Dagur - 25.05.1995, Side 6
6 B - DAGUR
Afmælisblaó ÚA - Fimmtudagur 25. maí 1995
Þegar Gísli Konráðsson lét af störfum framkvæmdastjóra Útgerð-
arfélags Akureyringa fyrir aldurs sakir 1989 var Gunnar Ragnars
ráðinn í stöðuna úr hópi umsækjenda. Gunnar hafði lengi verið
forstjóri Slippstöðvarinnar og þar af leiðandi í nokkrum tengslum
við ÚA en hann hafði líka skapað sér nafn sem bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins ogforseti bæjarstjómar. Enn og aftur komu pólit-
ískar umræður upp á yfirborðið þegar Útgerðarfélagið átti i hlut
en framsóknarmenn og sjálfstæðismenn höfðu skipt framkvæmda-
stjórastólunum tveimur bróðurlega síðan 1958.
Gunnar starfaði við hlið Vilhelms
Þorsteinssonar fram til ársins 1993
er Vilhelm lést, en síðan hefur
Gunnar staðið einn í eldlínunni.
Maðurinn er þó aldrei einn. Að
sjálfsögðu starfa fleiri stjórnendur
hjá ÚA og stjórn félagsins fer með
æðsta valdið. Gunnar segir þaó
ómetanlegt að hafa fengið að vinna
með Vilhelm Þorsteinssyni og
njóta leiðsagnar hans í fram-
kvæmdastjórastarfinu.
I þessu afmælisspjalli við Gunn-
ar Ragnars verður einblínt á
nokkra þætti, s.s. samskipti ÚA og
Slippstöðvarinnar, ráðningu
Gunnars til ÚA, stefnu félagsins á
tímum kvótaskerðingar og hrær-
ingar síðustu ára.
✓
Þrýstingur á UA að láta
Slippstöðina smíða togara
- Mig langar að víkja fyrst að
Slippstöðvarárunum, Gunnar. í
ljósi sögunnar hefur Slippurinn lít-
ið komið nálægt nýsmíði fyrir Út-
gerðarfélag Akureyringa og þetta
var á tímabili mikið hitamál. Var
ekki töluverður þrýstingur í bæn-
um á það að smíða ÚA-togara í
Slippnum?
„Jú, þrýstingurinn var mikill.
Það var í kringum 1970 þegar end-
urnýjun togaraflotans komst á
skrið, síöutogurunum var lagt og
skuttogarar smíðaðir í staðinn.
Þetta var auðvitaó mikið fyrirtæki
og hvort sem mönnum líkaði það
betur eða verr þá var það ríkið sem
hafði forgöngu um þau mál og
skipaöi samninganefnd um smíöi
skuttogara. Þá var fyrst og fremst
verið að hugsa um Bæjarútgerð
Reykjavíkur, Bæjarútgerð Hafnar-
fjarðar og Útgerðarfélag Akureyr-
inga. Nefndin stóð fyrir útboði og
tilboð bárust víóa frá og Slippstöð-
in tók þátt í því. Eftir mikið japl,
jamm og fuður samdi nefndin við
skipasmíðastöð á Spáni um smíði á
fjórum skipum. Þá lá ekki fyrir að
Útgerðarfélagði myndi eiga aöild
að þeim því það var ákaflega mik-
ill þrýstingur á að félagið næói
samningum við Slippstöðina. Þetta
voru afar þungir og erfiöir samn-
ingar enda verið að bera saman
verö á skipum bæði á Spáni og í
Póllandi, en Ögurvík hafði einmitt
skömmu áður samið um smíði á
tveimur skipum í Póllandi.
Slippstöðin átti í talsverðum
rekstrarerfiðleikum á þessum tíma.
Mikið tap hafði orðið á smíði
strandferðaskipanna Heklu og
Esju og ýmsar aðstæöur með erfið-
asta móti. Hins vegar var Slipp-
stöðin aó byrja að smíöa 150 tonna
vertíðarbáta og var búin að smíða
þrjá slíka þegar hér var komið við
sögu, m.a. fyrir Einar ríka í Vest-
mannaeyjum. Þessir bátar reynd-
ust vel og fleiri fylgdu í kjölfarið
og hagur fyrirtækisins vænkaðist.
Málin þróuðust þannig að hætt var
við togarasmíðina í Slippnum. Út-
gerðarfélagið leysti til sín vélar og
búnað sem Slippstöðin hafði fest
kaup á og togaranefndin samdi við
Spánverjana um tvo togara fyrir
ÚA."
Farsæl málalok fyrir
bæði fyrirtækin
Og Gunnar heldur áfram: „Eftir á
að hyggja held ég að þetta hafi orð-
ið til verulegra hagsbóta fyrir Út-
gerðarfélagið. I fjórum fyrstu tog-
urunum sem Spánverjarnir smíð-
uðu var nánast allt spánskt, bæði
vélar og búnaður, en í togurum Út-
gerðarfélagsins voru vélar og tæki
af viðurkenndum vestur-evrópsk-
um tegundum og þeir togarar voru
mun vandaðri og betur búnir en
hinir fjórir, það leyfi ég mér að
fullyrða. Til að styðja þá skoðun
má benda á aö vélarnar í umrædd-
um togurum, Kaldbak og Harð-
bak, eru í fullum gangi enn í dag
en það er fyrir löngu búið að
skipta um vélar í hinum fjórum.
