Dagur - 25.03.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 25.03.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 25. mars 1995 - DAGUR - 9 Stígamót 5 ára: Hvert verður næsta fómarlamb sífjaspella eða nauðgunar? Stígamót, miöstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi, átti fimm ára starfsafmæli í þessum mánuði. Þar fer fram marg- þætt starfsemi, sem á einn eða annan hátt tengist kynferðisofbeldi. Eftirfarandi umfjöllun er byggð á ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 1994 og samtali við Ásthildi Bragadóttur, starfskonu Stígmóta. Það eru ekki aðeins þolendur kynferðisofbeldis sem leita til Stígamóta, aðstoðin nær einnig til aó- standenda þolenda svo sem foreldra, maka, kenn- ara, leikskólakennara, nágranna, frændfólks, afa og ömmu. Allir geta lyft upp símtólinu og hringt í Stígamót til að leita ráða og fyllsta trúnaðar er gætt. Engin krafa er gerð um að þeir sem hringi gefi upp nafn eða aðrar upplýsingar. Á árinu 1994 leituð 346 nýir einstaklingar til Stígamóta, auk þess fengu 163 einstaklingar ráð- gjöf, sem áður höfðu haft samband við Stígamót. Samtals komu því 509 einstaklinar til Stígamóta í fyrra vegna kynferðisofbeldis. 4-16 ára þolendur Böm á aldrinum 0-16 ára eru um 90% þeirra sem verða fyrir kynferðisafbrotum. Dæmi em um fóm- arlömb sem ekki hafa náð tveggja ára aldri. Um helmingur allra sifjaspella á sér stað á aldrinum 5-9 ára en á aldrinum 20-29 ára eiga 30% allra nauðg- ana sér stað. Um það bil einn strákur er þolandi í sifjaspellsmálum á móti 5-6 stúlkum. Töluverður hópur kvenna leitar til Stígamóta vegna ofbeldis af hendi maka. Mörg símtöl á dag af landsbyggðinni Starfsfólk Stígamóta tekur á móti 20-30 símtölum á dag alla virka daga ársins og það er einkum fólk á lands- byggðinni sem not- færir sér þessa símaþjónustu, lang flest símtöl- in em nafnlaus. Ef fólk óskar eft- ir viðtali þá er að- eins skráð það for- nafn sem viðkom- andi gefur upp, engar aðrar upplýs- ingar. Á síðast ári störfuðu 24 sjálfs- hjálparhópar á vegum Stígamóta, þeir em margs- konar en eiga það sameiginlegt að reynslan af þeim hef- ur verið mjög góð. Ráðgjöfin er ókeypis og opin konum og börnum hvaðnæva af landinu, síminn er 91-626868 og 91-626878, símaþjónustan er allan sólarhring- inn. Algengt er aö fólk sem býr úti á landi nýti sér símaráðgjöf til lengri tíma eða ferðir í höfuðstaðinn til frekar ráðgjafar hjá Stígamótum. Á Akureyri býr kona sem starfar sem tengill á vegum Stígamóta og tekur á móti fólki í viðtöl á Akureyri. Stígamót veita eingöngu þá aðstoð sem óskað er eftir, þú ræður ferðinni sjálf. Hins vegar ef haft er samband vegna bams, sem beitt er kynferðilegu of- beldi og ofbeldismaðurinn býr á sama heimili og bamið, er starfsmönnum Stígamóta skylt að hafa samband við bamavemdamefnd viðkomandi sveit- arfélags. Sjálfsvörn fyrir konur Starfsemi Stígamóta er margþætt og einn þátturinn í henni er að standa fyrir sjálfsvamamámskeiðum. Markmið námskeiðanna em annars vegar að kenna konum einföld líkamleg vamarviðbrögð ef á þær er ráöist og hins vegar að efla sjálfstraust kvenna. Flestar nauðganir eiga sér stað í heimahúsum og á námskeiðunum er reynt að benda konum á hvemig slíkt ofbeldisferli hefst þannig að þær eigi mögu- leika á að átta sig í tíma á mögulegri hættu. Þessi námskeið em mjög eftirsótt og nú er langur biðlisti af konum og unglingsstúlkum sem ætla á sjálfs- vamamámskeið. Sifjaspell Einn þriðji þeirra sem leita til Stígamóta hafa orðið fyrir nauðgun eða öðm kynferðislegu ofbeldi en tveir þriðju hafa orði fyrir sifjaspellum. Sifjaspell getur átt sér stað hvar sem er og það er algengur misskilningur að það eigi sér fyrst og fremst stað hjá svo kölluðum brotnum fjölskyldum þar sem að- stæður em á einhvem hátt slæmar, svo er ekki. Þinn líkami - þitt val Foreldrar kenna bömum sínum að fara ekki upp í bíl til ókunnugs fólks og gæta sín á öðmm hættum, en bömum er almennt ekki kennt hvernig þau eiga að bregðast við ef frændi eða heimilisvinur reynir að gera eitthvað við bamið sem þaó ekki vill. Allir foreldar ættu að segja við barnið sitt: „Ef einhver reynir að snerta þig á þann hátt sem þér þykir óþœgi- legt þá átt þú að segja nei og reyna að koma í vegfyrir það hver sem það er. Svo átt þú að segja mér (móður eða föður) frá þessum atburði jafnvel þó þér sé sagt að þetta sé leyndarmál. Ég get átt það leyndarmál með þér. Mundu að þú átt líkama þinn og rœður al- veg hver nálgast þig og snertir og á hvað hátt.