Dagur - 06.05.1995, Síða 2

Dagur - 06.05.1995, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 6. maí 1995 FRETTIR Hrossabændur að verða heylitlir - sauöfjárbændur reikna yfirleitt meö að gefa út maímánuð Freyvangs- leikhúsið Kvennaskóla- œvintýrið eftir Böðvar Gubmundsson Leikstjóri Helga E. jónsdóttir Föstud. 12. maí kl. 20.30 UPPSELT Laugard. 13. maí kl, 20.30 UPPSELT y Sunnud. 14. maí kl. 20.30 UPPSEI.T Miðvikud. 24. maí kl. 20.30 UPPSELT Síbustu sýningar Mibasala/pantanir sími: 31349 og 31196 Kvennaskólacafé Erfítt tíðarfar og óvenju mikill snjór í vetur hefur gert það að verkum að mun minna hefur verið hægt að halda búfénaði til beitar en venja er. Meira hefur þurft að gefa og því gengið á heybirgðir hjá bændum. Er nú svo komið að á sumum svæðum norðanlands eru bændur að verða heylitlir. Á þetta sérstak- lega við um svæði þar sem mikið er af hrossum. „Þetta er orðið þannig að svona ótíð hefur lítið að segja fyrir sauð- fjárbændur. Menn reikna yfirleitt með því að eiga hey út maí í það minnsta og það er þá ekki nema enn verði kuldar og grasleysi þeg- ar kemur fram í júní að menn færu að þurfa aukahey,“ sagði Olafur Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaö- arsambandi Eyjafjarðar. Að hans sögn hefði samskonar vetur fyrir 20-30 árum getað haft mun alvar- legri afleiðingar í för með sér hjá sauðfjárbændum en þá treystu menn mun meira á vetrarbeit en nú er. „Útbeit er nánast alveg úr sögunni hjá sauðfjárbændum. Menn eru meira aö setja fé út til að vióra það og lofa því að fá ein- hverja hreyfmgu, en eru ekki að hugsa um það til þess að spara fóður.“ Á Norðurlandi vestanverðu er mun verra ástand í heymálum, enda treysta menn þar mikió á að geta beitt hrossum úti, sérstaklega fyrrihluta vetrar. Ovenju snemma var hins vegar orðið erfitt til jarð- ar fyrir hross á beit. „Eg veit að stöku maður er að verða heylítill eða jafnvel heylaus, en þetta hefur bjargast. Það eru aðallega þeir sem eru með hross í einhverju magni sem eru orðnir heylitlir, enda veturinn óvenju gjafafrekur. Héma innan héraós er orðið lítið um hey á lausu, verð á því mjög hátt og varla orðin eftir tugga til sölu,“ sagði Jóhannes Ríkarðsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Skagafjarðar. „Menn fóru reyndar að huga að þessum málum mjög tímanlega og snemma í vetur var keypt þó nokkuð af heyi. Menn höfðu því vaðió fyrir neðan sig þegar sýnt þótti í hvað stefndi,“ sagði Jóhannes. HA Á svæðum þar sem mikið er af hrossum eru bændur að verða heylitiir. Norðlenskir frystitogarar með 12 þúsund tonna karfakvóta: Hafa veitt 62% karfa- kvótans á sjö mánuðum Matur og aðrar veitingar í gamla Kvennaskólanum að Laugalandi Upplýsingar í síma 31333 Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 8. maí 1995 kl. 20- 22 verða bæjarfulltrúarnir Þórar- inn E. Sveinsson og Siguður J. Sigurðsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem að- stæður leyfa. Síminn er 21000. Heildarkarfakvóti 18 norð- lenskra frystiskipa á yfír- standandi fískveiðitímabili er 11.956 tonn, og er sá mesti af einstaka tegundum. Alls hafa norðlenskir ís- og frystitogarar yfír að ráða 20.475 tonna karfa- kvóta. Næst hjá frystitogurun- um kemur þorskkvótinn sem er 9.618 tonn. Af ýsu er frystiskipin með 4.675 tonn, af ufsa 5.149 tonn, af grálúðu 7.020 tonn og af skarkola 458 tonn. Margir frystitogaranna eru einnig meó úthafsrækjukvóta, en stærstan þeirra hefur Sunna SI-67 frá Siglufirði, 2.086 tonn. Sunna SI hefur aðallega verið á rækju- veiðum, bæði hér á heimamiðum og í Flæmska hattinum, og hefur botnfiskkvóti skipsins að mestu leyti verið færóur yfir á önnur skip. Á meðfylgjandi töflu má sjá kvóta fyrstitogaranna í