Það má því segja að þetta mál
hafi endað farsællega. Slippstöðin
var komin á góðan skrið með að
smíða vertíöarbátana og þeir urðu
alls 16 áður en yfir lauk árið 1976.
Þessi smíði gerði gæfumuninn í
rekstri Slippstöóvarinnar sem skil-
aði nú góðum hagnaði."
- En nú liðu ekki mörg ár þar til
svipaðar þreifingar komu upp aft-
ur um smíði Slippstöðvarinnar á
togara fyrir ÚA. Hvernig þróuðust
þau mál?
Gunnar Ragnars er framkvæmda-
stjóri ÚA, en aðrir stjórnendur fé-
lagsins eru Björgólfur Jóhannsson,
fjármálastjóri, Gunnar Aspar, fram-
leiðslustjóri, Gunnar Larsen,
tæknistjóri, Magnús Magnússon,
útgerðarstjóri, og Jón Aspar,
skrifstofustjóri. Mynd:Robyn.
„Vildi ekki h danda
neinni pólitík í þetta“
- segir Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri ÚA
„Já, það var í kringum 1983 sem
Útgerðarfélagiö lét teikna fyrir sig
skuttogara og bauð hann út. Slipp-
stöðin gerði tilboð en mig minnir
að japönsk stöð hafi verið lægst.
Líkt og hinu tilfellinu urðu miklar
umræður og vangaveltur en Slipp-
stöðin átti í erfiðleikum með að
keppa við erlendar stöðvar sem
fengu ódýrari lán en buðust hér
heima. Það er skemmst frá því að
segja að ekkert varð úr smíöinni.
Aðstæðurnar voru að breytast,
kvótakerfi var komið á og Útgerð-
arfélagió tók aðra stefnu og útveg-
aði sér skip og kvóta í leiðinni."
Vel heppnaðar
endurbætur á Sléttbak
- Voru samt ekki iðulega mikil
viðskipti milli ÚA og Slippstöövar-
innar í sambandi við viðhald á tog-
urunum?
„Jú, fyrirtækin áttu löngum
mikil viðskipti á þeim vettvangi.
Eg man sérstaklega eftir nokkrum
stórum verkefnum, t.d. á fyrstu ár-
um stöðvarinnar þegar síðutogar-
inn Harðbakur kom í mikla klöss-
un, 20 ára klössun að mig minnir.
Þegar „Stellurnar" komu (skuttog-
ararnir Svalbakur og Sléttbakur ár-
ið 1973, innsk. blm.) sá Slippstöðin
alveg um að endurnýja vinnslu-
dekkið á þeim og það var mikið
verk.
Eitt stærsta verkið sem Slipp-
stöðin tók að sér fyrir Útgerðarfé-
lagið var lenging og endurbygging
Sléttbaks 1987 þegar honum var
breytt í frystitogara. Þetta var gíf-
urlega mikið verk sem reynslan
hefur sýnt að heppnaðist vel. Eg
man þó að þetta þótti taka of lang-
an tíma en maður reyndi að malda
í móinn og segja að þegar frá liði
myndu menn fljótt gleyma því
þótt verkið færi aðeins fram úr í
tíma og jafnvel kostnaði og spyrja
frekar hvernig til heföi tekist. Eg
held að þetta hafi verið ákaflega
vel heppnuð endurbygging og það
sést best á því að Sléttbakur hefur
verið ein af kjölfestunum í rekstri
Útgerðarfélagsins á undanförnum
árum," sagði Gunnar Ragnars.
Taldi mig hafa reynslu
og þekkingu til að
sækja um starfið
Næst snúum við okkur að því
hvernig það atvikaðist að Gunnar
hætti sem forstjóri Slippstöðvar-
innar og gerðist framkvæmdastjóri
Útgerðarfélags Akureyringa hf.
„Eg var búinn að vera í Slippn-
um í 20 ár þegar árið 1989 rann
upp og mér fannst tími til kominn
að huga að breytingu. Gísli Kon-
ráðsson var kominn á aldur og
starf framkvæmdastjóra Útgerðar-
félagsins auglýst. Eg vildi helst
ekki flytja úr bænum sem hafði
fóstrað mig nánast helming ævinn-
ar en hins vegar var ekki úr miklu
að velja í sambandi við störf. Þegar
starfið var auglýst hjá Útgerðarfé-
laginu ákvað ég að sækja um þaö
enda taldi ég mig alveg hafa
reynslu og þekkingu til þess. Nið-
urstaðan varð sú að ég fékk starfið
og byrjaði hér fyrir sex árum, 5.
maí 1989."
- Ráðning þín varð tilefni pólit-
ískra deilna og framsóknarmenn
töldu sig „eiga" sæti Gísla. Var
ekki erfitt að byrja í nýju starfi
undir þessum kringumstæðum?
„Jú, ég get ekki neitað því að
það var erfitt. Hins vegar hafði ég
mikla reynslu af alls kyns þrasi úr
bæjarpólitíkinni og þar hafði
margt sáfnast á herðar mínar. Ég
vildi ekki blanda neinni pólitík í
þetta. Ég leit fyrst og fremst á mig
Frá aðalfundi Útgerðarfélagsins í
síðasta mánuði. Gunnar Ragnars
fær sér væna sneið af ÚA-kökunni.
Mynd: Robyn.