Dagur - 10.04.1995, Side 2

Dagur - 10.04.1995, Side 2
2 - DAGUR - Mánudagur 10. apríl 1995 FRÉTTIR Alþíngiskosnmgarnar - Norðurlanel eystra Halldór Blöndal: Verk mín hafa falliö í góöan jaröveg Sjálfstæðis- flokkurinn á Norðurlandi eystra hélt tveimur kjör- dæmakjörnum þingmönnum og jók fylgi sitt úr 23,7% í 28,2% meðan flokkurinn tapaði 1,5% á landinu öllu. Þetta er mesta fylgisaukning flokksins í kjördæminu síðan 1974. Halldór Blöndal, samgöngu- ráðherra, sagði að alltaf hefði ver- ið stefnt að því að ná tveimur kjördæmakjörnum þingmönnum, og það hefði gengið eftir. „Þetta er mjög góð niðurstaða, ekki síst í ljósi þess að framboðum fjölgaði og því er þetta sigur fyrir okkur sjálfstæðismenn hér, ckki síst ef við rifjurn upp úrslit síðustu bæjarstjórnarkosninga. Þetta er staðfesting á því að það sem ég hef verið að gera hér fyrir norðan og í þjóðmálum sem ráðherra hefur fall- ió í góðan jarðveg meðal kjósenda. A síðustu vikum og mánuöum hafa komið upp ný ágreiningsefni milli Alþýóuflokks og Sjálfstæðisflokks og mér hefur stundum fundist í kosningabaráttunni að miðað við málflutning Alþýðuflokksins hafi hann gleymt því að hann væri í rík- isstjóm. Hann hefur ekki verið í stjómarandstöðu heldur sem and- stöðuflokkur við Sjálfstæö- isflokkinn og hefur gert of mikið úr þeim ágreiningi sem verið hefur innan ríkisstjórnarinnar. Það þarf því að taka upp ítarlegar viðræður við Alþýðuflokkinn hvemig og hvert sem framhald stjórnarsam- starfsins verður og jafnvel hvort það verður," sagði Halldór Blön- dal, landbúnaðar- og samgönguráð- herra. GG Sigbjörn Gunnarsson: Mínum verkum algjörlega hafnað Sigbjörn Gunn- arsson, efsti maður á lista Alþýðuflokks- ins, var á síð- asta kjörtíma- bili landskjör- inn þingmaður, en náði ekki kosningu nú. A- Iistinn fékk nú 1.211 atkvæði og 7,4% atkvæða, en fékk 1.522 at- kvæði og 9,7% árið 1991. „Eg og mín verk á Alþingi sl. fjögur ár vom lögð í dóm kjósenda og þessi úrslit segja mér að mér og mínum verkum hefur verið algjör- lega hafnað. Framboð Þjóðvaka hér hefur eflaust haft áhrif á fylgi Al- þýóuflokksins hér eins og víða annars staðar á landinu. Alþýðu- flokkurinn átti erfitt uppdráttar eftir stjómarsamstarfið við Sjálfstæð- isflokkinn og það hefur verið litið á okkur sem velferðarflokk og at- vinnuleysi og önnur óáran hefur mikið frekar bitnað á okkur, og kjósendur hafa álitið aö við ættum frekar aó vemda þá hlið mála og hafa kannski gert óraunhæfar kröf- ur til okkar í þeim efnum. Því er ekki að neita að klofningur í flokknum þar sem varaformaðurinn yfirgefur hann hefur gífurleg áhrif, ekki síður en umræöur um þjón- ustugjöld í heilbrigðiskerfinu, en stjómarandstaðan hefur lýst því yf- ir að hún vilji breyta því komist hún til valda. En það mun hún ekki gera. Þaö var óhjákvæmilegt að gera þetta og við gjöldum meira fyrir það en samstarfsflokkurinn í ríkisstjóm. Eg veit ekki hvað vió tekur hjá mér nú, þarf að leita mér að vinnu, en ég kemst til að byrja meö inn á atvinnuleysisbætur," sagði Sigbjöm Gunnarsson. GG Steingrímur J. Sigfússon: Vonbrigði að stjórnin skuli lafa „Ég get ekki annað en verið bærilega sáttur við það að við höldum nokk- urn veginn okk- ar hlut hér. Við erum með tæp 17% og hæsta fylgishlutfall G- listans um allt landið og þetta er örugglega í fyrsta sinn í sögunni sem Norðurland eystra er það kjördæmi landsins sem skilar Al- þýðubandalaginu mestu fylgi af öllurn stöðum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður. Hann sagðist ekki sáttur við aó Alþýðubandalagið standi í stað á landsvísu og hafi jafnvel látið und- an síga við þær aðstæður sem nú eru. „Ég hefði viljað sjá aö við væmm að bæta við okkur og taka þátt í því að fella þessa hægri stjóm. Þaö eru