Dagur - 28.03.1995, Síða 14

Dagur - 28.03.1995, Síða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 28. mars 1995 MIN N IN(j ^ Sigríður Stefánsdóttir Fædd 5. desember 1912 - Dáin 12. mars 1995 Sigríður Stefánsdóttir fæddist á Munka- þverá í Eyjafírði 5. desember 1912. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. mars s.l. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Jónsson bóndi á Munka- þverá og Þóra Vilhjálmsdóttir frá Rauð- ará. Systkini Sigríðar eru I»órey Sigríð- ur, f. 20. júlí 1911, d. 29. scpt. 1986, Laufey tvíburasystir Sigríðar, f. 5. des. 1912, búsett á Akureyri, Vilhjálmur Jón, f. 22. maí 1917, d. 7. sept. 1924, Jón Kristinn, f. 29. okt. 1919, bóndi á Munkaþverá. Sigríður stundaði nám í húsmæðraskólanum á Laugum í Reykja- dai veturinn 1935-1936. Hún giftist 6. júní 1936 Jóni Sigurðssyni frá Bæjum á Snæfjallaströnd (f. 17. sept. 1915, d. 10. júlí 1984). Börn þeirra eru Stefán Þór, f. 1936, var kvæntur Auði Hauksdóttur, þau slitu samvistir, Arnheiður, f. 1937, gift Frey Ófeigssyni, Sigmar Kristinn, f. 1940, Jón Eyþór, f. 1944, sambýliskona Guðbjörg Harðardóttir, Þorgcrður, f. 1948, sambýlismaður Atli Freyr Guð- mundsson, Þóra Hildur, f. 1950, gift Þor- steinl Vilhelmssyni. Barnabörn Sigríðar eru nítján, barnabarnabörn átta. Útför Sigríðar fer fram frá Akureyr- arkirkju í dag kl. 13.30. Sigga á Borgarhóli, einsog hún var oft- ast kölluó, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. mars s.l. Hún hafði verið flutt þanggð aðeins fáum klukkutímum áður, fársjúk en þó með meðvitund, róleg, æðru- laus Qg þakklát einsog hún var alla tíð. Siggu frænku mína man ég fyrst þegar hún var nýgift, ung kona með tvö lítil böm. Þá bjuggu þau Sigga og Jón maður hennar í lítilli íbúð á Munkaþverá, en fluttust skömmu síðar á næsta bæ, Borgarhól. Þótt þau hefóu flutt sig um set, var samgangur milli fjölskyldnanna jafnmikill og áður, enda örstutt að fara á milli bæjanna. Sigga er því nátengd öllum bemskuminningum mínum. Eg sá hana fyrir mér þar sem hún birtist, hýrleg á svip á hlaðinu á Munka- þverá, komin hlaupandi utan að með yngsta bamið í fanginu eða á bakinu og hin eldri sér við hlið. Mér finnst aó hún hafi oftast hlaupið þessa leið, sjálfsagt til að spara tím- ann, því annríki var mikið heima fyrir, en Sigga gaf sér alltaf tíma til að heimsækja foreldra sína sem þá vom aldraðir, systkini og annað frændfólk. Oft kom hún færandi hendi, hafði kannski tekið með sér nokkur egg, því hænumar hjá henni verptu svo vel, sagði hún, eða hún kom meó brodd í flösku, þó fleiri væm kýmar suður frá en á hennar bæ, en svona var Sigga einstaklega gjafmild og sífellt með hugann við hvað hún gæti gert fyrir aóra. Búið hjá Siggu og Jóni var ekki stórt í fyrstu, en stækkaði ört. Jón var búfræðingur frá Hvanneyri, harðduglegur maður, hraust- menni og hagur vel á tré og jám. Sigga lét ekki sitt eftir liggja við búskapinn og oft var vinnudagurinn langur. Bömin, sem alls urðu sex, fæddust eitt af öðra, en þótt húsið á Borgarhóli væri ekki stórt fyrir fjölskyld- una, gátu þau hjónin veitt fólki sem var á hrakhólum húsaskjól um lengri eða skemmri tíma. Þannig man ég eftir tveimur gömlum mönnum sem áttu athvarf sitt á loftinu hjá Siggu og Jóni um skeið, einnig dvaldist þar um tíma einstæð móðir með dóttur sína. Sumardvalarböm vom mörg á Borgarhóli í tímans rás, sum ár eftir ár. Þessum bömum og