Dagur - 25.03.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 25.03.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 25. mars 1995 - DAGUR - 15 Innan um enskar boltabuUur - íþróttafiréttamadur Dags kynnir sér fjörið á Anfield þegar Manchester United er í heimsókn Það var fullskipað í hvcrt sæti á Anficld si. sunnudag, 38.906 miðar voru seldir. íslenskir knattspymuáhugamenn hafa alist upp við enska boltann í sjónvarpinu hjá Bjama Fel. „Það er næsta víst“ að flesta þeirra dreymir um að komast í nánari snertingu við stjömumar og fínna þá tilfinn- ingu að vera innan um tugi þús- unda stuðningsmanna þegar uppá- haldslióió vinnur erkifjenduma. Iþróttafréttamaður Dags brá sér með í hópferö á vegum Ferðaskrif- stofunnar Ratvís á leik Liverpool og Manchester United um síðustu helgi og er óhætt aó segja að þeim tíma hafi verið vel varið. Eftir mikla taugaspennu yfir ís- lenskri veðráttu undir lok síðustu viku komst hópur Akureyringa óvænt til Keflavíkur snemma laug- ardagsmorguns en ófært hafði ver- ið suður í tvo daga. Laugardagur- inn var notaður til að koma sér til Manchester og slappa af á hótelinu áður en næturlífið var kannað gaumgæfilega. Ekki mátti þó ganga of langt því enginn vildi missa af kræsingum sunnudagsins. Það var spenntur hópur sem hélt til Liverpool um hádegisbil á sunnudag. Nægur tími var fram að leik og Islendingamir notuöu tím- ann til að gæða sér á bjórkollu í miðborginni. Eftir að hafa hrökkl- ast út af norskum bar, sem var eng- an vegirin nógu stór fyrir kok- hrausta Islendingana, varð írsk krá fyrir valinu, Flannagan s Apple. Þar var ekta írsk kráarstemmning og heimamenn, ungir jafnt sem aldnir, sátu við drykkju um miðjan dag. Ohætt er að segja að Islend- ingunum hafi líkað þetta vel en tíminn var naumur og stóra stundin nálgaðist. Tæpum klukkutíma fyrir leik renndi rútan upp aó Anfield og þar var iðandi mannlíf. Löngu áóur en komið var að vellinum mátti sjá rauðklædda stuðningsmenn arka í átt að hofinu og þegar nær dró þéttist röðin. Manchester United var komið í heimsókn og af þeirri viðureign vill enginn heimamaður missa. Sæti í The Kop Islenski hópurinn skiptist nióur á tvo staði á vellinum. Stuðnings- menn Liverpool voru fjölmennari og þeir fengu sæti í hinni frægu Kop stúku, þar sem allra höróustu stuðningsmenn liðsins safnast sam- an og fjörið er hvað mest. United aðdáendumir í hópnum fengu sæti mitt á meðal gestanna frá Man- chester, sem voru á afmörkuðu svæði með blóðheita stuðnings- menn heimamanna á báðar hendur. Sjálfur er íþróttafréttamaður Dags einlægur stuðningsmaður United en til að komast í tæri við mesta fjörið valdi ég að sitja í hinni ný- uppgeróu Kop stúku og var þá vissara að missa ekki út úr sér stuðningshróp á gestina. A leiðinni upp í stúku hitti blaðamaður Dags dreng nokkum sem vildi ólmur láta alla stuðnings- menn Liverpool vita hver væri kominn inn í liðið. „Mark Wright byrjar inná, Mark Wright byrjar inná,“ kallaði hann af öllum mætti en Wright hefur ekki þótt nothæfur á þessu tímabili enda vanur að gera reglulega mistök. Ekki er hægt að neita því að sem stuðningsmaóur United glotti ég góðlátlega og taldi að þar meó væri tryggt að mínir menn skomðu eitt eða tvö mörk í leiknum. Barcelona Þegar í stúkuna var komið blasti