Dagur - 10.04.1995, Síða 5
FRETTIR
Mánudagur 10. apríl 1995 - DAGUR - 5
/Uþingislfosningarnar - Norð urlanti westra
Sveinn Allan Morthens:
Ágætt miðað við
landsmeðaltalið
„Ég er sannar-
lega ósáttur við
niðurstöðu Þjóð-
vaka á landsvísu
og svekktur yfir
að þetta skyldi
ekki ganga betur
upp. En ef mað-
ur horfir á kjör-
dæmið hér þá komum við ágæt-
lega út miðað við landsmeðaltal-
ið.Við rúllum upp Alþýðuflokkn-
um en það sem vekur athygli
mína er sigur Sjálfstæðisflokksins
hér,“ sagði Sveinn Allan Mort-
hens, oddamaður Þjóðvaka.
„Ég hafði gert mér vonir um 7-
9% fylgi og við endum í 6,8% sem
ég er sáttur vió. Þjóðvakamenn
unnu hér vió lítil efni og í kosninga-
slagnum stóðum við atvinnumönn-
unum ekki að baki. En það sýndi sig
að flokksmaskínurnar voru sterkar
og skiluðu sínu.
A landsvísu hafói ég gert mér
vonir um 6 menn og niðurstaðan því
ekki sú sem maður vonaóist til að
sjá. Hins vegar eru það í raun tveir
flokkar sem vinna, þ.e. Framsóknar-
flokkur og Sjálfstæóisflokkur. Það
undirstrikar þá skoóun mína að
vinstrimenn veróa aó sameinast. Ef
félagshyggjuflokkamir, þ.e. Al-
þýðubandalag, Alþýðuflokkur,
Kvennalisti og Þjóóvaki skynja ekki
þessa áminningu kjósenda núna þá
verður að segjast eins og er að þetta
er dapurt. Ég held að menn verði að
setjast niður og skoða samstarfs-
grundvöllinn í alvöru.“ JOH
Anna Dóra Antonsdóttir:
Kvennabarátt-
unni hvergi
nærri lokið
„Við sjáum að
Þjóðvakafram-
boðið hefur gert
skurk í okkar
raðir, því verður
ekki neitað. Jó-
hanna Sigurðar-
dóttir má
kannski sitja
uppi með þann vafasama heiður
að hafa lamað kvennabaráttuna í
landinu. En ég vil líka benda á að
kvennabarátta hefur ekki unnist á
átta árum og vinna okkar heldur
áfram. Kannski þurfum við að
taka upp aðferðir karlanna með
öryggisnetum í öllum kjördæmum
og vera harðari. Það má vera að
við höfum við verið of linar í bar-
áttunni," sagði Anna Dóra
Antonsdóttir, sem skipaði 1. sæti
Kvennalistans.
„Þó Kvennalistanum yrði boóið
að koma inn í ríkisstjómina núna þá
held ég að það veröi að ígrunda vel.
Þingstyrkurinn er enginn með að-
eins þrjár konur og ég er hrædd um
að þar yrði bara valtað yfir okkur.
En þau mál verða bara að koma í
ljós.
Hins vegar vil ég benda á aó
núna erum við eina stjórnmálaaflió,
fyrir utan fjórflokkinn, sem lifað
hefur af tvö kjörtímabil. Þetta er
vert aó hafa í huga en almennt verð-
um við að taka mark á þessum nið-
urstöðum sem við fáum yfir landið.
Kvennabaráttu er ekki lokið, spurn-
ingin er um aðferðimar í framhald-
inu,“ sagði Anna Dóra Antonsdóttir.
Ragnar Arnaids:
Sæmilega
ánægður
„Skýringin á því
að við töpum
fylgi í þessum
kosningum er
ósköp einfóld.
Við bættum við
okkur miklu
fylgi í kosning-
unum 1991 en
núna erum við í nokkurn veginn
sama fylgi og 1987,“ sagði Ragnar
Arnalds, alþingismaður Alþýðu-
bandalagsins á Norðurlandi
vestra.
