Dagur - 25.05.1995, Side 7

Dagur - 25.05.1995, Side 7
sem faglegan framkvæmdastjóra sem bar ábyrgð á rekstri fyrirtæk- isins. Það var á grundvelli reynslu minnar í Slippstöðinni sem ég sótti um starfið en ekki á pólitískum forsendum. Hafi þeir tímar verið við líði að ráða skyldi í starfið eftir pólitískum línum þá fannst mér svo sannarlega að þeir tímar ættu að vera liðnir og það finnst mér enn." Byrjaði hjá ÚA við upphaf kvótaskerðingar - Burtséð frá pólitíkinni þá voru miklir umbrotatímar í sjávarútvegi þegar þú tókst við framkvæmda- stjórastöðunni, samdráttur í afla- heimildum og annað í þeim dúr. Var ekki strax í mörg hom að líta hjá þér? „Það eru orð að sönnu. Sjávar- útvegurinn var einmitt á krossgöt- um á þessum tímapimkti. Arið 1989 var fyrsta ár hinnar miklu kvótaskerðingar og síðan hefur verið skerðing nánast á hverju ein- asta ári. Við tókum strax þá stefnu að bregðast við þessum kvóta- skerðingum og freista þess að halda að miruista kosti sömu stöðu og við höfðum haft. Það má segja að þetta hafi verið okkar aðalmark- mið á þessum tíma og æ síðan, að allar aðgerðir okkar miðuðu að því að tryggja vöxt Útgerðarfélags Ak- ureyringa. Eins og rekstrartölur bera með sér tel ég að við höfum náð þessu markmiði. Við höfum verið að auka veltu og framleiðslu á hverju ári og ég held að velta okkar sé 40-50% meiri miðað við sama verðlag en hún var í upphafi kvótaskerðingarinnar. Þá eru hér 80-100 fleiri störf en voru á þeim tíma þannig að þetta hefur þróast fram á við og ég held að það hafi spilast mun betur úr stöðunni en menn áttu von á, miðað við hvað skerðingamar hafa verið miklar." Höfum ekki tapað á Mecklenburger - Það hefur væntanlega verið tölu- vert mál að leita eftir kvótabátum hér og þar og bregðast við skerð- ingunni, en svo færðuð þið út kví- amar og keyptuð meirihluta í Mecklenburger Hochseefischerei í Þýskalandi. Hvemig vildi þetta til? „Á þessum árum, 1992-93, fóru menn að horfa til annarra veiða og þátta og byrjað var að prédika að nú ætti að leita út fyrir landstein- ana og huga að fjárfestingum er- lendis. Þetta var ekkert einfalt mál og miklu erfiðara en menn skyldu gera sér í hugarlund. Hins vegar er það svo að ef ekkert er reynt þá gerist aldrei neitt. Margir hafa reyndar ekki riðið feitum hesti frá slíkum þreifingum og eins og kunnugt er þá gekk þetta ekki eftir hjá okkur eins og við höfðum vænst. Engu að síður höfum við enn ekki tapað neinu á Mecklen- burger og nú er nýbúið að endur- skipuleggja reksturinn. í fyrsta lagi er búið að endurfjármagna hann þannig að í ljósi efnahagsstöðunn- ar ætti þetta að geta gengið á næstu misserum. Síðan hafa verið gerðar róttækar breytingar varð- andi rekstrarskilyrðin." - Eins og hverjar? „Ja, það verður að segja eins og er að við sáum ekki allt fyrir. Eitt mál var sérstaklega erfitt viður- eignar. Sjómennimir og aðrir starfsmenn Mecklenburger voru á launum allt árið jafnvel þótt skip félagsins gætu ekki stundað veiðar yfir veturinn vegna veðurs og fjar- lægðar á miðin. Það var því afar þungur baggi að vera með allt fólkið á launum meðan enginn var aflinn og þar af leiðandi engar tekj- ur. Okkur var ljóst að það þýddi ekki að endurfjármagna þetta nema gera róttækan uppskurð á þessu kerfi." Þýsku skipin gerð út frá mars fram í nóvember Uppskurðurinn hefur verið gerður og Gunnar lýsir því fyrirkomulagi sem nú hefur verið tekið upp hjá Mecklenburger: „Með samvirvnu við samtök sjó- manna er búið að koma því þannig fyrir að félagið verður rekið sem vertíðarfyrirtæki. Við munum halda skipunum úti frá mars og fram í október eða nóvember. Síð- an munu þau liggja yfir veturinn og starfsfólkið fer þá á atvinnu- leysisbætur. Þar kemur til sögunn- ar atvinnutryggingasjóður sem samið var við. Þetta kemur væntanlega til með að skipta sköp- um í rekstrinum. Þessi skip stunda úthafsveiðar og þeim veiðum fylgir töluverð áhætta. Þau hafa þorskkvóta í Bar- entshafi og stunda úthafsveiðar á Reykjaneshryggnum, en