Dagur


Dagur - 01.04.1995, Qupperneq 15

Dagur - 01.04.1995, Qupperneq 15
Laugardagur 1. apríl 1995 - DAGUR - 15 Tombóla fyrir Bamadeild FSA Þær vinkonurnarog frænk- urnar, Aðalbjörg Ósk Gunn- arsdóttir frá Akureyri og Ágústa Fanney Snorradóttir frá Reykjavík, héldu nýverið tombólu til styrktar Barna- deild FSA. Afraksturinn varð 1.866 krónur. Mynd: GG Ný bók frá Gísla á Hofi: Hrímfaxi - hestanöfn frá fyrri tíð til okkar daga og litir íslenska hestsins Út er komin ný bók frá bókaútgáf- unni á Hofi í Vatnsdal í Húna- vatnssýslu en það er hin kunni at- hafnamaður Gísli Pálsson sem stendur aó baki útgáfunni. Bróöir Gísla, Hermann Pálsson prófessor í norrænu vió Edinborgarháskóla, hefur skrifaö bókina. Bókin fjallar um hestanöfn allt frá goðsögulegum tímum til okkar daga og hún hefur þá sérstööu aó þaó gildir einu hvort lesandinn er íslenskur eóa ensku- eða þýsku- mælandi. Hrímfaxi er sett upp eins og skrá eóa orðabók og hvert einasta hestanafn skýrt á viöeig- andi hátt á þessum þremur tungu- málum. I inngangi er rakin saga hestanafna þar er meðal annars sagt frá því er Oóinn tók Nótt og Dag og gaf þeim tvo hesta og tvær kerrur og setti þau upp á himininn og skyldu þau ríóa á tveimur dægrum umhverfis jörðina. Nóttin reió fyrir á hesti sem nefndist Hrímfaxi en hestur Dags hér Skin- faxi. Þeir félagar Hrímfaxi og Skinfaxi prýöa forsíðu þessarar nýju bókar séðir með augum list- Öldungadeild VMA: Nemendur geta lokið námi eðlilega Kennsla í öldungadeild Verk- menntaskólans á Akureyri að loknu verkfalli kennara hófst fimmtudaginn 30. mars. Til þess aó fylla í kennsluþörf verða kenndar tvær vikur í maí og mánudagurinn 15. maí. Einnig verða kenndir fimm föstudagar auk daga í dymbilviku og sumar- dagurinn fyrsti. Stundatafla er óbreytt, en dagar hennar falla á föstudagana þannig aó fullur jöfnuöur næst á milli daga. Með þessu móti næst kennsla, sem samsvarar sjö vik- um, sem aftur gefur fulla önn þeg- ar allt er talið. Því ættu nemendur í öldungadeild að hafa góóan möguleika á því að ljúka námi sínu með eðlilegum hætti á þessari önn þrátt fyrir þá röskun, sem á henni hefur orðið. (Fréttailkynning.) Eftir einn - ei aki neinn! mÉUMFERÐAR k_________________________________/ málarans Baltasar. Bókin er tæp- lega 300 síður og í henni eru lit- myndir af þekktum gæðingum til frekari glöggvunar á litbrigðum íslenska hestsins. Hrímfaxi er mikilvæg heimild um hestanöfn, merkingu þeirra og uppruna, en ekki síður kærkomin handbók fyrir eigendur íslenskra hesta hvar sem er í heiminum. Þeim fjölgar dag frá degi sem eiga íslenska hesta á erlendri grund og víst er að bókin verður þeim kær- komin þegar aö því kemur að velja nafn á nýja gæðinga. Bókin byggir á sögulegri arfleifð ís- Dregið hefur verið í fyrstu umferð HM-leiks KEA-Nettó á Akureyri og Vífilfells. Þátttakendur í leikn- um eru þeir viðskiptavinir versl- unarinnar sem kaupa Coca-Cola og skilja afgreiðslumióa sinn eftir í versluninni ásamt nafni og síma. Dregið verður á hálfs mánaðar fresti og var það gert í fyrsta skipti fyrir helgina. Eftirfarandi nöfn voru þá dregin út: Þorgerður Hafdís Þorgilsdóttir, Ingibjörg Asgeirsdóttir, Bergljót Hreinsdóttir og Elva Bryndís Bjömsdóttir. Hver þessara vinn- ingshafa fær 3 miða á leiki á heimsmeistaramótinu í handknatt- leik í maí. Nöfnin sem voru í pottinum fyrir þennan útdrátt verða þar lenskrar menningar og