Dagur - 06.05.1995, Blaðsíða 13

Dagur - 06.05.1995, Blaðsíða 13
Laugardagur 6. maí 1995 - DAGUR -13 Þeir Stevie Wonder og Ray Charl- es eiga býsna margt sameiginlegt þótt á ólíkum aldri séu. Báðir eru þeir í fyrsta lagi blakkir, báðir tónlistarmenn, hafa leikið á sama hljóðfærið, píanó, auk þess að syngja og... eru blindir. Má trú- lega halda því fram að vegna blindunnar hafi þeir fyrst og fremst orðið það sem þeir eru, af- burða tónlistarmenn hvor á sinn hátt og einstakir í sinni röð. Hefur tónlistargyðjan reynst vera þeirra ljós í almyrkrinu, sem þeir hafa þjónað af lífi og sál og uppskorið ríkulega fyrir. Hinn um þrítugi Jeff Healey frá Toronto í Kanada er hvorki píanóleikari né dökkur á hörund, en hann er afburða söngv- ari og gítarleikari og blindur. Meó sínum fádæma spilstíl, að láta gít- arinn hvíla á knjám sér og leika þannig á hann ofan frá, vakti He- aley fljótlega gríðarlega athygli og aðdáun eftir aö hann hafði sett saman tríó ásamt bassaleikaranum Joe Rockman og trommuleikaran- um Tom Stephen árið 1985. Kepptust gítarstórmenni á borð við Stevie Ray Vaughan og B. B. King vió að hrósa Healey og fór svo að útgáfan stóra, Arista, gerói við hann samning. Fyrsta platan, See the light, kom út 1988 og fékk mjög góðar viðtökur og ekki minnkaði veg- semdin þegar Healey kom fram ásamt félögum sínum í myndinni Roadhouse hið sama ár. Seldist platan með tónlistinni úr mynd- inni, þar sem Healey tók m.a. Tore down (Freddy King blúsinn sem svo vinsæll varð með Eric Clapton í fyrra) og titillagið, sem fengið var úr smiðju Doorsjöfurs- ins, Jim Morrison, vel og kynnti nafn Healeys víða um heim. Jeff Heatey. Btindur en ber i sér snitti. Jæja, góðir landsmenn, nær og fjær. Nú er stóra stundin enn og aftur að nálgast, Evrópusöngva- keppnin, og er spennan venju fremur nokkru meiri í þetta skipt- ið. Það er líka rík ástæða til, því ekki er aðeins um að ræða hvað það varðar að þetta verður í tíunda skiptið sem við Islendingar tökum þátt, heldur er nú öllu tjaldað til að ná sem lengst í keppninni. Reyndar ekki peningalega séð, engin forkeppni með öllu sem henni fylgir, en með söngvara sem fyrir löngu hefði átt að vera full- trúi þjóðarinnar í keppninni aó flestra mati. Semsagt í tíundu at- rennu eftir að Icyflokkurinn, Pálmi Gunnars, Helga Möller og Eiríkur Hauksson, Halla Margrét, Daníel Ágúst, Ingibjörg Stefáns- dóttir, Stebbi Hilmars tvisvar, þar af í seinna skiptið meö Eyjólfi Kristjánssyni og Sigríður Bein- teins þrisvar, þar af tvisvar sem söngkona með Stjóminni, höfðu reynt sig í hin níu skiptin, fær loksins hjartaknúsari landsins númer eitt, Johnny Logan íslands, hann Bjöggi, Björgvin Helgi Hall- dórsson loks að spreyta sig. Loks- ins, loksins, loksins. VatIa tiltnljun Þaó er síðan tæpast tilviljun að lagið sem Björgvin hefur sett sam- an með öðrum heitir Núna, eða hvað? Að fullyrða um það er erf- itt, en það er alveg á hreinu í hug- um flestra að það sé NÚNA eóa aldrei sem vió eigum einhverja raunhæfa möguleika á að vinna þessa blessuðu keppni. Það skýrist þann 13., eftir rétta viku þegar herlegheitin fara fram á írlandi, hvort það ævintýri gerist að litla Island vinni, en ef svo fer er ekki alveg víst að allir fagni því svo mjög og er þar komið að hinni hliðinni á söngvakeppninni. f>\\\ bliðin Ef Björgvin tekst þetta afrek sem margir vonast til, að vinna keppn- ina, verður það ekkert grín að ætla aó halda keppnina hér á landi að ári. Myndi það allavega þýða gríðarlegan kostnað fyrir ríkisút- varpió, sem yfirmenn þar á bæ €ðök Veððer t>ill Eddie Vedder söngvari Seattlerokk- risanna í Pearl jam hefur hingað til horft aðgerðarlaus á félaga sína í hljómsveitinni bregða undir sig betri fætinum og setja saman nýjar sveitir sér til gamans þegar lítið hefur verið aö gera hjá Peari jam. Nú vill hann hins vegar ekki lengur láta sitt eftir liggja og hefur sett saman tríó með eiginkonu sinni, Beth Liebling og óþckktum gítarleikara og ætla þau nú í maí að fara í tónleikaferö með Foo fighters, hljómsveitinni hans Dave Grohl úr Nirvana. Það sem ekki hvað síst vekur athygli við þetta