Dagur


Dagur - 31.05.1995, Qupperneq 1

Dagur - 31.05.1995, Qupperneq 1
78. árg. Akureyri, raiðvikudagur 31. raaí 1995 102. tölublað Skandia Lifandi samkepp W Geislagötu 12 • Sími 12222 m - lœgri idgjöld Lausn sjómanna- verkfalls í sjónmáli? Viðræðunefndir samtaka sjó- manna og útgerðarmanna hittust að nýju síðdegis í gær í húsakynnum ríkissáttasemjara og ræddu stöðuna en samninga- nefndirnar voru í fyrradag á fundum, hvor í sínu lagi, og stóðu þeir fundir fram á nótt. Eitthvað virtist hafa þokast til samkomulagsáttar í gærkvöld varðandi fiskverðsmyndun er blaðið fór í prentun en samn- inganefndirnar vilja leggja áherslu á að ná heildarsamning- um en ekki að samið verði heima í héraði framhjá samtökum sjó- manna og útgerðarmanna. Samningamenn sjómanna segja aó mcnn verði að fara gera þaó Lögreglan: Tveir ungir Dalvík- ingar á „skytteríi" Lögreglan á Dalvík stöðvaði tvo unga menn í gærdag sem voru með sitt hvora haglabyss- una undir höndum í landi Dal- víkur á svæði þar sem meðferð skotvopna er algjörlega bönnuð. Þar voru þeir að skjóta á varg- fugl. Annar reyndist ekki hafa byssuleyfi og ekki eigandi byss- unnar og hafði fengið hana að „láni“, og var byssan og skot- færin tekin í vörslu lögreglunnar en hinn maðurinnn var með byssuleyfi. Málið fer til ákvörð- unar hjá fulltrúa sýslumanns. Gerö var tilraun til innbrots um fimmleytið í fyrrinótt í Kaupfélag- iö á Hvammstanga með því að spenna upp glugga en þegar þjófa- vamakerfið fór í gang forðaði inn- brotsþjófurinn sér slippur og snauður. Ekki hafði í gær verið upplýst hver eða hverjir voru þarna að verki. Lögreglan á Akureyri var at- hafnasöm í gær og klippti núm- eraplötur af 30 bifreiðum sem þegar átti aó vera búið að færa til skoðunar. GG upp vió sig hvort þeir ætli að semja en mikil tímapressa er á mönnum vegna þeirra frétta að bæði einstaka útgerðir og sjó- mannafélög á landsbyggðinni vilja ganga til samninga fram hjá heild- arsamtökunum takist samningar ekki næsta sólarhring. Eins er tal- ió að eftir því sem nær dragi sjó- mannadegi því minni áhugi sé á því að skrifa undir nýjan kjara- samning. Utgerðarmenn segja að nær eina deiluatriðið sé ráóstöfun aflans og verð fyrir hann, en það sé vissu- lega stórt. Það hefur vakið mikla óánægju og kvíða í þeirra röðum hversu seint viðræður ganga. Milli sjómanna á Skagströnd og útgerðarfélagsins Skagstrend- ings hf. mun vera tilbúinn rammi að samningi slitni upp úr vióræð- unum í Reykjavík. Þorbjöm Sig- urósson, formaður Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga mun vera tilbúinn að fara þangað úr Reykjavík og undirrita samn- inga. GG Nýju símaskrárnar komnar úr prentun Laugardaginn 3. júní taka gildi sjö stafa símanúmer um land ailt. Af því tilefni hcfur Póst- og símamálastofnunin gefið út nýja nafna- og atvinnuskrá og hófst afhending þeirra í gær. Þegar ljósmyndari Dags leit við á Pósthúsinu á Akureyri í gær, var Bárður Gunnarsson, starfsmaður Útgerðarfclags Akureyringa hf., að sækja skrárnar fyrir fyrir- tæki sitt og eins og sést á myndinni, þurfa starfsmcnn fyrirtækisins að nota eina og eina skrá. Mynd: Robyn Hráefnisstaða norðlenskra frystihúsa nokkuð góð í upphafi sjómannaverkfails: Vinnsla úthafskarfa af erlendum fiskiskipum tryggir