Dagur - 31.05.1995, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 31. maí 1995
Þessi vetur okkar í Edínaborg er liðinn - og hefur
liðið giska fljótt, komið vor og sumar á næstu grösum.
Enn er þó svalt á morgnana, enda aðeins maímánuður.
Skosk nágrannakona okkar sagði á dögunum að Skot-
ar hefðu að orðtaki: Never cast a clút till May is út.
Tómas segir líka um Reykjavík að vorið kom í maí,
eins og vorin komu forðum. Þó er ekki óhætt að kasta
*
klúti á Islandi fyrr en maí er úti. En gott hefur verið
að vera hér í vetur og við erum margs vísari eftir dvöl
okkar með Skotum.
ísland og Edínaborg
Næst á eftir Bergen og kóngsins
Kaupmannahöfn, sem voru höfuð-
borgir íslands frá 1262 til 1918, er
Edínaborg sú erlend stórborg sem
tengist Islandi og Islendingum
einna mest. Margir íslendingar
hafa búið hér um Iengri eða
skemmri tíma, sumir við nám, aðr-
ir við störf, og um hinar gömlu
hafnarborgir Edinborgar
Granton, Leith og Newhaven -
fóru flestir þeirra 15 þúsund Is-
lendinga, sem fluttust til Vestur-
heims á síðara hluta 19. aldar.
Meðal þeirra var Eiríkur Olafsson
frá Brúnum, sem tekió hafði mor-
mónatrú og Halldór Laxness hefur
að fyrirmynd Steinars bónda
Steinssonar frá Hlíðum undir
Steinahlíðum í skáldsögunni Para-
dísarhcimt. Allt fram yfir 1970
komu skip Eimskipafélags Islands
við í Leith, hafnarborg Edinborg-
ar, á leið sinni til Kaupmannahafn-
ar og muna margir lesendur vafa-
lítið ferðir Gullfoss til Leith á
þessum árum.
Enn liggja leiðir margra Islend-
inga til Edínaborgar að versla og í
gluggum vöruhúss John Lewis má
lesa: John Lewis hefur óviðjafnan-
legt úrval af öllum vörum, seni þér
þarfnist fyrir heimilið og fjöl-
skylduna - tískuvörur, húsbúnað,
gjafavörur, ilmvötn, bækur, tölvur,
myndbönd og rafmagnsvörur.
Margrét Eggertsdóttir og
Tryggvi Gíslason hafa í vet-
ur dvalist í Edinborg við
nám í leyfi sínu frá Barna-
skóla Akureyrar og
Menntaskólanum á Akur-
eyri. Hún hefur stundað
nám við Moray House
kennaraháskólann, sem er
hluti af Heriot-Watt Uni-
versity, og hann við Edin-
borgarháskóla. Frá þeim
hjónum hefur borist þetta
bréf frá Edinborg. Fyrri
hluti bréfsins birtist nú en
sá síðari nk. ibstudag.
eftir að hafa verió bókavörður hér í
borg á annan áratug. Má ætla að
það hafi verið allmikil umskipti að
koma frá Edínaborg að Möðru-
völlum í Hörgárdal árið 1880.
Hjaltalín var mikils metinn hér í
borg og komst í kynni við fyrir-
menn og flutti Viktoríu Breta-
drottningu drápu suður á Englandi.
Er það í síðasta skipti aó íslenskt
skáld flytur erlendum þjóðhöfö-
ingja drápu á erlendri grund. Þess
má líka geta að Hjaltalín Iék fyrst-
ur manna Skugga-Svein í frum-
uppfærslu á Utilegumönnum Matt-
híasar í Reykjavík 1863 og á sér
að öðru leyti merka sögu sem ekki
er er unnt að rekja í þessu bréfi.
Sveinbimi fyrsta erindið af Guð
vors lands og bað hann að semja
lagið við. Lagið viö þjóðsöng Is-
lendinga er því til orðið hér í há-
borg Skota.
Um aldamótin bjó Einar skáld
Benediktsson eitt ár í Porto Bello,
sjávarþorpi hér út með firði þar
sem fyrirmenn áttu sér þá sumar-
hús. Halldór Laxness kom hingað
á ferðum sínum til útlanda. Undir
lok mikilfenglegrar og margslung-
innar skáldsögu sinnar Paradísar-
heimtar, sem áður var á minnst,
lætur Laxness þá hittast á Kóngs-
sonastræti Benediktsen sýslumann,
sem klæddur var dýrlegum pells-
frakka sínum, og Steinar bónda frá
Hlíðum undir Steinahlíðum.
Leiddi sýslumaður bónda inn í
gistihús sitt. Hafði bóndi ekki
einusinni í guðsborg Síon stigið
fæti í önnur eins húsakynni. Gisti-
hús þetta var Hotel Balmoral, fín-
asta gistihúsið í borginni, og þarna
í anddyri þess eignaðist bóndi aft-
ur jörð sína í Hlíðum undir Steina-
hlíðum sem sýslumaóur hafði
sjálfur látið slá sér á uppboði. I lok
sögunnar fer bóndi þangað og
byrjaði að gelda ögn upp í garð-
veggi við bæinn og mælir þá þessi
torræðu orð: Ég er sá maður sem
heimti aftur Paradís eftir að hún
hafði leingi verið týnd, og gaf
hana bömum sínum. Væri fróðlegt
aó heyra hvemig lcsendur þessa
bréfs skilja setninguna.
