Dagur - 25.05.1995, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 25. maí 1995-Afmælisblað ÚA
DAGUR - B 23
Létt tónlist og leikfimi. Teygjur eru afar mikilvægar fyrir kyrrsetufólk og
þá sem vinna einhæf störf og slfkar æfingar eru gerðar með reglulegu
millibili í frystihúsinu.
Jón Hjaltason, sem gjarnan er kallaður Glói, brýnir hér af miklum móð.
Stelpurnar grípa í spil í kaffistofunni. Frá vinstri: Erla María Hauksdóttir,
Rakel Hermannsdóttir og Elva Eir Þórólfsdóttir.
Eigum eftir að skoða
meiri fullvinnslu
- Þú talar um þessa þróun í átt til
sérvinnslu, Gunnar. Sérðu fyrir þér
fullvinnslu sjávarafurða hjá Út-
gerðarfélaginu? Fyrir nokkrum ár-
um renndu menn hýru auga til nú-
verandi húsakynna Strýtu í því
sambandi.
„í sambandi við húsnæði þarf
alltaf að taka tilllit til þeirrar starf-
semi sem þar á að fara fram. Fyrst
verða menn að skipuleggja
vinnslurásina og annað og velja tól
og tæki. Síðan er hægt að byggja
yfir þetta. Við höfum einmitt rekið
okkur dálítið á það gegnum tíðina
að fyrsta byggingin hér, sem var
reist 1957, hefur þrisvar tekið
stakkaskiptum og við höfum verið
bundin af þeim veggjum og súlum
sem hér eru. I dag hugsa ég að
menn hefðu byrjaö á því að skoða
hvað á að gera og með hvaða tækj-
um og síðan kæmi húsnæöið.
Hins vegar sé ég alveg fyrir mér
að við eigum eftir að skoða miklu
meiri fullvinnslu, bæði úr þessari
hefðbundnu vinnslu sem er hér í
dag og öðru. Það er hægt að líta á
fullvinnslu á ýmsan hátt. Eg held
að þaö væri hagkvæmast fyrir
okkur að selja sem mest magn af
fiski á sem hæstu veröi. Onnur
fullvinnsla kallar jafnvel á mikið af
hjálparefnum annars staðar frá,
svo sem brauömylsnur og sósur.
Þetta verður orðið rúmmálsfrekara
þegar búið er að vinna vöruna og
pakka henni til útflutnings. Öll
fullvinnsla er mun erfiðari og dýr-
ari í flutningi en sú stefna að sér-
hæfa sig í því að vera með sem
mestan fiskmassa í hverri einingu
og fá sem hæst verð fyrir hana. Að
vísu gerir þetta það að verkum að
þegar húsmóðirin kaupir bara fisk-
inn er einingaverðið nokkuð hátt
miðað viö tilbúna rétti, þar sem
fiskurinn er dýrastur en svo og svo
mikið af ódýrari aukaefnum eru
með. Þá er ég að tala um verð mið-
að við heildarþunga."
Gunnar sagðist telja að þróunin
yrði sú að mun meira yrði tekið af
forunnu hráefni af frystiskipunum
til vinnslu í landi. „Við keppum
ekki lengur við frystiskipin í fersk-
leika vörunnar en við getum stílað
inn á að þau sjái um forvinnuna en
eftirvinnan fari síðan fram hérna í
landi."
Fiskvinnsla er matvæla-
framleiðsla líkt
og kjötvinnsla
- Það hefur löngum þótt heldur
lítið fínt að vinna í frystihúsi. Mig
langar að spyrja þig í lokin hvort
viðhorfið hafi ekki verið að breyt-
ast í kjölfar nýrra menntabrauta í
sjávarútvegi og aukinnar umræðu
um gæði og verðmætasköpun.
„Jú, vissir forsvarsmenn í sjáv-
arútvegi og skólamálum, og þar
bendi ég sérstaklega á Háskólann á
Akureyri, hafa verið ötulir við að
vekja máls á því að við erum fyrst
og fremst matvælaframleiðendur.
Það hefur verið litið á ókkur sem
einhverja massaframleiðendur og
fiskvinnsluna sem verksmiðju-
starfsemi. Hins vegar mætti gera
meira af því að lita til þess að þetta
fólk sem vinnur við sjávarútveg
hér á landi er að uppistöðunni til
matvælaframleiðendur. Við þurf-
um að koma þessu miklu fyrr og
sterkar inn í skólakerfið. Sem
dæmi má nefna Verkmenntaskól-
ann á Akureyri. Þar má finna ítar-
lega uppsettar námsgreinar í flest-
öllu í þessu þjóðfélagi nema úr-
vinnslu sjávarafla. Mér finnst
bagalegt að þetta skuli ekki vera
meira inni í fræöslukerfinu þegar
svona stórt hlutfall af þjóðartekj-
unum kemur í gegnum sjávarafl-
ann. Þá er ég að tala um almenna
fræðslu fyrir starfsfólk sem vinnur
við framleiðsluna.
Við þurfum að byggja upp svip-
að kerfi og gerist í annarri mat-
vælaframleiðslu hjá okkur, t.d.
kjötvinnslu. Það er krafa að fisk-
iðnaðarmaður hljóti svipaðan sess
og kjötiðnaðarmaðurinn. Enn hef
ég það ekki á tilfinningunni að fólk
sem ræður sig til vinnu í fisk-
vinnslu sé aó velja sér ævistarf.
Það gera kjötiðnaðarmenn hins
vegar. Þarna er grundvallarmunur
á. Ef við lítum til baka kemur á
hinn bóginn í ljós að stór hluti Is-
lendinga hefur eytt ævistarfinu við
framleiðslu á matvælum úr sjávar-
fangi. Þetta á því ekki að vera
óraunhæft. Við þurfum að breyta
þessu og meta framlag fiskvinnslu-
fólksins meira en gert er í dag.
Þetta þjóðfélag væri ekkert í þess-
um mikla innflutningi, sólarlanda-
ferðum og öðru slíku ef ekki væri
hér sjávarútvegur til sjós og lands.
Þjónustugreinarnar og mennta-
stofnanir þurfa að breyta viðhorf-
inu til vinnslu á sjávarfangi og þá
fylgir almeruiingsálitið með."
Gunnar sagði að lokum að
pólitískar umræður hefðu því mið-
ur oftlega beinst að því að fara út í
massaframleiöslu á áli eða öðru
slíku en á sama tíma hefði sérhæf-
ing okkar og þekking á byggingu
fiskveiðiflotans nær öll flust úr
landi, svo dæmi sé tekið. „Það er
einhver blinda í augum pólitíkus-
anna að sækja alltaf vatnið yfir
lækinn," sagði Gunnar Aspar.
Um leið og við óskuitt starfsfólki,
hluthöfum og Eyfirðingum ölíum
tií hamingju með 50 ára afmceli
Útgerðarfélags Akureyringa \if,
óskum við þess að fétagið hatdi áfram
að vera fyrirtæki t fremstu röð
á sviði veiða og vinnstu sjávarfangs,
hluthöfum og tandsmönnum öllum
til hagsbóta.
44IKAUPÞING
NCiRFilIRI AMnS HF