Dagur


Dagur - 01.04.1995, Qupperneq 5

Dagur - 01.04.1995, Qupperneq 5
FRETTIR Laugardagur 1. apríl 1995 - DAGUR - 5 Mettúr á rækju hjá Geira Péturs ÞH-344 frá Húsavík: Fékk 90 tonn á 17 dögum að verðmæti 18 milljónir króna Frystiskipið Geiri Péturs ÞH- 344 frá Húsavík landaði sl. mið- vikudag 90 tonnum af frystri rækju í heimahöfn, sem er mesti afli sem báturinn hefur komið með að landi úr einni veiðiferð. Aflaverðmæti er um 18 milljónir króna en aflinn fékkst á 17 dög- um. Geiri Péturs ÞH var aðallega á veiðum fyrir norðan land, m.a. út af Melrakkasléttu á Rifsbanka og austur á Bakkaflóa. Nokkur skip eru á rækjuveiðum á þessum slóð- um en stærri togaramir eru aðal- lega vestar, m.a. við Kolbeinsey og á Hombanka. Þrátt fyrir um- talsverða ótíð eftir áramót hefur aflast vel á rækjunni og ekki síður á innfjarðarrækjunni. Þeir bátar sem hafa verið á Skjálfandaflóa hafa fengið góðan afla og eins hefur sú rækja flokkast vel, þ.e. nokkuð stór. Sigurður Olgeirsson, útgerðar- maður Geira Péturs ÞH, segir vandamálið við svo góða veiði vera fyrst og fremst þá að hraðar gengur á úthlutaðan rækjukvóta og erfiðleikum bundið að fá keyptan eóa leigðan kvóta um þessar mundir. Það sé vegna þess að ekki sé vitaó hvort þeir loðnu- bátar sem eiga rækjukvóta fari á rækju eða leiti að síld í Síldar- smugunni, en þær veiðar gætu hafist seinni hluta aprílmánaðar. Ef það gengur eftir gæti rækju- kvóti verið falur en gangverð á rækjukvóta er 45-50 kr/kg til leigu, sem er mjög hátt veró, ekki síst fyrir báta sem ísa aflann og fá e.t.v. um 90 krónur fyrir kílóið. Þaó er enginn afgangur af slíkri útgerð. Geiri Péturs ÞH heldur aftur á rækjuveiðar í dag. GG Árásarmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaðurinn sem særði mann alvarlega á heimili hans sl. mið- vikudagskvöld með hmfsstungu hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald til 28. apríl nk. Arásarmaðurinn hefur dvalið á sambýli fyrir geðfatlaða á Akur- eyri, en mun sæta geðrannsókn samkvæmt dómsúrskurði. Maður- inn sem varó fyrir árásinni er á góðum batavegi eftir aðgerð, en hann skaddist nokkuð innvortis. GG Snæfinnur snjókarl Þcssi myndarlegi snjókarl, scm cr stækkuð mynd af Snæfinni snjókarli, sparibauk Búnaðarbankans, hefur verið gerður á Ráðhústorgi á Akureyri. Hann er samstarfsverkefni Búnaðarbankans á Akureyri og Myndlistaskól- ans á Akureyri og tengist hátíðinni Páskar á Akureyri, scm sett verður á þriðjudag. Mynd: Robyn Hélt að snjóleysið væri verst - segir ívar Sigmundsson, forstöðumaður Skíðastaða „Hér er blinbylur og 10 vindstig og þetta er 28. dagurinn síðan um áramót sem er lokað vegna veðurs. Það er því ekki nema von að maður sé að verða pirr- aður,“ sagði ívar Sigmundsson, forstöðumaður Skíðastaða í gær, en þá var vitlaust veður í Hlíðar- Qalli. Um helgina er fyrirhugað þar 400 mann skíðamót en það var allt í óvissu í gær. „Ég hélt að það versta sem maður lenti í væri snjóleysi. Þetta ástand er hins vegar verra í sjálfu sér. Aðstæðumar eru fyrir hendi og fáir dagar sem skíóafærió hefur ekki verið alveg í toppi, en veðrið er bara aldrei í lagi. Þetta er orðið með hreinum ólíkindum og ég man aldrei eftir öðru eins þau ár sem ég hef verið hér og þau eru orðin þó nokkur.“ - Er þetta þá ekki búið aðfara illa með vertíðina? „Þaó er víst óhætt að segja það. Tekjuhlióin er gersamlega í rúst. Þaó eina sem við getum vonað er að páskamir bjargi einhverju. Þeir þurfa helst að vera þannig að það sé sól, logn og púðursnjór frá pálmasunnudegi fram yfir Andrés- arleika. Ef þú veist um einhvem sem getur reddað mér svoleiðis veðri þá læturðu mig vita,“ sagði Ivar Sigmundsson. HA Hrímbakur EA fékk drasl í skrúfuna í ofsaveðri: Til Eyja fyrir eigin vélarafli Akureyrartogarinn Hrímbakur EA-306 fékk drasl í skrúfúna í gærmorgun þegar skipið var statt suður af Vestmannaeyjum í 10 til 11 vindstigum. Fyrr um nóttina fékk skipió á sig brot og uróu vió það smávægi- legar skemmdir á brúnni. Skipið sigldi fyrir eigin vélarafli til Vest- mannaeyja í fylgd með Kaldbaki EA-301 og komu skipin þangað um hádegisbiliö í gær. Til stóð að reyna þá að ná draslinu af skrúf- unni. GG Framtak ONA og Fjöregg: Heimild til greiðslustöðvunar Fyrirtækin Framtak ONA hf. á Akureyri, sem m.a. framleiðir ofna, og kjúklinga- og eggjabúið Fjöregg í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd fengu 28. mars sl. heimild til greiðslustöðvunar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri og gildir heim- ildin til 18. apríl nk. Greiðslustöðvunartímabiliö skal nota til að koma bættri skipan á fjármálin meðan ekki þarf að standa skil gagnvart kröfuhöfum; auka hlutafé eða hagræða í rekstri o.s.frv. GG KOSNINGASKRIFSTOFAN í GLERHÚSINU MENNINGARVAKA I GLERHÚSINU LAUGARDAGSKVÖLDIÐ ,1. APRÍL KL. 2 I .00 Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður Laugardagskvöldið I. apríl verður tileinkað menningu. Dagskráin hefst kl. 21.00 með fiðluleik Sigríðar Baldvinsdóttur ásamt Richard Simm á píanó. Þá mun Leikfélag M.A. sýna brot úr Silfurtúnglinu undir leikstjórn Rósu Guðnýjar Þórsdóttur. Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður gerir lauslega grein fyrir stefnuskrá Framsóknarflokksins í menningarmálum og tilgangi Menningarmálasjóðs Norðurlanda. Aðrir gestir kvöldsins verða Haraldur Ingi Haraldsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, Guðmundur Oddur, formaður Gilfélagsins, Þórey Aðalsteinsdóttir, fjárreiðustjóri L.A. og Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri og frambjóðandi. Islenska menntanetið og Internet verður kynnt og til sýnis verða myndverk eftir nemendur Myndlistaskólans á Akureyri. Ljúf kvöldstund með léttum veitingum á vægu verði. Framsóknarflokkurinn í Noröurlandskjördæmi eystra Kosningaskrifstofan Akureyri, Glerhúsinu, símar 21 180,23150, fax 23617

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.