vinnslu í bili Samtök fiskvinnslustöðva mæltust til þess við félags- menn sína fyrir um mánuði síð- an, þegar verkfallsboðun sjó- manna lá fyrir, að þeir segðu öllu starfsfólki upp vinnunni með lögboðnum Qögurra vikna fyrirvara eða með þriggja sólar- hringa fyrirvara þegar yfirvof- andi væri hráefnisskortur og þá um leið vinnslustöðvun. Vinnsla stöðvast um næstu helgi, hvíta- sunnuhelgina, hjá frystihúsi Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki: Verulegur rekstrarbati Aðalfundur Steinullarverk- smiðjunnar hf. á Sauðár- króki var haldinn sl. mánudag. Á honum kom fram að veruleg- ur rekstrarbati varð hjá fyrir- tækinu á síðasta ári. Rekstraraf- koma fyrir fjármagnskostnað og afskriftir batnaði um 19,6 millj- ónir milli ára sem leiðir til þess, ásamt lægri fjármagnskostnaði, að reksturinn skilaði 6,6 milljón- um í hagnað á móti 47 milljón króna tapi árið 1993, eða við- snúningur upp á 53,6 milljónir. Heildarsala Steinullarverk- smiðjunnar á síðasta ári var 5.935 tonn sem var 14% aukning milli ára. Tekjur jukust úr 376 millj. í 445 millj., eða um 18%. Söluverð- mæti á innanlandsmarkaði var um 270 millj., fór úr 248 millj., og út- flutningsverðmæti var 175 millj. sem er um 38% aukning milli ára. Nettóskuldir fyrirtækisins lækk- uðu um 53 millj. og voru u.þ.b. 382 millj. í árslok. Helstu fjárfest- ingar voru rafhitari fyrir hersluloft, sem kemur í stað svartolíuhitunar og búnaður til endurnýtingar varma frá rafbræósluofni. Rekstrartekjur fyrirtækisins fyrstu fjóra mánuði þessa árs nema um 187 millj. sem er u.þ.b. 45% aukning milli ára, en útflutn- ingur fyrirtækisins hefur að sögn Einars Einarssonar, framkvæmda- stjóra, aukist mikið vegna sérstaks verkefnis og á innanlandsmarkaói hafa tekjur aukist um 9%. Afkom- an fyrstu fjóra mánuði ársins er já- kvæð um 8 millj. en rekstraráætl- un ársins gerir ráð fyrir u.þ.b. 10 millj. króna hagnaói. Stærstu hluthafar í Steinullar- verksmiójunni eru ríkissjóður og Parock í Finnlandi með um 30% eignarhlut hvort og Sauðárkróks- bær með 23%. Stjómarmenn eru sjö og er Lára Margrét Ragnars- dóttir formaður stjómar. HA verði deila sjómanna við við- semjendur þeirra ekki til lykta leidd f vikunni og afli borist að landi um eða strax eftir næstu helgi. Öllu starfsfólki frystihúss- ins var sagt upp með 4ja vikna fyrirvara sem kemur þá til fram- kvæmda 6. júní nk. Hjá Fiskiðju Sauðárkróks hf. var starfsfólki ekki sagt upp með fjögurra vikna fyrirvara, en með þriggja sólarhringa fyrirvara veró- ur starfsfólki tilkynnt um vinnu- stöóvun vegna hráefnisskorts komi til þess vegna sjómanna- verkfallsins, þ.e. að það veröi ekki þá til lykta leitt og þá kemur til endurgreiðslu á launakostnaði úr atvinnutryggingarsjóði. Ekki sér enn fyrir cndann á þessari hráefn- isstöðvun en stjóm Fiskiðju Sauð- árkróks hf. mun tilkynna þaö strax og þau mál skýrast. Þessa dagana er verið að vinna úthafskarfa á Sauðárkróki og dugir það hráefni fram í miðja þessa viku og á mið- vikudag kemur þýskur togari til löndunar, en hann hefur landaó áður á Sauðárkróki. Hráefni er því til staðar þessa viku, en ekki mik- ið lengur. Allir togarar Skagfirð- ings hf. komu til löndunar á fímmtudag og föstudag. Skagfirð- ingur SK landaði á Grundarfirði, Sjóli