Dagur - 25.05.1995, Qupperneq 4
4B-DAGUR
Afmælisblað ÚA - Fimmtudagur 25. maí 1995
„Finnst ég vera að fara í langtfrí“
- segir Jón E. Aspar sem er að kveðja eftir 48 ára starf hjá ÚA
Jón Aspar á svölum skrifstofubyggingar ÚA á sólríkum maídegi. Hann ætlar að njóta útivistar í sumar og prófa
golfsettið sem vinnufélagarnir gáfu honum á 70 ára afmælinu. Mynd: SS
Jón E. Aspar, skrífstofustjóri
Útgerðarfélags Akureyringa,
hefur unnið manna lengst hjá
félaginu eða alvegfrá því það
hóf eiginlega starfsemi á árinu
1947. Starfsferillinn spannar 48
ár og er næstum jafn langur
sögu félagsins en nú er komið
að starfslokum. Jón varð sjö-
tugur í janúarmánuði síðast-
liðnum og hann mun láta af
störfum á 50 ára afmæli ÚA 26.
maí, eða í kringum þau tíma-
mót. Eftir að hafa helgað sama
fyrirtæki krafta sína alla tíð
hlýtur að vera margs að minn-
ast og Dagurfékk Jón til að
rifja fáein atriði upp á þessum
nterku tímamótum.
- Nú er komið að leiöarlokum,
Jón. Hvernig er þér innanbrjóst á
síðustu starfsdögum þínum hjá Út-
gerðarfélagi Akureyringa?
„Ég hef það ekki á tilfinning-
unni að ég sé að hætta. Mér finnst
frekar eins og ég sé að fara í langt
frí. Ég geri ráð fyrir að hugurinn
veröi alltaf hér."
- Því skal ég trúa, eftir svona
langan starfsferil. En nú varðstu
sjötugur 24. janúar og vinnufélag-
arnir gáfu þér forláta golfsett.
Sérðu ekki fram á golfsumarið
mikla 1995?
„Jú, ég hef að minnsta kosti
hugsað mér það að halda áfram að
prófa kylfurnar. Reyndar er það
þrennt sem ég hef hugsað mér að
gera. Ég ætla að sinna Botni (sum-
arbúðir fyrir þroskaheft börn,
innsk. blm.), vera í golfi og fara að
veiða."
- Þú óttast þá ekki að verða að-
gerðarlaus í fríinu langa?
„Nei, maður reynir einhvern
veginn að eyða tímanum. Ég hef
líka gert mikið af því að lesa bæk-
ur og er alæta á þær," sagói Jón
Aspar.
Fór í land vegna veikinda
- Hverfum aftur í tímann, Jón.
Hvenær var fyrsti starfsdagur þinn
hjá Útgerðarfélagi Akureyringa?
„Það var 19. apríl 1947. Þá fór-
um við frá Reykjavík með togaran-
um Baldri til að sækja Kaldbak,
fyrsta togara Útgerðarfélagsins. Ég
hafði verið ráðinn loftskeytamaður
á skipið. Auðvitað grunaði mig
ekki þá hver æviferillinn yrði og
að ég ætti eftir að standa hérna sjö-
tugur hjá sama fyrirtæki. Aðalmál-
ið þarna var að standa sig og ég
kveið mikið fyrir fyrsta túrnum."
- Þú starfaðir síðan sem loft-
skeytamaður næstu árin. Varstu
alltaf á Kaldbak?
„Nei, ég fór að sækja Harðbak
um jólin 1950 og var á honum þar
til ég fór í land í apríl 1958 og byrj-
aði að vinna á skrifstofunni."
- Hvað kom til að þú söðlaðir
um og fórst í Iand?
„Ég veiktist svo illa af munn-
angri að ég gat ekki talað og varð
að fara í land. Ég var því reyndar
ekkert mótfallinn eftir að hafa ver-
ið á sjó í meira en tólf ár. Mér
fannst verst hvað launin lækkuðu
þegar ég byrjaði á skrifstofunni.
Mánaðarkaupið var 3.750 krónur
og á þessum tíma var ég nýbúinn
aðbyggja."
- Voru launin mun betri á tog-
urunum?
„Þau voru góð en það voru að
vísu engin uppgrip. Það var mikið
siglt með aflann og undir hælinn
lagt hvort salan var góð eða slæm.
Jæja, en ég fór sem sagt á skrifstof-
una og hér er ég enn."
Tæknin til góðs en reglur
orðnar flóknar
Jón Aspar varð skrifstofustjóri Út-
gerðarfélagsins um áramótin 1960-
61 og hefur gegnt þeirri stöðu síð-
an. Hann segist hafa þurft að liggja
mikið yfir þessu, enda ekki mennt-
aður til skrifstofustarfa, og gamli
kvíðinn um að standa sig ekki
nógu vel hafi látið á sér kræla í
fyrstu en síðan horfið.
- Við gætum eflaust rætt mikið
um breytingar og tækninýjungar í
skrifstofuhaldi en varst þú alltaf
tilbúinn að læra á tölvur og til-
einka þér nýjustu tæknina?
„Já, það þýðir ekki að berjast á
móti tímanum, enda vonlaust
verk. Það er kannski hægt að
hægja aðeins á honum en ekki
stöðva hann. Mér finnst tækniþró-
un í skrifstofuhaldi hafa verið til
góðs. Aftur á móti eru ýmsar regl-
ur í sambandi við skattalega með-
ferð fyrirtækja orðnar afar flóknar
og óþarflega mikill frumskógur."
