Dagur - 01.04.1995, Side 2

Dagur - 01.04.1995, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 1. apríl 1995 FRÉTTIR Harðnandi samkeppni á svaladrykkjamarkaðnum: Fríssi fríski með eplabragði boðinn á aðeins 29 krónur Ingþór tilbúinn í slaginn, mcð Magclan GPS staðsctningartæki og ýmsan neyðarbúnað, til að mæta þeim hættum scm leynst geta á öræfum íslands. Mynd: Robyn. Mjólkursamlag KEA og kjör- markaður KEA í Hrísarlundi hafa gengið frá samstarfssamn- ingi um kynningarherferð á nýj- um epladrykk, sem Mjólkursam- lag KEA er að koma með á markaðinn þessa dagana. Fyrsta skrefið í þessu samstarfi veröur stigiö í dag, en þá veróa 2 lítra fernur af eplasafa boðnar í kjörmarkaönum Hrísarlundi á að- eins 29 krónur, en venjulegt veró er 119 krónur. Um takmarkað magn er aó ræða á þessu kostaboði og stendur því aðeins í dag. Segja má því aó Frissi fríski standi undir nafni og komi mjög frískur á mark- aðinn í byrjun mánaóarins. GG Ingþór Bjarnason leggur einsamall upp í tveggja vikna skíðagönguferð vestur öræfin til ísafjarðar: Ævintýraþrá og tilraun til að styðja aðra Kennarasamningarnir: Kynningarfundir á Akureyri og Húsavík Samningar kennarafélaganna og ríkisins verða kynntir á fundum á Húsavík og Akureyri á mánu- dag. Fyrri kynningarfundurinn verður í Borgarhólsskóla á Húsavík kl. 15 og sá sfðari kl. 18 í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands, mætir á fundina og kynnir samningana. Sveinbjöm Markús Njálsson, formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, segir ljóst að mjög skiptar skoðanir séu meðal kennara um samningana, flestir sem hann hafi rætt vió séu ósáttir við þessa niðurstöðu og telji að þeir hafi verið sviknir. Sveinbjöm sagöist þó engu vilja spá um nið- urstöóu atkvæðagreiðslunnar, en hún hefst í lok næstu viku og nió- urstöóur liggja því vart fyrir fyrr en eftir páska. óþh „Ætli Grænlandssýkin sitji ekki enn í manni, þessi óslökkvandi þörf tU að takast á við eitthvað. Þetta er það verkefni sem mér fannst liggja beinast við. Ég hef haft nokkuð mikil tengsl við fsa- íjörð, vann þar í langan tíma og hef farið milli Akureyrar og ísa- fjarðar á ýmsa vegu, t.d. siglandi einn á smábát,“ segir Ingþór Bjamason, sálfræðingur á Akur- eyri, sem í morgun lagði af stað í 14 daga skíðagönguferð til ísa- tjarðar, einn síns liðs, 350 km leið yfir öræfi íslands. Ingþór er enginn nýgræðingur á þessu sviði, því hann gekk sem kunn- ugt er við þriðja mann yfir Grænlandsjökul fyrir tveimur ár- um. Ganga Ingjrórs hefst á Vatna- hjallanum ofan Eyjatjarðardals en þangað upp verður búnaður hans dreginn á vélsleða. Er það eina að- stoðin sem hann fær í göngunni. Leið hans liggur síðan vestur eftir hálendinu, á Eyvindarstaóaheiði, Auðkúluheiði og Arnarvatnsheiði. Hann hugsar sér að koma við í Brú í Hrútafirði, en fer fyrir ofan byggðina ef þar verður snjólaust. Þá em 150 km að baki. Afram heldur Ingþór vestur á heiðamar milli Bitru- og Gilsfjarðar, sem sennilega er erfióasti kafli leiðar- innar og síóan á Kollabúðaheiói, Þorskafjarðarheiði og Glámuöræfi. „Ætlunin er að koma niður á hið nýja skíðasvæði Isfirðinga í Tungudal á skírdag. Þann dag hefst skíóavika ísfirðinga og ég ætla mér að taka þátt í skíðagöngu- keppni sem fram fer þann dag, ef þrekió leyfir,“ sagði Ingþór, en hann er einnig kunnur keppnis- maður á skíóum. Ingþór dregur allar sínar vistir og búnað á eftir sér frá Akureyri og vega þær um 60 kg. í upphafi feróar. Hann mun gista í tjaldi allar nætur og aóeins fara í skála í neyð- artilfellum. Leiðin er sem fyrr seg- ir 350 km og áætlar Ingþór að Sæplast hf. á sýningu í Skotlandi: Gengið frá sölu á um 1000 kerum Á kortinu má i grófum dráttum sjá leiðina sem Ingþór ætlar að ganga vest- ur yfir öræfin og síðan norðvestureftir Vcstfjarðakjálkanum. Ætlunin er að koma við á Brú í Hrútafirði ef snjóalög Ieyfa. ganga að jafnaði 25 km á dag. Hann verður meö ýmsan öryggis- búnaö s.s. talstöð, neyðarsendi og Magellan GPS staósetningartæki og veróur í sambandi við björgun- arsveitir á leióinni. - Þú hefúr viljað fara þetta eitin? „Það er ákveðinn áfangi að fara svona langa ferð einn og nokkurs konar rannsókn á sjálfum sér, við getum kallað þetta sálfræðilega til- raun. Sá sem einu sinni hefur farið í langferð, eins og j>egar við fórum yfir Grænlandsjökul, fýsir gjaman að fara aftur. Hvorugur ferðafélaga minna úr Grænlandsferðinni átti heimangengt þannig að ég ákvað að nota tækifærið og fara þetta einn.