öllum sem dvöldust á heimilinu var Sigga einstaklega hlý og góð og batt tryggó við þetta fólk, sumt til ævi- loka. Gestkvæmt var mjög á Borgarhóli, bæði hjónin gestrisin og vinmörg. Sigga taldi aldrei eftir sér að sinna gestum sem best hún mátti, þó oft hafi það tafið hana frá heimilisstörfunum. Mér er minnisstæð frásögn ömmu minnar sem búsett var á Ak- ureyri um þær mundir og kom í heimsókn í Borgarhól einn sumardag. Sigga, sem var ein heima með bömin, tók henni fagnandi, en sagði að sér þætti leiðinlegt að hún ætti ekkert gott meó kaffinu, hvort nokkuð gerði til þótt kaffinu seinkaði dálítið, hún ætlaði að stinga köku í ofninn. Því tók amma mín vel. Þegar kakan svo kom á borðið volg úr ofninum, kom í Ijós, ömmu minni til undrunar, að Sigga hafði ekki ein- ungis bakað tertu í snatri, heldur hafði hún sótt rabarbara út í garð og soóið sultu í tert- una. Sigga var mjög fljótvirk og kom ótrú- lega miklu í verk. Öll störf vann hún með gleði. Gleðin var mjög einkennandi í fari hennar, þó ekki hávaðasöm eða ærslafull, heldur einlæg innri gleði sem Ijómaði af henni. Þessari gleði hélt hún alla tíð, og þó hún hefði vissulega margt til að gleðjast yf- ir í lífinu, varð þó ýmislegt henni mót- drægt, einkum eftir að hún veiktist alvar- lega af heilablæðingu um fimmtugt og bjó vió skerta heilsu eftir það. Eftir lát Jóns 1984 fluttist Sigga til Ak- ureyrar og bjó þar í skjóli dætra sinna, þar til hún vistaðist á dvalarheimilinu í Skjald- arvík fyrir nokkmm ámm. Heilsu hennar fór hnignandi, en rólyndió og æðmleysið var hið sama og áður. Aðspurð um líðan sína eftir að hún kom í Skjaldarvík svaraði Raufarhöfn Ólafsfjörður Húsavík Datvik andur J Hauganev Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert fyrir kjördæmið þitt? Stuðningur við ferðaiðnaðinn hefur aldrei verið jafn mikill. Átakið „ísland sækjum það heim" skilaði áberandi aukningu ferðamanna innanlands. fíannsókna- og þróunarmál ferðaþjónustunnar voru tekin á dagskrá. Sá þáttur hafði verið algjörlega vanræktur. Grurtdvöllur ad framtídarþróun ferdaþjónustunnar Vetraríþróttamiðstöð íslands á Akureyri sem þýðir að ríkið kemur til með að taka þátt í uppbyggingu vetraríþróttamann virkja • Ferðamálaráð íslands opnar sjálfstæða skrifstofu á Akureyri. Skrifstofan sér um innanlandsþróun, ráðgjöf og upplýsingar • Átakið „ísland sækjum það heim“. Verkefnið verður í höndum skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri • Mikil upplýsingamiðlun um ferðaþjónustu innanlands fest í sessi ■ 'ví. • Sögustaðir merktir • Markaðsátak innanlands J) - fyrir kjördæmid þi Samstarfsnefnd sveitarfélaga og Vegagerdar hefur verio skipuð um veg l yfir Lágheiði ^ A Grímsey Flugvollur endurbættur Gremvik Ftugstöð endurbætt Syalbarðseyri Akurevri Bundið slitlag sett á flugbraut Reykjahlíðarflugvöllur endurbættur og frekari framkvæmdir á döfinni Reykjahlið Ar Þórshotn Lokið við flugvöll hún: „Mér líður svo vel aó ég skammast mín fyrir það, þegar ég sé hve margir hér em svo miklu verr komnir en ég.“ I eitt síóasta skiptið sem ég heimsótti Siggu í Skjaldarvík barst talið að hinum stóra og mannvænlega hópi afkomenda hennar og að þeirri miklu breytingu á að- stöðu ungs fólks til menntunar frá því hún var ung. Eg held ég viti hvað ég mundi vilja læra, ef ég væri ung núna, sagói Sigga. Viltu geta hvað það er? Ég gat upp á hjúkmn, fóstmstarfi, kennslu. Allt þetta hefði legið vel fyrir Siggu. Nei, svaraði Sigga brosandi. Ég hefði viljað læra skor- dýrafræði. Ég hafði alltaf svo gaman af að skoóa flugur, kóngulær og fleiri smávemr í náttúranni. Sigga gat oft komið manni á óvart í einlægni sinni og hógværð, og víst er að hvert sem lífsstarf hennar hefði orðið, hefði hún rækt það vel og farið um það mildum og mjúkum höndum. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir löng og náin kynni. Hún kenndi mér margt án þess að vita af því sjálf. Hún var einhver sú besta og ljúfasta manneskja sem ég hef kynnst. Kristín Jónsdóttir. Okkur langar að minnast elsku ömmu í fá- um orðum. Hún var einstaklega ljúf og góð og hafði ávallt tíma fyrir okkur bamabömin. Alltaf var jafn gaman að heimsækja þau ömmu og afa á Borgarhóli. Við lærðum þar fjölmargt um lífið og tilvemna, nutum þess að umgangast dýrin og taka þátt í bústörf- um. Amma var einstaklega fróð um alla hagi og að leióarlokum þökkum við henni fyrir allar sögumar sem hún sagði okkur, bæði ævintýri og ekki síður sagnir af því lífi sem lifað var til sveita á hennar ung- dómsámm og starfsháttum sem nú era gleymdir flestum af okkar kynslóð. Guó blessi minningu elsku ömmu okk- ar. Laufey, Vilhelm, Hildur, Brynja og Jón Víðir. Það eru ófáar minningar sem við eigum um hana ömmu okkar á Borgarhóli. Alveg frá því við vomm litlar stelpur og vomm í sveitinni hjá ömmu og afa. Og nú í seinni tíð þegar amma bjó á Skjaldarvík. Það var alltar gaman í sveitinni hjá ömmu og afa. Þar var svo margt hægt að hafa fyrir stafni, vaða í læknum, leika sér í hlöðunni, renna sér á snjóþotum á vetuma og margt fleira. En það var fastur liður að við fómm með ömmu upp í hænsnahús að ná í eggin og gefa hænsnunum. Við fómm líka oft með ömmu upp í litla trjáreitinn sem henni þótti svo vænt um og hjálpuðum henni við að gróðursetja hríslur og vökva þær. Amma var mikið náttúmbam og sér- stök áhugamanneskja um gróðursetningu og hana stundaði hún svo lengi sem hún gat. Hún talaði oft um að ef hún hefði farið í nám þá hefði skordýrafræói orðið fyrir valinu vegna þess að skordýr vöktu hjá henni mikinn áhuga. Amma okkar var mjög víðlesin og fróð kona. Þaó var alltaf svo gaman að hlusta á hana segja sögur, hvort sem það voru sögur úr sveitinni þegar hún var að alast upp, eóa skáldsögur og ævintýri. Oft samdi hún meira að segja sögumar jafnóðum. Við átt- um okkur uppáhaldssögu sem hún var óþreytandi að segja við okkur. Amma hafði einstaklega skemmtilegan frásagnarhæfi- leika, þó sagan væri sú sama þá hafði amma lag á að krydda hana meó einhverju nýju í hvert sinn. Amma kunni líka ógrynni af vísum og gátum sem hún kenndi okkur. Hún kenndi okkur systmnum líka að prjóna og að fitja upp á fjóra vegu, gullfit, silfurfit, húsgangsfit og hundafit. Amma bjó hjá okkur frá því að afi dó árið 1984 þangað til hún flutti til Skjaldar- víkur í lok árs 1989. Við heimsóttum hana þangað eins oft og við gátum og einnig kom hún í bæinn til okkar. Við sögðum stundum við hana aó hún þyrfti engar myndir upp á vegg af okkur því við kæm- um svo oft í heimsókn. Og hún var alltaf jafn þakklát fyrir það. Éftir að amma flutti til Skjaldavíkur var hún alltaf hjá okkur á jólunum og það verð- ur tómlegt að eyða aðfangadagskvöldi án hennar. Engin sérútbúin lambasteik því hún hafð ekki vanist rjúpum og ömgglega mjög fáir jólapakkar því það var svo komið að hún fékk langflesta pakkana. En