“ Leyndarmálið Undirstrikið það við bamið strax frá upphafi að öll leyndarmál geti það átt með ykkur, foreldmnum, það sé ekkert verið að ljóstra leyndarmálinu upp þó mamma eða pabbi fái að vita um það. Þessi vissa getur skipt sköpum ekki aðeins hvað varðar kyn- ferðislegt ofbeldi heldur ýmsa aðra erfiðleika sem bamið getur þurft að ganga í gegnum. Allir foreldrar ættu að þekkja bömin sín svo vel að þau geri sér ljóst ef skyndileg breyting verður á hegðun þeirra og andlegri líðan. Þá þarf að leita svara og velta því upp hvort eitthvað er að, ekki ýta hugsanlegum vanda undir borð. Úti á landi Þeir sem búa utan höfðuborgarsvæðisins em sann- arlega ekki á auðum sjó því að 45,5% kynferðisof- beldis árið 1994 átti sér stað úti á landi. Algengast er að ofbeldið eigi sér stað á heimili ofbeldis- mannsins. Bömum sem em send í pössun eða vist- un á annað heimili í lengri eða skemmri tíma virð- ist ákveðin hætta búin, bæði af hendi húsráðenda á þessu tímabundna heimili, nágranna og heimilis- vina. Algengast er að þeir sem fremji sifjaspell séu fjölskylduvinir á heimili bamsins eða frændur þess, allt niður í 14 ára aldur. Hins vegar er algengast að þeir sem gera sig seka um nauðgun séu vinir eða kunningjar viðkomandi eða ókunnugir karlar. Sektarkennd, léleg sjálfsmynd, erfitt kynlíf og depurð em lang algengustu og erfiðustu afleiðingar kynferðisofbeldis. Starfsemi Stígamóta hefur hjálp- að mörgum til betra lífs, hjálpað þeim við að græða sárin þó örin hverfi aldrei. KLJ Norðlenskir dagar í matvöruverslunum KEA 16. mars - 2. apríl Kynningar: Laugardagur 25. mars KEA Nettó Eyfisk fiskverkun Mjólkursamlag KEA Nýja Bautabúrið hf. Stöplafiskur Hrísalundur 5 Matur & Mörk hf. Nýja Bautabúrið hf. Sana Efnagerð MSKÞ Hagar hendur Byggðavegur 98 Sana Efnagerð MSKÞ Sunnuhlíð 12 Plastiðjan Bjarg | Sunnudagur 26. mars !; KEA Nettó Skuggi hf. Byggðavegur 98 Þórustaðir - Eyrarland II 9 | Mánudagur 27. mars KEA Nettó Góa Linda hf. HG Gæðavöruf Hrísalundur 5 Matur & Mörk hf. 9 Hrísey ! Eyfisk fiskverkun Grenivík íi Mjólkursamlag KEA Nýja Bautabúrið hf. Stöplafiskur I! Þriðjudagur 2$. mars KEA Nettó Brauðgerð KEA Kjötiðnaðarstöð KEA Handverkskonur milli heiða Hrisalundur 5 íslenskir sjávanéttir hf. ci Sunnuhlíð 12 Kjamafæði 9 0 1 Miðvikudagur 29. mars KEA Nettó i Mjólkursamlag KEA i Draumableian i Hrísalundur 5 Góa Linda hf. Saumastofan HAB Byggðavegur 98 ; Kjötiðnaðarstöð KEA ;« S Sunnuhlíð 12 ■ Vilkó hf. 9 8 Svarfdælabúð Eyfisk fiskverkun Fimmtudagur 30. mars KEA Nettó Matur & Mörk hf. Nýja Bautabúrið hf. Saumastofan HAB Hrísalundur 5 Eyfisk fiskverkun Ásbyrgi hf. Nýja Bautabúrið hf. Draumableian Byggðavegur 98 Mjólkursamlag KEA Sunnuhlíð 12 Kjötiðnaðarstöð KEA Sana Efnagerð MSKÞ Föstudagur 31. mars KEA Nettó HG Gæðavörur Sana Efnagerð MSKÞ Nýja Bautabúrið hf. Saumastofan HAB Hrísalundur 5 Eyfisk fiskverkun Kjamafæði hf. Draumableian Byggðavegur 98 Skuggi hf. Nýja Bautabúrið hf. Sunnuhlíð 12 Mjólkursamlag KEA Þórustaðir - Eyrarland Matur & Mörk hf. Svarfdælabúð Kaffibrennsla Akureyrar hf. Kjarnafæði hf. Matur & Mörk hf. Ólafsfjörður Efnaverksmiðjan Sjöfn Matur & Mörk hf. Siglufjörður Brauðgerð KEA Kaffíbrennsla Akureyrar hf. Kjötiðnaðarstöð KEÁ Mjólkursamlag KEA Laugardagur1. aprfl KEA Nettó Kaffibrennsla Akureyrar hf. Mjólkursamlag KEA Matur & Mörk hf. Hagar hendur Plastiðjan Bjarg Hrísalundur 5 Kjötiðnaðarstöð KEA Skuggi hf. Handverkskonur milli heiða Byggðavegur 98 Matur & Mörk hf. Sunnuhlíð 12 Skuggi hf. Sunnudagur 2. aprfl KEA Nettó Mjólkursamlag KEA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.