Dagur - 28.03.1995, Page 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 28. mars 1995
FRÉTTIR
Rækjuaflinn 1994:
Norðlendingar með
48% af heildaraflanum
Heildarrækjuafli íslendinga á sl.
ári var 77.447.459 kg, sem er
magn upp úr sjó, og er þar ekki
meðtalinn afli sem fékkst í
Flæmska hattinum við Ný-
fúndnaland, liðlega 2.000 tonn,
og ekki Rússarækja en hins veg-
ar er afli sem fenginn er á
Dohrnbanka meðtalinn. í upp-
hafi yfirstandandi fiskveiðárs,
sem nú er liðlega hálfnað, var
ákveðið að úthluta 68.700 tonn-
um í heildarrækjukvóta, þ.e.
bæði úthafs- og innfjarðarrækju-
kvóta, en síðan hefur verið sam-
þykkt aukning á nokkrum
svæðum, m.a. á Öxarfirði.
Alls voru það 49 aðilar sem öfl-
uðu rækjunnar en stærsta rækju-
verksmiðja landsins er Rækju-
vinnslan Bakki hf. í Hnífsdal, sem
er meó 5.631.232 kg, en síðan
kemur Fiskiójusamlag Húsavíkur
hf. með 4.900.042 kg sem er 7%
af heildinni og 15% af því magni
sem kom í hlut Norðlendinga. Síó-
an kemur Strýta hf. á Akureyri
með 4.460.470 kg. Rækja sem
veidd er af frystitogurum og fryst
og pökkuð ópilluð á Japansmarkað
er í flestum tilfellum skráð á við-
komandi útgerðarfélag en sá hluti
rækjunnar sem fer til vinnslu (iðn-
aðarrækjan) skráist á viðkomandi
rækjuverksmiðju.
Rækjuafla annarra fyrirtækja á
Norðurlandi má sjá í eftirfarandi
töflu. GG
Meleyri hf., Hvammstanga 2.737.135
Særún hf., Blönduósi 3.366.419
Hólanes hf„ Skagaströnd 2.275.583
Skagstrcndingur hf„ Skagaströnd 93.896
Dögun hf„ Sauðárkróki 2.021.727
Ingimundur hf„ Siglufirói 2.933.643
Þormóður ramrni hf.; Siglufirói 4.009.697
Stígandi/Sædís hf„ Olafsfirói 99.371
Söltunarfélag Dalvíkur hf„ Dalvík 4.029.370
Útgerðarfélag Dalvíkinga hf„ Dalvík 251.175
Snorri Snorrason, Dalvík 199.932
Samherji hf„ Akureyri 384.265
Höfði hf„ Húsavík 345.333
Geiri Péturs hf„ Húsavík 17.590
Korri hf„ Húsavík 466.389
Gefla hf„ Kópaskeri 1.304.285
Útgerðarfél. N.-Þingeyinga, Þórshöfn 89.022
Vetrarlcikar hcslamannafclagsins Léttis fóru fram á Sanaveliinum á Akureyri sl. hclgi. Lciðinlcgt veður setti mark
sitt á leikana cn þeir eru sýning og leikur fyrir knapa, og ekki síður skemmtun fyrir áhorfendur. GG/Mynd: KK
Menningarsjóður KEA:
Fjórtán aðilar fengu styrk
Á aðalfundi Kaupfélags Eyfirð-
inga sl. laugardag var tílkynní
um úthlutun úr Menningarsjóði
KEA fyrir 1995. Til ráðstöfunar
voru 700 þúsund krónur.
X
V
Framsóknarvíst
Spílakvöld
Þríggja kvölda keppní
Þríðja spílakvöld.
Framsóknarvíst í Blómahúsínu
míðvíkudagínn 29. mars kl. 20.30.
Kvöldverðlaun fyrír hvert kvöld.
Góð heíldarverðlaun fyrír öll þrjú kvöldin.
ALLIR VELKOMNIR.
Framsóknarfélag Akureyrar.
s
Eftirtaldir 14 aðilar fengu styrk
að þessu sinni (í hlut hvers koma
50 þúsund krónur);
Lionsklúbbar í Eyjafirði/Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri vegna
byggingar þjálfunarlaugar í Krist-
nesi, Björgunarsveit S.V.F.Í. Ár-
skógsströnd vegna kaupa á nýrri
björgunarbifreið, Félag aðstand-
enda Alzheimersjúklinga á Akur-
eyri og nágrenni (FAASAN)
vegna kaupa á húsi fyrir sambýli
eða stoðbýli, Birgir Helgason
vegna undirbúnings og útgáfu
nótnaheftis með 20 sönglögum,
Gunnar Benediktsson vegna
ferðakostnaðar við tónlistamám í
Reykjavík; Slysavamadeild
kvenna í Olafsfirði vegna kaupa á
RECCO leitartæki sem m.a. er
ætlað til leitar í snjóflóóum,
Amtsbókasafnið á Akureyri vegna
vinnu vió að skrá og merkja bóka-
safn Davíðs Stefánssonar í tilefni
af 100 ára afmæli hans, Sumar-
heimilið Ástjöm vegna endumýj-
unar og viðgerða á húsnæði,
DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Auglýsing
um kjörskrár vegna
alþingiskosninga.
Kjörskrár vegna kosninga til Alþingis sem fram eiga
að fara laugardaginn 8. apríl 1995 skulu lagðar fram
eigi síðar en miðvikudaginn 29. mars 1995.
Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórnar
eða á öórum hentugum stað sem sveitarstjórn auglýs-
ir sérstaklega. Kjörskrá skai liggja frammi á almennum
skrifstofutíma til kjördags.
Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá
er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn.
Athygli er vakin á því að sveitarstjórn getur nú allt
fram á kjördag gert viðeigandi leiðréttingar á kjörskrá,
ef við á. Jafnframt hefur sérstök meðferð kjörskrár-
mála fyrir dómi verió felld úr gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 24. mars 1995.
ENGIN HUS
ÁN HITA
Eirrör og tengi
til miðstöðva- og
vatnslagna.
Verslið vib
fagmann.
DRAUPNISGÖTU 2
SIMI (96)22360
AKUREYRI
Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju
1995 sem haldin verður 7.-14. maí
nk., Gunnar Gunnarsson vegna út-
gáfu píanótónlistar á geisladiski
Húsnæöisstofnun:
Aukið fé til
skuldbreytinga
Rannveig Guðmundsdóttir, fé-
lagsmálaráðherra, gaf sl. fostu-
dag út breytingu á reglugerð um
skuldbreytingar á lánum Hús-
næðisstofnunar ríkisins, en þar
er sem kunnugt er um talsverð
vanskil að ræða. Veitt er 200
milijónum í þetta verkefni tii
viðbótar þeim 300 sem áður höf-
uð verið settar í þetta í október
1993. Af þeim eru eftir 55 milij-
ónir og því 255 milljónir sem eru
til ráðstöfúnar.
Reglugerðinni var einnig breytt
á þá leió að nú verður heimilt að
taka tillit til þess við skuldbreyt-
ingu ef greiðslugeta hefur minnk-
að verulega af óviðráðanlegum or-
sökum, t.d. vegna lagnvarandi at-
vinnuleysis eða heilsubrests. Áður
hljóðaði reglugerðin upp á aðstoð
ef tekjur höðu lækkað verulega.
Frá því í október 1993, þegar
reglugerðin var upphaflega sett og
til 15. mars sl„ höfðu rúlega tólf
hundruð umsónir verið afgreiddar
og þar af höfðu 800 umsækjendur
fengið skuldbreytingu á vanskil-
um sínum. Um 400 umsóknir bíða
afgreiðslu. HA
Tryggingafélagiö
Sjóvá/Almennar:
Rekstrarhagnað-
ur 259 milljónir
Helstu rekstrarniðurstöður árs-
ins 1994 hjá Sjóvá/Almennum
eru að iðgjöld námu 3,8 millj-
örðum króna og hækkuðu um
3% milli ára en tjón námu 3,1
milljarði og iækkuðu um 3%. Ið-
gjöld voru á árinu lækkuð um á
annað hundrað milljónir.
Skrifstofu- og stjómunarkostn-
aður nam 479 milljónum króna,
hreinar fjármunatekjur 616 millj-
ónum og hækkuðu um 17% milli
ára. Hagnaður ársins hækkaði
milli ára úr 195 milljónum í 259
milljónir þegar tekið hafði verið
tillit til afskrifta, söluhagnaðar
o.fl. GG
sem tileinkaður verður minningu
Ingimars Eydal, Geir Rafnsson
vegna framhaldsnáms við Royal
Northem College of Music í
Manchester, Hlynur Hallsson
vegna framhaldsnáms í myndlist í
Þýskalandi, Félag íslenskra safn-
manna vegna styrks til að halda
Farskóla safnmanna á Akureyri
haustið 1995 og Ingibjörg Ragn-
arsdóttir vegna námskeiðs í
sjúkranuddi í Bandaríkjunum. óþh
Sauöárkrókur:
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjarráð samþykkti nýlega
að bæjarstjóm kjósi þriggja
manna nefnd til aó endurskoða
stjómskipulag Sauðárkróks-
bæjar og stofnana hans.
■ Á fundi hafnarstjómar var
rætt um tjón á Syðra plani en í
ljós hefur komið aó fylling hef-
ur grafist undan norðvestur-
homi piansins á dálitlu svæði.
Hefur Hafnamálastofnun verið
gcrð grein fyrir málinu og
gerðar ráðstafanir til að fá efnt
til viógeróa.
■ Hafinarstjóm hefur borist cr-
indi frá Skipulagi ríkisins en
þar kemur fram að dciliskipu-
lag hafnarsvæðisins á Sauóár-
króki, sem samþykkt var í bæj-
arstjóm í janúar sl. hefur verió
samþykkt af Skipulagi ríkisins.
■ A fundi félagsmálaráðs ný-
lega, lagði Hclga Sigurbjöms-
dóttir, leikskólastjóri á Glað-
heimum, fram bókun, þar sem
hún bendir á þá þróun sem ver-
ið hefur undanfarin ár, að mál-
efni leikskóla sé flutt frá fé-
lagsmálanefndum í icikskólar
nefnd eða skólanefnd, þar sem
menntamálaráóuneytió fer með
málaflokkinn.
■ Á fundi skólanefndar grunn-
skóla fyrir skömmu, kom fram
aó Gagnfræðaskóla Sauóár-
króks voru nýlega færóar 12
nýjar tölvur að gjöf. Skóla-
nefnd þakkar gefendum, Frosta
Frostasyni, Stefáni L. Haralds-
syni og öðrum forgöngumönnf
um söfnunarinnar. Þá hefur
Nýherji hf. fært Bamaskóla
Sauóárkróks að gjöf, tölvu meö
talsjá fyrir sérkennslu og þakk-
ar skólanefnd fyrirtækinu fyrir.