Dagur - 01.04.1995, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 1. apríl 1995
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1600 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285),
KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON.flþróttir),
UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Góð viðbrögð vestra
Frá því var greint í vikunni að bandarísk stjórn-
völd hafi nýlega afgreitt 10 tonn af íslensku vist-
vænu nautakjöti. Stóru tíðindin eru þau að smá-
söluverð á þessu kjöti í Bandaríkjunum er ríflega
1000 krónur, sem er hærra verð en áður hefur
fengist fyrir íslenskt kjöt erlendis.
Hér er um afar jákvætt og mikilvægt skref að
ræða og það eykur íslenskum bændum trú á að
útflutningur á íslensku gæðakjöti á kröfuharða
markaði vestan hafs sé raunhæfur.
Að baki þessu fyrsta skrefi er margra ára þrot-
laus markaðsvinna. Hér er til að byrja með um að
ræða nautakjöt en menn horfa einnig til lamba-
kjötsins í þessu sambandi og ef áfram tekst vel
til með nautakjötið er síður en svo útilokað að
lambakjötið fá einnig viðurkenningu í Bandaríkj-
unum eða á öðrum álitlegum neytendamörkuð-
um.
í þeirri hörðu samkeppni sem er á kjötmarkaði
innanlands er það líklega svo að helsta von
nautakjöts- og kindakjötsframleiðenda til aukn-
ingar er á þessu sviði. Menn geta ekki vænst
aukningar á innanlandsmarkaði sem neinu nem-
ur. Raunhæf söluaukning er utan landssteinanna.
Barist um bensínkúnna
Sú aukna samkeppni sem hefur orðið á olíuvöru-
sölumarkaðnum í höfuðborginni er trúlega að
teygja sig norður til Akureyrar. Nýstofnað olíufé-
lag Hagkaups og Skeljungs, Orkan hf., hefur sótt
um leyfi til bæjaryfirvalda á Akureyri til að selja
bensín á lóð Hagkaups og flest bendir til þess að
til þess fái Orkan hf. grænt ljós. Olíufélagið hf.
veltir nú fyrir sér að svara þessu útspili og hefur
m.a. verið í skoðun að setja upp bensíndælur við
KEA Nettó.
Á þessari stundu er ekki endanlega ljóst hvort
af þessu verður en neytendur munu fagna því ef
aukin samkeppni á olíusölumarkaðnum leiðir til
þess að Akureyringar eins og höfuborgarbúar
eigi val á ódýrara bensíni.
í UPPÁHALDI
söng
j
„I þessari viku iðkaði ég söng
fimm daga af sjö og það er ekkert
óvenjulegt ég hef verið að upp í
sextán daga í röð,“ sagði Sigfús
Pétursson, bóndi og tenórsöngvari
í Álftagerði í Skagafirði. Um helg-
ina verður Sigfús, eða Siddi eins
og hann er oftast kallaður, í Mió-
garði ásamt félögum sínum í
Karlakómum Heimi en þar ætla
þeir að vinna að upptökum á
geisladiski, sem á að koma út á
haustdögum. Auk þess aó syngja
meó Heimi er Siddi í kirkjukóm-
um, jarðarfararkór, svo og syngur
hann við ýmis tilefni ásamt Pétri
bróður sínum. Siddi er ólofaður og
bamlaus. Hann er fæddur og upp-
alinn í Álftagerði og er einn hinna
kunnu Álftagerðisbræðra. „Ég er á
leióinni til Lúxcmborgar um
páskana með kirkjukómum, það cr
nú ýmislegt sem menn bera fyrir
sig hér I sveitinni, við ætlum aó
syngja fyrir Islendingana sem búa
þar. Svo verða Sæluvikutónleikar
hjá Heimi og söngferðalag uni
Suðurland cftir sauðburð. Við er-
um svo heppnir í Heimi að hafa
meðbyr, við kjaftfylltum 600
nianna kirkju í Reykjavík um
kvöldmat á föstudegi um daginn
og sungum svo á Hótel íslandi
sama kvöld fyrir fullu húsi. Þar
sungum við bræður fjórir saman
Gísli, Óskar, Pétur og ég, þetta var
alveg ljómandi skemmtilegt,“
sagói Siddi.
