Dagur - 06.05.1995, Page 8

Dagur - 06.05.1995, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 6. maí 1995 Samuel Beckett - á bókarkápu „Samuel Beckett er t hópi merk- ustu rithöfunda þessarar aldar og hefur ef til vill öðrum fremur stuölað að róttækum breytingum á skáldsagnagerð og leikritun eftir seinni heimsstyrjöld. Bcckett, sem hlaut bókmenntaverölaun Nóbels árið 1969, er áleitinn höfundur, einstakur og frumlegur, en stendur jafnframt nær hinni klassísku evr- ópsku bókmenntahefð en flestir aörir nútímahöfundar. flann skil- greinir hlutskipti mannsins á guð- lausri atómöld, lýsir leitinni aó til- vist og samastað í veröld sem er á mörkum lífs og dauða, þar sem tungumálið lieyr vamarstríð við þögnina. Þrátt fyrir nær fullkomið getuleysi, niðurlægingu og algera örbirgð mannskepnumnar er henni lýst með miklum húmor og af ómótstæðilegri ljóðrænni fégurð.“ Það er Tjamarkvartettinn úr Svarfaðardal sem sér um tónlist- ina í verkinu en höfundar ljóða eru allt frá Kolbeini Tumasyni og Jónasi Hallgrímssyni til Þórarins Eldjáms og Páls Kolka. Lögin eiga íslensk tónskáld, til dæmis Atli Heimir Sveinsson, Gunnar Reynir Sveinsson og Þorkell Sig- urbjömsson. Næstkomandi þriðjudag, 9. maí, verður frum- sýnt nýtt leikverk á Kirkjulistaviku í Safnaðar- heimilinu á Akureyri. Verkið nefnist GUÐ/jón og það bókstaflega verður á vegi áhorfenda í Safn- aðarheimilinu. Það er Viðar Eggertsson leikhús- stjóri Leikfélags Akureyrar sem hefur sett þetta nýja verk saman en hráefnið er einkum af tvenn- um toga, annars vegar orð hins þekkta rithöf- undar Samuel Beckett og hins vegar íslensk Ijóð og lög. Eins og kunnugt er á Viðar að baki langa og fjölskrúðuga leik- hússögu sem leikari, leikstjóri og nú leikhússtjóri en því starfi hefur hann gegnt hjá Leikfélagi Akur- eyrar síðan árið 1993. Viðar segir að starf leikhússtjóra hér á Akur- eyri hafi komió sér ánægjulega á óvart: „Þrátt fyrir 25 ára starfsferil í leikhúsi reyndist þetta starf mun margþættara en ég bjóst við en þetta er lítið leikhús og hér hafa í raun allir meira starfsumfang en í stærri leikhúsunum, sviðið er víð- ara.“ Viðar steig fyrst á fjalimar í Samkomuhúsinu á Akureyri í leikriti Davíðs Stefánssonar Gullna hliðinu sem var sett upp á 75 ára afmæli skáldsins og átti því starfsafmæli einmitt þegar leikrit- ið, A svörtum fjöðrum, var frum- sýnt á 100 ára afmæli skáldsins í vetur. Snúum okkur nú aö nýja ís- lenska verkinu GUÐ/jóni: Tilvist mannsins Viðar samdi ekki þetta nýja leik- verk, GUÐ/jón, heldur setti það saman, eða eins og hann segir sjálfur: „Ég á ekki stafkrók í þessu verki. Ég setti þessa sýningu sam- an úr textum annarra og aðal uppi- staðan í verkinu eru textar eftir Samuel Beckett. Hann er „exis- tentíalisti,“ eóa tilvistarstefnusinni og leggur áherslu á að skýra tilvist mannsins á jörðinni. GUÐ/jón er „existentíalískt verk“ um leit að tilvist og samastað í veröldinni. I verkinu er mikið af söngvum, ís- lensk lög og ljóð valin út frá efni verksins sem sagt spumingunni um tilvist mannsins á jöröinni.“ Nýtt íslenskt leikverk á Kirkjulistaviku á Akureyri: GUÐ/jón Leikgerð og stjórn - Viðar, hefur þú notaó þessa aó- ferð til að setja saman sýningu áð- ur? „Já, þetta verk er af sömu rót og þegar ég gerói leikritið, Sannar sögur af sálarlífi systra, sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu í fyrra og hlaut Menningarverðlaun DV. Það verk byggði ég á texta Guðbergs Bergssonar, þremur bókum hans, sem ég felldi saman í eina leik- geró.