Dagur - 25.05.1995, Side 20
20 B - DAGUR
Afmælisblað UA - Fimmtudagur 25. maí 1995
Við sendum öllum starfsmönnum
og stjórnendum
Útgerðarfélags Akureyringa hf.
okkar bestu óskir í tilefni
50 ára
afmælis fyrirtœkisins og þökkum fyrir góð og
ánœgjuleg viðskipti á undanförnum árum
TOGHLERAR
„FYRIR ALLAR TOGVEIÐAR"
J. HINRIKSSON H.F.
SÚÐARVOGI4 SÍMAR 588 6677 /568 0775
104 REYKJAVÍK MYNDSENDIR 568 9007
„FRAMLEIÐENDUR TOGBÚNAÐAR í ÁRATUGI"
Birna Tobíasdóttir og Maria Evangelina slá á létta strengi.
Mynd: Robyn.
„Langar aðfara að kenna<(
- segir Maria E. Bjarnason frá Filippseyjum
Útgerðarfélag Akureyringa hef-
ur eins og mörg önnur sjávar-
útvegsfyrirtæki ráðið til sín er-
lent starfsfólk í fiskvinnslu. Er-
lendar konur hjá ÚA eru eitt-
hvað á annan tuginn, frá Thai-
landi, Filippseyjum, Græn-
höfðaeyjum og víðar. Við hitt-
um að máli eina úr þessum
hópi.
Maria Evangelina Bjarnason er frá
Filippseyjum. Hún er gift Sveini
Bjarnasyni á Brúarlandi í Eyjafjarð-
arsveit og er búin að fá íslenskan
ríkisborgararétt. Maria kom til ís-
lands í júní 1990.
„Eg kom fyrst til Reykjavíkur
með frænku minni sem er líka gift
íslenskum manni. Svo fór ég norð-
ur og vann fyrst í Lindu en síöan
hjá UA."
- Vannstu líka í fiski á Filipps-
eyjum? „Nei, ég er gagnfræða-
skólakennari. Eg kenndi ensku og
líffræði og hafði ekkert komið ná-
lægt fiski."
- Hvernig líkar þér að vinna í
frystihúsinu?
„Þetta er bara ágætt. Fólkið er
gott. Eg vinn á flæðilínunni og það
er allt í lagi. Mér líkar vel að vera
hérna, það er fínt að búa í sveitinni
og ég er gift góðum manni."
- Ætlaröu að halda áfram í fisk-
inum eða langar þig til að gera eitt-
hvað annað?
„Mig langar að fara að kenna
aftur. Eg var næstum búin með
master-nám, á eftir eitt ár, en vant-
ar kennararéttindi hérna. Það er
draumurinn aö fara í nám til að fá
fullkomin réttindi en ég verð að
bíða og sjá til. Islenskan er svo erf-
ið," sagði Maria á vel skiljanlegri
íslensku, en hún taldi þó aö tungu-
málið gæti orðið sér fjötur um fót í
námi og kennslu.