Norðanmenn í Edínaborg
Á árum síóari heimsstyrjaldarinnar
stunduðu hér nám þrír heiðurs-
menn að norðan, Friðrik Þorvalds-
son, menntaskólakennari úr Hrís-
ey, Hjörtur Þórarinsson, bóndi á
Tjöm í Svarfaóardal, og Ottó heit-
Fyrir miðri mynd sést í turn kirkju
St Giles, High Kirk of Edinburgh,
sem stendur sunnanvert við gömlu
aðalgötuna í Edinborg, High Street,
sem liggur vestan frá Kastalanum
að konungshöllinni Holyrood ^
House.
Bréf frá Edínabore
- Newhaven Road 138 í maílok 1995
Engu öðru tungumáli er gert svona
hátt undir höfói enda vita þcir hjá
John Lewis að Islendingar á fcrða-
lagi kaupa mikið og eru fljótir aö
því.
Hjaltalín skólameistari
Hér í Edínaborg bjó á annan ára-
tug Jón A. Hjaltalín, fyrsti skóla-
meistari Möðruvallaskólans sem
nú er Menntaskólinn á Akureyri.
Kom Hjaltalín beint frá hcims-
borginni Edínaborg til Möðruvalla
✓
Þjóðsöngur Islendinga
og Edínaborg
Um margra ára skcið bjó hér í
borg Sveinbjöm Sveinbjömsson
tónskáld. Vcturinn 1874 samdi
hann lag við lofsöng Matthíasar
Jochumssonar vegna þjóðhátíðar-
innar á Þingvelli 1874 sem nú er
þjóðsöngur Islendinga. Bjó Svein-
böm í húsi við London Street, hér
skammt ofan við Ncwhaven. Matt-
hías var þennan vetur í Lundúnum
og kom hingað norður og færði
Fyrri hluti
inn Jónsson, menntaskólakennari
frá Dalvík. Gengu þeir Friðrik og
Ottó í breska heimavamarliðið og
upplifðu hér friðardaginn 8da maí
„1945. Á þessum árum var hér ræð-
ismaður Islendinga Sigurstcinn
Magnússon, fæddur í Brekkugöt-
unni, lengi umboðsmaður Eim-
skipafélags Islands hér í borg. Var
hann faóir Magnúsar Magnússon-
ar, hins mikilhæfa útvarpsmanns í
Skotar leggja mikla áherslu á hurð-
ir og hurðabúnað á húsuin sínum og
getur eitt og sama húsið haft marg-
ar hurðagerðir. Sterkleg og svip-
mikil handrið úr járni einkenna
mörg hinna gömiu húsa eins og
þetta hús við Ramsey Garden.
Glasgow, sem ásamt Björku er nú
kunnasti Islcndingur á Bretlands-
eyjum.
Á ámnum eftir stríð stundaði
nám við Edinborgarháskóla Páll
Árdal, sem seinna varð prófessor í
heimspeki vió skólann en fluttist
síðar til Kanada og er sennilega
Víða í Edinborg og annars staðar í
Skotlandi eru grjótgarðar, bæði úr
tilhöggnuin steini og náttúrugrjóti,
scm hlaðnir eru af inikilli list kring-
um íbúðarhús, skcmmtigarða,
kirkjur, tún og engi. Á þessari
mynd sést grjótgarður kringum
◄ gamalt tún skammt frá hinu
fræga vatni Loch Ness.
kunnasti heimspekingur íslend-
inga. Við hinn háskólann hér í
borg, Heriot-Watt University,
stundaöi nám annar Akureyringur-
inn til, Óli Tomm, Ólafur Tómas-
son, núverandi póst- og símamála-
stjóri, og upp úr 1960 las hér
ensku Rafn Kjartansson frá Djúpa-
vogi, nú kennari við Menntaskól-
ann á Akureyri, og hér náði hann í
sína skosku myndarkonu. Um
1970 dvaldist hér við nám dr
Kristján Ámason prófessor við HI,
sonur fomvina okkar Hólmfríðar
Jónsdóttur frá Ystafelli í Kinn og
Áma hcitins Kristjánssonar
menntaskólakennara frá Finns-
stöóum og hér stunda nú nám tveir
ungir menn frá Akureyri, Finnur
Friðriksson og Þorvaldur Lúövík
Sigurjónsson, Finnur í ensku og
sögu við The University of Edin-
burgh og Lúlli í alþjóðlegum fjár-
málaviðskiptum og tungumálum
við Heriot-Watt University.
Hermann, Fanney og Hafliði
Hér í háborg Skota situr einn
sæmdarmaðurinn enn, Hermann
Pálsson frá Hofi í Vatnsdal, stúd-
ent frá MA 1943, systursonur
Bjöms Þórðarsonar í Oddagötu 5.
Hermann hefur búið hér á fimmta
áratug meó Guðrúnu konu sinni.
Var hann prófessor við norrænu-
deild Edinborgarháskóla og kenndi
norræn og íslensk fræði. Hér efndi
hann til fyrsta alþjóðlega fom-
sagnaþingsins sumarið 1971 en
síðasta fomsagnaþingió var haldið
í Verkmenntaskólanum á Akureyri
í fyrrasumar, eins og einhvcrn
kann að reka minni til. Enn stund-
ar Hermann Pálsson fræði sín að