Dagur - 25.05.1995, Síða 15
Við rifjum hér til gamans upp deil-
ur sem hin „illþefjandi trévirki"
oUu fyrir fimmtán árum.
(Myndasafn Dags).
Óþefur
fráfiski-
hjöllum
Þótt blessaður fiskurinn sé
gæðavara hefur hann þá eigin-
leika að á vissu stigi, þegar
aldurinn færist yfir hann og
ferskleikinn glatast, þá leggur
afhonum allmikinn óþefog
þegar slíkt á sér stað nálægt
tbúðahverfum er líklegt að bera
fari á kvörtunum. Þessu fengu
Útgerðarfélagsmenn að kynn-
ast í sambandi við fiskihjall-
ana á Gleráreyrum.
Lengi vel var friður um hjallana á
Gleráreyrum þar sem UA hengdi
upp og þurrkaði fisk. Árið 1980
sauð hins vegar upp úr hjá íbúum í
Lyngholtinu en hjallarnir voru þá
komnir óþægilega nálægt götunni
og fnykurinn megnari en áður.
Blöðin bergmáluðu kvartanir íbú-
anna sem gátu ekki haft opna
glugga vegna óþefs og flugnagers
auk þess sem moldarfjúk þyrlaðist
undan dekkjum vörubílanna sem
voru að athafna sig við hjallana.
Deilan barst inn á borð bæjaryf-
irvalda og íbúarnir fylgdu málinu
eftir með áskorun um að láta fjar-
lægja hið illþefjandi trévirki. Bæj-
arráð tók undir kvartanir þeirra
enda hafði heilbrigöisnefnd bent á
að fiskihjallar yrðu að vera í a.m.k.
500 metra fjarlægð frá næstu
mannabústööum.
Bæjaryfirvöld buðu Útgerðarfé-
laginu að flytja hjallana á land
Ytra-Krossaness og það varð úr.
Reyndar hrundu þessir hjallar
skömmu síðar og ÚA-menn gripu
þá til þeirra ráða að flytja þá út í
Glæsibæjarhrepp og reisa í um 100
metra fjarlægð frá íbúðarhúsinu á
Blómsturvöllum.
Spruttu nú enn upp deilur og
bændur í hreppnum fóru á vett-
vang og ætluðu að loka aðkeyrsl-
unni að hjöllunum. Eftir nokkurt
stapp komu framkvæmdastjórar
ÚA á vettvang og málið leystist
friðsamlega. Fiskihjallarnir voru
reistir aftur í landi Krossaness.
Þetta litla dæmi sýnir að for-
svarsmenn ÚA hafa þurft að huga
að mörgu í sambandi við upp-
byggingu félagsins og sambúðina
við bæjarbúa. Kvartanir vegna
óþefs frá fiskihjöllum heyra sög-
unni til en hins vegar hefur lykt af
misgóðu hráefni verksmiðjunnar í
Krossanesi gert nágrönnum gramt
í geði. Það er svo annað mál og
ekki á dagskrá hér en fiskiönaður í
þéttbýli hlýtur alltaf að kalla á þol-
inmæði og umburðarlyndi íbú-
anna.
Fimmtudagur 25. maí 1995 - Afmælisblað ÚA
DAGUR-B 15
'víTm
Flutningaþjónusta
í Evrópu
í Rotterdam í Hollandi rekur Eimskip öfluga flutningaþjónustu á alþjóðlegum flutn-
ingamarkaði. Hjá Eimskip í Rotterdam starfa um 30 manns - sérfræðingar í flutninga-
málum á ákveðnum svæðum Evrópu, t.d. Hollandi, Ítalíu, Spáni, Portúgal, írlandi,
Suður - Frakklandi og hluta af Þýskalandi. Þannig tryggir Eimskip farmflytjendum
faglega flutningaráðgjöf.
„Vanti þig ráðgjöf og vandaða
flutningaþjónustu skaltu hafa
samband við Eimskip."
Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir í flutninga-
þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands-
flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis.
EIMSKIP
Sími 569 71 00 • Fax 569 71 79
Netfang: mottaka@eimskip.is
Bestu kveðjur til
s
Utgerðarfélags Akureyringa
í tilefni dagsins
og óskir um gæfuríka framtíð
þjónusta = HÉÐINN = SMIÐJA STÓRÁSI 6 • GARÐABÆ • SlMI 565 2921 • FAX 565 2927 viÖgerðir = HÉÐINN = SMIÐJA STÓRÁSI6 • GARÐABÆ • SÍMI 565 2921 • FAX 565 2927
Hönnun • smíði • viðgerðir • þjónusta Hönnun • smíði • viðgerðir • þjónusta
Útgerðarfélags Akureyringa hf.
Bestu hamingjuóskir
með 50 ára afmælið.
Þökkum frábært samstarf um
sjávarútvegshugbúnaðinn
Alvísan Utveg á liðnum árum.
netfang: kerfi@kerfi.is
KERFI hf. Höfðabakka 9 • Reykjavík • Sími 567 1920 • Bréfsími 567 2064
I