styrkir þá heildarmynd sem skapar íslenska hestinum sérstöóu á erlendum mörkuðum. KLJ áfram, til viðbótar vió þá sem bæt- ast við á næstu vikum. Fimmtugasta ársþing IBA Fimmtugasta ársþing Iþrótta- bandalags Akureyrar fer fram miðvikudaginn 5. apríl í íþrótta- höllinni á Akureyri og hefst klukkan 18.00. Þar verður tilkynnt hver hlýtur nafnbótina íþróttamaður Akureyr- ar 1994 og veittur verður ÍSÍ-bik- ar, sem veittur er fyrir gott bama- og unglingastarf í aðildarfélögum bandalagsins. Skemmtikvöld í kosningamiðstöðinni Glerárgötu 32, laugardagskvöld kl. 20.00. Hittumst í kvöld og gerum okkur glaðan dagfyrir lokasprettinn. Lifandi tónlist með hljómsveitinni Broti ásamt óvæntum uppákomum. ALLIR VELKOMNIR. Sjálfstæðisflokkurinn. X-D fyrir kjördæmið þitt Dregið í HM-leik Nettó og Vífilfells Ferðafélag Akureyrar Ferðir F.F.A. í apríl 1. apríl Villingadalur, skíðaferð. 8.-9. apríl Þeistareykir, skíðaferð. Skráning fyrir 5. apríl. 13.-17. apríl Páskar vió Mývatn. Þátttaka í feró á vegum Hótels Reynihlíðar. 15. apríl Víkurskaró, Hrossadalur, Bíldsárskaró, skíðaferð. 22. apríl Frá skíðahóteli upp á Vindheimajökul, um Fossárdal í Efri- Vindheima, skíðaferó. 29. apríl -1. maí Leirdalsheiói, Hvalvatnsfjörður, skíðaferó. Reynt verður að koma á í mánuðinum skíða- og snjóbílsferð í Lamba sem féll niður 18. mars og verður hún þá auglýst sér- staklega. Sérstök athygli er vakin á því að það þarf að vera búið að skrá sig í feróina á Þeistareyki í síðasta lagi miðvikudaginn 5. apríl. Skrifstofa félagsins Strandgötu 23 verður opin þessa viku fimmtudag og föstudag frá kl. 17.30-19.00 og á sama tíma alla næstu viku, síminn er 22720. JMm HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Hafnarstræti 99 Pósthólf916 ■ Slmi (96)-22311 • 602Akureyr. Hjúkrunarfræðingar Laus deildarstjórastaða Staða „deildarstjóra 2“ við heimahjúkrun á Heilsu- gæslustöðinni á Akureyri er laus til umsóknar. Hér er um aó ræóa fullt starf frá 1. ágúst nk. eða eftir sam- komulagi. Heimahjúkrun er í örri þróun. Starfið er krefj- andi en jafnframt gefandi. Deildarstjóri vinnur sjálfstætt og hefur með sér faglega mjög hæft starfsfólk sem veitir einstaklingsbundna hóphjúkrun. Góður starfsandi er ríkjandi. Umsóknarfrestur er til 21. apríl nk. Hafið samband við deildarstjóra heimahjúkrunar eða hjúkrunarforstjóra og fáið nánari upplýsingar í síma 96-22311. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Hafnarstræti 99 Pósthólf 916 Sími (96)-22311 • 602Akureyri Sumarafleysingar Hjúkrunarfræðingar, Ijósmæður og sjúkraliðar Heilsugæslustöðin á Akureyri hefur lausar stöður fyrir ofannefnt heilbrigðisstarfsfólk vegna sumarafleys- inga. Hafðu samband sem fyrst og kynntu þér möguleika á starfshlutfalli, starfsvettvangi og ráðningartímabili sem er í boði. Upplýsingar gefur Konný hjúkrunarforstjóri í síma 96- 22311. Mí JJmlK HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Mafnarstræti 99 Pósthól»916 • Slmi (96)-22311 • 602Akureyn Ljósmæður Laus deildarstjórastaða Staða deildarstjóra við mæðravernd á Heilsugæslu- stöðinni á Akureyri er laus til umsóknar. Hér er um að ræða 50% stöðu frá 1. ágúst nk. eða eftir samkomu- lagi. Staðan er veitt til eins árs. Áhugavert þróunarstarf er í gangi. Umsóknarfrestur er til 21. apríl nk. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-22311.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.