HF í Hafnarfirði en Skafti SK kom meö 60 tonn af biönduð- um afla, aðallega karfa, til Sauðár- króks. Hegranes SK er í slipp en Drangey SK hefur verið seld til Vopnafjarðar og var afhent nýjum eigendum hinn 20. maí sl. Hjá frystihúsum KEA á Dalvík og í Hrísey verður starfsfólki sagt upp með þriggja sólarhringa fyrir- vara komi til skorts á hráefni en talið cr að hráefni dugi til vinnslu út þessa viku. Hjá Söltunarfélagi Dalvíkur hf. er nægjanlegt af rækju til vinnslu út maímánuö. Starfsfólki Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. var sagt upp störfum með fjögurra vikna fyrirvara og taka þær uppsagnir gildi 5. júní nk. Vinnsla getur gengið eitthvaó fram í júnímánuð en eitthvaó mun vera fyrirliggjandi aö frosnu hráefni, þ.e. frosnum þorski af rússneskum togurum í Barentshafi sem landað hafa á Húsavík nýverið. Hjá Fiskiðju Raufarhafnar hf. var öllu starfsfólki sagt upp störf- um með fjögurra vikna fyrirvara cn ekki er reiknað með aó vinnsla stöðvast þar, a.m.k. ekki í bili. Bæði berst þangað úthafskarfi til vinnslu og eins hafa krókaleyfis- bátar afiað ágætlega og séð frysti- húsinu fyrir hráefni. Á Þórshöfn var starfsfólki Hrað- frystistöðvar Þórshafnar hf. sagt upp störfum með tilskyldum fjög- urra vikna fyrirvara sem tekur gildi 5. júní nk. Öljóst er með framhald vinnslu í húsinu verði sjómanna- verkfall langvinnt en þar hefur út- hafskarfi af færeyskum togurum verið verið unninn að undanfömu eins og á Raufarhöfn. Framkvæmd vinnustöðvunar kann því að dragast á langinn á Raufarhöfn. Frystihús Þormóðs ramma hf. á Siglufirói hefur um 5 vikna hrá- efni og hefur starfsfólki ekki verió sagt upp störfum en gripið verður til þess að segja því upp með þriggja daga fyrirvara ef nauðsyn kann að reynast vegna hráefn- isskorts. Rækjuverksmiðja fyrir- tækisins á einnig hráefni til nokk- urra vikna vinnslu. Hjá Útgerðar- félagi Akureyringa hf. var öllu starfsfólki sagt upp meó fjögurra vikna fyrirvara scm kemur til framkvæmda 5. júní en síóur er reiknaó þar meó aó til vinnslu- stöðvunar komi vegna hráefn- isskorts. Þá er alltaf hægt að segja upp fólki með þriggja daga fyrir- vara, þrjóti hráefni. Hráefnisstaða annarra rækju- verksmiöja á Norðurlandi en áður er getið er nokkuð misjöfn, sumar eiga hráefni aðcins út þessa viku, aðrar mun lengur. GG Sleipnisverkfallið: Sáttahljóð ígær Síðdegis í gær töldu menn merki á lofti um batnandi andrúmsloft milli málsaðila í deilu bifreiðastjórafélagsins Sleipnis og viðsemjenda bíl- stjóra. Mikil harka hljóp í deil- una eftir að upp úr samninga- fundi slitnaði aðfaranótt mánu- dags en síðdegis í gær vildu bfl- stjórar ekki útiloka að þeir fari fram á sáttafund hjá sáttasemj- ara. Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, vildi lítið tjá sig um stööu mála þegar blaðið ræddi við hann siódegis í gær. Hann viður- kenndi þó að hugmyndir hefðu gengið með óformlegum hætti milli deiluaóila í þeirri von að nálgast mætti samninga. Óskar sagði það í höndum sáttasemjara aó kalla aðila á fund að fengnum óskum deiluaðila og kl. 21 i gær- kvöld mættu samninganefndir til fundar í Karphúsinu. Gieinilegt var fyrir fundinn aó vonir höfðu vaknað um lausn deilunnar. JÓH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.