Sigfús Pétursson.
„Eg bjó einn í nokkur ár og varó að
gera þessi verk en ég hef enga sér-
staka dagskrá yfir það hvaó mér
finnst skemmtilegast, nei, en leióin-
legast er að ryksuga
Stundarþú einhverja markvissa
hreyfingu eða tíkamsrœki?
JMei, en raddböndin og lungun fá
mikla þjálfun."
Ert þú l einhveijum klúbb eða fé-
lagasamtökum?
„Karlakómum Heimi, Kirkjukómum
og jaróarfarakór, sem ber það
óvirðulega nafn Nákórinn.“
ekki að ræða“
Bjömsson og Pétur Sigurðsson og
eins Björgvin Þ. Valdimarsson.
Hver er þinn uppáhalds textahöf-
undur?
„Davíð Stefánsson alveg skilyrðis-
laust.“
Hvaða ióniistarmaður er í mestum
metum hjá þér?
„Stefán Gíslason söngstjóri Heimis.“
Uppáhaldsíþróttamaður?
„Handboltamennimir í KA allir eins
og þeir leggja sig.“
Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi?
JFréttir og veður, svo fer ég á æf-
ingu.“
Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu
mestálit?
„Þeir eru allir undir sama hatti þessi
garrnar."
Hver er að þínu mati fegursti staður
áíslandi?
„í suntar kom ég að sérkennilega
fögmm fossi i Fosskvísl á Eyvindar-
staóaheiöi það er fagur og sérstakur
staður í auðninni.“
Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir
aðfiytjabúferlum?
„Ég kann vel vió mig hér og ætla
ekkert nema upp í Víðimýri þegar
þar að kemur.“
Hvaða hlut eða fasteign langar þig
mest til að eignast um þessar mundir?
Hvaða matur er í mestu uppáhaldi
hjá þér?
„Ég ét nú flest sem að kjafti kemur
en hangikjöt hefur alltaf verið í há-
vegum haft á mínum bæ.“
Uppáhaldsdrykkur?
„Vatn og ég drekk ekkert alkóhól."
Hvaða heimilisstörffinnst þér
skemmtilegustlleiðinlegust?
Hvaða blöð og tímarit kaupir þú?
„Dag, Heima er best og Feyki.“
Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
„Þær em margar, til dæmis TF Sif,
bókin um Landhelgisgæsluna.“
Hvaða tónskáld er í rnestu uppá-
haldi hjá þér?
JÉg held mikið upp á skagfirsku tón-
skáldin Eyþór Stefánsson, Jón
„Oflugan torfæmjeppa svo ég komist
á æfingar og söngskemmtanir án
þess að lenda í basli.“
Hvernig vilt þú helst verjafrístund-
um þínum?
„Að iðka söng, um annaó er ekki aó
ræöa.“
Hvað œtlarðu að gera um lielgina?
„Syngja inn á geisladisk með Heimi
í Miógarði.“ KU
POSTKORT FRA ÞÝSKALANDI
HLYNUR HALLSSON
Þegar maður ber saman Bandaríkin
eru hvort sem er sárafáir sem hætta sér milli húsa án
bílsins. Og þar sem vegirnir eru í einkaeign þýðir ekkert
að kvarta undan holum og hólum en borga bara vega-
tollinn ef maóur þarf aó flýta sér. Ameríska neysluþjóð-
félagió er það frábærasta því það er ekki sá
stórmarkaóur sem ekki svignar undan dásamlegu sæl-
gætinu og þvottaefni þar sem 70 tegundir eru ekki nóg
og allt á gjafverði. Venjulegur þjóðverji yrði líka hræddur
ef hann kæmi sólgleraugnalaus inn í skærlitlar pakkn-
ingarnar og blikkandi auglýsingarnar.
