Umframmjólk í fyrra nam 140 þúsund lítrum og fá bændur fullt verð fyrir prótínhlutann. Flokkun mjólkur var um 99% í fyrsta flokk, heldur slakari en árið áður, enda hafa þar til komið strangari reglur. „Menn ná ekki mikið lengra, það er nánast slys ef mjólk fellur í dag,“ sagði Hlífar. „Við höfum verið í stanslausri uppbyggingu og höfum verið að endumýja húsnæðið, vélakostur var endumýjaður ’93. Þaó voru báðar gerilsneyðingarlínumar og ’94 tókum við ostagerðina fyrir, endumýjuðum gólf og tókum hús- ið að utan, máluðum og gerðum fínt. Þetta vom framkvæmdir fyrir 10 milljónir,“ sagði Hlífar. Efnagerðin Sana var gerð upp með halla upp á eina milljón eftir afskriftir og fjármagnskostnað. Hlífar sagöi sölu á vörum efna- gerðarinnar í stöðugri sókn. Hann sagðist mjög ánægður með árið hjá mjólkursamlaginu, stöðugt væri unnið að vöruþróun og ein- hverjar nýjungar í farvatninu. IM Framhaldsskólanemar leita eftir vinnu Gunnar Aspar, framleiðslustjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf., segir að undanfarnar tvær vikur hafí verið töluvert um það að framhaldsskólanemar, sem ekki hafi áður unnið hjá ÚA, hafí leitað eftir vinnu. Gunnar segir að fljótlega eftir aó verkfallið hófst hafi hópur framhaldsskólanema, sem næst 20 manns, sem hafi áður unnið í sum- arafleysingum hjá ÚA, fengið vinnu og þessir krakkar ætli sér að vinna á meðan á verkfalli stendur. Degi er kunnugt um að sömu sögu er að segja frá mörgum öðr- um stærri fyrirtækjum. Þannig hefur töluvert verið spurst eftir vinnu hjá Kaupfélagi Éyfirðinga, svo dæmi sé nefnt. Samkvæmt þessu hafa margir framhaldsskólanemar misst trú á því að samið verði við kennara fyrir vorið og þeir hyggjast fara út á vinnumarkaðinn sem fyrst og hefja nám aftur næsta haust. En það eru ekki allir sem hafa misst trúna á lausn kennaradeil- unnar. Töluvert hefúr verið um það aó framhaldsskólanemar sitji stíft við lestur á Amtsbókasafninu á Akureyri og séu viðbúnir því að á þá verði kallað á nýjan leik til náms. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.