Dagur - 25.05.1995, Qupperneq 25
Fimmtudagur 25. maí 1995 - Afmælisblað ÚA
DAGUR-B25
Tvær rosknar kempur, Guðlaugur Jakobsson (t.v.) og Þorsteinn Svanlaugsson á aðalfundi Útgerðarfélags Akureyr-
inga í aprílmánuði síðastliðnum. Guðlaugur var verkstjóri á togarabryggjunum í þrjá áratugi. Mynd: Robyn.
Urðum að skríða eftirfisk-
inum þegar kassinn opnaðist
- frásögn Guðlaugs Jakobssonar í Sögu ÚA
Guðlaugur Jakobssott var verk-
stjóri við skipaafgreiðslu UA í
þrjátíu ár, frá 1958-88. Hann
tók við af Bjama Vilmundar-
syni á bryggjunum en núver-
andi verkstjóri er Garðar
Helgason sem tók við af Guð-
laugi. Jón Hjaltason ræddi við
Guðlaug við vinnslu Sögu Út-
gerðarfélags Akureyringa og
birtum við hér kafla úr bók-
inni.
*
Akaflega óþrifalegt starf
I upphafi segir Guólaugur frá því
að hann hafi veriö í íhlaupavinnu
hjá ÚA 1952-53 en Bjarni Vilmund-
arson hefði boöiö honum fasta
vinnu ef hann vildi hreinsa katlana
um borð í skipunum.
„Það var alltaf erfitt að fá menn
í þetta en ég hikaði ekki eitt augna-
blik og sagði já. Um leiö var ég
kominn í þá verstu vinnu sem ég
hef sinnt um ævina. Þetta var ákaf-
lega óþrifalegt starf og bæði líkam-
lega og andlega erfitt. Sumir fengu
innilokunartilfinningu þegar þeir
skriðu inn í ketilinn og inn undir
eldhólfið, eða fírinn eins og við
kölluðum það okkar á milli. Vinn-
an var mest upp fyrir okkur og oft
urðum vió að berja af eldhólfinu
um fjögurra millimetra salthúð er
var eins og steinn.
Frá fímum lágu göng í sótrörin
er teygðu sig upp í skorsteininn en
það var alverst að hreinsa sótrörin.
Til þess notuðum við löng járn-
sköft með lið í miðju svo að auð-
veldara væri að reka þau upp í
gegnum rörin. Við þurftum að
standa beint fyrir neðan rörin og
fengum því sótið yfir okkur. Ef
ketillinn lak komst selta í rörin og
þá sat skíturinn fastur og kostaði
mikinn svita að losa hann.
Við urðum aö hraða okkur sem
mest við máttum við ketilhreins-
unina því aö alltaf lá á að koma
togurunum út aftur. Venjulega tók
hreinsunin tvo daga og var tölu-
vert betur borguð en löndunar-
vinnan. Það var líka að við byrjuð-
um klukkan sjö á morgnana og
vomm að til klukkan tólf á kvöld-
in."
Mikil breyting
við löndunina
Síðan heldur Guðlaugur áfram að
lýsa ketil- og lestarhreinsun og af
frásögninni er auðvelt að ímynda
sér að þetta hafi verið ákaflega
ómanneskjulegt starf. En tímarnir
breytast. Guðlaugur segir síðan frá
verkstjóraárunum og verkefnum
bryggjukarlanna og reifar í lokin
helstu breytingarnar á þessum
starfsvettvangi:
„Það urðu geysileg umskipti
þegar ekki þurfti lengur að moka á
höndum úr ísklefanum. Það var
mikil óþverra vinna við mjög erfið-
ar aðstæður.
Mikil breyting hefur líka orðið
við löndun fisks. Nú kemur þetta
allt saman í plastkössum upp úr
lestunum en áður stóðu menn í stí-
unum og tíndu fiskinn upp með
sting og settu í stóran kassa sem
síöan var hífður upp og kippt opn-
um yfir vörubílspalli. Fyrst voru
þessir kassar úr tré og vildu opnast
ef þeir rákust einhvers staðar utan
í. Það tafði löndunina mikið þegar
kassinn opnaðist á uppleið, troð-
inn af fiski sem við urðum þá að
skríða eftir út um allt og tína upp.
Seinna komu járnkassar og þeir
þoldu meira.
Veiðarfærin tóku miklum fram-
förum þegar hætt var að nota
hamp og nælon tekið upp í stað-
inn. Hampurinn vildi fúna í neta-
lestinni.
Þetta sneri reyndar ekki mikið
að okkur á bryggjunum en við urð-
um þeim mun meira varir við það
þegar efniviðurinn í borðunum
breyttist. Á milli '60 og '70 byrjuöu
að koma ál-borð í lestamar og
Spánverjarnir (Kaldbakur EA 301
og Harðbakur EA 303) voru
eingöngu búnir slíkum borðum
þannig að þeir þurftu aldrei í lest-
arhreinsanir eða gufuþurrkun.
Lestarnar voru þó áfram þvegnar
og úðaðar en allt umstangið með
lestarborðin var aflagt. Það þurfti
ekki lengur að afvatna þau, þurrka
og lakka.
Það sem er efst í huga mínum
þegar ég lít til baka er hversu ég
hafði alltaf gott fólk í vinnu, sam-
viskusamt og duglegt. Þetta var
mitt lán og um leið Utgerðarfélags
Akureyringa," segir Guðlaugur í
lok frásagnarinnar.
Framleiösla UA
PT
-m
Bestu kveðjur til Útgerkrfékgs
Akureyringa í tilefni dagsins
og óskir um ypefuúa framtíð
SL
Jöklar hf.
Aðalstræti 6 • Reykjavík • Sími 561 6200
ja
PT
ig
Óskum Útgeróarfélagi
Akureyrmga til hamingju
með 50 ára afmaelið
SL
Fjölnisgötu lb • Akureyri
Sími 462 7155
ja
PT
JE
Óskum stjórn og starfsfólki
Útgerðarfélags Akureyringa
til hamingju með daginn
EL
Kaffibrennsla
Afeureyrar
Tryggvabraut 16 • Akureyri • Sími 462 3800
já
ET
■0
Sendum okkar hestu kveðjur
í tilefni 50 ára afmaelis
Útgerðarfélags Akureyringa
Nær allur afli Útgerðarfélags-
ins á síðasta ári var sem fyrr
unninn í eigin fiskvinnslu-
stöðvum. Framleiðsla freðfisks
í landi var 6.740 tonn og þar af
360 tonn á Grenivík. Fram-
leiðsla saltfisks var engin á ár-
inu frekar en undanfarin ár en
framleiðsla á skreiðarhausum
var rúmlega 400 tonn.
Stöðugt er unnið að því að ná
meira framleiðsluverðmæti út úr
hverju kílógrammi af hráefni og
beina sölunni á þau markaðssvæði
sem best gefa hverju sinni. Fram-
þróun varð aó þessu leyti á árinu
þar sem um 9% aukning varð á
framleiósluverömæti hvers kg af
hráefni sem fór til vinnslunnar.
Framleiðsla á sjófrystum afurö-
um var 4.879 tonn og heildarfram-
leiöslumagn frystra afurða varð
því 11.619 tonn eða meiri en
nokkru sinni áður. Skýringin er
meðal annars sú að nýr frystitogari
bættist í flotann og að auki sóttu
skipin töluverðan afla á fiskimið
utan lögsögunnar, bæði í Smuguna
og á Reykjaneshrygg. Þá hefur ÚA
gert töluvert af því að kaupa var-
anlegar aflaheimildir til að mæta
skerðingunni.
51