vonbrigói að stjóm- in skuli lafa að nafninu til, þó hún sé í minnihluta með þjóðinni og ég lít nú svo á að siðferðilega og lýð- ræðislega sé hún fallin. Þetta er það mikil höfnun á stjómarstefnunni sem þama birtist." Steingrímur segir að tilkoma Þjóðvaka dreifi það fylginu á vinstri hreyfinguna, að stjómar- flokkamir lafi og um leið sé mynd- in varðandi stjómarmyndunarhug- myndir mun flóknari. En hins veg- ar séu ýmsir möguleikar í stöðunni. „Það má segja að Alþýðubanda- lagið hafi staðið af sér þetta umrót og í Reykjavík og á Reykjanesi bætir flokkurinn við sig, eftir aö hafa tapað þar síðast. En aftur láta sum landsbyggðarkjördæmin, þar sem unnust miklir sigrar ’91, undan síga.“ KK Svanfríður Jónasdóttir: Félagshyggju- öflin reyni að ná saman „Miðað við út- komu Þjóð- vaka, getum við hér í þessu kjördæmi verið bærilega sátt. Okkar mark- mið var að ná inn þingmanni og það tókst,“ segir Svanfríður Jónasdóttir, ný- kjörinn þingmaður Þjóðvaka í Norðurlandskjördæmi eystra. „Þessi árangur náðist ekki síst fyrir það að hér var einvala lið sem vann að þessu framboði. Það lögð- ust allir á eitt, hlutirnir gengu vel og það kom hvergi fram brestur í baráttunni. Þessi niðurstaða kom mér því ekkert sérstaklega á óvart og ég þóttist vita að hverju stefndi síðustu dagana. En þó ég hafi fund- ið meðbyr, fann ég alveg hvað þessir erfiðleikar og neikvæða bylgja á landsvísu voru að gera okkur." Svanfríöur segir að árangur Þjóðvaka á landsvísu séu mikil von- brigði. Þetta sé hins vegar niður- staðan og úr henni verði aó vinna. „Auðvitað höfðum við gert okkur vonir um meira og fólk hafði gefið okkur tilefni til að vera meó vænt- ingar um meira.“ Svanfríður segir að þó ríkis- stjómin haldi naumum meirihluta á Alþingi tæknilega séö, sé ekki víst að hún haldi málefnalega séð. „Þaó eru ýmis mál óuppgerð úr kosninga- baráttunni á milli þessara aðila, þar sem menn voru meó hnífinn í bak- inu á hver öðrum. Þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum lýst því yfir að þeir geti ekki stutt ríkisstjóm með þessa sjávarútvegs- stefnu. Þaó eru ýmsir möguleikar í stöð- unni en ég vona aó nióurstaóan verði sú aó þessi öfl á félagshyggju- kanti þjóðmálanna reyni að ná sam- an. Þau hafa til þess meirihluta, ef þau kæra sig um aö nota hann.“ KK Elín Antonsdóttir: Kjósendur að hafna kvennabaráttu „Það er afskap- lega erfitt að átta sig á hvað gerðist og hverj- ar skýringarnar eru en það leyn- ir sér ekki að með þessu er verið að hafna kvennabar- áttu,“ segir Elín Antonsdóttir, oddamaður Kvennalistans. „Aðrir flokkar eru búnir að taka mikið af okkar stefnumálum upp og þessi dómur kjósenda segir að þeim sé betur treystandi til að iýlgja þeim eftir en okkur sem skópum þau. Auðvitað höfum við samt náö árangri, á því er ekki vafi. Við höfum breytt stjómmálaum- ræðunni mikið en við buðum fram núna vegna þess að við treystum engum betur en okkur sjálfum til að koma baráttumálum okkar í gegn. Mér finnst dapurlegt að við skyldum ekki ná einni landsbyggð- arþingkonu inn. Það er slæmt fyrir Kvennalistann og fyrir landsbyggð- ina. Núna þurfum við að hugsa okkar mál og átta okkur á að auð- vitað veróur að fara aö nota aðrar aðferðir. Ef við höldum baráttu- þrekinu áfram þá er spuming hvort til em aðrar leiðir en framboð til Alþingis til að ná fram baráttumál- um kvenna. Það er erfitt fyrir konur að eyða þrekinu í eitthvað sem er vanvirt en niðurstaðan þýðir að Kvennalistinn fer eina ferðina enn í naflaskoðun. JOH Jóhannes Geir Sigurgeirsson: Súrt í broti aö vera í sigurliði en detta út „Ég er mjög ánægður með úrslitin á landsvísu og við höfum ekki fengið svona góða kosningu síðan 1979. Eins eru þetta einhver bestu úrslit scm við höfum fengið hér í kjördæm- inu, erum