Dagur - 25.05.1995, Qupperneq 19

Dagur - 25.05.1995, Qupperneq 19
Fimmtudagur 25. maí 1995 - Afmælisblað ÚA DAGUR-B 19 Fiskvinnsla í landi: Söltun hjá ÚA 1978. Það var einmitt saltfiskverkun sem markaði upphaf landvinnslu hjá félaginu en söltunin hefur legið niðri síðustu ár. (Myndasafn Dags). Sumarið 1951 hófst söltun í nýrri fiskverkunarstöð Útgerð- arfélags Akureyringa hf. á Oddeyri. Þetta markar upphaf landvinnslu hjá félaginu. Fram til þessa hafði allur fiskur tog- aranna verið ísaður en nú var líka farið að fletja og salta um borð og aflinn síðan þveginn og þurrkaður í landi. Árið 1953 var byrjað að verka skreið og birgðaskemma reist. Næsta ár var fiskverkunarstöðin stækk- uð en hér ætlum við að staldra við upphaf hraðfnistihússins árið 1957. Umræður um frystihús höfðu vissulega staðið í nokkur ár og var Helgi Pálsson, stjórnarformaður UA, iðinn við að halda málinu heitu. „Með hraðfrystihúsi fáum við meiri fjölbreytni í framleiðsluna og möguleika til að nýta betur en ver- ið hefir veiði, sem okkur hefir oft orðið lítið úr, svo sem ýsu, lúðu o.fl. Þá skapast okkur möguleikar til að gera út á karfaveiðar, sem næstum hefir verið lokaö fyrir okkur áður, vegna erfiðleika á að geta komizt að í frystihúsum ann- ars staðar. Þegar hraðfrystihúsið er komiö upp, munu togararnir hætta að selja afla sinn á öörum höfnum, og þá mun atvinna í bænum í sam- bandi við togarana stóraukast." (Islendingur, 15. júní 1955). Byggingaframkvæmdir hófust sumarið 1955 og kölluðu á aukið hlutafé og lánsfé. Húsið 1785 fer- metrar að flatarmáli. Vinnsla hófst í hluta hraðfrystihússins síðsumars 1957, nánar tiltekið 16. ágúst þegar Kaldbakur kom með 40 tonn af karfa til að prufukeyra vélarnar. í máli Guðmundar Guðmundsson- ar, framkvæmdastjóra, í Degi (31. ág. 1957), kom fram að 100-120 manns myndu starfa í frystihúsinu og hægt yrði að vinna úr 100 tonn- um af fiski á dag miðað við 8 tíma vinnu við flökun og 10 tíma við frystingu. Frystihús í skugga rekstrarerfiðleika Eins og gefur að skilja ríkti almenn ánægja á þessum tímamótum. Hraðfrystihúsið skapaði mörgum atvinnu, sjómennirnir vissu nú alltaf að leiðin af miðunum lá til heimahafnar, frystihúsið sá togur- unum fyrir ís og jákvæð teikn virt- ust hvarvetna á lofti, eða hvað? Nei, sumarið '57 markaði svo sannarlega annaö og meira en bjartsýnisspor í sögu Útgerðarfé- lags Akureyringa. Reksturinn gekk illa, tap á öllum togurunum og saltfiskverkuninni og nú fóru blöð- in að kalla óskabarn Akureyringa „skuldahreiður" og ráðast á stjórn- endur þess. Aratugur mikilla rekstrarerfiðleika var runninn upp. Framtíð ÚA varð mikið hitamál í kosningunum árið eftir og litlu munaði að félagið yrði gert gjald- þrota og bæjarútgerð stofnuð á rústunum. En það var ákveðið að berjast áfram. Guðmundur fram- kvæmdastjóri hætti og Gísli Kon- ráðsson og Andrés Pétursson komu inn. Nú reri félagiö lífróður. Rétt úr kútnum og frystihúsið stækkað Pólitískar deilur, samdráttur á flestum sviðum og fjárhagskreppa setti mark sitt á ÚA fram eftir sjö- unda áratugnum en þótt félagið væri í kreppu og undir verndar- væng Akureyrarbæjar létu menn bölmóðinn ekki yfirbuga sig. Og loks skilaði erfiðið árangri. Hraðfrystihúsið sem tók til starfa í upphafi erfióleikatímabils- ins fór að mala gull þegar kom fram yfir miðjan sjöunda áratuginn og vorið 1969 var ráðist í stækkun þess. Umræðan í bænum breyttist og skuldahreiðrið varð aftur óska- barn Akureyringa. Dagur (7. maí 1969) greinir frá miklum afla togaranna og stækkun á vinnslusal hraðfrystihússins sem á að kalla á 50 starfsmenn til við- bótar. Þarna er líka verið að huga að