„Þaö má heldur ekki gleyma því
að í forystu Þjóóvaka í þessu kjör-
dæmi er einn af fyrrum forystu-
mönnum okkar, Sveinn Allan Mort-
hens. Miðað vió allar aóstæður tel
ég því að við getum sæmilega unaó
við þessa niðurstöðu."
Ragnar sagði að það sama hafi
verið uppi á teningnum í öðrum
landsbyggðarkjördæmunum hvað
Alþýðubandalagið varðaði, það hafi
tapaó fylgi til Þjóðvaka og einnig
Framsóknarflokksins. Hins vegar
hafi flokkurinn lagað stöðu sína á
höfuðborgarsvæðinu. „Miðaö við
allar aðstæður tel ég að útkoma Al-
þýðubandalagsins hafi alls ekki ver-
ið svo afleit."
Ragnar sagóist engu geta um það
spá hvort núverandi stjómarflokkar
haldi áfram ríkisstjómarsamstarfi.
„Það hlýtur að fara eftir vióbrögðum
flokksmanna beggja flokka.“ óþh
Hjálmar Jónsson:
Þarf aö festa
málefnasamn-
ing traustlega
„Mér er efst í
huga það traust
sem fólkið í kjör-
dæminu sýndi
Sjálfstæðis-
flokknum í þess-
um kosningum,“
sagði sr. Hjálm-
ar Jónsson, ný-
Lúðvík sá yngsti
en Egill sá elsti
Lúðvík Bergvinsson, lögfræð- Hann hefur lengst af leikió með
ingur frá Vestmannaeyjum, ÍBV en einnig með ÍK, Leiftri
verður yngsti alþingismaður og ÍA en hefur lagt skóna á hill-
landsins á komandi kjörtíma- una fyrir nokkru.
bili. Hann er fæddur 29. aprfl Egill Jónsson, alþingismaður
1964 og er því rétt að verða 31 og bóndi, verður elsti þingmaður
árs. Lúðvík leiddi iista Alþýðu- landsins á komandi kjörtimabili.
flokksins á Suðurlandi og Hann er fæddur 14. desember
komst inn sem jöfnunarþing- 1930 og cr því 64 ára gamall.
maður. Egill leiddi lista Sjálfstæðis-
Lúðvík er kannski þekktari flokksins á Austurlandi en hann
scm knattspymumaóur en sem hefur verið þingmaður frá árinu
lögfræðingur cóa þingmaóur. 1979. KK
kjörinn alþingismaður Sjálfstæðis-
flokksins á Norðurlandi vestra.
„Ég var viss um að ríkisstjómin
var að gera hluti sem voru nauðsyn-
legir en ég vissi ekki að þeir ættu
þetta mikið fylgi,“ sagði sr. Hjálmar.
Hann sagði að þessi niðurstaða
Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi
vestra væri í samræmi við það sem
hann hafi getað frekast gert sér vonir
um. „Ég er hæstánægður með þessa
niðurstöðu."
„Mér finnst sjálfsögð kurteisi og
eðlilegt upphaf áður en stjómar-
flokkamir segja sig frá hlutunum að
tala saman. Én ég er á því að það
þurfi aó festa afar traustlega mál-
efnasamning þessara flokka, miklu
traustar en síðast," sagði sr. Hjálmar.
Hann sagði að meðal annars yrði að
horfa á í hugsanlegu samstarfi að
báðir stjórnarflokkamir hefðu sterka
stöðu á landsbyggðinni, en því væri
ekki að heilsa á t.d. Noróurlandi þar
sem Alþýðuflokkurinn hafi engan
þingmann.
- Spáirðu því að þessir flokkar
nái samstöðu uru nýjan stjórnarsátt-
mála?