með tæplega 37% at- kvæða, bætum við okkur 2,5% frá síðustu kosningum, þar sem eru sex framboð í gangi. Út frá því getum við ekki verið annað en ánægð. Út frá góðri útkomu í síðustu sveitarstjórnarkosningum styrkir þetta yfirburða stöðu flokksins í kjördæminu,“ sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson, þriðji maður á lista Framsóknarflokksins í Norð- urlandi eystra, sem nú fellur út af þingi. Hann sagði það vissulega súrt í broti að vera í sigurliði en detta út, en miðað við sömu reglur og í síð- ustu kosningum hefði flokkurinn glansað inn með þriðja mann, þó vissulega hafi lítinn tilgang að velta sér upp úr slíku. „Ég fann það, bæði í fjölmennu kosninga- kaffi á kosningadaginn og um kvöldið, að mitt persónufylgi átti töluverðan þátt í því sem við náð- um héma. Ég fékk mjög skýr skila- boö á sínum tíma um að taka að mér þetta baráttusæti, nú er sá tími liðinn og maður verður að bíða og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.“ A síðari árum sagði Jóhannes að áhugi sinn og starf hefði skipst á milli þingsetunnar og þátttöku í at- vinnulífinu hér heima fyrir, á fleiri en einu sviði. „Það hefur mjög tog- ast á í mér hvort væri áhugaverðara og mér finnst mjög líklegt núna að ég snúi mér af krafti að störfum hér í heimbyggð.“ Hins vegar sagði hann allt of snemmt að spá í hvað muni gerast að fjómm árum liðn- um. HA Níu alþingismenn á síðasta kjör- tfmabili náðu ekki kjöri til Al- þingis í kosningunum á laugar- dag og þar af tveir úr Norður- landskjördæmi eystra. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, sem var þriðji maður á lista Framskókn- arflokksins og Sigbjörn Gunn- arsson, efsti maður á lista Al- þýðuflokks. Tveir aðrir þingmenn Alþýðu- flokksins misstu stóla sína, Gunn- laugur Stefánsson, sem var í efsta sæti á Austurlandi og Petrína Baldursdóttir, sem var í þriðja Tómas Ingi Olrich: Einar bestu niöurstöður í þessu kjördæmi Tómas Ingi 01- rich, annar maður á D- lista, náði kosn- ingu sem kjör- dæmakjörinn þingmaður en kosningaspár síðustu daga höfðu ekki spáð honum brautargengi. Hann segir að síðustu dagana hafi frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins fundið mikinn velvilja meðal kjósenda en óvissa hafi ríkt um hvort hann skilaði sér í kjörkassana. „Það ríkti því mikil tvísýna um stöðuna í þessu kjördæmi, ekki síst í ljósi niðurstöðu skoðanakannana, og því kom þessi árangur mér á óvart. Ég held að það fylgi sem virtist vera komið til Þjóðvaka skömmu fyrir kosningar hafi skilað sér til baka til Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags. Én það sem vekur mesta athygli mína er að Sjálfstæð- isflokkurinn er í sókn í þessu kjör- dæmi meðan hann er í vöm í öðr- um kjördæmum landsins. Þetta eru einar bestu niðurstöður sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur fengið í þessu kjördæmi á sama tíma og við höfum verið í mjög erfiðum að- gerðum í landsmálum og það er mikilvæg traustyfirlýsing. Ég vil á þessari stundu ekkert tjá mig um stjómarmyndunarviðræður, hvorki við Alþýðuflokk né aðra flokka,“ sagði Tómas Ingi Olrich. GG sæti á Reykjanesi. Tveir þing- menn Alþýðubandalagsins náðu ekki kjöri, þau Guðrún Helgadótt- ir, sem var í fjórða sæti í Reykja- vík og Jóhann Ársælsson, oddviti listans á Vesturlandi. Framsóknarmaðurinn Ólafur Þ. Þóröarson, sem nú var í öðru sæti á Vestfjörðum náði ekki kjöri og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, oddviti Kvennalistans í kjördæm- inu, féll einnig út af þingi. Þá náði sjálfstæðismaðurinn Eggert Hauk- dal ekki þingsæti en hann bauð l'ram sérlista á Suðurlandi. KK Hvað á ég nú að kjósa? Mynd: Robyn Níu þingmenn náðu ekki kjöri

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.