þær veið- ar hafa farið vel af stað á þessu ári og við reiknum með að geta haldið þeim úti fram í nóvember. Með þessum aðgerðum hefur stórum hindrunum verið rutt úr vegi en framtíðin verður síðan að skera úr um það hvemig til tekst. í beinu framhaldi má geta þess að Útgerðarfélagið er fjárhagslega mjög traust fyrirtæki og við höfum verið að bæta efnahaginn ár frá ári. Útgerðarfélagið hefur því burði til að taka áhættu og það eru ekki nema 10-12% eiginfjár undir þama í Þýskalandi og meðan við töpum ekki er enginn skaði skeður." Bærinn þarf ekki að eiga meiríhluta - Snúum okkur að öðru. Framan af var deilt um hvort Útgerðarfélagið ætti að vera bæjarútgerð eða hluta- félag með breiðri eignaraðild. Hlutafélagsformið varð ofan á en engu að síður hefur Akureyrarbær átt afgerandi meirihluta í félaginu en þetta hefur verið að breytast á síðustu árum. Hvenær var félagið opnað? „Það var 1991 sem við buðum fyrst út nýtt hlutafé. Tíðarandinn var þannig að hlutafjárútboð voru talin vænlegust til að fá áhættufjár- magn inn í rekstur fyrirtækja. Bær- inn var yfirgnæfandi í eignaraðild- inni þótt hluthafar væru á bilinu 700-800. Gengi hlutabréfana var lágt, enda engin viðskipti með þau. Það er skemmst frá því að segja að það varð strax mikU eftirspurn eftir hlutabréfum í Útgerðarfélag- inu og seldust þau fljótlega upp. Akureyrarbær nýtti forkaupsrétt sinn en hefur ekki gert það í sama mæli síðustu ár. Nú er eignarhluti bæjarins kominn niður í 54% og hluthafarnir orðnir um 1800 tals- ins." - Hlutabréfin eru eftirsótt eins og tilboð frá Kaupfélagi Eyfirð- inga, lífeyris- og verðbréfasjóðum o.fl. báru með sér síðasta vetur í öllum látunum í kringum sölumál- in. En hver er þín skoðun, Gunnar, finnst þér að Akureyrarbær þurfi að eiga meirihluta í Útgerðarfélag- inu? „Nei, mín skoðun er sú að hann þurfi ekki að eiga meirihluta og ég vildi sjá félagið í sem breiðastri eign. Hitt er svo annað mál, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, að það þurfa að vera ein- hveijir bakhjarlar að hverju fyrir- tæki til að tryggja festu í stefnu og stjómun fyrirtækisins. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt að utan- aðkomandi aðilar skipti sér sem minnst af þeirri stefnu og ákvarð- anatöku sem réttkjörin stjóm fé- lagsins hefur á sinni könnu," sagði Gunnar Ragnars að lokum. Þess má geta að um það leyti sem viðtalið var tekið fóru að heyr- ast raddir um að það væri tíma- skekkja að meirihluti bæjarstjómar hverju sinni tilnefndi formann stjómar ÚA og alla aðra stjómar- menn eftir pólitískum línum. Aðrir hluthafar vildu hafa þarna hönd í bagga og fyrir aðalfundinn 24. apr- íl sl. var einmitt gerð sú breyting að bæjarstjómin tilnefndi aðeins 3 stjómarmenn í stað 5 áður, Kaup- félag Eyfirðinga 1 og aðrir fjárfest- ar 1. Jafnframt var farið að ræða um að Akureyrarbær myndi á kjörtímabilinu láta meirihlutaeign- ina af hendi og í ljósi þessa er óhætt að tala um ný tímamót í sögu félagsins á 50 ára afmælinu. Sléttbakur í lengingu og gagngerum breytingum í Slippstöðinni þar sem honum var breytt í frystitogara árið 1987. (Myndasafn Dags). Fimmtudagur 25. maí 1995 - Afmælisblað ÚA er DAGUR - B 7 13 ÉiL PT Sendum okkar hstu kveðjur í tilefni 50 ára afmaelis Utgerðarfélags Akureyringa Lykilinn að góðu verki færðu hjá Fossherg G.J. Fossberg Skúlagötu 63 • Reykjavík • Sími 561 8560 Bestu kveðjur til Útgerðarfékgs Akureyringa í tilefni dagsins og óskir um gœfuríka framtíð ja -ra 5L er Grýtubakkahreppur Gamla Skólahúsinu • Grenivík Sími 463 3159 ja 13 Bestu kveðjur til Útgerðarfélags Akureyringa í tilefni dagsins og óskir um goefurka framtíð BL Gúmmíbátaþjónusta Norðurlands h/. Óseyri 6 • Akureyri ■ Sími 462 6040 J3 i----------------------------------1 Bestu kveðjur til Útgerðarfélags Akureyringa í tilefni dagsins og óskir um gaefuríka framtíð 13 BLIKK- OG TÆKNIÞJÓNUSTAN hf. Kaldbaksgötu 2 ■ Akureyri • Sími 462 4017

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.