“ Ögrandi og skapandi verkefhi I verkinu koma fram sex leikarar auk félaganna í Tjarnarkvaftettin- um þeirra Rósu, Kristjönu, Krist- jáns og Hjörleifs. Það eru Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Dofri Hermannsson, Sigur- þór Albert Heimisson, Aðalsteinn Bergdal og Barði Guðmundsson. ^ Viðar Eggertsson ræðir við ^ einn leikaranna í GUÐ/jón. Myndirnar á síðunni tók Robyn Redman Ijósmyndari Dags á æfingu í Safnaðarheimilinu í vikunni. Viðar leikstýrir GUÐ/jóni rétt eins og hann leikstýrði Sönnum sögum af sálarlífi systra. Þannig getur hann fylgt hugmyndinni eft- ir alla leið, til þeirra sem koma til að njóta. „Það er engin tilviljun að verk- iö sem á að frumsýna á þriðjudag- inn heitir GUÐ/jón. Það er byggt á nokkurn veginn sömu hugmynd- inni og þeirri sem sungið er um í þekktu ljóói Þórarins Eldjáms, sem bæði Atli Heimir og Hörður Torfason hafa gert lag við, um Guðjón sem liftr enn í okkar von- um.“ GUÐ/jón = Godot? „Frægasta leikriti Samuels Beck- etts er Beðið eftir Godot og þeir eru margir sem hafa velt því fyrir sér hvað Godot þýði og hver hann sé. I verkinu kemur Godot aldrei inn á sviðið en hann er alltaf væntanlegur. Einhverju sinni var sett fram sú kenning að Godot væri sett saman úr enska orðinu god og franska orðinu pierrot sem þýðir trúður. Þá hefði ef til vill verið nær að þýða, Beðið eftir Godot, sem Beðið eftir Guðjóni. En GUÐ/jón á Kirkjulistaviku er hins vegar sérstaklega sniðið inn í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Leikurinn á heima í heim- ilinu öllu, sýningargestir verða á faraldsfæti um húsió, sali, ganga og kapellu, og mæta leiknum á leió sinni. Þetta er óvenjulegt verk á Kirkjulistaviku, ný braut sem gaman er að feta.“ - En hvers vegna Beckett, hve- nær heillaðist þú af verkum hans? „Ég lék í Beðið eftir Godot árið i 980 hér í Samkomuhúsinu, hjá Leikfélagi Akuréyrar. Sýnipgin var mjög rómuó og hún endaói á Becketthátíó í heimalandi höfund- ar, Irlandi. Þarna varð til eitthvert samband, einhver tenging milli mín og Becketts, mín og verkanna hans sem síðan hafa skipað sér- stakan sess í huga mínum.“ Öðruvísi leik/VERK - Um hvað er GUÐ/jón? „Um manninn í örbirgð sinni, sem á sér ekki huggun. Akall hans um lausn eða miskunn og fælni hans við að játa fyrir sér aðstæður sínar. Persónumar eru haldnar tjáningarþörf andspænis því tómi sem þær lifa í. Tjáningarþörfm kemur fram á þann hátt að persón- urnar eru sífellt að tala um líf sitt til að fyllast vissu um að þær eigi sér tilgang. Þessi sífellda endur- tekning á minningum verður til þess að persónumar þoma smátt og smátt upp því þær stíga ekki næsta skref fram á við. Þær óttast að ef þær þagni taki eitthvað við sem þær þekkja ekki. I verkinu er komið svo nálægt persónunum að í raun er um sálir að ræða, manns- sálir sem reika um á jörðinni, sumar eiga ekkert athvarf en aðrar eiga sér athvarf í miskunnsemi eða lausn sem vió gætum kallað guðdóm. Eða eins og segir svo fallega í sálminum, „Á hendur fel þú hon- um,“ maðurinn sém kemur að fót- um Krists í allri sinni auðmýkt og leyfir almættinu að umvefja sig og hvílir sáttur. Hröktu sálimar í GUÐ/jóni finna ekki slíka lausn, þær eru á reiki, fmna sér ekki samastað, en ljóð og lög í flutn- ingi Tjamarkvartettsins koma.sem líkn eða smyrsl á sárin. Ef sýningargestir fela sig verk- inu á vald eins og jón þarf að fela sig Guði á vald þá vona ég að fólk verði snortið, en til þess þarf að slaka á og gefa verkinu tækifæri,“ sagði Viðar Eggertsson. KLJ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.