það sem mestu máli skiptir er aó það veróur engin amma. Amma okkar hafði mjög gaman af því aó tefla og spila á spil. Oftast spiluðum vió langhund eða vist og hún var órög við að segja heilsóló. Þegar við byrjuðum að spila þá var erf- itt að hætta og það var alltaf sætur sigur þegar okkur tókst loksins að vinna hana, sem gerðist nú ekki oft. Þrátt fyrir að amma hafi átt við veikindi að stríða hluta ævinnar þá kvartaði hún aldrei heldur talaði frekar um hversu stál- hraust hún væri. Það er erfitt að trúa því að hún amma okkar sé dáin, en við huggum okkur vió að núna er hún komin til afa sem hún saknaði svo mikið. Amma var skemmtileg, dugleg, fræð- andi og góð og þannig munum við ætíð minnast hennar. Auður, Gerður, Freydís og Eila Sigga. A kveðjustund vil ég minnast elsku ömmu minnar í nokkmm orðum. Upp í huga minn koma öll yndislegu sumrin þegar ég dvaldi hjá henni og afa á Borgarhóli. Þessi tími mun ekki líða mér úr minni. Amma hafði einstakt lundarfar. Það geislaði af henni umhyggja fyrir fjölskyldu sinni og bömin áttu öraggt skjól í faðmi þeirrar blíðlyndu og lífsglöóu konu. Það var mikill missir fyrir ömmu þegar afi dó, en nú veit ég að þau hafa sameinast áný. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með ömmu. Minninguna mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Guð blessi elsku ömmu mína. Sigríður Arna. Þá hefur hún Sigga mín kvatt þennan heim og haldió til fundar við Jón sinn á ný. I huga mér lifa minningar um sólríkt og æv- intýralegt sumar í sveit hjá þeim á Borgar- hóli. Þrátt fyrir að þá væm þau komin á efri ár og búin aó reyna margt saman þá ljóm- aði ástin úr andlitum þeirra er þau horfðu á hvort annaó. Jón sagði svo oft: „Veistu það Dilla, að þegar ég giftist Siggu þá kunni hún ekki að ganga, því hún hljóp alltaf." Og svo hló hann að minningunni. Og Sigga sagði; „Jón var svo stór, sterkur og fallegur", dreymin á svip. Og í huga mínum situr eftir mynd af þeim, honum stómm og sterkum og henni lítilli og hlaupandi, hinar sterku andstæður sem löðuóust að hvor annarri. A Borgarhóli gegndi ég þeirri virðingarstöðu sem bar heitið „Troóskítur". Það var nafn Jóns á þeim sem troða átti heyið í vagninum. Mörg vom ævintýrin sem ég lenti í þetta sumar. Mannýg kýr elti okkur Þór frá fjár- húsunum og þegar við sáum fram á að ná ekki til bæjar, stukkum við upp á heyvpgn. Þama uppi sátum við skjálfandi og kýrin gekk fyrir neóan öskuill og Jón stóð hlæj- andiíeldhúsglugganum. I réttunum vildi Jón að ég drægi hríit- ana hans. Svo kallaði hann; „faróu á bak Dilla“ þegar illa gekk með dráttinn og auð- vitað gerði ég það og reió þar með um alla rétt á fullri ferð og Jón skellihló en Sigga kallaði í öngum sínum; „ó Jón, þú inátt þetta ekki, þú drepur hana“! Allt fór þetta nú vel og hlóum við dátt á eftir. Kvöldið áður en ég fór með mömmu og pabba í sumarfrí til Vopnafjaróar kom Jón utan úr skemmu með trúlofunarhring sem hann hafði smíðað úr röri og renndi upp á baug- fingur minn og sagði „þetta er til þess að strákamir á Vopnafirði taki þig ekki frá mér“. Þennan hring á ég ennþá og geymi vel. Já, það er af mörgu að taka. Allar minningar um sumarið á Borgarhóli og samveruna við ykkur, elsku Sigga og Jón, mun ég geyma í hjarta mínu. Hafið bæói hjartans þökk fyrir allt. Guð geymi ykkur og blessi afkomendur ykkar alla. Dilla.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.