Dagur - 25.05.1995, Side 8
8B-DAGUR
Afmælisblað ÚA - Fimmtudagur 25. maí 1995
Kassarnir teknir inn í hús með lyftara. Mynd: SS
g-----------------------------e
Sendum okkar kstu kv&ðjur
í tilefni 50 ám afmális
Útgerkrfélags Akureyringa
Raftákn hf.
_ Glerárgötu 34 • Akureyri • Sími 462 4766
eD________________________________________0
ÖsJui/n lltcje/HkinflJacjl
^ í/ui/'ecj/HMjtí tilhtímuujju/
/necí oO á/Hi apmelici
PDæstosj
KRÓKHÁLSI 6
SIMI5671900 *FAX 5671901
Löndun á úthafskarfa:
Föram vel meðfiskmn
- segja Sævar og Vignir í lönduninni
Harðbakur EA 303 var að
koma með um 250 tonn afút-
hafskarfa þegar blaðamaður
mætti á staðinn ogfylgdist
með lönduninni. Karfinn var
jafn ófrýnilegur ogfyrri daginn
en það segir ekkert um gæðin
því ekki er öllfegurð t„and-
liti" fólgin. Nokkrir ýsukassar
slæddust líka með.
Vignir Stefánsson og Sævar Þor-
steinsson voru að vinna í löndun-
inni og slógu á Iétta strengi. Þeir
frelsuðu nokkra fiska úr ísnum í
kössunum og klöppuðu þeim blíð-
lega. Þetta sögðu þeir vera liö í
góðri meðferð á afla!
- Hvaö ert þú búinn að vinna
lengi hjá Utgerðarfélaginu, Sævar?
„Eg byrjaði 1986 og var í salt-
fiskinum í tvö ár en hef verið í
lönduninni síöan. Þetta eru miklar
tarnir en því miður oft hlé á milli.
Það væri vissulega betra að fá afl-
ann jafnt og þétt en vinnan er ágæt
og tekjurnar sömuleiðis."
- En þú, Vignir, hvenær hófst
þú störf hjá ÚA?
„Eg er búinn að vera héma í tíu
ár og hef alltaf verið í lönduninni
og líkar bara vel."
- Er ykkur uppálagt að fara
svona vel með fiskinn?
„Ja, það er náttúrlega búið að
vera mikið gæðaátak hérna undan-
farin ár," sagði Sævar. „Það á að
skila sér gegnum allt vinnsluferlið,
frá sjómönnunum og þar til varan
er fullunnin."
- En nú er blessuðum karfanum
troðið í kassana. Fer nokkuð vel
um hann þarna?
„Kannski ekki, en þetta er út-
hafskarfi og kvótalaus og þess
vegna er fyrst og fremst hugsað
um að moka honum upp þegar
hann gefst. En þetta sleppur alveg
og úthafskarfinn er kærkomin bú-
bót," sagði Sævar.
Sá rauði fór síðan í móttökuna
til vinnslu og endar sjálfsagt flak-
aður, snyrtur og pakkaður í frysti-
borðum matvöruverslana erlendis.
Sævar Þorsteinsson og Vignir Stefánsson fara blíðum höndum um úthafs-
karfann. Mynd: SS
Ný stjóm UA
Stjómarskipti urðu á aðal-
fundi Útgerðarfélagsins 24.
apríl 1995. Akureyrarbær hafði
áður tilnefnt alla fimm stjóm-
armennina en nú skipaði bær-
inn þrjá fulltrúa, Kaupfélag
Eyfirðinga einn og aðrirfjár-
festar einn.
Nýr stjórnarformaður er Jón Þórð-
arson, forstöðumaöur sjávarút-
vegsdeildar Háskólans á Akureyri.
Hann er skipaður af Akureyrarbæ
sem og Pétur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Félags rækju- og
hörpudisksframleiöenda, og Hall-
dór Jónsson, framkvæmdastjóri
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
og fyrrverandi bæjarstjóri. Pétur
Jón Þórðarson, stjórnarformaður
Útgerðarfélags Akureyringa.
(Myndasafn Dags).
og Halldór voru áður í stjórn. Nýir
menn auk Jóns eru Jóhannes Geir
Sigurgeirsson, bóndi og fyrrver-
andi alþingismaður, frá KEA, og
Kristján Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Sæplasts hf. á Dal-
vík, frá öðrum hluthöfum.
Úr stjórninni gengu Erlingur
Sigurðarson, Sigurður Jóhannes-
son og Sverrir Leósson.
Akureyrarbær á ríflega 53%
hlutafjár í ÚA en afganginn eiga
1.800 hluthafar. Bærinn hyggst
selja talsverðan hlut í félaginu eða
nýta ekki forkaupsrétt sinn þannig
að hann verður ekki meirihlutaeig-
andi í framtíðinni en væntanlega
þó langstærsti hluthafinn.
Vátryggingafélag íslands hf.