Dagur - 10.04.1995, Page 1
Alþingiskosningarnar:
Ríkisstjórnin hélt naumlega velli
Ríkisstjórnin hélt naumlega
velli í Alþingiskosningunum
sl. laugardag en á þessari stundu
er alls óvíst um framtíð hennar.
Báðir stjórnarflokkarnir töpuðu
fylgi og samanlagt eiga Sjálf-
stæðisflokkur og Alþýðuflokkur
32 þingmenn af 63 og naumari
getur meirihlutinn ekki verið.
Alþýðuflokkur tapaði 3 þing-
mönnum og fékk 7 menn kjörna
en Sjálfstæðisflokkur fékk 25
þingmenn kjörna og tapaði 1.
Framsóknarflokkurinn bætti
mest við fylgi sitt og hefur nú
Frcyr Ofeigsson, formaður yfirkjörstjórnar á Norðurlandi cystra, t.v. skoðar atkvæðascðil á talningarnott, ásamt fe-
iögum sínum þeim Stcfáni Jónssyni, Jóhanni Sigurjónssyni, Þorsteini Hjaltasyni og Guðmundi Þór Bcncdiktssyni.
Mynd: Robyn.
Norðurland eystra:
Mesta fylgisaukningin
hjá Sjálfstæðisflokki
- Þjóðvaki náði jöfnunarsætinu af Alþýðuflokki og Framsóknar-
flokkur missti mann þrátt fyrir 2,5% fylgisaukningu
Fylgisaukning Sjálfstæðis-
flokksins á Norðurlandi
eystra í kosningunum á laugar-
dag varð 4,5% miðað við kosn-
ingarnar 1991 og sú mesta frá
1974. Flokkurinn fékk 28,2%.
Framsóknarflokkur sótti einnig
i sig veðrið í kosningunum og
hefur nú 36,8% fylgi, eða 2,5%
meira fylgi en í kosningunum
1991 og mesta fylgi sem hann
hefur haft í kjördæminu lengi.
Flokkurinn tapaði hins vegar
þriðja þingmanni sínum en sem
kunnugt er fækkaði þingmönn-
um kjördæmisins um einn frá
síðustu kosningum.
Alþýóuflokkurinn þurfti einnig
að sætta sig vió að missa þingsæti
sitt yfir til Þjóóvaka en Alþýðu-
flokkurinn tapaði 2,3% af kjör-
fylgi sínu.
Fyrstu tölvuspár á kosninganótt
bentu strax til þeirrar niðurstöðu
sem varð í kjördæminu. Fylgi
Þjóóvaka reyndist 1,6% yfir
landsfylgi flokksins og fékk
flokkurinn 8,7% fylgi á Noröur-
landi eystra og jöfnunarsæti kjör-
dæmisins. Þetta er sama fylgi og
F-listi Frjálslyndra og Þ-listi Þjóð-
arflokks fengu samanlagt í síðustu
kosningum.
Kvennalistinn tapaði meira en
helmingi síns fylgis í kjördæminu.
Flokkurinn fékk 4,8% árið 1991
en fékk nú aðeins 2,1%. Fylgistap
Alþýðubandalagsins var minna,
eöa sem svarar einum af hundraði.
Tveir af kjörnum þingmönnum
kjördæmisins á síðasta kjörtíma-
bili, þeir Jóhannes Geir Sigur-
geirsson, Framsóknarflokki og
Sigbjöm Gunnarsson, Al-
þýðuflokki, duttu nú út af þingi en
Svanfríóur Inga Jónasdóttir, Þjóó-
vaka, kom ný inn. Aðrir þingmenn
eru Guðmundur Bjarnason og
Valgerður Sverrisdóttir, Fram-
sóknarilokki, Halldór Blöndal og
Tómas Ingi Olrich, Sjálfstæð-
isflokki og Steingrímur J. Sigfús-
son, Alþýðubandalagi. JÓH
23,3% á landsvísu og 15 þing-
menn en hafði 13 þingmenn.