Eftir góóa ferð er samt gott að koma heim og ýta vió
póststaflanum sem allur var í tveim eintökum enda tveir
íslenskir kjósendur á heimilinu. Stíllinn fyrir þessar
kosningar á skilaboóum til íslendinga erlendis er látlaus
með undantekningum þó. Við fengum persónulegt bréf
frá Dabba O. í dulbúningi enda um formann ránfuglafé-
lagsins aó ræða. Innihaldið var Ijósritaður listi yfir alla
ræðismenn í Evrópu utan Noróurlandanna og hvenær
hægt væri að kjósa hjá þeim. Og bréfið sitt hefur Davíð
sjálfur undirritað með feitum penna svo maður kannist
við stílinn. Það er skemmtileg tilviljun að Alþýðuflokkur-
inn hefur sett sitt bréf í póst sama dag og Dabbi og
ávarpið er nákvæmlega eins „Kæri landi..." JBH undirrit-
ar ásamt Össa og eru þeir öllu flottari á því með litprent-
og meginland Evrópu kemur ýmislegt misjafnt í Ijós.
Þó það muni aðeins sex sumartímum á Þýskalandi
og New York eru þessi þjóófélög ótrúlega ólík. Samt
er sagt að NY sé sú borg í BNA þar sem mannlífið
líkist mest borgarlífi Evrópu. Kannski eru það al-
mennilegheitin sem maður á ekki aó venjast og
hægt væri að kalla yfirborðsmennsku eða jafnvel enn
Ijótara orði sem er smeðjulæti. En ef maóur tekur þátt
í þessu er ekkert mál að aðlagast á skömmum tíma.
Mannlíf NY er náttúrulega sett saman af ólíkum þjóð-
félagshópum og ætti að senda alla nýnasista í kynn-
isferð til staðarins svo þeir losni við mesta hrokann.
En umhverfió er lika annað þvi nóg er plássið i
BNA og fyrir vikið veróa allar vegalengdir rosalegar.
Ef slagorðið BÍLL ER NAUÐSYN á einhversstaóar
við er það sennilega i úthverfum amerískra borga
þar sem ekki er búið að fatta hvað almennings-
samgöngur geta verið hentugar ef fólk myndi sam-
einast um aó fara á milli tveggja staóa í staó þess aó
truntast hver á sínum dreka. Subbuskapurinn er líka
nægjanlegur til að láta meðal Frakka hrökkva vió og
hlaupa heim í hundaskítinn. Það er líka óþarfi aó
vera að hafa gangstéttir meðfram götum þar sem það
aða rós á bréfsefninu. Innihaldið er eitthvað á þá leið
að úr því að maður sé fluttur til Þýskalands hvort þá
sé ekki bara best að flytja allt ísland á staóinn líka
svo það verói auöveldara að snúa heim aó námi
loknu. Möróur sendir bréf og stefnumál fyrir hönd Jó-
hönnu þó að vió getum ómögulega kosió þau með
lögheimili á Akureyri og sama gildir reyndar um alla
þá fyrrnefndu. Þjóðvaki er flottur á því með tengingu
vió veraldarvefinn. Framsókn sker sig úr með litprent-
að fréttabréf framsóknarfélaganna í Reykjavík með
helling af línu- og stöplaritum og andlitum allra fram-
bjóðendanna í höfuðborginni. Svo eru persónuleg
bréf um Lánasjóðinn frá nokkrum þingmönnum, þar
á meóal einni úr Norðurlandi eystra, nefnilega Völlu,
ásamt þýskum ræðismannalista. Eina gengið sem
ekkert hefur sent er Kvennalistinn og Alþýðubanda-
lagið og óháðir. Sorglegt fyrir alla hina aó upplýsa að
við vorum löngu búin aó kjósa áóur en öll bréfin
komu og höfóu áhrif á val okkar.
Og hvort sem það verður vinstra vor, framsókn,
betra eða verra ísland þá er bara að vona aó allir
kjósi. Kærar kveójur heim.