Dagur - 28.03.1995, Page 7

Dagur - 28.03.1995, Page 7
Þriðjudagur 28. mars 1995 - DAGUR - 7 Sagt eftir leik KA og Vals: Lokum í götin og klárum dæmið - sagði Sigmar Þröstur Óskarsson „Það er gaman að þessu. Ég hélt að við værum að missa þetta niður þegar staðan var orðin 16:14 og við misstum það niður í 16:17. Þá var maður farinn að efast aðeins og þetta var hníf- jafnt í lokin en við höfðum frumkvæðið og náðum að klára þetta,“ sagði Sigmar Þröstur, markvörður KA. „Það þurfti stáltaugar og Pat- rekur er bestur þegar spennan er mest. Við löguðum heilmikið vamarlega frá síðasta leik en samt gerðum við vitleysur og við ætlum að laga það fyrir síðasta leikinn, loka fyrir götin og klára dæmið,“ sagði markvöróurinn snjalli. Barátta og læti „Við tökum þá bara alveg eins og við höfum verið að gera héma, með rosalegum Iátum og baráttu. Það er frábær stemmning í liðinu og menn trúa því að við getum gert þetta og við gerum það. Það er langskemmtilegast fyrir allt og alla að vinna með einu en ég lofa engu um þaö. Aðalatriðið er að við ætlum að vinna. Það er hefó fyrir því að vió vinnum tvo síð- ustu leikina og þaó munum við gera,“ sagöi Ami Stefánsson, liðs- stjóri KA. Valsmenn tóku tapinu karl- mannlega og neituðu að tjá sig eftir leikinn. Leó Örn Þorleifsson átti stórleik ó línunni gcgn Vai og skoraði falleg mörk auk þess scm hann fiskaði vítaskot fyrir KA-liðið. Hann sýndi augljóslega að hann gefur landsliðsfyrirliðanum ekkert eftir í baráttunni. Mynd: Robyn. Handknattleikur - fjórði leikur KA og Vals um íslandsmeistaratitilinn: Hverjir eru bestir? - KA-menn skákuðu Valsmönnum þvert á spár „sérfræöinga“ og tryggðu oddaleik um titilinn KA sýndi enn einu sinni hvers Iiðið er megnugt þegar Vals- menn komu í heimsókn í KA- heimilið á laugardaginn. Sjald- an eða aldrei hefur handbolta- leikur verið eins jafn og spenn- andi og þessi leikur og íþróttin fékk rnikla og góða auglýsingu. Eftir að jafnt var í hálfleik, 11:11, sigruðu KA-menn verð- skuldað, 23:22, eftir mikinn barning á lokamínútunum. Pat- rekur Jóhannesson skoraði sig- urmarkið úr vítaskoti þegar átta sekúndur voru eftir af leiknum og KA getur nú tryggt sér tvöfaldan sigur á tímabilinu 1994-95 með sigri á Val í síðasta leiknum í kvöld. KA-menn byrjuðu strax á að taka Jón Kristjánsson úr umferó eftir aó hann hafði leikið liðið illa í síðasta leik. Leó Öm setti tvö falleg af línunni eftir sendingar frá Patreki og KA náði tveggja marka forustu, 5:3. Valsmenn náðu að jafna í 7:7 og komast yfir en aftur skoraði Leó Öm og þakið var við það að rifna af KA-heimilinu. Dagur Sigurðsson hélt Valsmönn- um gangandi á þessum kafla og skoraði glæsileg mörk en Alfreð, þjálfari KA, svaraði með mikilli bombu, 9:9. Undir lok fyrri hálf- leiks slepptu KA-menn Jóni úr gæslunni en hann virtist orðinn kaldur og Sigmar Þröstur tók skotin hans með stæl. Erlingur var rekinn útaf í 2 mínútur en einum manni færri skoraði Patrekur glæsilegt mark, 10:9. Stuttu síðar var Alfreð vikið útaf en enn náðu Valsmenn ekki að nýta sér liðs- muninn og Erlingur sendi þrumu- fleyg í slá og inn, 11:9. Síðustu mínútuna gáfu KA-menn aðeins eftir og Valsmenn náðu að jafna af miklu harðfylgi fyrir hlé, 11:11. Sama baráttan hélt áfram í síð- ari hálfleik og jafnt var á öllum tölum fram að 14:14. Þá varði Sigmar glæsilega í tvígang og Valdimar og Patrekur skoruóu sitt markið hvor fyrir KA, 16:14. Ól- afur Stefánsson jafnaði úr tveimur vítaskotum og Davíð Ólafsson kom Val yfir úr hraðaupphlaupi en Alfreð sýndi á sér nýja hlið þegar hann sveif inn í teiginn og jafnaði 17:17 um miðjan hálfleik- inn. Valdimar var loksins kominn í gang og hann gerði þrjú af næstu fjórum mörkum KA og hélt liðinu einu marki á undan gestunum. Dagur jafnaði, 22:22, með gegn- umbroti þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka og hjörtu heima- manna misstu taktinn. Næsta sókn misheppnaðist og Valsmenn fengu tækifæri til að klára leikinn en Dagur gerði afdrifarík rnistök og fékk dæmda á sig leiktöf þegar hálf mínúta var eftir. Erlingur, fyr- irliði KA, nýtti síðustu sekúndum- ar vel, slapp í gegn og fiskaði vítakast. Það voru 8,2 sekúndur eftir þegar Patrekur Jóhannesson tók skotið og af einstæðu öryggi og yfirvegun skoraði hann