endurnýjun togaraflotans og horfa menn til skuttogara. Og and- inn er greinilega jákvæður: „Togarar Útgerðarfélags Akur- eyringa hf., fjórir að tölu, hafa skil- að miklum afla á land það sem af er árinu, þótt komnir séu til ára sinna. Starfsemi Ú.A. hefur skapað mikla og dýrmæta vinnu í bænum og verðmætasköpun til útflutnings er einnig mikil." (Dagur, 9. júlí 1969). Afköst í frystihúsinu áttu að aukast um helming eftir að við- byggingin var tekin í notkun 8. júlí 1969 en þegar kom fram á áttunda áratuginn var vinnslan aftur búin að sprengja húsnæðið utan af sér. Lokakaflinn í byggingar- framkvaemdum Á stjórnarfundi ÚA í ágúst 1976 var ákveðið að ráðast í byggingu á húsi sem yrði vel á annað þúsund fermetra að stærð. Viðbyggingin átti að hýsa fiskmóttöku, fisk- vinnslu, vélasal, skrifstofur, fiski- kassaþvottastöð og fiskkassa. Um haustið var síðan hafist handa við byggingaframkvæmdir. Þessi nýja bygging gekk til suðurs frá þáver- andi aðalbyggingu. Árið eftir var ný bogaskemma keypt og reist sunnan við skemm- una sem hafði hýst skreiðarverkun félagsins í áratugi. Þessar tvær skemmur sem blasa við vestan að- alhússins hýsa nú trésmíða- og járnsmíðaverkstæði. Uppbyggingin hélt áfram og ef við höldum okkur við hraðfrysti- húsiö þá voru ný frystitæki tekin í notkun árið 1981 og frystiklefi stækkaður. Og enn var byggt, t.d. stálgrindarhús milli norður- og suðurmálmu vinnslustöðvarinnar og 1983 var farið að huga að nýrri forstofu austan hússins, bættri matstofu og nýju geymsluplássi. Hér er ekki getið um allar bygg- ingaframkvæmdir og húsnæðis- kaup Útgerðarfélags Akureyringa en til að setja endapunkt við þetta stikl er rétt að staldra við árið 1987. Þá var byrjað að steypa sökkla undir u.þ.b. tvö þúsund fermetra grindarhús syðst á Ióð ÚA á Silfur- tanga. Þarna átti að byggja yfir raf- virkja, trésmiði og löndunarmenn svo og viðgerðarverkstæði skip- anna og verkstæðisgeymslur. Áð vísu hefur enn ekki verið lokið viö verkið en þetta eru síöustu bygg- ingaframkvæmdir Útgerðarfélags- ins. Endumýjun véla og gæðaframleiðsla Eins og gefur að skilja hefur al!a tíð veriö mikil endurnýjun á tækja- búnaði í landvinnslunni og stjórn- endur ÚA hafa kappkostað að vera í fremstu röð á því sviði og skila gæðavöru í hendur neytenda. Þegar húsnæðismál ÚA voru komin í núverandi horf var langt frá því að þetta væru aöeins bygg- ingar yfir starfsmenn og fyrri tækjakost. Endurnýjun á vinnslu- búnaði hélst í hendur við þessar framkvæmdir. Af síðustu verkefn- um í þeim geira, fyrir utan nýju vélarnar 1981, má nefna nýjan lausfrysti 1984, Baader-flökunar- vélar voru keyptar, fullkomið tölvustýrt tæki til að greina bein í flökum var sett upp 1986 og 1989 voru komin ný ísframleiðslutæki í hús. Árið 1988 voru blaöamenn kall- aðir á vettvang þegar ÚA var að reyna nýtt undratæki. Þetta var tölvustýrð vatnsskurðarvél sem skar flökin með örmjóum og kroft- ugum vatnsbunum. Ekki þurftu fiskvinnslukonurnar aö óttast þennan nýja keppinaut því undra- tækið reyndist ekki nógu vel og var því skilað. Oll þessi uppbygging hefur skilað árangri. Hraðfrystihús Út- gerðarfélags Akureyringa hf. er margverðlaunaö frá Coldwater fyrir gæóaframleiðslu enda hefur þar verið lögð rík áhersla á snyrti- mennsku og vandvirkni. Breyttir tímar. Þessi mynd er tekin f vinnslusal ÚA í nóvember 1979. (Myndasafn Dags). Sendum okkar bestu kveðjur í tilefni 50 ára afmœlis Útgerðarfélags Akureyringa og góðar óskir um gœfuríka framtíð Endurskoðun Akureyri hf. Endurskoðun • Rekstrarráðgjöf • Skattaráðgjöf • Bókhaldsþjónusta • Ráðningar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.