við fögur sjón. Mannhafið var ótrúlegt og hvert sæti á vellinum var skipaó. Leikmenn vom á gras- inu að hita upp en týndust útaf einn af öðmm eftir því sem leikurinn nálgaðist. I hvert sinn sem Li- verpool-maður hljóp til búnings- klefa bmtust út mikil fagnaðarlæti en að sama skapi fengu gestimir óblíðar kveðjur þegar þeir skokk- uðu útaf. I miöri Kop stúkunni stóð upp prúóbúinn maður í búningi Barcelona og hóf á loft flagg spænska félagsins. Þetta kunnu heimamenn greinilega vel að meta enda hafði Barcelona slegið Man- chester United út úr Evrópukeppn- inni fyrr í vetur og næstu mínút- umar glumdi „Barcelona, Barce- lona“ um allan völl og þótti heima- mönnum þeir þar vera búnir að skjóta duglega á gestina. Fullur í vinnunni Ljóst var aó bæði lið ætluðu ekki að taka neina áhættu. Meistarar United spiluðu með einungis einn framherja, Mark Hughes, á meðan gullmolinn Andy Cole var geymd- ur á bekknum. Liverpool var greinilega hrætt við kantmenn United og því stilltu þeir upp fimm vamarmönnum. Leikurinn bar þess glöggt merki framan af að hvorugt liðið þorði að fá á sig fyrsta markið og liðin léku mjög varfæmislega. Vallarstarfsmaður vatt sér aö blaöamanni Dags efst í stúkunni og ekki leið á löngu þar til hann var farinn að láta skoðun sína í ljós. Hann kvaðst hafa séð hvem einasta heimaleik liðsins í áratugi. Fljót- lega trúði hann mér fyrir því að „náfrændi“ minn frá Noregi, Stig Inge Bjömebye, væri ómögulegur leikmaður sem ekkert væri að gera með. Eitthvað virtist vallarstarfs- maður þessi hafa ofnotað bjórinn áður en hann kom í vinnuna og átti hann erfitt með að liggja á skoðun- um sínum auk þess sem hann sá greinilega ekki eftir munnvatninu. Um miöjan fyrri hálfleikinn var hann kominn á þá skoðun að Li- verpool-liðið hefði sjaldan leikið verr og algjört hugmyndaleysi væri ríkjandi í liðinu, þrátt fyrir að það hefði haft yfirhöndina frá upphafi leiks. ísinn brotinn Áhorfendur voru ekki eins og mað- ur hefur vanist heima á klaka. Öllu sem heppnaðist hjá Liverpool var fagnað, sama hversu smávægilegt það var og gott dæmi var þegar ungur maður stökk upp og öskraði eftir að Liverpool náði að pota boltanum útaf á miðjum vellinum. Eftir 25 mínútna leik náði Jamie Redknapp að skora fyrir Liverpool með hnitmiðuóu skoti neöst í hom- ið. Það ætlaði allt aö tryllast í stúk- unni og Islendingamir hoppuðu hátt í loft upp ásamt heimamönn- um þegar boltinn rúllaði yfir lín- una. Næstu mínútumar var erfitt að vera til. „Who the fuck are Man. United when the Reds go marching on, on on“ hljómaði lengi vel og í hvert sinn sem fyrmefndur Red- knapp snerti boltann ráku áhorf- endur upp mikið fagnaóaróp. * Okvæðisorð Eftir hlé var Andy Cole mættur með félögum sínum í United á völlinn og liðið sótti nokkuð í upp- hafi hálfleiksins. Þegar United- menn nálguðust Kop stúkuna mættu þeir sterkum vamarmúr auk þess sem áhorfendur bættu um bet- ur með línum á borð við „Shit on United, shit on United, shit on United - you Reds“ og þarfnast þau orð sennilega ekki frekari skýringa. Liverpool tókst aó losa sig undan pressuni þegar á leið hálfleikinn og heimamenn skynj- uöu að sigurinn var innan seiling- ar. Rétt til að nudda salti í sárin sungu áhorfendur í kór „You lost the league on Mersyside“ eða „þið töpuðuð