sigur- markið. Valsmenn gerðu heiðar- lega tilraun til að jafna á þeim fjórum sekúndum sem eftir lifðu leiks en Ingi Rafn skaut framhjá og hreinn úrslitaleikur í höfn. Sigmar Þröstur átti mjög góðan leik í marki KA og sýndi enn einu sinni að þegar hann nær sér á strik er hann fremstur í sinni stétt. Pat- rekur blómstraði undir álaginu og Valdimar, sem fékk úr litlu að moða fyrir hlé, var bjargvætturin á lokakaflanum. Leó Örn og Valur hafa sannað að þeir eru í hópi bestu manna í sínum stöðum á ís- landi í dag og óhætt að segja að þeir hafi skyggt á stjömumar í Valsliðinu. Hjá Val voru það Dag- ur, Júlíus og Davíð sem héldu lið- inu á floti en Ólafur var ekki svip- ur hjá sjón og Jón fann sig engan veginn. Mörk KA: Patrekur 7/3, Valdimar 5, Alfreó 4, Valur 3, Leó Öm 3, Erlingur 1. Varin skot: Sigmar Þröstur 15. Mörk Vals: Dagur 5, Júlíus 5, Ólafur 5/4, Davíð 4, Geir 1, Ingi Rafn I. Varin skot: Guómundur 8/1, Axel 2. Dómarar: Stefán Amaldsson og Rögn- vald Erlingsson. Skiluðu hlutverki sínu afburða vel. Áhorfendur: Þeir bestu. Spilaö á Hlíðarenda: Barist um miðana Forráðamenn KA eru ekkl sáttir við þá ákvörðun Vals- manna að láta úrslitaleikinn fara fram í Valsheimilinu á Hlíðarenda. Ljóst er að bæði lið verða af miklum tekjum fyrir vikið auk þess sem Vals- menn hafa gert allt scm þeir geta til að sem fæstir KA- menn fái aðgang en aðkomu- liðið á rétt á Ijórðungi aðgöngumiða. „Þeir segja okk- ur að þeir ætli að sclja 700 miða, sent er náttúrulega bara tómt kjaftæði, og við fengum 25% af þeim miðum eða sam- tals 175 miða. Það er nú allt og sumt og við erum ntjög ósáttir við þessi vinnubrögð og flnnst þau mjög óeðlileg,“ sagði Þor- valdur Þorvaldsson, formaður handknattleiksdeildar KA, í samtali við Dag. ,J>eir ætla að hefja forsölu klukkan tvö á þriðjudag en vió erum búnir að fá það staðfest aö þcir cru að sclja Valsmönnunt ntióa í dag (í gær, innsk. blm.) á meðan KA-mönnum er bent á að tala við stjómarmenn síns félags útaf þessum 175 rniðurn. Þeir eru að selja rniða áóur en við fá- urn séns og cm skíthræddir um að vió hefðunt keypt upp rnið- ana. Þcir hafa vcrið aó selja um þúsund miða á leikina og við eigum að fá 25% af þeim mið- urn. Það er vonandi að við kom- um sem flestum KA-mönnum þama inn og það er greinilegt að þeir cru hræddir við þcssa áhorf- endur okkar, sem er kannski ósköp skiljanlegt, þeir eru frá- bærir. Þeir fá þá bara að kenna á því á vcllinum í staðinn,“ sagði Þorvaldur. Sýndur beint Leikurinn hcfst kl. 20.30 og fimm mínútum síðar hcfst bein útsending í Ríkissjónvarpinu frá leiknum. KA-menn verða með opið hús í KA-heimiIinu bæði á meðan á lciknum stendur og eft- ir leik þar sem lcikmenn munu koma eins fijótt og auðió er eftir leikinn. Leikmenn KA fóru til Reykjavíkur í gær til að undir- búa sig fyrir leikinn og scgjast staðránir t að „koma með doll- una heim.“ Skíði - alpagreinar: Kristinn með ótrúlegar framfarir - varð fjórði á móti í Frakklandi Ólafsflrðingurinn snjalli, Krist- inn Björnsson, er enn að bæta árangur sinn og er alveg með ólíkindum hversu vel honum hefur gengið að undanfórnu. í síðustu viku keppti hann á móti í Frakklandi og endaði þar í 4. sæti í stórsvigi. Fyrir þennan árangur fær Krist- inn 15,5 FIS punkta en áður hafði hann náð sér í 17,75 FIS punkta á móti í Kóreu í febrúar. Þetta þýðir að ný punktastaða Kristins er nú 16,63 FIS punktar og aó öllum líkindum er hann með þessum ár- angri að stökkva úr sæti 216 frá síðasta heimslista niöur í kringum 150. sæti. Arangur Kristins í vetur hefur verið glæsilegur og hann hefur bætt sig svo um munar í öllum greinum. I upphafi vetrar var hann með 30,66 punkta í svigi og í 164. sæti á heimslistanum en er nú kominn niður í 17,35 punkta og í kringum 125. sætið. í stórsvigi var kappinn í 170. sæti með 23,10 punkta en er nú með 16,63 punkta og í kringum 150. sætió. I risa- svigi hefur stærsta stökkið verið tekið þar sem Kristinn er kominn niður í 11,38 punkta og undir 50. sæti á heimslista en var í 319. sæti með 42,56 punkta. Aðrir landsliðsmenn Islands keyrðu út úr brautinni í Frakklandi nema hvað Akureyringurinn Gunnlaugur Magnússon lenti í 27. sæti. Það dugði honum ekki til aó bæta punktastöðu sína.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.