Dagur - 25.05.1995, Page 9
Saga ÚA í ártölum:
Stiklað á stóru
1945 (26. maí): Stofnfundur Út-
gerðarfélags Akureyringa hf.
1946 (8. júní); Framhaldsstofn-
fundur.
1946 (30. júní): Kaldbaki hleypt af
stokkunum í Bretlandi.
1947 (17. maí): Kaldbakur EA 1
kemur til heimahafnar.
1948: Netaverkstæði ÚA sett á
laggimar.
1949: Svalbakur EA 2 kemur til
Akureyrar.
1950: Harðbakur EA 3 baedst í
flotann.
1951: Byrjaó að salta í nýrri fisk-
verkunarstöð á Oddeyri.
1953: Sléttbakur EA 4 kemur tíl
Akureyrar. (Ekki glænýr cins og hinlr).
1953: Skreiðarverkun hefst.
1957: Hraðfrystíhús ÚA tekið í
notkun.
1958: Gísli Konráðsson ráðinn
framkvæmdastjóri eftir að Guð-
mundur Guðmundsson hætti.
Andrés Pétursson síðan ráðinn til
að starfa við hlið Gísla.
1958: Nýja togarabryggjan tilbúin.
1964: Vilhelm Þorsteinsson tekur
við af Andrési_ sem annar fram-
kvæmdastjóri ÚA.
1966: Hrímbakur Wður Norðlending-
ur) slítur legufæri rétt hjá Krossa-
nesi og strandar í Sandgeróisbót.
Þar liggur hann til 1969 eins og
mörgum er í allfersku minni.
1969: ÚA þarf ekki lengur stuðn-
ing frá bænum. Hraófrystíhúsió
stækkað.
1972: Sólbakur EA 5, fyrstí skut-
togarinn, kemur til Akureyrar frá
Frakklandi.
1973: Svalbakur EA 302 og Slétt-
bakur EA 304 („Stellumar") bæt-
ast í skuttogaraflotann.
1974: Kaldbakur EA 301 (frá
Spáni).
1975: Haróbakur EA 303 (frá
Spáni).
1976: Hraðfrystíhúsið stækkað og
vinnslan þenst út.
1976: Akureyrarbær eignast 88%
hlutafjár í ÚA.
1979: Gamli Haróbakur fer í
brotajám tíl Skotlands, síðastí
fulltrúi gamla tímans.
1982: Nýr 77 metra langur lönd-
unarkantur tekinn í notkua
1985: Hrímbakur EA 306 bætist í
flotann (áóur Bjaml Herjól/sson).
1987: Sólbakur EA 305 (áður Dag-
stjaman).
1987: Fyrsti frystitogarinn. Slétt-
bakur EA 304 lengdur í Slippstöð-
inni.
1989: Gunnar Ragnars tekur vió
framkvæmdastjórastðóu af Gísla
Konráðssyni.
1990: Sólbakur EA 307 (áður Aðal-
v£k).
1991: Árbakur EA 308 (áðurNatsek).
1991: Flæðilína í frystíhúsinu,
hópbónus, neytendapakkningar.
1991-1994: Gagngerar endurbætur
á Kaldbak og Harðbak, m.a. í Pól-
landi.
1993: ÚA kaupir 60% í Mecklen-
burger Hochseefischerei í Rostock
íÞýskalandi.
1994: Svalbakur EA 2 (áður Capc
Adair).
1994: ÚA eignast frystíhúsið á
Grenivík.
1995: Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna og íslenskar sjávarafurðir hf.
bítast um aó fá að selja fisk frá
ÚA. Gylliboð og pólitískar vær-
ingar. Loks samþykkt að SH hafi
söluumboöiö áfram. Hlutabréf
í ÚA afar eftirsótt.
Fimmtudagur 25. maí 1995 - Afmælisblað ÚA DAGUR - B 9
Akureyringa hf.
hamingjuóskfr
a tækmnni'
í fimmtíu ár hefur Útgerðarfélag
Akureyringa hf. verið til fyrirmyndar
í rekstri og öðrum til eftirbreytni þegar
tækni er annars vegar.
Nú þegar endumýjun tölvubúnaðar
stendur yfir er það okkur mikil ánægja
að Ú. A. skuli velja Hyundai Pentium
tölvur til að þjóna áframhaldandi sókn
fyrirtækisins af öryggi á komandi árum.
•tiYUNDAI
Pentium
Við sendum Útgerðarfélagi Akiueyringa hf.
hamingjuóskir í tilefni 50 ára afmælisins.
Ti LVUTÆKI
BÓKVAL
Hátækni til framfara
Furuvöllum 5 / Kaupvangsstræti 4
Pósthólf 220 - 602 Akureyri
Sfmi 462-6100 - Fax 462-6156
Tæknival
Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664