Dagur - 01.04.1995, Side 10

Dagur - 01.04.1995, Side 10
10 - DAGUR - Laugardagur 1. apríl 1995 Árnað heilla Gefin voru saman í hjónaband 9. júlí sl. í Glerárkirkju af sr. Birgi Snæbjömssyni, Eygerður Björg Þorvaldsdóttir og Valdimar Steinar Þorvaldsson. Heimili þeirra er í Þórunnarstræti 132, Akureyri. Ljósmyndaslofa Páls, Akureyri. Þann 16. júlí voru gefin saman í hjónaband í Glerárkirkju af sr. Pétri Þórarinssyni, Halla Hersteinsdóttir og Skúli Jóhannesson. Heimili þeirra er í Borgarhlíð 7e, Akureyri. Ljósmyndasiofa Páis, Akureyri. Þann 17. september sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni, Eva Birgitta Eyþórsdóttir og Ingvar Jónsson til heimilis að Birkihlíð 4b, Hafnarfiröi. Ljósmyndastofa Páls, Akureyri. Fjölbreytt mannlíf í Tón- listarskólanum - kynningardagur á morgun Tónlistarskólinn á Akureyri býöur alla vel- komna á kynningardag skólans 1 Iþrótta- skemmunni á Akureyri á morgun, sunnu- dag. Nemendur skólans sjá um vióamikla tónleikadagskrá sem hefst fyrir hádegi og stendur til klukkan sex síðdegis. Flutt veröa tónlistaratriói á hálfrar klukkustund- ar fresti. I skólanum eru 450-500 nemend- ur á öllum aldri og þar starfa rúmlega 30 kennarar. Skólinn er einn af stærstu tón- listarskólum landsins og sá eini sem býður upp á kennslu í alþýöutónlist og klassískri tónlist jöfnum höndum. Blaöamaður Dags sótti Tónlistarskólann heim í vikunni, eig- um við aö kynnast mannlífinu þar? KU/Myndir: KU ímynd og draumur gítamema í rafgítardeild alþýóutónlisíardeildarinnar er Kristján Edelstein aó kenna gítarleik og beitir til þess allri nútíma tækni. Þaó fór vel á með honum og nemanda hans Þorvaldi Kristjáns- syni þegar blaóamann Dags bar þar að garói. Þorvaldur er ekki aðeins að læra á rafgítar heldur einnig á klassískan gítar og segir að ekki megi á milli sjá hvort sé skemmtilegra. En hver er hinn dæmigerói nemandi í rafgítar- leik, hvaó segir kennarinn um þaó? „Þetta er eitthvaó sem fylgir karlhormónum, hér er því mióur engin stelpa í námi. Strákamir fá fluguna svona í kringum fermingu og svo koma þeir í námió á næstu árum frá 14 ára aldri og upp á fulloróinsaldur. Rafmagnsgítar er mjög vinsæl fermingargjöf, örugglega sú vinsælasta í ár. En eins og ég sagði þá er þetta eitthvaó samtengt karlhormónunum og kyn- þroskaskeióinu. Imyndin heillar og draumur- inn um hljómsveit,“ sagöi Kristján Edelstein. Hávaðasamir Það heyrðist sannarlega til þeirra þessara fjörugu pilta sem eru að læra á slagverk í alþýðutónlistar- deildinni. Þeir læra ekki aðeins á trommur heldur á hin ýmsu slagverkshljóðfæri. Slagverks- leikaramir heita Karl Halldór Reynisson í 6. bekk Bamaskóla Akureyrar, Friðjón Snorrason í 5. bekk Lundarskóla, Ingimar Bjöm Davíðsson í 3. bekk Bamaskóla Akureyrar og Vil- hjálmur Hilmar Sigurðarson í 3. bekk Glerárskóla.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.