Dagur - 25.05.1995, Side 2
2 B -DAGUR
Afmælisblað ÚA - Fimmtudagur 25. maí 1995
PT
ig
Sendutn okkar bestu kveÓjur
í tilefni 50 ára afmœlis
Utgerðarfélags Akureyringa
EL
pob
Furuvöllum 5 • Akureyri • Sími 462 2500
ja
ig
Bestu kveðjur tií Útgerðarfélags
Akureyringa í tilefni dagsins
og óskir um gæfuríka framtíó
EL
Björn og Halldór h/.
Síðumúla 19 • Reykjavík • Sími 561 8030
Afmælisblað ÚA:
Baráttu sagaúr
atvinni ulífínu
Föstudaginn 26. maí eru 50 ár
liðin frá formlegri stofnun Út-
gerðarfélags Akureyringa hf. og
verður þessara tímamóta
minnst með ýmsum hætti. Jón
Hjaltason, sagnýræðingur, hef-
ur skráð sögu ÚA sem nú er að
koma út og Útgerðarfélagið
mun standa fyrir fagnaði á af-
mælisdaginn og stórveislu í
byrjun næsta mánaðar. Þá var
ákveðið að Dagurgæfi út sér-
stakt afmælisblað afþessu til-
efni með efni tengdu sögu fé-
lagsins og afmæliskveðjum.
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
hefur verið mikið í fréttum síðast-
liðna mánuði og reyndar undan-
farin ár. Yfirleitt eru þetta jákvæð-
ar fréttir um góða afkomu og
blómlega starfsemi í þessum mátt-
arstólpa sjávarútvegs í Eyjafirði.
Hins vegar hefur staða félagsins
ekki ætíð verið svona góð og það
er hollt að rifja upp sögu brautryðj-
endanna. Ef til vill má segja að at-
vinnusaga Akureyrar eftir stríð
kristallist í sögu Útgerðarfélagsins.
Þar er að finna kjark og frum-
kvæði, tortryggni og pólitískar
deilur, bullandi rekstrarerfiðleika
og óhagstæð ytri skilyrði, bjartsýni
og framkvæmdaþor og þennan
ódrepandi baráttuvilja sem hefur
skilað þeim árangri sem raun ber
vitni.
I afmælisblaðinu er aðdragand-
inn að stofnun Útgerðarfélagsins
rifjaður upp og stiklað um hálfrar
aldar sögu félagsins í landi sem og
á sjó. Rætt er við fyrrverandi og
núverandi starfsmenn og reynt að
gefa nokkra innsýn í stöðu þessa
öfluga sjávarútvegsfyrirtækis og
þá starfsemi sem þar fer fram.
Annars má segja að valið sé erfitt
þegar gera á sögu stórfyrirtækis
skil en í litlu afmælisblaði er vitan-
lega ekki hægt að gera grein fyrir
öllum þáttum starfseminnar og
enn síður að ræöa við þá fjölmörgu
aðila sem tengjast sögunni. Bók
Jóns Hjaltasonar bætir úr því. En
vonandi verða lesendur einhvers
vísari um „óskabarn Akureyrar"
eftir lesturinn.
Undirritaður vill fyrir hönd
Dags færa Útgerðarfélagi Akureyr-
inga hf. árnaðaróskir á 50 ára af-
mælinu með von um að félagið
verði áfram mikilvægur hlekkur í
keöju atvinnulífsins í bænum.
Stefán Þór Sæmundsson.
' '""'
*<?**$«,
4. , 1
^ V ~ 4 1 |7 1 * v. W
* jr " - jl ' 1