Eddie Vedder meí nýja btjómstfeit. ByrjAÖi brÁðungur Jeff Healey var aðeins eins árs þegar hann missti sjónina og á því engar minningar um umhverfi sitt. En líkt og með áðurnefndu blökkumennina tvo reyndist það vera tónlistin sem var ljósið í myrkrinu. Strax þriggja ára göml- um var honum gefinn gítar, sem ótrúlega fljótt lagóist fyrir honum að leika á. Lærói hann fyrst aó leika á gítarinn á hefðbundinn hátt, en fannst það aldrei nógu þægilegt þannig að hann ákvaó að prófa að láta hljóðfærið á hnén. Það gekk upp og þykir Healey þannig hafa skapaó sér einstak- lega kröftugan stll, þótt vissulega sé það ekkert nýtt að menn spili ofan á gítarinn. Brcytingar Blúsinn haföi aó mestu ráðið ríkj- um hjá Healey á See the light og á sömu nótum var hann í Road- housemyndinni. Rokk í kraftmeiri kantinum var hins vegar á dagskrá á annarri plötunni, Hell to pay, sem kom út 1990, með poppi í bland, sem ekki minni gestaleikar- ar en George Harrison, Mark Knopfler og Jeff Lynne sáu um. Platan varó samt ekki eins sigur- sæl og vænta mátti, nema hvað að lagið I think I love you too much, sem Knopfier lagði til, náði nokk- urri hylli. Enn meiri og kröftugri breytingar voru síðan á þriðju plötunni, Fell this, sem kom á markað 1992. Sýndi hún áfram góða tilburði hjá Healey við gítar- ieik og ekki síður söng og var hinn besti gripur, en gerði samt vart mikið meira en að halda nafni hans áfram sæmilega á lofti. CulkAtiir Fyrir nokkru kom svo fjórða plata Jeff Healey og félaga. Kallast hún Cover to cover og geymir eingöngu túlkanir á í flestum til- vikum mjög frægum lögum. Er það fljótsagt að Cover to cover, er með betri verkum sinnar tegundar að margra mati. Snýr Healey þama að nokkru sér aftur að blúsnum m.a. og fer hreinlega á kostum. Sem kunnugt er hefur Healey notið góðra vinsælda með Stuck in the middle of you, sem er eftir Gerry Rafferty, þann sem varð geysivinsæll með laginu Baker street, en það er þó langt í frá besta túlkunin á plötunni. Sem dæmi um aðrar fremri og sem jafnframt sýna fjölbreymina hjá Healey, má nefna Angel eftir Jimi Hendrix, Communication bre- akdown af fyrstu Zeppelin- plötunni, Creamlagið Badge, sem Clapton samdi með vini sínum Harrison og Evil eftir blússkáldið mikla Willie Dixon og þannig mætti raunar áfram telja. Mættu þessi og fleiri að ósekju heyrast í útvarpi og eins og Stuck... svíkur Cover to cover engan sannan rokkaðdáanda. Spennandi. HóaÍ qerir Bjöqqi i Dubtin > yrðu ekkert of hrifnir af. Annaó varðandi keppnina nú sem snýr að laginu (sem nú átti að heita að nýja tríó, er að um engan söng verður að ræða og að Vedder sér um trommuleikinn. Slíku hlut- verki er hann þó ekki alveg ókunnur, því í myndinni Singles, lék hann einmitt trommara í hljómsveit sem kallaðist Citizen Dick. Tríóinu, sem kallast Ho- vercraft, er þó ekki ætlaðir margir starfsdagar, allavega ekki í fyrst- unni, því fljótlega eftir að ferðinni með Foo fighters lýkur, fer í hönd tónleikaferð Pearl jam um Banda- ríkin þver og endilöng. Plata er þar með ekki á dagskrá, en hins vcgar mun vera farið að styttast í plötuna sem Vedder og félagar í Pearl jam tóku upp meó kanadíska goðinu Neil Young. væri ekki valið heldur pantað fyr- irfram) er þetta með hann Gcir- mund og lagið hans, Þegar sólin sest, en kappinn gerói sér lítið fyr- ir og sigraði í dægurlagasam- keppninni á Sauóárkróki í síðustu viku, en sem upphaflega var fyrir Evróvísíon og var hafnað. Hefði það auðvitað verið toppurinn ef það hefði sameinast að Björgvin og Geirmundur færu báðir út í fyrsta sinn, en líkt og með þann fyrmefnda hefur mörgum þótt Geirmundur eiga fullt erindi út. Er þessi atburðarás hin kátbrosleg- asta og verður í framhaldinu spennandi að sjá hvort lagið reyn- ist lífseigara þegar upp verður staðið. En burtséð frá því öllu þá hefur Skífan nú gefið út Núna og átta önnur lög sem Björgvin hefur sungið í Söngvakeppni sjónvarps- stöðva á plötu sem einfaldlega nefnist Núna. Auk þess er svo á henni ensk útgáfa af Núna, sem nefnist, If it’s gonna end in heart- ache.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.