„Ég er ekki tilbúinn að segja neitt
um það núna,“ sagði sr. Hjálmar
Jónsson. óþh
Páll Pétursson:
Stórglæsileg úr-
slit hjá okkur
„Ég er auðvitað mjög ánægður og
það eina sem skyggir á er að ríkis-
stjórnin skyldi ekki falla. Það er
gremjulegt að Pétur Bjarnason
skyldi ekki ná
þessum 35 at-
kvæðum á Vest-
fjörðum til að
fella Sighvat
Björgvinsson því
þá hefði stjórnin
fallið. Að öðru
leyti er ekki ann-
að hægt en vera mjög ánægður",
sagði Páll Pétursson, efsti maður á
lista Framsóknarflokksins á Norð-
urlandi vestra.
„Þetta em stórglæsileg úrslit hjá
okkur í kjördæminu og fylgið það
fjóróa traustasta á landsvísu, þ.e.
bara þrír flokkar sem geta státað af
hærri prósentutölu kjósenda í sínum
kjördæmum. Eins er stórfenglegt að
Framsókn skuli vera næst stærsti
flokkurinn bæði í Reykjavík og á
Reykjanesi."
Páll þakkaði þessa góóu útkomu
í kjördæminu mörgum samverkandi
þáttum, fyrst og fremst mjög góðri
og hyggilegri vinnu. Þó tveir efstu
menn listans hafi tekist hart á í próf-
kjöri fyrr í vetur virðist það ekki
hafa haft áhrif til hins verra. „Við
emm engir byrjendur við Stefán
Guðmundsson og höfum unnið
saman í áratugi."
Páll sagði erfitt að spá í næstu
ríkisstjórn. „Ríkisstjórn núverandi
stjórnarflokka verður ákaflcga veik
og mörg harkaleg ágreiningsmál
hafa komið upp. A hinn bóginn tel
ég útilokað að mynda ríkisstjóm án
Sjálfstæóisflokksins því ég tel eng-
an gmndvöll fyrir málefnalegri
samstöðu Framsóknarflokksins með
Alþýðuflokki," sagði Páll. HA
Jón Hjartarson:
Sárast að falla
fyrir eigin flokks-
mönnum
Jón Hjartarson,
skólameistari á
Sauðárkróki,
skipaði efsta
sæti Alþýðu-
flokksins á
Norðurlandi
vestra en flokk-
urinn fékk að-
eins 4,9% atkvæða á móti 11,7%
fyrir íjórum árum. En hvað fór
helst úrskeiðis?
„Við vorum seinir að ákveða
framboð og okkur margt andstætt í
baráttunni en það sem kemur mér
mest á óvart og er mér einnig sárast
hversu margir Alþýðuflokksmenn
snemst á sveif með Þjóðvaka. Ég
horfi í eigin barm gagnvart fylgis-
hruninu hér og ásaka sjálfan mig í
þeinr efnum. Eg væri sáttur við að
tapa fyrir verðugum andstæðingum
en að falla fyrir eigin flokksmönn-
um er okkur sárast. Miðað við mál-
efnastöðu Alþýðuflokksins finnst
mér útkoma hans á landsvísu slök
og við höfum greinilega ekki komið
málurn okkar á framfæri. Við berum
nreiri þunga og ábyrgð af gerðum
ríkisstjómarinnar en Sjálfstæðis-
flokkurinn, sérstaklega í umdeildum
málurn, en ég býst við því að fram-
hald verði á ríkisstjórnarsamstarfinu
fyrst meirihluti stjómarflokkanna
hélt velli,“ sagði Jón Hjartarson.
GG
KÆRU VINIR OG STUÐNINGSMENN
Viö viljum þakka ykkur stuðninginn
og þá ómetanlegu vinnu sem þið lögðuð á ykkur í
kosningabaráttunni til að gera árangur okkar
sem glæsilegastan.
Frambjóðendur B-listans
Framsóknarflokkurinn í Norðurlandskjördæmi eystra