- Einmitt. Það skýtur dálítið
skökku við að á sama tíma og
tölvutæknin á að auðvelda skrif-
stofuvinnu þá fjölgar ýmsum
pappírum og umstangið eykst.
„Ég held að skýringin sé sú að
það er orðið svo mikiö vantraust
milli fólks og skattayfirvalda. Nú
þarf helst að gera skýrslu um
hverja krónu sem menn þéna eða
eyöa. Þó að það sé gert eftir bestu
samvisku þá er samt dregið í efa
að menn hafi gert rétt."
Atvinnuöryggið breyttist
þegar aflinn var unninn
heima
- Þegar menn heyra minnst á Út-
gerðarfélag Akureyringa í dag
dettur þeim ósjálfrátt í hug vel-
gengni og hagnaður. En ÚA átti
líka sín mögru ár. Voru ekki miklir
erfiðleikar einmitt þegar þú komst
í land 1958 og næsta áratuginn?
„Fyrstu tíu árin voru fyrirtæk-
inu erfið vegna uppbyggingarinn-
ar og það er satt að á árunum 1957-
58 var reksturinn nánast kominn í
þrot. Akureyrarbær tók að sér að
ábyrgjast reksturinn og Gísli Kon-
ráðsson kom inn sem fram-
kvæmdastjóri 1958. Næsti áratug-
ur var ákaflega erfiður vegna lé-
legra aflabragða og það var orðiö
erfitt að manna skipin. Þetta þró-
aðist þó í rétta átt og eftir 1968-69
hefur félagið verið á beinu braut-
inni."
- Þegar þú komst í land var ver-
ið að taka frystihúsið í notkun. Það
hefur ekki skipt sköpum í rekstrin-
um strax, eða hvað?
„Ekki strax því fyrstu árin lá
vinnan í frystihúsinu mikið til
niðri yfir vetrarmánuðina. Gísli
Konráösson vann ötullega að því
að togararnir hættu siglingum og
allur aflinn yrði unninn hér heima.
Þetta gjörbreytti atvinnuöryggi
fólksins og reksturinn varð smám
saman jafnari og öruggari. Upp úr
1970 hófst síðan skuttogaraþróun-
in og þannig mætti rekja söguna
áfram en Útgerðarfélagið er í dag
eitt af sterkustu fyrirtækjum bæjar-
ins."
Félagið alltaf heppið
með fólk
Jón segir að árin sem Akureyrar-
bær hafi styrkt Útgerðarfélagið,
1958-68, þá hafi bærirtn engu að
síður hagnast á því. Hann hafði
náttúrlega útsvarstekjur af starfs-
fólkinu og þær voru hærri en
styrkurinn og niöurfelling gjalda af
hálfu bæjarins. Jón segir líka að Út-
gerðarfélagið hafi verið heppið að
fá Gísla Konráðsson til starfa því
hann hafi komið svo góðri reglu á
alla hluti.
„ÚA hefur alla tíð verið heppið
með fólk. Nú er töluvert um að
þriðji ættliður fólks sem byrjaöi hjá
félaginu sé kominn hingað í vinnu
og þetta sýnir og sannar tilverurétt
fyrirtækisins," sagði Jón.
- Svartsýnisraddir voru býsna
áberandi á upphafsárum félagsins.
Sumum þótti fráleitt að stofna út-
gerðarfélag langt inni í firði og síð-
an þyrlaðist oftlega upp pólitískt
moldviðri í kringum ÚA, ekki síst
þegar reksturinn var orðinn erfið-
ur. Eru slíkar raddir ekki löngu
þagnaðar?
„Jú, jú. Þetta voru ióulega mjög
yfirborðskenndar gagnrýnisraddir.
Sumt fólk er haldið þeirri áráttu að
ekki sé hægt að þéna nema á ör-
skammri stundu og ekki sé hægt
að tala um gróða nema greiddur sé
út stór arður. I umræðunni, til
dæmis í blöðunum, gleymdist allt-
af að tala um atvinnusköpunina og
margfeldisáhrifin af launum starfs-
fólksins."
Sáttur við guð og menn
„Það er í tísku núna að stofna
verðbréfafyrirtæki," hélt Jón
áfram. „Ég hef ekki séð að koma
þessara fyrirtækja hafi á nokkurn
hátt skapað aukna atvinnu í land-
inu fyrir utan nokkur skrifstofu-
störf. Bankarnir gátu alveg eins
lánað peninga í gamla daga, en
þetta virðist vera þróun tímans.
Mér finnst það líka árátta mikils
fjölda Islendinga að vilja sýnast
einhver stórþjóð og taka upp at-
hafnir sem hægt er að nota með
góðu móti meðal milljónaþjóða en
er fáránlegt að heimfæra hér á ís-
landi sem er bara eins og gata í
sumum stórborgum.
Fólk fer til útlanda og lærir þar í
háskólum og vissulega er menntun
öllum mönnum til góðs, en mér
finnst hún snúast upp í andhverfu
sína þegar menn koma heim og
ætla að sníða þjóðfélagið að líkön-
um sem eiga aðeins við hjá stór-
þjóðum."
- Jæja, Jón, mig langar að bera
upp eina spurningu að lokum.
Ertu sáttur þegar þú gengur héðan
út?
„Við guð og menn? Já, ég er
sáttur. Ég hef átt gott líf. Ég hef
haft vinnu sem mér líkar vel og
raunar hefur mér fallið vel við öll
störf sem ég hef fengist við. Ég var
verkamaður, fór í skóla, síðan á sjó
og endaði í landi. Ég á hús og bíl,
góða konu, börn og barnabörn.
Það er ekki hægt að biðja um
meira," sagði Jón Aspar.