Dagur - 31.05.1995, Síða 7
MANNLIF
Miðvikudagur 31. maí 1995 - DAGUR - 7
Anna Kristjánsdóttir, ckkja Vilhelms Þorsteinssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra ÚA, afhjúpaði listaverk Kristins E.
Hrafnssonar, „Mitt á milli nálægðar og endalausrar fjarlægðar“.
Útgerðarfélagið 50 ára
Útgcrðarfélag Akureyringa hf. fagnaði 50 ára afmæli
síóastliðinn föstudag og var af því tilefni efnt til há-
tíðarsamkomu í húsakynnum félagsins. Listaverk eft-
ir Kristin E. Hrafnsson var afhjúpað, saga ÚA kom
út, félagið veitti styrki til menningarmála, cfnt var til
kaffisamsætis o.fl.
Robyn Redman, ljósmyndari Dags, fylgdist með
hátíðarhöldunum og tók mcðfylgjandi myndir. óþh
Gunnar Ragnars, framkvæmda-
stjóri ÚA, ávarpar hátíðargesti.
Við þetta tækifæri flutti Jón Þórð-
arson, stjórnarformaður ÚA, ávarp.
Stjórnarmennirnir Halldór Jónsson
og Pétur Bjarnason næla sér í bakk-
elsi.
í tilefni af 50 ára afmælinu gaf ÚA hálfa aðra milljón í orgclsjóð Akureyrar-
kirkju, en í sumar verður ráðist í fjárfrckar viðgerðir á orgeli Akureyrar-
kirkju. Á myndinni afhcndir Jón Þórðarson, stjórnarformaður ÚA, Guðríði
Eiríksdóttur, formanni sóknarncfndar Akureyrarkirkju, gjöfína.
Á afmælisdaginn kom út saga ÚA í
50 ár cftir Jón Hjaltason, sagnfræð-
ing. Sagan ber heitið „Steinn undir
framtíðarhöll“ og er það fengið úr
ljóði Kristjáns frá Djúpalæk sem
hann orti þcgar fyrsti togari ÚA,
Kaldbakur, kom til Akureyrar
1947.
Jakob Björnsson, bæjarstjóri, ávarpar hátíðargcsti.
Haukur Þorbjörnsson, bilstjóri, og löndunarkallarnir
Stefán Ingólfsson og Jón Ingason.
Kátar starfsstúlkur ÚA; María Meriam Jóhanncsson, Melisa Eiðsson,
María Bethsaida Cisncros og Lucivic B. Damisin.
Við afhjúpun listaverksins „Mitt á milli nálægðar og cndalausrar fjarlægð-
ar“. Frá vinstri: Listamaðurinn Kristinn E. Hrafnsson, Anna Kristjánsdótt-
ir, ckkja Vilhelms Þorstcinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra ÚA, Gísli
Konráðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ÚA, Gunnar Ragnars, fram-
kvæmdastjóri ÚA, og ciginkona hans, Guðríður Eiríksdóttir.
v. 4
S0 AKA
M4S-
Glaðir starfsmcnn á góðum dcgi.
Páll Pétursson, gæðastjóri Coldwater í Bandaríkjunum, afhenti Maríu Hall-
dórsdóttur fyrir hönd starfsfólks ÚA gæðaskjöld, en þetta var í tíunda skipti
scm ÚA hlaut gæðaviðurkenningu.
I tilcfni af 50 ára afmæli ÚA var efnt til vcrðlaunagetraunar. Á myndinni
eru þau þrjú sem duttu í lukkupottinn; Sigurður Jónsson, Sigríður Jóna
Pálsdóttir og Karen Gunnarsdóttir. Að launum fengu þau sýnishorn af
framleiðsluvörum Útgerðarfélags Akureyringa.