Dagur - 25.03.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 25.03.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 25. mars 1995 Samstarfssamningur Háskólans á Akureyri og Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins (RALA), sem undirritaður var 15. mars sl. af Þorsteini Gunnarssyni, rektor Háskólans á Akureyri, og Þorsteini Tómassyni, forstjóra RALA, markar viss tímamót í sögu Háskólans því með honum er gengið til samstarfs, eflingar og þróunar á landbúnaðarafurð- um en fram til þessa hefur Há- skólinn á Akureyri fyrst og fremst eflt samstarf við rann- sóknastofnanir á vegum sjávar- útvegs, eins og Hafrannsókna- stofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Iðntæknistofn- un. Hlutverk þessa samstarf er að- allega tvíþætt. I fyrsta lagi að veita fyrirtækjum á svæóinu þá þjónustu sem þau þurfa einkum á að halda varðandi rannsóknir og vöruþróun landbúnaðarafurða með áherslu á gæóastjómun, vöruvöndun og í öðru lagi styrkja fyrirtækin faglega með ýmiss kon- ar ráðgjöf, t.d. á sviói útflutnings og markaðsmála. í þriðja lagi mun stefnt aó könnun á nauðsyn þess að hafa forgöngu um samtarf fyr- irtækja og skóla og e.t.v. móta hugmyndir og tillögur um ný- breytni í starfi skóla og fyrirtækja á sviði matvælamenntunar. Niður- stöður þeirrar könnunar liggja væntanlega fyrir á vormánuðum og yrði þá matvælamiðstöð stofn- uð fljótlega upp úr því. Slík mið- ■ .-'v'ySiI'í: Húsnæði Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti (efri mynd) og í Glerárgötu 36 (neðri mynd), sem fyrst og fremst hefur hýst starf- semi sjávarútvegsdeiidar, er að verða of lítið og með samstarfi við RALA eykst húsnæðisþörfin. Með undirskrift samnings í lok þessa mánaðar um flutning Háskólans á Sólborgarsvæðið kemst starfsemin undir eitt þak og eykst einnig. Myndir: Robyn ræna framleiðslu, og það væri þeim mikilvægt að vera í nábýli við rannsóknastofnanir sem gætu og ættu að vera framleiðendum til leiðbeiningar. Þorsteinn Tómasson, forstjóri RALA, segir aö samstarf við Há- skólann á Akureyri hafi verið í bí- gerð um skeið, en á sl. ári hafi skapast betri forsenda til þess á fjárlögum og því gengið frá samn- ingi nú. RALA hefur frá upphafi starfað á Norðurlandi og býr við góða aóstöðu á tilraunastöðinni að Möðruvöllum í Hörgárdal. Starfs- menn stofnunarinnar að Möðru- völlum eru þrír og hefur nú sá fjórði verið ráðinn í tengslum við samninginn við Háskólann á Ak- ureyri og mun hann sérstaklega sinna samstarfinu meó þátttöku í kennslu. Samningurinn gerir ráó fyrir því að öll starfsemin á Möðruvöllum geti tengst sam- starfinu við Háskólann á Akur- eyri. Einnig á RALA gott samstarf við búnaðarfélögin á Norðurlandi og hefur skrifstofuaðstöðu á Bú- Háskólann á Akureyri. „Það er okkur mikill akkur að fá nemendur inn í námsverkefni, m.a. mastersverkefni, og eins er það ákveóin örvun starfsmanna RALA að taka þátt í kennslu inn- an veggja Háskólans. Þar með kynnumst viö nemendum sem hafa áhuga á starfssviði RALA, sem getur leitt til þess aó fleiri nemendur leituðu utan í fram- haldsnám á sviði búvísinda, en á því er mikil þörf. Við munum einnig tengjast væntanlegri matvælamiðstöð á Akureyri og þannig gæti náms- maður bæði tengst okkur sem og einhverju fyrirtæki á þessu sviði sem stuðlar að því að rannsókna- starfsemin færist nær fyrirtækjun- um. Við tökum einnig að okkur rannsóknir fyrir einstök fyrirtæki og við viljum draga sem flesta inn í samstarf með einum eða öðrum hætti þannig aó til verði víxl- frjóvgun hugmynda og atorku sem slíkt samstarf iaðar fram,“ segir Þorsteinn Tómasson, forstjóri RALA. Vaxandi áhugi bænda á rannsóknum „Starfsemin í landbúnaðinum ákveður gæði endanlegrar afurðar að miklu leyti. T.d. skiptir fóðrun miklu máli og þannig hefur t.d. áburðargjöf á tún, val á grasteg- undum og grænfóðri áhrif á vör- una. Mismunandi búfjárkyn skipta Landbúnaður og fískeldi verði viðurkennd sem lífræn framleiðsla á erlendum vettvangi: Nauðsynlegt að fleiri fari í framhaldsnám í búvísindum - segir Þorsteinn Tómasson, forstjóri RALA, í tilefni af samstarfssamningi Háskólans á Akureyri og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins stöð getur orðið mjög öflug lyfti- stöng fyrir atvinnulífiö á Norður- landi, rannsóknir á svæöinu og Háskólann á Akureyri. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir aó meó fyrirhugaðri uppbyggingu Háskólans á Sólborgarsvæðinu á Akureyri og auknu samstarfi við rannsóknastofnanir atvinnuveg- anna og fyrirtækja verói hægt á næstu árum aö byggja upp at- vinnudeild Háskólans á Akureyri. Þar með hefði Háskólinn á Akur- eyri skilaó atvinnulífinu í landinu arftaka atvinnudeildarinnar sem íslenskir háskólamenn höfnuðu fyrir 30 árum síóan. Þorsteinn segir að sú höfnun hafi ætíð síðan myndað gjá milli háskóla og at- vinnulífs, sem mjög erfitt hefur reynst að brúa. * Islensk landbúnaðarfram- leiðsla verði viðurkennd sem lífræn framleiðsla Landbúnaðarráðherra, Halldór Aðalfundur Norræna félagsins á Akureyri verður haldinn miðvikudaginn 29. mars nk. kl. 20.30 í Strandgötu 19b. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. KA-heimilið v/Dalsbraut, sími 23482 Nýjar perur • Nýjar perur Komið í nýja og betrumbætta Ijósastofu KA-heimilið, sími 23482 Samstarfssamningur Háskóians á Akureyri og RALA handsalaður eftir undirskrift af Þorsteini Gunnarssyni, rektor, og Þorsteini Tómassyni, for- stjóra RALA. Blöndal, var viöstaddur undirritun áðumefnds samstarfssamnings, og sagói við það tækifæri að samn- ingurinn væri tímanna tákn því nú væri sótt miklu fastar fram t.d. í markaðssetningu á landbúnaðaraf- urðum og það kæmi m.a. fram í samþykkt löggjafar á Alþingi sem er grundvöllur þess að íslensk landbúnaðarframleiösla, og raunar einnig fiskeldi, verði viðurkennd á erlendum vettvangi sem lífræn framleiósla og er reglugerð þar aó lútandi í burðarliðnum. Landbún- aðarráðherra taldi mjög mikilvægt fyrir Norðlendinga að sækja inn á þann markað og búa sig undir líf- garói á Óseyri í sambýli við þau. Einnig getur hluti af starfsemi RALA á Keldnaholti í Reykjavík nýst fyrir norðan í tengslum við samstarfið meó einum eða öðrum hætti, t.d. með námskeióum í einhverjum þeim þáttum sem þar er fengist við, og ennfremur gætu nemendur að norðan komið þang- að til tímabundinnar dvalar. Fleiri nemendur í fram- haldsnám á sviði búvísinda Þorsteinn Tómasson var inntur eftir því hvaða hag RALA hefði fyrst og fremst af samstarfinu við einnig máli og einnig má nefna að með kynbótum má hafa áhrif á gæöi afurðanna. I matvælafræð- inni er m.a. fengist við að meta þessa þætti, auk þess að vinna að vöruþróun. Með aukinni áherslu á matvælarannsóknir höfum við fært starfsemi okkar nær úr- vinnslugreinunum og markaðnum. Bændur hafa nú orðið í vaxandi mæli áhuga á rannsóknum sem beinast að markaðnum enda er at- vinnuvegurinn í heild næmari á þýðingu þess að sinna þörfum neytandans betur en áður var. Sem dæmi má nefna sauðfjárræktina, en þar könnum við t.d. gæói Iambakjötsins, fitusýrusamsetn- ingu og hvort hreina fjallalambið sé eins hreint og gott og af er látið en þetta þarf allt að staðfesta áður en söluátaki er hrundið af stað. Á næstunni verður sett reglugerð um vottun á vistvænu lambakjöti sem nær til ýmissa þátta, eins og t.d. áburðamotkunar, lyfjanotkunar og landnýtingar, sem mundi m.a. fela í sér hvort gengió væri á landið,“ sagði Þorsteinn Tómasson, for- stjóri Rannsóknastofnunar land- búnaðarins. Hvati í fyrirtækjarekstri - Sérðu fyrir þér vöxt Háskólans á Akureyri tengjast auknu samstarfi við sjávarútveg og landbúnað? „Já, vissulega. Vegna tiikomu Háskólans á Akureyri er að veróa mjög athyglisveró þróun sem hlýt- ur að verða verulegur hvati í fyrir- tækjarekstri og í raunar öllu um- hverfinu. Það fer því fram mjög mikilvægt starf við Háskólann á Akureyri til efiingar byggöar á svæðinu. Því bindur RALA miklar vonir við samstarfssamninginn við Háskólann á Akureyri,“ sagði Þor- steinn Tómasson. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.