“ Tvíþætt ferð Segja má aö ferð Ingþórs sé tví- þætt. „Ég hef áhuga á að safna peningum til styrktar ungum gönguskíóakrökkum og áheitalistar munu liggja frammi á bensínstöðv- um, auk þess sem dagblaöió Dagur mun taka á móti áheitum í gegnum síma. Þetta er því bæði ævintýra- þrá og tilraun til aö styðja ein- hverja aðra. Eins veit ég ekki hvort nokkur hefur gert þetta áður og þaö er einnig það sem vakir fyrir mér,“ sagói Ingþór Bjamason. HA Fyrirtækið Sæplast hf. á Dalvík, tók þátt í sjávarútvegssýningu í Aberdeen í Skotlandi í síðustu viku og þar var gengið frá sölu- samningum við 5 aðila í fisk- vinnslu og útgerð, um sölu á tæplega 1000 kerum á þessu ári. Sýninguna, sem haldin er ár- Iega, sækja sjómenn og fisk- vinnslufólk frá Skotlandi, fr- landi, Bretlandi, Orkneyjum og vtðar. Það er ekki oft sem slíkur ár- angur næst á sýningu sem þessari, því í flestum tilfellum eru sýning- ar notaöar til að treysta viðskipta- sambönd og koma á nýjum. Þá voru á sýningunni lögð drög að sölusamningum við fleiri aðila um sölu á vel á annað þúsund kerum. í frétt frá Sæplasti kemur fram, að árangur á þessari sýningu hafi far- ið fram úr björtustu vonum og ljóst að sala fyrirtækisins á þetta markaðssvæði fer langt fram úr söluáætlun þessa árs. Sæplast hefur tekið þátt í sýn- ingunni í Aberdeen frá árinu 1988 og hefur fyrirtækið náð mjög góð- um árangri á þessu svæði frá árinu 1990. Markaðshlutdeild Sæplasts í fiskvinnslu á svæðinu er mjög mikil og þá hefur fyrirtækið á síð- ustu 3 árum náð mjög góðum ár- angri í sölu fiskkera til fiskiskipa í Skotlandi. A síðasta ári seldi Sæ- plast vel á annað þúsund fiskker á þessu svæði en salan undanfarin ár hefur verið á bilinu 1000-3000 ker á þetta svæði. KK Húsavík: Meindýraeyðirinn safnar rusli til fiskkaupa ili£rð lájiLU 3-líiUilltá1 Erla Sigurðardóttir, framhaldsskólanemi, Lauguin: Mín áhugamál eru ekki síst menntamál og ferðamál. Áherslur G-listans í þeim efnum I falla vel að mínum sjónarmiðum. „Nú er svo komið að þeir vilja frekar fá gömul biluð heimilis- tæki og götótta sokka en doli- ara,“ sagði Árni Logi Sigur- björnsson, meindýraeyðir á Húsavík. Hann hefur verið tíður gestur um borð í togurum og skipum austantjaldslanda sem komið hafa með fisk til íslands, og nú ætlar Árni að reyna að fá aukið magn fisks til Iandsins með því að bjóða þá borgun sem best er þegin. Ámi Logi hefur verið á eitur- efnasnámskeiói í Reykjavík, en ætlar að reyna að komast heim í dag til aó geta verið við sorpeyð- ingarstöðina um hádegið. Þar mun hann taka á móti gömlu dóti sem fólk vill gefa til nota við fiskvið- skiptin. Ami Logi segir aó nær engin takmörk séu fyrir hvaó fisk- seljendurnir þiggi: gömul biluó rafmagnstæki, úreltur fatnaður og jafnvel götóttir sokkar eru vel þegnir. Aðspurður hvort gefendur dótsins fengju einhverja umbun fyrir að láta draslið af hendi rakna, sagði hann að menn mættu í leið- inni koma með meindýrin sín og hann skyldi eyða þeim á staðnum, eigendum aó kostnaðarlausu. Menn sem koma meó mikið magn af drasli verða skrifaóir niður og munu þeir fá að njóta góðs af ef Árni Logi fær kaupbæti með fisk- inum um borð í skipunum. IM Vélsleðaslys I Búðarárgljúfri Alpýöuoaíidaiaylö cg oiiaöir Vélsleðaslys varð í Búðarárgili ofan Húsavíkur sl. miðvikudag. Ungur maður ók vélsleða ofan í gilið með þeim afleiðingum að hann brotnaói á báðum úlnliðum. Hann komst hjálparlaust áleiðis til byggðar, þar sem hann gat stopp- að bifreið sem ók honum á sjúkra- húsið. Gert var aó meiðslum mannsins, sem enn dvelur á sjúkrahúsinu. Lögreglunni var tilkynnt um slysið á fimmtudag. IM Q HELGARVEÐRIÐ Veðurfræðingarnir á Veður- stofu íslands spá rysjóttu veðri um helgina. Norðan og norðvestan átt og élja- gangi á Noróurlandi einkum á Norðurlandi eystra. Frost- ið verður á bilinu 0-8 stig. Á mánudag og þriðjudag verður hæg breytileg átt á landinu, þurrt að mestu og víðast bjartviðri, áfram verð- ur kalt í veðri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.