Dagur - 01.04.1995, Side 14

Dagur - 01.04.1995, Side 14
14 - DAGUR - Laugardagur 1. apríl 1995 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Orðsending frá Menntamálaráðuneytinu varðandi iðnréttindi í símsmíði Þeir sem vilja afla sér iðnréttinda í símsmíði skulu sækja um þau til Menntamálaráðuneytisins. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Mennta- málaráðuneytinu, sími 560 95 60, Félagi íslenskra símamanna, sími 563 65 61 og Félagi tæknifólks í raf- iðnaði, sími 568 14 33. Framtíðarstarf Óskum eftir að ráða starfskraft til að annast bókhald og önnur almenn skrifstofustörf hjá einum af viðskiptavinum okkar. • Góð bókhaldskunnátta og reynsla í skrifstofustörfum nauðsynleg. • Um heildagsstarf er að ræða. Upplýsingar og umsóknareyðublöð aðeins á skrif- stofunni. nnmRÁÐNINGAR Endurskoðun Akureyri hf., Glerárgötu 24, sími 26600 Auglýsing hjá okkur nær um allt Norðurland Aðalfundur Kaupfélags Húnvetninga í dag: Rekstrarhagnaður 126 þús. Aðalfundur Kaupfélags Húnvetn- inga á Blönduósi er haldinn í dag. Heildarvelta félagsins var því sem næst sú sama og á árinu 1994, eða kr. 470.386.643, sem er 0,7% breyting frá fyrra ári. Afkoma fé- lagsins batnaði mikið og er rekstr- arhagnaður ársins 1994 kr. 126.760 sem eru mikil umskipti frá fyrra ári þegar tap varð kr. 16.735.251. Starfsmenn hjá félag- inu voru 42 og launagreiðslur námu 58,7 milljónum króna. Veltufjármunir voru á árinu 148,7 milljónir króna, fastafjár- munir 145,2 milljónir króna, skammtímaskuldir 167 milljónir króna, sem er 9 millj. króna aukn- ing milli ára, langtímaskuldir 90,8 milljónir króna, sem er 6 millj. króna lækkun og eigió fé 36 millj- ónir króna. Kaupfélag Húnvetninga verður 100 ára 16. desember nk. Félagið hefur gengið gegnum mikla erfið- leika á undanfömum árum. Eftir endurskipulagningu og með aó- haldi og aðgæslu hefur tekist að bæta afkomu þess. Afkoman hefur markast af stööu landbúnaðar í héraðinu og aukinni samkeppni í verlsun með batnandi sam- göngum. Kaupfélagsstjóri er Guðsteinn Einarsson. GG Endurútgáfa á Lýðmenntun - Guðmundar Finnbogasonar Bókin Lýðmenntun eftir Guð- mund Finnbogason kom fyrst út árið 1903 en er nú gefin út að nýju sem fyrsta rit í nýrri ritröð sem nefnist, Heimildarrit í íslenskri uppeldis- og skólasögu. Að ritröð- inni standa Rannasóknarstofnun Kennaraháskóla Islands, Félags- vísindastofnun og Sagnfræðistofn- un Háskóla Islands. Guðmundur Finnbogason var bóndasonur frá Amstapa í Ljósa- vatnshreppi í Suður-Þingeyjar- sýslu. Hann ólst upp á Amstapa fram að fermingu en fluttist þá í Möðrudal á Fjöllum. Guðmundur lauk magistersprófi frá Kaup- mannahafnarháskóla árið 1901 og fékk sama ár styrk frá Alþingi til að kynna sér uppeldis- og mennta- mál erlendis og í kjölfarið leit Lýðmenntun dagsins ljós. Lýð- menntun kom út á Akureyri árið 1903. Útgáfan markaði tímamót í íslenskri alþýðufræðslu. í inngangi Ólafs H. Jónssonar að þessari nýju útgáfu segir: „Hlutskipti Guðmundar var að varða veginn og vísa þeim leið sem mótað hafa skólastarf á Is- landi allt fram á þennan dag. Lýð- menntun má með sönnu telja einn af homsteinum íslenskrar alþýöu- fræðslu og á því erindi til samtím- ans.“ í lokaorðum Lýðmenntunar segir Guðmundur Finnbogarson: „Æðsta hlutverk hverrar þjóðar er að vekja til lífsins allt það gott, sem býr í bömunum, og veita því vöxt og viðgang. A þann hátt lengir þjóðin líf sitt í landinu, á þann hátt undirbýr hver kynslóð best framkvæmdir þess, sem hún sjálf fær ekki áorkað.“ Guðmundur Finnbogason. Ur Lýómenntun. Innréttingar Lýðmenntun er gagnmerkur sögulegur vitnisburður en flytur um leió boðskap sem er ótrúlega nútímalegur í anda. Bókin á brýnt erindi við alla sem láta sig varóa uppeldis- og skólamál. KLJ Laugardagur til lukku: Stórmarkaði Þórs frestað Knattspymudeild Þórs hugðist standa fyrir stórmarkaöi í Iþrótta- höllinni á Akureyri í dag, undir yfirskriftinni; Laugardagur til lukku. Þar ætluðu fyrirtæki aó kynna og selja vörur sínar og stjómmálaflokkamir að kynna stefnumál. Mörg fyrirtæki sýndu því áhuga að vera með en þar sem þau eru flest með í Norðlenskum dög- um, var ákveðið að fresta verkefn- inu til 20. maí. Þá verður sann- kallaður stórmarkaður í Höllinni og þeir sem hafa áhuga á því að vera með bás þar þá, geta fengið nánari upplýsingar í Hamri í síma 12080. ‘'ílik f'íiv 27639 Framleiðum Eldhúsinnréttingar. Baóinnréttingar. Fataskápa. Gerum föst verðtilboð. Greiðsluskilmálar. Sími 96-11188 - Fax 96-11189 Vínartónleikar söngdeildar Tónlistarskóla Eyjafjarðar Vínartónleikar söngdeildar Tón- listarskóla Eyjafjarðar verða haldnir í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit á morgun, sunnu- dag, kl. 20.30. Fram koma sex söngnemendur; Anna Júlíana Þór- ólfsdóttir, Elvý Hreinsdóttir, Her- dís Armannsdóttir, Ingunn Ara- dóttir, Jóhannes Gíslason og Val- gerður Schiöth og flytja þau ís- lensk og erlend sönglög, óperu- aríur, dúetta og tersetta. Undirleik annast Dóróteea Dagný Tómas- dóttir og Guðjón Pálsson. Aðgangur er ókeypis en veit- ingar verða seldar í hléi. (Fréltatilkynning.) x x / / laugard ag, mánud ag og þriðjud aS 20-70% afsláttur Opið laugardag til kl. 17 og sunnudag kl. 13-17 AUBSYRI _ ///XX HUSGAGNAVERSLUN Strandgötu 7-9 / / / /

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.