Framsóknarflokkurinn er nú orö-
inn næst stærsti flokkurinn í
tveimur stærstu kjördæmunum,
Reykjavík og Reykjanesi. Þjóð-
vaki náði ekki þeim árangri sem
búist var við, fékk 4 þingmenn
kjörna og 7,2% atkvæða á lands-
vísu. Flokkurinn náói inn tveimur
þingmönnum í Reykjavík, einum
á Reykjanesi og einum á Noróur-
landi eystra. Alþýóubandalagið,
sem aó þessu sinni bauó fram með
óháðum, tapaði örlítið á landsvísu,
fékk 14,3% atkvæða en hélt sínum
9 þingmönnum.
Kvennalistinn fékk aðeins
4,9% atkvæða, fékk 3 þingkonur
og tapaði 2 frá síöustu kosningum.
A tímabili á kosninganótt var
Kvcnnalistinn ekki með eina ein-
ustu þingkonu inni en Kristín Ast-
geirsdóttir, náði inn á þing sem
kjördæmakjörin í Reykjavík og
hún tók með sér Guðnýju Guð-
björnsdóttur í Reykjavík og Krist-
ínu Halldórsdóttir á Reykjanesi
sem jöfnunarþingkonur.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði
sem fyrr sagði einum manni,
flokkurinn fékk 37,1% atkvæða á
landsvísu og 25 þingmenn. Al-
þýðuflokkurinn tapaði þremur
mönnum, fékk 11,4% atkvæða og
7 þingmenn.
Pétur Bjarnason og Eggert
Haukdal, scm buðu hvor fyrir sig
fram sérlista á Vestfjöróum og
Suðurlandi, náðu ekki kjöri til Al-
þingis og þá áttu N-listi Náttúru-
lagaflokks Islands og K-listi
Kristilegrar stjórnmálahreyfmgar,
sem buðu fram í nokkrum kjör-
dæmum, ekki upp á pallborðið hjá
kjósendunt. KK
Norðurland vestra:
Veruleg fyigisaukning
hjá Framsóknarflokki
- Sjálfstæðisfiokkur bætti einnig við sig
en Alþýðuflokkur tapaði miklu
Framsóknarflokkurinn á
Norðurlandi vestra jók fylgi
sitt um 6,4% frá kosningunum
árið 1991 og fékk nú tæpum 8%
meira fylgi en Sjálfstæðisflokk-
urinn. Sjálfstæðismenn bættu
sig samt sem áður líka og fengu
2,6% meira fylgi en árið 1991.
Alþýðuflokkurinn tapaði hins
vegar meira en helmingi fylgis
síns og er nú næst minnsti flokk-
ur kjördæmisins.
Fylgi Framsóknarflokksins í
kjördæminu er fjóróa mesta fylgi
sem flokkurinn hefur í einu kjör-
dæmi. Fylgið í kosningunum var
38,7% og fékk flokkurinn tvo
menn kjörna eins og áður.
Sjálfstæöisflokkurinn náði
einnig tveimur mönnum á þing en
annar maður flokksins var jöfnun-
armaður. Flokkurinn fékk 30,8%,
samanborið við 28,2% fylgi árið
1991.
Tap Alþýðuflokksins var veru-
legt. Flokkurinn fékk aðeins 5%,
samanborið við 11,6% árið 1991.
Kvennalistinn þurfti líka aó horfa
á eftir 2% af sínu fylgi og fékk
listinn nú 3,2%. Þjóðvaki fékk
6,8% án þess aö koma manni á
þing. Alþýóubandalagið tapaði
3,7% en kom samt einurn fulltrúa
að.
Niðurstaða kosninganna á
Noróurlandi vestra er óbreytt
skipting þingmanna eftir flokkum
en Hjálmar Jónsson er nýr þing-
maður Sjálfstæóisflokks. Ásamt
honum fór Vilhjálmur Egilsson
inn fyrir Sjálfstæðisflokk. Eins og
áóur eru þeir þingmenn fyrir
Framsóknarflokkinn Páll Péturs-
son og Stefán Guðmundsson og
Ragnar Arnalds fyrir Alþýðu-
bandalagió. JOH
URSLIT - NORÐURLANDSKJORDÆMI VESTRA