einstaka botnfisktegundum fyrir framan brotastrikið en aftan vió brota- strikió afla togaranna þegar sjö mánuðir voru liðnir af kvótatíma- bilinu í byrjun aprílmánaðar sl. GG Glerárgata 26 á Akureyri: Samið við Tré- verk hf. á Dalvík Samið hefur verið við Tréverk hf. á Dalvík um innréttingu á Glerárgötu 26, eign sameignar- fyrirtækis Akureyrarbæjar og Lífeyrissjóðs Norðurlands, á grundvelli tilboðs Tréverks hf. sem hljóðaði upp á kr. 55.632.801, sem er 76,93% af kostnaðaráætlun. Undirverktakar eru í flísalögn og múrverki Olafur Bjömsson múrarameistari; pípulögn Bútur sf., Þorgrímur Magnússon; dúk- lagningar Viðar Pálsson dúklagn- ingameistari; loftræstilagnir Blikk & tækniþjónustan; raflagnir Raf- iðn hf. og málningarvinna Híbýla- málun á Dalvík. Hönnuður raf- magns er Raftákn hf. en arkitekta- og lagnahönnun var unnin af Formi sf. á Akureyri. GG Gerum bæinn hreinan fyrir HM! Um þessa helgi streymir fjöldi útlendinga til Akureyrar í tengslum við HM ’95. I þeim hópi er fjöldi fjölmiðla- fólks sem ekki aóeins mun fylgjast meó handboltaleikjunum heldur einnig skoða mannlífið. Það er því áskorun til bæjarbúa að þeir taki nú til í kringum sig og leggi þannig sinn skerf af mörkum til að gera fallegan bæ enn fal- legri. GG Kirkulistavika á Akureyri: Fjölskyldumessa kl. 11 í stað 14 í Degi í gær var sagt frá dagskrá kirkjulistaviku á Akureyri og þar sagt að fjölskyldumessa á morgun yrði kl. 14. Hið rétta er að hún veróur í Akureyrarkirkju kl. 11 og kl. 12 verður opnuð í Safnaðar- heimili kirkjunnar sýning á mynd- verkum bama sem eru við nám í Myndlistaskólanum á Akureyri. Kirkjugestum verður boðið að þiggja veitingar í Safnaóarheimil- inu. Mæðraleíkfímí ♦ Mánudaginn 8. maí hefst 5 vikna námskeíð fyrir bamshafandí konur og konur með böm á bijósti. ♦ Róleg og styrkjandi leikfimi fýrir konur sem vílja halda sér í formi fyrir og eftir fæðingu. ♦ Kennt verður tvisvar sínnum í víku á mánudögum og miðvikudögum kl. 10.00. Mæðar ath! Hjá okkur er boðið upp á frxa bama- pössun á meðan á leikfiminni stendur. Notið tæki- færið. Nánari upplýsíngar og skráning í síma 26211. FaPULS 180 HEILSURÆKT KA-heimilinu ■ Sími 96-26211 þorskur ýsa ufsi karfi grálúða Mánaberg ÓF-42 487/408 567/386 387/74 1264/595 338/73 Sólbakur EA-307 565/457 170/127 218/24 850/418 238/15 Sléttbakur EA-304 527/290 75/56 488/91 1672/495 775/722 Akureyrin EA-110 284/149 429/24 125/1 143/22 1092/51 VíóirEA-910 614/609 151/53 498/44 1249/909 318/104 Siglfirð.r SI-150 715/38 284/126 269/15 199/224 316/33 Margrét EA-710 618/405 302/194 408/33 859/867 168/130 Hjalteyrin EA-110 24/0 176/0 162/0 220/148 16/28 Sigurbjörg ÓF-1 698/526 258/226 215/42 484/472 631/4 Örvar HU-21 961/552 470/436 510/14 487/153 603/11 Stakfcll ÞH-360 444/248 202/12 77/2 215/12 408/15 Oddeyrin EA-210 517/591 79/133 324/364 119/84 300/286 Bliki EA-12 239/214 85/76 32/5 1/1 20/10 Sunna SI-67 363/0 36/0 248/0 560/0 86/50 Baldv. Þorsteins. EA- 10 1394/861 432/314 800/143 1598/1302 298/79 Amar HU-1 982/605 622/240 2603/13 673/787 764/20 Baldur EA-108 562/70 89/0 89/0 1373/0 393/94 Svalbakur EA-2 130/0 0/0 56/0 1233/974 501/164 ineun rmgunnnnn wmmmmmmmmá ¥@stmauns¥atii lumarbáðir Knaparnir. Fjörkálfarnir. Garparnir. Könnuðurnir. Smellurinn. Aldraðir og blindir. Þroskaheftir. Börn 7-11 ára Börn 7-11 ára Börn 7-11 ára. Börn 11-13 ára. Unglingar 14-16 ára. 26. júní-30. júní. 3. júlí-10. júlí. 11. júlí-18. júlí. 14. ágúst-19. ágúst. 19. ágúst-23. ágúst. 19. júlí-26. júlí. 19. júní-23. júní. Innritun fer fram virka daga frá kl. 16-19. Síminn er 96-26605. Skráning og upplýsingar einnig í símum 96-61685, 96-61068 og 96- 62220.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.