titlinum á Mersyside" og þess á milli tóku þeir upp gamlan sið og kölluðu „Dalglish, Dalglish“ en Kenny Dalglish, áður hetja á Anfield, er núverandi stjóri Black- bum og þykir líklegur til aó hampa meistaratitlinum með liði sínu. Niðurlægðir Undir lok leiksins var síóan niður- læging okkar United-manna full- komnuð þegar Steve Bruce tók upp á því að stýra boltanum í eigið net. Liverpool-aðdáendymir kættust að vonum á meðan stuóningsmenn United strunsuðu á braut í fússi. Á meðan leiktíminn rann út stóðu aö- dáendur Liverpool á fætur og kyrj- uðu Monthy Python lagið „Always look on the bright side of life“ sem stuðningsmenn United hafa tileink- að sér undanfarin ár. Það fór hroll- ur um mann að standa mitt í mannfjöldanum sem söng hástöf- um og gerði um leið grín af óför- um minna manna. Krafturinn kom of seint Eftir tilheyrandi innkaup fyrir utan leikvanginn að leik loknum var haldiö aftur í rútuna og greinilegt aó meirihluti hópsins var vel sáttur við leikinn á meðan örfáir United- menn reyndu að malda í móinn. Feróin til Manchester væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að á miðri leið þeysti framúr okkur glæsileg tveggja hæða rúta af miklum krafti og þær örfáu sek- úndur sem rútumar voru samhliða mátti greina niðurlútar stjömumar úr liði Manchester United. Þeir vom þó fljótir að hverfa úr augsýn og varó þá einhverjum að orði að þeir hefðu haft gott að þvílíkum krafti í leiknum sjálfum. Cantona hættulaus Daginn eftir leikinn heimsótti hóp- urinn æfingasvæði Manchester United, The Cliff, þar sem leik- menn höfðu nýlokið við æfingu. Allt í einu gekk til móts við íslend- ingana Frakkinn umdeildi, Eric Cantona. Liverpool-aðdáendumir settu sig í bardagastellingar og bjuggust við hinu versta en fljót- lega kom í ljós að Cantona var sannur heiðursmaóur og gaf sér góðan tíma til að gefa Islendingun- um eiginhandaráritanir. Því næst hélt hópurinn í verslun félagsins við Old Trafford og þar fyrir utan komu stjömur á borð við Steve Bruce, Lee Sharpe og Ryan Giggs til að gefa eiginhandaráritanir. Hópurinn fékk að fara upp í stúk- una á Old Trafford þrátt fyrir að völlurinn væri lokaður og hió glæsilega mannvirki var virt fyrir sér. Það var óhugnanlegt tómt og menn gátu aðeins ímyndað sér hvemig stemmningin er þegar á fimmta tug þúsunda er þama sam- an kominn. Aö lokinni heimsókninni á Old Trafford var haldið á völl nágrann- anna, Man. City, Maine Road. Þar fékk íslenski hópurinn að fara inn á völlinn og skoöa sig um þrátt fyrir að undir eðlilegum kringumstæð- um sé það ekki leyft. Það má því fullyrða aó það hafi verið ánægðir Islendingar sem héldu heim á leið frá Glasgow á þriðjudagskvöld og það verður enginn svikinn af ferð á stórleik í — AKUREYRARBÆR Hamarkot og Lundarkot Á skóladagheimilunum Hamarkoti og Lundar- koti eru laus til umsóknar nokkur pláss, fyrir börn á aldrinum 7-10 ára. Nánari upplýsingar gefa Sesselja á skrifstofu leik- skóladeildar í síma 24600 og viðkomandi forstöðu- menn. Hamarkot, Jófríður í síma 11830 og Lundar- kot, Hugrún í síma 24779. Leikskóladeild Akureyrar. Orri Stefánsson rís á fætur þegar æsingurinn nær hámarki. Heiðar Heiðars- son situr honum á vinstri hönd og Bjarki Baidvinsson til hægri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.